Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 24
Það er bjartur morgunn og mars er á enda. Skeleggur digurbarki úr leikskólageiranum þusar um kvolitítæm í morgunútvarpinu af svo mikilli þekkingu að manni líður eins­ og maður hafi aldrei fæðst. Sann­ leikurinn allur kemur í einni gusu og skyndilega er heilinn fullur af svo kjarngóðu morgunkorni að lífs­ hlaupinu er borgið. Við erum tveir í bílnum feðgarnir, stopp á rauðu ljósi, og í bílnum við hliðina er ung­ ur maður kominn með herðakistil af stressi og iðar einsog hann sé eitt af fórnarlömbum óþrifnaðar í skólum; einn af þeim sem fengið hafa njálg­ inn frá börnunum. Stressarinn brun­ ar af stað, sikksakkar á milli allra bíla sem á vegi hans verða. Við feðgarn­ ir förum þetta í ró og á næsta rauða ljósi er herðakistilberinn búinn að bíða – froðufellandi af spenningi – um stund þegar okkur ber að garði. Svo koma fréttir. Minnst er á bændasamtök, beingreiðslur, full­ virðisrétt og óæskilega hagsmuna­ árekstra innan bændamafíunnar. En þar er staðan víst sú, að menn sitja beggja vegna borðsins, liggja undir því og svífa yfir. Og ég hugleiði stöð­ una út frá þessu þarna í stjórnar­ skránni sem fjallar um jafnan rétt og svoleiðis. Þetta kallast víst jafnræð­ isregla. Og reglan sú arna á víst að tryggja okkur öllum jafnan aðgang að auðlindum landsins. Eða þetta er allavega sú túlkun sem beturvit­ arnir leggja í bókstafinn. Mér verð­ ur hugsað til þess, að Guðni Ágústs­ son (sá sem sagði að betra væri að hafa góðar hægðir en miklar gáfur), var eitt sinn landbúnaðarráðherra. Og ekki var nú ofbirta af því gáfna­ ljósi. En þegar þjófafélag Framsókn­ ar beitti sér fyrir hagsæld bænda, gat Guðni tekið í nefið með búandkörl­ um og leyft vinum sínum að byggja reiðhallir. Og svo notaði hann pen­ inga bændamafíunnar til að fjárfesta í einhverjum banka. Og skyndilega er hugsunin komin í hring. Já ... all­ ir eru jafnir. Já, alveg rétt. Bændur fá borgað fyrir að vera með rollur og ef þeir éta kjötið þá fá þeir borgað fyrir að fá sér rollu í staðinn fyrir þær sem þeir átu. Og þeir fá þetta með bein­ greiðslu beint í vasann; milliliða­ laust. Hvernig myndi þetta virka ef, t.d. Hjálparsveit skálda myndi beita sér fyrir því að fullvirðisréttur tækni­ fræðinga yrði virtur? Þá gætu tækni­ fræðingar mætt til vinnu, kveikt á tölvunum sínum, þurrkað af og feng­ ið svo greitt fyrir þau verk sem þeir þurfa ekki að vinna. Já, beingreiðslur til tæknifræðinga. Það er eitthvað bogið við þetta bændabrask. Já, þar er maðkur í mysunni. Oft er banki innan frá öllu klinki rændur, grunsamlegir þykja þá þjóðarinnar bændur. 24 | Umræða 1.–3. apríl 2011 Helgarblað „Ef ég hefði leyft mér að niður- lægja og skrifa þvílíkan óþverra um nokkurn mann á mínum Séð og Heyrt dögum hefði ritstjóri minn slegið mig utan undir með hrærivél.“ n Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba eins og hún er kölluð, skrifaði svarbréf til Reykjavík Grapevine vegna greinar þar sem hörðum orðum var farið um nokkra þekkta einstaklinga í íslensku samfélagi. – Bréf til Reykjavík Grapevine „Við erum ekki með ríkis- borgararétt til sölu. Allt tal um að það sé verið að fara að selja orkuauðlindir eða landið á bara ekki við nein rök að styðjast.“ n Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir Ísland ekki til sölu. Nokkrir erlendir fjárfestar hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt til að geta fjárfest í orkuiðnaði. – Vísir „Ágætu blaða- menn. Það, sem er nýtt í fréttum ykkar, er rangt. Það, sem er rétt í fréttum ykkar, er gamalt.