Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 1.–3. apríl 2011 Helgarblað R agnhildur Steinunn tekur brosandi á móti mér með litla ljóshærða hnátu í fanginu og Hauk Inga sér við hlið. Hauk- ur Ingi segir að þær mæðgur séu alveg eins, síkátar og daðrandi. Enda bros- ir hún sínu blíðasta líkt og mamma hennar. Þetta er engin mannafæla. Eftir ævintýralegt ferðalag tekur raunveruleikinn nú við og Ragnhild- ur Steinunn á að mæta aftur til vinnu um mánaðamótin, þótt hún ætli sér ekki aftur í Kastljósið fyrr en í haust. Þetta eru því síðustu dagar orlofsins en á þessum níu mánuðum frá því að þessi litla hnáta kom í heiminn hefur allt breyst. Var meiri skvísa Ekki nóg með að hún sé að fara aftur að vinna, hún verður þrítug í næsta mán- uði og fyrr í vikunni var frumsýnd enn ein bíómyndin sem hún leikur í, Kurt- eist fólk. Þá fengu þau pössun og fóru á sitt annað stefnumót síðan Eldey Erla fæddist. Síðast fóru þau út að borða þann 16. ágúst þegar þau fögnuðu 14 ára afmæli sínu og Haukur Ingi segir að þá hafi þau setið svona um það bil tuttugu mínútur við borðið. Ragnhild- ur Steinunn hlær. „Ég át steikina eins og ég væri að missa af strætó. Hún var bara tveggja mánaða og pínulítil. Ég bara gat þetta ekki og hef ekki getað þetta síðan,“ segir hún. Myndina hefur hún ekki séð og er í senn kvíðin og spennt. „Ég er ótrú- lega kvíðin fyrir því. Líka af því að mér finnst skrýtið að sjá mig áður en ég varð mamma. Mér finnst eins og ég hafi verið ótrúlega ung og mikil skvísa þá og að ég sé orðin svona mamma núna. Þetta var tekið áður en ég varð ólétt að henni og það hefur svo margt breyst síðan. Þetta er svolítið skrýtið, en ég er auðvitað spennt að sjá hvernig þetta verður.“ Komst ekki í draumaferðina „Þegar við komumst að því að ég væri ólétt ákváðum við að drífa í því að láta gamlan draum rætast og ferðast um Taíland áður en frumburður okk- ar kæmi í heiminn.“ Þar sem Haukur Ingi gat fengið lengra frí en Ragnhild- ur Steinunn ákváðu þau að hann færi út á undan henni og hún kæmi síðan tveimur vikum síðar. Nokkrum dög- um áður en hún átti flug út til Bangkok þurfti hún að aflýsa ferðinni þar sem upp komu vandamál á meðgöngunni. „Það fór að blæða hjá mér. Ég var að- eins komin tíu vikur á leið og fóstrið var ekki búið að festa sig nægilega vel í legvegginn. Mér var því skipað að taka því mjög rólega og liggja út af um sinn.“ Haukur Ingi grípur orðið. „Ég var staddur í Laos sem er frekar afskekkt. Ég var með taílenskt númer en það var bara ekkert farsímasamband þarna og engir símar. Rafmagnið var bara á milli átta og tíu og síðan var slökkt á því þannig að kertaljós lýstu upp bæinn. En ég náði að hringja heim í gegnum skype.“ Ómetanleg hjálp Frá Laos þurfti hann að komast til Bangkok og fljúga þaðan heim. Alls liðu fimm dagar frá því að þetta gerð- ist og þar til hann komst heim á kald- an Klakann. Á meðan lá Ragnhildur Steinunn því róleg og minnkaði við sig alla vinnu. „Svo heppilega vill til að mágkona mín býr á móti okkur, svo hún flutti eiginlega bara yfir til mín og þjónustaði mig þar sem ég lá út af. Hún var alveg yndisleg, algjört gull. Hún er líka guðmóðir hennar og það var hálf- gerður þakklætisvottur fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Hún heitir einmitt Margrét Erla og dóttir okkar heitir Eldey Erla í höfuðið á henni og móður Hauks, sem heitir líka Erla.