Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 26
26 | Umræða 1.–3. apríl 2011 Helgarblað J ón Múli Árnason, útvarpsþul- ur, tónskáld, kommúnisti og snyrtimenni, hefði orðið ní- ræður í gær, 31. mars, ef hann hefði lifað. Hann dó raunar árið 2002 en hefði alveg mátt lifa lengur. Og þegar ég heyrði músíkina hans spilaða í útvarpinu í gær fór ég að hugsa um þau áhrif sem hann hafði á íslenskt samfélag. Þau voru nefnilega furðu mikil. Jón Múli var einn af þeim mönn- um sem settu slíkan svip á sína sam- tíð að það má heita að hann hafi ver- ið nánast eins og bróðir eða náinn frændi heilmargra kynslóða Íslend- inga. Þar á meðal ólst ég upp við rödd hans í eyrunum. Og hún seytlaði inn í sálina og fann sér þar pláss, og hann var síðan í nokkra áratugi einn af vegprestum mínum og okkar allra um lífið. Postularnir Pétur og Jóhannes og Jón Hann sagði okkur hvað var í frétt- um, hann sagði okkur hvernig veðr- ið væri, hann kynnti fyrir tónlist, og hann var alltaf til staðar. Nema náttúrlega þegar einhver annar af hinum sögufrægu þulum Ríkisútvarpsins var á vakt. Þeir voru alls ekki að trana sér fram persónulega en samt bjó mað- ur sér til mynd af þeim eftir röddinni sem barst úr útvarpstækinu. Kannski má kalla þá postulana af því þeir hétu þannig nöfnum, og staða þeirra var líka slík. Pétur (Pétursson) var röggsemin uppmáluð, snaggaralegur í rómi, og örlítið hástemmdur. Jóhannes (Arason) var prúð- mennskan uppmáluð, reyndi að láta eins lítið fyrir sér fara og mögulegt var, en þó skynjaði maður alltaf und- ir niðri að þar las eða sagði frá ein- staklega væn sál og viðkvæm tilfinn- ingavera. Og svo var Jón (Múli) – með sína miklu og góðu rödd sem ómögulegt er að kalla annað en „karlmannlega“ í jákvæðri merkingu, ef svo má enn nota orðið. Þessi rödd var mótsagnakennd að því leyti að annars vegar virtist hún ekkert nema yfirveguð rósemin – en hins vegar þóttist maður brátt heyra að þessi maður væri ekki alveg allur þar sem hann var séður. Hann var blæbrigðaríkari í tóni en hinir tveir sem ég nefndi – gat verið kankvís, jafnvel háðskur. En þó alltaf innan hæfilegra marka. Mér er aðeins kunnugt um að hann hafi einu sinni sleppt fram af sér beislinu. Það var þegar hann hafði setið við samdrykkju heila nótt og átti að mæta í morgunútvarpið klukkan sjö. Stríðni í morgunútvarpinu Morgunútvarpið var heilagt. Það hófst ævinlega á að útvarps- klukkan sló sjö högg, og svo kom morgunþulurinn og sagði með sinni rúv-legustu rödd: „Útvarp Reykjavík, góðan dag.“ Nema hvað í þetta sinn réð Jón Múli ekki við stríðnispúkann í sér og þegar hann hafði komið sér niður í útvarp og sest við hljóðnemann, á hárréttri stundu auðvitað, þá heyrð- ist andartaksþögn eftir klukkuslög- in sjö, og svo heyrðist Jón Múli segja með sinni allra hátíðlegustu rödd: „Útvarp Reykjavík, hæ, hó.“ En síðan hegðaði hann sér að sjálfsögðu óaðfinnanlega það sem eftir var af vaktinni þennan morgun. Þeir sem yngri eru, þeir skilja kannski ekki strax hvað þetta er merkileg og skemmtileg saga. Því nú er ungu fólki auðvitað ómögulegt að skilja hvílík stofnun útvarpið og helstu þulirnir í útvarpinu voru. Og hvílík ábyrgð var talin hvíla á herðum þulanna. Útvarpið – því þá var vitaskuld aðeins ein rás og því aðeins eitt „út- varp“ – það gegndi gríðarlega mikil- vægu hlutverki í samfélaginu – og tókst ekki á við það hlutverk af neinni léttúð, satt að segja. Dagskráin var yfirleitt afar hátíð- leg, maður hafði á tilfinningunni að starfsmennirnir væru alltaf í spari- fötunum. Og líklega voru þeir það. Ég held satt að segja að það muni seint eða aldrei renna upp aftur ein- hver sú tíð í íslensku samfélagi að