Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 16
BUÐU ÞINGMÖNNUM Á FUND UNDIR FÖLSKU FLAGGI Umsókn bandarísku og kanadísku auðmannanna tíu sem vilja fá ís- lenskan ríkisborgararétt og fjár- festa hér á landi fyrir háar fjárhæð- ir hefur ekki verið tekin fyrir og rædd formlega í allsherjarnefnd að sögn nefndarmanna í allsherjar- nefnd Alþingis sem DV hefur rætt við. Þetta staðfesta Álfheiður Inga- dóttir, Birgir Ármannsson og Val- gerður Bjarnadóttir, sem öll sitja í allsherjarnefnd, aðspurð um mál- ið. Formaður nefndarinnar, Róbert Marshall, staðfesti þetta einnig í yf- irlýsingu í gær. Svo virðist, út frá um- fjöllun Kastljóss sem fyrst greindi frá málinu á miðvikudag, sem auð- mennirnir líti á ríkisborgararéttinn sem skilyrði fyrir fjárfestingum hér á landi. Ekkert minnst á ríkisfang í fundarboði Álfheiður segist fyrst hafa séð gögn um umsókn auðmannanna um rík- isfang á þriðjudaginn þegar hún fékk í hendur bréf frá lögmanni þeirra þar sem ýtt er eftir umsókn þeirra um ríkisborgararétt. „Það er rangt að um málið hafi verið fjallað í allsherjarnefnd. Þetta er ekkert mál sem liggur fyrir til vinnslu hjá alls- herjarnefnd að öðru leyti en því að nefndinni barst erindi fyrir milli- göngu lögmannsstofu hér á landi og boð á einhvern kynningarfund sem iðnaðarnefnd og allsherjarnefnd var boðið á fyrir skömmu. Ég afþakkaði boðið og fór því ekki á kynningar- fundinn. En ég veit að þar var ekki verið að kynna neinar hugmynd- ir um ríkisborgararétt samkvæmt fundarboðinu heldur var þetta ein- hver almenn kynning á einhverju viðskiptatækifæri sem ég sá ekki hvernig snerti allsherjarnefnd. Þetta boð á þennan kynningarfund bar þar af leiðandi ekki með sér að það væri verið að sækja um ríkisfang fyr- ir þessa menn,“ segir Álfheiður. Einhverjir af meðlimum allsherjar nefndar fóru þó á kynn- ingarfundinn þar sem íslensk- ir samstarfsmenn auðmannanna, fyrirtækið Northern Lights Energy sem Gísli Gíslason lögmaður stýrir, kynntu viðskiptahugmyndina sem Álfheiður vísar til. Á fundinum var rætt um þessa viðskiptahugmynd og síðan kom í ljós, í lok fundarins, að eitthvað annað og meira hékk á spýtunni en umrætt viðskiptatæki- færi. Súr svipur Lýsing eins nefndarmanns í alls- herjarnefnd af fundinum er á þann veg að meðan á fundinum stóð hafi ekkert bent til að íslenskir sam- starfsmenn auðmannanna hefðu ætlað að bera upp hugmyndir um að þeir myndu geta fengið íslenskan ríkisborgararétt. „Ég veit í raun og veru ekki neitt um þetta. Ég var beð- inn um að koma á fund með þess- um mönnum þarna í þessu Norð- urljósafyrirtæki. Ég kom á fundinn, hlustaði á þá og sagði ah, ah, ah nokkrum sinnum og síðan setti ég upp súran svip þegar ég heyrði loka- erindið sem var það, svona í grófum dráttum, að þessir menn ættu að fá 16 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Gagnrýndur Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar, var gagnrýndur eftir að viðtal birtist við hann í Kastljósi þar sem hann virtist hlynntur því að veita tíu erlendum auðmönnum ríkisborgararétt gegn því að þeir fjárfesti hér á landi fyrir milljarða. Hann segir orð sín hafa verið mistúlkuð. n Í fundarboði til allsherjarnefndar var ekki rætt um veitingu ríkisborgararéttar til auð- manna n Fundarmaður varð súr á svip þeg- ar umræðan barst að ríkisborgararétti í lok fundar n Kynningarfundurinn átti að snú- ast um viðskiptatækifæri n Tveir meðlimir allsherjarnefndar andsnúnir hugmyndinni Yfirlýsing Róberts Marshall sem hann birti á Facebook-síðu sinni: „Það er farið ranglega með nokkrar staðreyndir í umræðunni um frétt Kastljóssins frá því í gær. Ég hef ekki sagt að mér finnist að veita eigi þessum tilteknu einstaklingum ríkis- borgararétt og ég var ekki að gerast talsmaður þessa hóps í Kastljósinu í gær enda tók ég það sérstaklega fram. Ekki hefur verið fjallað um þessar umsóknir í Allsherjarnefnd. Ég mætti hins vegar í þetta viðtal til að segja að um þetta mál þyrfti að ræða. Það eru margar hliðar á öllum málum, ekki bara rétt eða röng. Tölum um þær og ræðum okkur að sameiginlegri niðurstöðu. Mótum okkur reglur um það hverjum er veittur ríkisborgara- réttur á undanþágu frá Alþingi. Almennt er ég þeirrar skoðunar að þeir sem sækja um íslenskan ríkisborgararétt, snauðir eða ríkir, eigi að fá hann. Mín nálgun tekur mið af þeirri staðreynd að sjálfur hlaut ég minn ríkisborgararétt frá Allsherjarnefnd og er örugglega fyrsti formaður nefndarinnar sem svo háttar til um. Hingað til hefur íslenskur ríkisborgararéttur meðal annars verið notaður til að laða til landsins fólk sem hefur skarað framúr í íþróttum, menningu og listum eða fólk sem hefur sérstök söguleg tengsl við landið. Viljum við gera slíkt hið sama í atvinnulegu tilliti, laða til Íslands frumkvöðla og fjárfesta og skapa störf? Fullyrðingar um að með þessu væri verið að leyfa ríkum einstaklingum að kaupa sig fram fyrir í röðinni fela það í sér að hinir efnaminni sitji eftir eða hafi setið eftir. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu tvö skiptin (á meðan ég hef stýrt þessari vinnu) sem Allsherjar- nefnd hefur fjallað um undanþáguumsóknir hefur mikill meirihluti umsækjenda einmitt fengið ríkisborgararétt. Það er því einfaldlega engin röð. Að auki hefur aldrei verið spurt um efnahag, aðeins hvort að viðkomandi eru góðir og gegnir einstaklingar með hreinan sakaferil sem myndu auðga íslenskt samfélag. Ræðum þetta, leyfum fólki að halda fram skoðunum sínum eða skipta um skoðun og hlustum hvort á annað án fordóma, útúrsnúninga og illinda. Aðeins þannig komumst við að upplýstri niðurstöðu og getum mótað almennar reglur um þessi mál.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.