“ Kveikti í óttanum Á leiðinni komst Haukur Ingi í betra samband og fékk fregnir af því að ástandið væri betra en á horfði í fyrstu. „Ég fékk skilaboð um að þetta væri ekkert akút, hún hefði farið í rannsókn- ir sem sýndu að ef hún myndi halda kyrru fyrir ætti þetta að fara vel. En ég var samt ekki í rónni fyrr en í tuttugu vikna sónar. Þetta kveikti í manni ótta. Ef hún sparkaði ekki í smá tíma varð ég órólegur,“ segir Haukur Ingi og Ragn- hildur Steinunn tekur undir það og segist rétt hafa verið farin að jafna sig þá. Hún hafi alltaf verið svolítið smeyk. Eftir þetta gekk meðgangan þó vel. „Eldey Erla var mjög virk og sparkaði mikið. Mér fannst gott að finna hvað það var mikið líf í henni, sérstaklega eftir þetta. Mér fannst samt merkilegt að þar sem ég var með netta kúlu og var frek- ar nett alla meðgönguna var fólk alltaf að segja við mig að þetta væri nú ekk- ert mál fyrir mig því ég væri svo lítil og pen. Inni i í mér var ég bara: Ertu ekki að djóka? Mér finnst þetta nú taka ansi vel í. Mér fannst þetta mjög erfitt, sér- staklega undir lokin. Þá var maður orðinn svo þungur á sér og átti erfitt með að hreyfa sig en af því að ég var ekki rúllandi eins og hvalur taldi fólk bara að þetta væri ekkert mál.“ Stefndi á þriggja mánaða orlof Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að fæðingin hafi verið það skelfilegasta sem Ragn- hildur Steinunn hefur gert langar hana til að gera þetta allt aftur. „Ég man að fyrstu dagana eftir fæðinguna var ég svo stolt af mér og líka af henni. Mér fannst að við hefðum gert þetta sam- an, ég og hún. Mér leið eins og ég hefði verið rosalega dugleg. Og mig langar í annað barn á morg- un. Ef Guð gefur munum við eignast fleiri börn. Núna langar mig í þrjú í viðbót.“ Fram til þessa höfðu barneignir ekki verið henni ofarlega í huga. Hún var framakona sem sá fyrir sér að eign- ast kannski eitt barn. „Ég var alltaf að vinna og var bara í þeim þankagangi. Mér fannst erfitt að þurfa að minnka við mig vinnu og draga mig svo í hlé í nokkra mánuði. Ég sá það fyrir mér að ég myndi ekki vilja lengra fæðing- arorlof en þrjá mánuði en um leið og hún kom í heiminn breyttist þetta. Ég ákvað það strax að ég væri ekki að fara að vinna eftir þrjá mánuði, ekki eftir sex mánuði og vonandi ekki eftir níu mánuði. Hún breytti mér og til hins betra. Ég er miklu betri manneskja í dag eftir að hún fæddist. Ég þakka fyr- ir þessa stórkostlegu gjöf á hverjum degi.“ Var föst í framtíðinni „Þér finnst líka enn skemmtilegra að lifa, þú hefur oft talað um það,“ skýtur Haukur Ingi inn í. „Já, mér finnst allt miklu skemmtilegra. Ég hef samt alltaf verið lífsglöð. Það sem hefur breyst er kannski þetta, ég var alltaf að vinna og hugsa um framtíðina, mér fannst að ég yrði að vera dugleg að vinna og reyna að spara svo ég gæti keypt mér hús og komið mér vel fyrir áður en ég eign- aðist börn. Núna lifi ég fyrir hvern dag og finnst lífið bara yndislegt. Ég hugsa ekki svona langt fram í tímann. Enda er hún alveg með mig í rass- vasanum,“ segir Ragnhildur Steinunn hlæjandi og horfir heilluð á dóttur sína. Flottari en hann bjóst við Það staðfestir kærastinn. „Hún var búin að segja við mig að við mættum ekki láta allt eftir henni. Hún vildi aga og hélt að ég yrði alveg eins og smjör í kringum hana en svo er það akkúr- at öfugt. Ég veit ekki hvort ég eigi að segja það en það kemur mér eiginlega á óvart hvað hún er frábær mamma.“ Ragnhildur Steinunn lítur undrandi á hann á meðan hann útskýrir mál sitt: „Hún ólst upp með pabba sínum og hefur ekki þessa móðurtengingu,“ seg- ir hann og lítur svo á hana: „Ég vissi al- veg að þú myndir standa þig en þú ert flottari en ég bjóst við.“ Hún brosir einlægt og bætir því við að hann sé líka frábær pabbi en hún hafi reyndar alltaf vitað það. „Börn hafa alltaf elskað hann og ég var pínu hrædd um það að hún myndi alltaf vilja vera hjá pabba sínum en aldrei hjá mér. En hún er bara bæði mömmu- og pabbastelpa.