Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 15
Fréttir | 15Helgarblað 1.–3. apríl 2011 -sælureitur innan seilingar! Svalaskjól Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær | Sími: 554 4300 | Fax: 564 1187 | www.solskalar.is YFIR 40 LITIR Í BOÐI! Engir póstar Innbyggðar vatnsrennur Frábært skjól gegn vindi og regni A4_svalaskjol.indd 1 2/17/11 2:12 PM ir ríkisstjórnina og tengist af- drifum Icesave-samningsins í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl næstkomandi. Þótt forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi lýst því yfir að niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar hafi engin áhrif á líf hennar fara fæstir sem fylgjast með þjóðmálum í grafgötur um það að „nei“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir viku yrði ekki aðeins áfall fyrir ríkisstjórnina heldur setti það einn- ig áætlanir um endurreisn í talsvert uppnám. Áætlanir gera ráð fyrir því að þætti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í endurreisninni ljúki með form- legum hætti í ágúst næstkomandi. Stjórnarliðar, sem DV hefur talað við, telja einboðið að fara verði fram á að AGS hafi enn um sinn hönd í bagga með endurreisninni og pen- ingamálum þjóðarinnar verði Ice- save-samningnum hafnað. Ástæð- an er sú að þar með skapaðist óvissa um þau atriði sem talsmenn atvinnurekenda og launafólks hafa sett á oddinn sem forsendur stöð- ugleika á vinnumarkaði næstu þrjú árin, en þau snerta gjaldeyrishöft, aðgang að erlendum lánamörkuð- um og skattalækkanir eins og áður segir. Jón, Ásmundur og ESB Fjórði vandinn sem að ríkisstjórn- inni snýr, og stefnu hennar, er um- sóknin um aðild að Evrópusam- bandinu og trúverðugleika þeirrar umsóknar. Allir stjórnmálaflokk- ar nema Samfylkingin eru klofn- ir í afstöðu sinni til málsins. Þar er aftur komið að óvissum meiri- hlutastuðningi ríkisstjórnarinnar á Alþingi og afstöðu tveggja þing- manna VG, Jóns Bjarnasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, for- manns Heimssýnar. Eins og áður segir er óþol Samfylkingarinnar mikið gagnvart andófi Jóns og Ás- mundar gegn umsókninni um aðild að ESB sem og um frekari samein- ingu ráðuneyta. Atli Gíslason, sem horfinn er á braut úr þingflokki VG, sagði í viðtali við DV fyrr í vetur að tilraunir til að koma á fót atvinnu- vegaráðuneyti væru aðför að Jóni og tilraun til þess að koma honum út úr ríkisstjórninni. Þrír möguleikar fram undan Eftir er að sjá hversu langt Samfylk- ingarforystan er reiðubúin að ganga gegn Jóni og Ásmundi Einari. En standi þar járn í járn er hugsanlegt að Jón og Ásmundur verði einnig viðskila við þingflokk VG eins og Atli og Lilja Mósesdóttir. Þrír möguleikar virðast vera fyrir ríkisstjórnina ef hún yrði að hreinni minnihlutastjórn með formlegan stuðning 31 þingmanns af 63. Því skal haldið til haga að innan hennar og meðal stjórnarliða er samkvæmt heimildum DV sá kostur vart rædd- ur að ríkisstjórnin fari frá völdum jafnvel þótt slík staða kæmi upp. Meirihluti þingsins yrði að sam- þykkja vantraust á ríkisstjórnina og talið er afar ólíklegt að slík tillaga yrði samþykkt. Ríkisstjórnin gæti því haldið velli sem minnihluta- stjórn. Í öðru lagi gæti ríkisstjórnin reynt að sækjast eftir stuðningi þingflokks Framsóknarflokksins. Sem stendur þykir sá möguleiki fjar- lægur þótt svo að 2 til 4 þingmenn flokksins hafi stutt ríkisstjórnina í fleiri en einu máli. Þar er einkum átt við opinberan ESB- og Icesave- stuðning Sivjar Friðleifsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar. Birk- ir