einhver jafn fámenn stétt manna öðlist jafn þunga vigt í sálartetri þjóðarinnar, eins og þulirnir gerðu á árunum frá því RÚV var stofnað og eitthvað fram undir 1990. Þeir voru sannarlega ein af stoð- um samfélagsins. Enskur lord Þess vegna er kannski ógjörningur að skýra út fyrir unga fólkinu léttúð- ina við þetta „hæ, hó“. Eða af hverju allri þjóðinni fannst nokkrir útvarpsþulir vera eins og nánir ættingjar, sem allir reiddu sig á – einhvern veginn. Þulirnir í þá daga voru auðvitað ekki með neitt persónulegt raus eða ráðleggingar. Samt náðu þeir miklu miklu sterk- ari persónulegri áhrifum og návist, heldur en þeir útvarpsmenn – sum- ir! – sem nú á dögum hengja persónu sína daglega á snúru og veifa framan í hlustendur. Þetta er ekki endilega meint út- varpsmönnum nútímans til hnjóðs. Það eru bara aðrir tímar. Að hve miklu leyti Jón Múli Árna- son var barn síns tíma, og sinnar tækni, og að hve miklu leyti hann skóp sjálfur sína miklu áhrifastöðu, það veit ég ekki. En hann var alla vega fullkom- lega réttur maður á réttum stað. Og á réttum tíma – sem skiptir nú eiginlega alltaf mestu máli. Þegar hann sté frá hljóðnem- anum, þá leyfði Jón Múli svo mót- sögnunum í fari sínu að sleppa lausum. Hann var í fasi, hátterni og ekki síst klæðaburði eins og enskur lord. Ég hika við að kalla það pjatt, af því ég þekki dætur hans og þær gætu tekið það illa upp, en ég held alla vega að enginn maður á Íslandi á hans dögum hafi verið í dýrari eða flottari skóm. Tónskáldið og kommúnistinn Á sama tíma elskaði hann hina af- slöppuðu músík hinna kolbikas- vörtu Ameríkana sem kallaðist jazz – og næstum upp á sitt eindæmi kynnti hann okkur fyrir þeirri mús- ík, þegar annars fékk næstum ekk- ert nema hátimbruð klassík að heyrast í útvarpinu. Sjálfur samdi hann svo vænan stabba af einföldum en afar falleg- um dægurlögum sem munu lifa lengi – og svo Víkivaka! Og svo var hann eldrauður kommúnisti, og studdi – eða þóttist að minnsta kosti styðja – Jósef Stal- ín löngu eftir að jafnvel kokhraust- ustu kommúnistar hérlendis veigr- uðu sér við að bera í bætifláka fyrir þann óða harðstjóra. Ég velti því oft fyrir mér hvað stalínismi Jóns Múla risti djúpt – því þegar hann talaði um þetta brá stundum fyrir örlitlum, en bara ör- litlum, stríðnistóni. Held ég. Maður gat aldrei verið alveg viss. HINN MÓTSAGNA- KENNDI ÞULUR Hvernig nennir þú þessu? Fékkstu engan fisk? Hvað veiddir þú mikið? Þvílík tíma- og peningaeyðsla,“ eru oftar en ekki spurningarnar og athugasemdirn- ar sem veiðimenn fá frá þeim sem skilja ekki þetta sport sem getur tekið menn heljartaki. Það hefur svo sannarlega tekið mig föstum tökum og stunda ég bæði stang- og skot- veiði af miklum móð. Eftir að ég kynntist þessu áhugamáli er líf mitt betra. Svo einfalt er það og ætla ég að reyna útskýra hvað það er við veiðina sem er svo gefandi. Þegar ég tek veiðistöng í hönd þá er það aðeins partur af upp-lifuninni að veiða fisk. Veiðin er drifkrafturinn og það sem heldur manni gangandi. En einblíni maður um of á veiðina missir maður af öllu því stórkostlega sem henni fylgir. Sem er undirbúning- urinn, ferðalagið, félagsskapurinn en fyrst og fremst náttúran. Þegar þú stendur fisklaus á árbakka eða úti í miðju vatni þá geturðu annað hvort pirrað þig á því eða tekið stund í að meta aðstæður. Hversu falleg áin er, hversu glæsilegt fjallið er sem gnæfir yfir vatninu, hversu mikil forrétt- indi það eru að búa í landi sem býr yfir jafn ótrúlegri og að mestu leyti óspilltri náttúru. Draga svo djúpt andann og reyna aftur því að vonin, hún deyr aldrei. Ég lít á veiðistöngina sem inn-stungu í náttúruna. Ég upplifi mig aldrei í meira