“ n Hannes Hólmsteinn Gissurarson um fréttaflutning DV af 13 milljóna greiðslum ríkisins til verkefna sem hann stýrði. – Pressan Afturgöngur góðærisins Leiðari Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar Hjálparsveit skálda Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Og skyndilega er hugsunin komin í hring. Skiljanleg ofurlaun n Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lét í ljósi árið 2007 ofsahrifningu á kaupréttarsamn­ ingum Hreiðars Más Sigurðar- sonar og Sigurðar Einarssonar sem færðu þeim ævintýralegan en umdeildan gróða. Óskaði hann félögunum „til hamingju“ með milljarðana. „Það er ekki lítils virði fyrir Ísland, bæði efnahagslega og samfélagslega, að slíkir afreksmenn í viðskiptum finni sér starfsvettang í íslensku atvinnulífi,“ bloggaði að­ stoðarmaðurinn árið 2007 og klykkti út með þeirri ósk að tvímenningarnir yrðu ekki „kosnir úr landi“. Ekki fífldirfska! n Hrannar B. Arnarsson dásamaði útrásarvíkingana fyrir það sem hann kallaði „íslenska stjórnunarstílinn“ og hann kynnti sér í boðsferð til London árið 2007. „„Ís­ lenski stjórnunar­ stíllinn“ er að vísu ekki það orð sem viðmælendur okkar notuðu, en allir lýstu þeir svipuðum eiginleikum eða aðferðafræði sem mér finnst vel mega kalla þessu nafni. Stuttar boðleiðir í æðstu stjórnendur, þátttaka þeirra í öflun og ræktun viðskiptasambanda, áræðni og „just do it“ hugarfar í flestu tilliti. Auðvitað ekki nein ævintýramennska eða fífl­ dirfska,“ bloggaði stórhrifinn Hrannar. Vefkóngurinn n Óhætt er að segja að Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar hafi vaxið fiskur um hrygg frá því Pressan var stofnuð á sínum tíma. Vefritið hefur stöðugt sótt í sig veðrið og var fjórði mest lesni vefurinn á eftir DV.is í vikubyrjun. Þá hefur kvennavefurinn bleikt.is verið að rokka hressilega og er með yfir 100 þúsund gesti á viku. Og það er ekkert lát á auknum umsvifum því eftir að Eyjan bættist í hópinn hefur Björn Ingi stofnað menn.is. Hann er því sannkallaður vefkóngur. Mogginn gefins n Morgunblaðið hefur örlítið hjarnað við ef marka má mælingar þess umdeilda fyrirtækis Capacent. Sam­ kvæmt mæling­ um hefur lestur Morgunblaðsins undir ritstjórn Davíðs Oddssonar aukist um rúmt prósentustig milli kannana og losar nú 30 prósenta uppsafn­ aðan lestur. Þar er þó ekki tilgreint að Mogganum var í miklum mæli dreift frítt í könnunarvikunni sem skekkir auðvitað niðurstöðurnar. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Jón Gnarr borgarstjóri upp­lýsti réttilega fyrir nokkru að Orkuveitan væri í verulegum fjárhagsvandræðum. Alfreð Þor­ steinsson, sem stýrði fyrirtækinu fyrir hönd Framsóknarflokksins til 2006, og Kjartan Magnússon, sem gegndi stjórnarformennsku á eft­ ir Alfreð, fyrir hönd Sjálfstæðis­ flokksins, fullyrða að Jón Gnarr beri ábyrgð á slæmri stöðu fyrir­ tækisins nú, vegna þess að hann talaði um hana. Alfreð telur að trúnaðarbrest­ ur hafi orðið milli OR og lánveit­ enda. Auk þess að allt sé þetta vit­ leysa, því „það kom ekki fram að orkuveitan hefur óhreyfða lána­ línu upp á 8 milljarða“. Orkuveitan hefði sem sagt geta skuldsett sig út úr skuldavandræðunum. Alfreð og Kjartan halda því fram að vandræði Orkuveitunn­ ar nú megi ekki síst rekja til þess að forstjórar OR og fjármálastjór­ inn Anna Skúladóttir voru látin sæta ábyrgð á slæmri stöðu fyrir­ tækisins. Þau hafi verið í svo góð­ um tengslum við lánveitendur og getað útvegað lán. Í fyrra, þegar alvarleg vandræði Orkuveitunnar voru ljós og fyrirséð að almenning­ ur fengi sendan reikninginn, ákvað Anna fjármálastjóri að eðlilegt væri að Orkuveitan keypti 8 millj­ óna króna jeppa handa henni. Það og hörmuleg staða fyrirtækisins ætti að vera nóg til að segja henni upp, en sú hugsun samræmist ekki gildismati Kjartans og Alfreðs. Það þarf að skoða yfirlýsing­ ar Alfreðs, Kjartans og Guðlaugs Sverrissonar í samhengi. Gildin sem þeir byggja á eru hluti af hinu stökkbreytta gildismati sem kaf­ færði Íslendinga í skuldum. Allt miðaðist við að halda skuldatrygg­ ingarálaginu lágu svo við gætum tekið lán. Æðsta dyggðin var að há­ marka veðhæfni svo hægt væri að taka lán. Þetta var ofar sannleikan­ um og ofar hinni heilbrigðu skyn­ semi, að varast að safna skuldum og reyna að borga þær niður. Sam­ kvæmt góðærisgildunum er mikil­ vægara að láta fólk halda að allt sé í lagi, en að gera svo að allt verði í lagi. Því þarf ekki að taka á ömur­ legri fjárhagsstöðu Orkuveitunn­ ar og gera hana fjárhagslega sjálf­ bæra, heldur er mikilvægast að gera henni kleift að skuldsetja sig meira. Helsta einkenni gildismats góð­ ærisins er afneitunin á sannleik­ anum og ábyrgðinni. Hún sást hjá íslenskum og erlendum banka­ mönnum sem lifa nú á milljarða­ bónusum sem þeir fengu fyrir að knésetja hagkerfið á Vesturlöndum og senda reikninginn á almenn­ ing. Þessi afneitun sannleikans og ábyrgðar gengur nú aftur í líki Kjartans og Alfreðs, sem sannar lega stýrðu Orkuveitunni inn í núver­ andi vandræði. Þeir vilja sannfæra okkur um að fylgja andskynsömu gildismati þeirra enn dýpra í fenið. Bjarni Bjarnason kemur hins vegar eins og ferskur vindur í stól forstjóra Orkuveitunnar, sem var morknaður eftir pólitíska forvera hans. Við eigum ekki að venjast því, en Bjarni segir satt. Hann upplýs­ ir að 14 milljarða króna hagnaður Orkuveitunnar í fyrra sé bara töl­ ur á blaði vegna gengisbreytinga. Blekkingin um að tölur á blaði séu raunveruleg verðmæti er meinið sem étur hagkerfi Vesturlanda að innan. Bankarnir og stjórnvöld breyttu skilgreiningunni á því hvað væru verðmæti og bókfærðu það sem hagnað. En fiskunum fjölgaði ekkert í sjónum þegar kvótinn var bókfærð eign og þegar hann var veðsettur fyrir láni. Við lifðum í lygi. Við gerðum samning við djöfulinn. Við yfir­ gáfum góð gildi í blindri von um auðfenginn gróða. Vandi okkar er ósjálfbær fíkn í lán. Blekkingin er að gjalddaginn komi aldrei. Púkarnir á öxlinni segja okkur að leysa skulda­ vanda okkar með meiri skuldum. Það er kominn tími til að banda þeim burt, horfa á sannleikann og ná stjórn á tilveru okkar. Með inngöngunni í EES tóku Íslend­ ingar á sig ýmislegt sem umdeilanlegt er að minnsta kosti frá sjónarhóli mín­ um. Eitt er það sem ég tel hafa orðið til mikils ills en það er regluverk það sem tekið var upp og kallað frjáls sam­ keppni. Í okkar fámenna þjóðfélagi tel ég oft henta betur opinberar reglur og þar með opinbert verðlag á þýðingar­ mestu nauðsynjum. Málamyndamunur á verðlagningu Eldsneyti var sett frjálst og samtök eldneytissölu um verð bönnuð. Hver er svo hagnaður neytenda af þeirri ákvörðun? Ég tel hann nánast engan og helst hefur hin svokallaða frjálsa samkeppni um eldsneytisverð orðið til þess að almenningur veit ekkert hvert hann á að fara til þess að njóta hverju sinni lægsta verðs. Olíufélögin þykjast vera í samkeppni, en við hvern? Öll sem eitt hækka þau verð sitt á elds­ neyti svo að segja á sömu klukku­ stundinni. Verðið er að vísu ekki alveg hið sama hjá þeim öllum enda er það nánast bannað af Samkeppnisstofn­ un. Málamyndamunur er á verðlagn­ ingunni og þá koma til margs konar afslættir, punktasöfnun, aukakrónur eða hvað allt ruglið nú heitir. Síðan koma afslættir sem stofnanir eða fyrir­ tæki njóta og loks afslættir til félaga í hinum og þessum félögum og oft eru þeir bundnir við tiltekna bensínstöð. Það er með öðrum orðum ekki sama hvort maður er félagi í FÍB, FRAM, KR, Fornbílaklúbbnum eða jafnvel í Músavinafélaginu. Öll gætu þessi fé­ lög ofan í kaupið verið aðeins með af­ slátt á einni bensínstöð. Enginn veit sitt rjúkandi ráð Niðurstaðan er sú að ef einhver, sem álitinn er fylgjast vel með verðlagn­ ingu eldsneytis er spurður hvert eigi nú að fara til þess að kaupa ódýrasta bensínið, getur svarað þessu með vissu, kemur í ljós að eldsneytiskostn­ aðurinn við að aka á þá stöð nemur mun hærri upphæð en sparast. Verð­ lagningin og frelsi hennar veldur því að enginn veit sitt rjúkandi ráð varð­ andi innkaup sín á eldsneyti. Bann Neytendastofu við því að framleiðendur formerki vöru til sölu í verslunum veldur því að miklu vanda­ samara er fyrir neytendur að átta sig á því hvar ódýrast er að kaupa tiltekna vöru. Í stað þess að vernda neytendur er seljendum með þessu veitt nánast veiðileyfi á neytendur. Allt frelsið í við­ skiptum er í raun orðið að eins kon­ ar frelsi seljenda til þess að ræna við­ skiptavini, vegna ruglsins um frjálst verðlag. Þetta kemur skýrt í ljós þessa dagana frá þeim ræningjum sem ákveða sér sjálfir laun í skilanefndum bankanna. Hjá þeim gilda reglurnar um frjálsa álagningu útseldrar vinnu og það nýta sér hrægammar íslensks þjófafélags. Samkeppni eða hvað? Aðsent Kristinn Snædal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.