Jón Jónson og Eygló Harðardóttir eru skammt undan að því er stuðn- ing við ESB-umsóknina varðar en samningur verður lagður í dóm þjóðarinnar eins ljós hefur ver- ið frá upphafi. Nánar er fjallað um fyrirhugað flokksþing Framsóknar- flokksins á öðrum stað í blaðinu. Yrði áfall fyrir Bjarna og flokksforystuna Fari svo að Icesave-samningur- inn yrði felldur í þjóðaratkvæða- greiðslu telja stjórnmálarýnar að sú niðurstaða yrði ekki síður áfall fyrir Bjarna Benediktsson og þann helm- ing sjálfstæðismanna sem styður samninginn og formanninn. Eigi sú tilgáta við rök að styðjast ætti það að vera hagur Bjarna að leggja allt í söl- urnar fyrir samþykkt Icesave. Marg- ir sjá þó þreytumerki á formann- inum og þverrandi baráttuvilja og vera má að andróðurinn gegn hon- um á Morgunblaðinu og fréttir um hlutabréfaviðskipti fjölskyldu hans í Glitni fyrir bankahrun hafi þar eitt- hvað að segja. Eins og áður segir er öldung- is óvíst að staða ríkisstjórnarinnar versni þótt Icesave-samningurinn verði ekki samþykktur í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Öðru máli geng- ir þó um stöðu þjóðarbúsins. Hafa verður þó í huga að einmitt það hefur verið eitt helsta deilumálið varðandi samþykkt eða synjun Ice- save-samningsins. Af þessum sök- um væri óraunhæft af hálfu Bjarna og forystu Sjáflstæðisflokksins að gera út á að Alþingiskosningar yrðu í bráð. Hinn kosturinn er sá að hann og forysta flokksins marki sér stöðu gegn hægriarmi flokksins með því að taka afgerandi skref í átt að miðju stjórnmálanna, til dæmis í ESB- og gjaldmiðilsmálum. „Meirihluti þingsins yrði að samþykkja vantraust á ríkisstjórnina og talið er afar ólíklegt að slík tillaga yrði samþykkt. Ríkisstjórnin gæti því haldið velli sem minni- hlutastjórn. Hitnar innan Framsóknar vegna ESB Samkvæmt heimildum DV er nú lagt á ráðin um að breyta stefnuskrá Framsóknarflokksins sem lögð verður fram á flokksþingi um aðra helgi 8.–10. apríl, þá sömu og þjóðar- atkvæðagreiðslan um Icesave- samninginn fer fram. Ætlunin er að herða að ESB-sinnum innan flokksins og taka upp einbeitta andstöðu við aðildarumsóknina og þar með hugsanlega upptöku evru þegar fram líða stundir. Einn harðasti andstæðingur Evrópu- sambandsins á Alþingi er Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, en hún er mágkona Guðna Ágústssonar fyrrverandi formanns flokksins og ráðherra. Vigdís hefur ekki endanlega lýst yfir framboði gegn Birki Jóni Jónssyni sitjandi varaformanni flokksins, en víst þykir að hún fari fyrir róttækum tillögum gegn ESB og aðildarumsókninni líkt og hún hefur gert með tillöguflutningi sínum á Alþingi. Eftir því sem næst verður komist mun Sturla Þórðarson aðstoða hana við framboðið fyrir flokksþingið en hann var mjög áberandi í stuðningsmannaliði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, fyrir formannskjörið á flokksþinginu í janúar 2009. Þá var aðildarumsókn að ESB samþykkt að fullnægðum skilyrðum um hagsmuni Íslands, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Herði Framsóknarflokkurinn róðurinn gegn ESB-aðildarumsókninni aukast jafnframt líkur á klofningi innan flokksins. Þannig hafa bæði Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson stutt aðildarumsóknina sem og Icesave-samninginn opinberlega. Nálægt þeim í ESB-afstöðunni eru þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og jafnvel Eygló Harðardóttir. Hörðustu andstæðingar ESB innan þingflokksins eru auk Vigdísar þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.