sambandi við náttúruna en í gegnum hana og það eru forréttindi. Ég hef veitt um allt land. Þar á meðal í dýrustu laxveiði- ám landsins en þrátt fyrir það er mín eftirminnilegasta stund í veiðinni ekki þaðan. Það var vissu- lega eftirminnilegt og ógleymanlegt þegar ég veiddi 15 punda nýgengin hæng í Breiðdalsá í fyrsta laxveiði- túrnum mínum en það sem stendur upp úr er augnablik á Þingvöllum. Að mínu mati einum fallegasta veiðistað veraldar. Þetta var á mið-sumarsdegi. Ég stóð langt úti í vatninu og veiðin hafði verið lítil. Það var hálf- skýjað og sólin skein inn á milli í léttri golu. Ótrúlega fallegur sumar- dagur á Þingvöllum. Skyndilega dró fyrir sólu og það kom ærandi logn. Áður en mínúta var úti var eins og skrúfað hefði verið frá sturtu. Það kom úrhellisrigning en samt var ekki fullskýjað. Ég sá sólina glampa á víð og dreif um vatnið. Í um það bil tvær mínútur rigndi eins og eng- inn væri morgundagurinn. Stórir og feitir dropar bókstaflega dönsuðu á vatninu. Þegar þeir smullu á vatninu skaust dropi upp á móti svona fimm til tíu sentímetra upp í loftið eins og gerist þegar dropi fellur í vatn. Ég hætti að kasta flugunni og átti ekki til orð yfir þessu magnaða sjónar- spili. Ég var agndofa yfir þessari fegurð. Þetta var hreinlega ljóðrænt. Milljónir dropa sem hoppuðu í takt gerðu það að verkum að Þingvalla- vatn dansaði. Eftir um tvær til þrjár mínútur stytti upp og ég undirbjó stöngina fyrir kast. Það var ekki að spyrja að því. Flugan var varla lent í vatninu þegar ein akfeit bleikja beit á. Hún var öll hin spræk- asta og streittist á móti í góðar tíu mínútur. Glæsi- leg tveggja og hálfs punda bleikja sem fór á grillið það kvöldið og er ein sú bragðbesta sem ég hef sett inn fyrir mínar varir. Ég hef upplifað svipað í skot-veiðinni. Eftirminnilegasta minningin er frá rjúpnaveiðum nú í vetur fyrir austan. Við vorum þrír félagar á heiðinni á sunnudags- morgni. Ég, tengdapabbi og hundur- inn Guttormur. Þetta var fullkom- in dagur til rjúpnaveiða. Það var 14 stiga gaddur, snjór yfir öllu og logn. Ekki ský á himni svo langt sem augað eygði. Við þessar aðstæð- ur myndast ótrúlegt sjónarspil. Í frostinu og logninu er eins regnbogi sé að stíga upp frá jörðinni. Hvert sem litið er myndast mögnuð lita- brigði við sjóndeildarhringinn. Yst við sjóndeildarhringinn var svo sólin að koma upp og fyrstu geislar hennar teygðu sig í áttina að okkur yfir snjóþakta heiðina. Við félagarnir tókum okkur góðan tíma í að njóta augna- bliksins og héldum svo áfram til veiða. Eftir að hafa gengið allan daginn í frost- inu var svo skriðið ofan í heitan pott undir stjörnubjörtum himni. Auðvitað er hægt að upplifa þessa nátt-úru án þess að vera á veiðum. En eins og ég nefndi í upphafi pistilsins þá er veiðin drif- krafturinn. Ég get staðið úti í vatni í sjö tíma og kastað flugu. Í leiðinni fylgst með vatninu og umhverfinu breytast. Ég veit ekki hversu lengi ég myndi endast tómhentur. Ég hef hlaupið upp og niður tvö fell fyrir hádegi með hólk í hönd. En það er á þessum ferðalögum, þegar maður gefur sér tíma til þess að stoppa og drekka náttúruna í sig, sem galdr- arnir eiga sér stað. Trésmiðjan Illugi Jökulsson Innstunga í náttúruna Helgarpistill Ásgeir Jónsson Í beinu sambandi við náttúruna Frá hinum víðfræga stórlaxastað Efri Kæli í Víðidalsá. Frostrósir Sem þökktu jörð í einni vetrarveiðinni. Litadýrð Farsímamynd- in kemst ekki nálægt því að sýna þetta magnaða sjónarspil í öllu sínu veldi. „Þeir voru alls ekki að trana sér fram persónulega en samt bjó maður sér til mynd af þeim eftir röddinni sem barst úr útvarpstækinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.