“ Hafði ekki kynnst þessu fjöl- skyldulífi Haukur Ingi segir að ólíkt Ragnhildi Steinunni hafi hann alltaf verið heima- kær og viljað stóra fjölskyldu. „Ég hef lengur verið tilbúinn fyrir þetta en það hefur líka verið mikið að gera hjá mér þannig að ég hef ekki ýtt á hana að leggjast í barneignir því ég vissi að tímasetningin var kannski ekki sú besta. En ég ólst upp með tveimur systr- um mínum á meðan Ragnhildur Steinunn var einkabarn þar til hún eignaðist systur árið 2007. Auk þess ólst hún upp hjá föður sínum og þau voru lengst af bara tvö. Hún hafði því ekki kynnst þessu fjölskyldulífi sem ég ólst upp við. Kannski er það það sem er að gerast hjá henni, hún er að átta sig á því að við erum fjölskylda sem getur stækkað og orðið stór. Núna er hún orðin alveg heilluð af fjölskyldu- lífinu og talar ekki um annað en börn. Í gegnum tíðina höfum við oft rætt þetta en ég hef aldrei beitt hana nein- um þrýstingi. Yfirleitt ákváðum við að bíða í tvö ár og að þeim liðnum ákváð- um við að bíða í önnur tvö ár.“ Hélt hún hefði ekki þolinmæði „Ég hélt líka að þetta væri öðruvísi en þetta er,“ segir Ragnhildur Steinunn þar sem hún situr við stofuborðið og matar dóttur sína á avókadó. „Ég hélt kannski að ég hefði ekki alveg þolin- mæði í þetta. Ég get alveg orðið þreytt þegar ég er að passa annarra manna börn en ég hef endalausa þolinmæði gagnvart mínu barni. Mér finnst allt frábært sem hún gerir, líka þegar hún grætur. Ég hélt líka að ég myndi vilja fara strax aftur á vinnumarkað og var hrædd um að fá samviskubit yfir því að vera of upptekin af starfsframanum en núna held ég að hann hafi meiri áhyggjur af því að ég endi sem heima- vinnandi mamma,“ segir hún og hlær létt um leið og hún blikkar Hauk Inga. Tengist móður sinni heitinni betur „Mér finnst líka svo magnað að hugsa til þess að mamma mín hafi líka gert þetta fyrir mig,“ segir hún. „Ég grét stanslaust fyrstu fimm dagana eftir að hún fæddist af því að mér fannst þessi tilfinning svo yfirþyrmandi, ég elsk- aði hana svo mikið og var svo hrædd um að það kæmi eitthvað fyrir hana og mér fannst svo rosalegt að mamma mín hefði kannski líka hugsað svona um mig. Mér fannst ég tengjast mömmu minni ennþá meira eftir að hún fæddist þó að hún væri ekki einu sinni til staðar því að ég var að upplifa tilfinningar sem hún upplifði kannski fyrir 29 árum. Það var ótrúlega skrýtið,“ en Ragnhildur Steinunn missti móður sína sjö ára gömul úr krabbameini. Eins og amman Sófinn stendur upp við gluggakistu og þar eru myndir af móður hennar. Hún bendir á sófann og segir að dóttir sín leiki sér mikið þarna og sæki í mynd- irnar af ömmu sinni. „Það er líka svo- lítið gaman að því að pabbi henn- ar Steinunnar sér svipbrigði í dóttur okkar sem hann hefur ekki séð síðan mamma hennar dó.“ Það gleður Ragnhildi Steinunni „Ég er miklu betri manneskja eftir að hún fæddist“ „Mér fannst svo rosalegt að mamma mín hefði kannski líka hugsað svona um mig,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir en þegar Eldey Erla fæddist upplifði hún ástina sem hún bar til dóttur sinnar svo sterkt að það þyrmdi yfir hana og hún grét stanslaust í fimm daga. Um leið tengdi hún betur við móður sína sem hún missti ung að árum. Í viðtali við Ingibjörgu Dögg Kjartans- dóttur segja þau Haukur Ingi Guðnason frá því hvernig þau og líf þeirra hefur breyst á undanförnum mánuðum. Þau segja líka frá áfallinu sem kom í veg fyrir að þau færu í draumaferðina á meðgöngunni og varð til þess að þau héldu í fimm vikna ferðalag til Taílands með nýfædda dóttur sína.„Ég var samt ekki í rónni fyrr en í tutt- ugu vikna sónar. Þetta kveikti í manni ótta. Fjölskyldulíf Ragnhildur Steinunn upplifir nú í fyrsta sinn sannkallað fjölskyldulíf og hún, sem hefur fram til þessa verið mikil framakona, er farin að sjá fyrir sér að eignast mörg börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.