Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 47
Sport | 47Helgarblað 1.–3. apríl 2011
Grensásvegi 8 & Nýbýlavegi 12
Opið mán–föst 11.00–18.00
og lau 11.00–16.00
Úrval af
barnaskóm
BORGARNESI S: 437 1240
St. 28-35 Verð kr. 4.995,-
St. 24-35 Verð kr. 4.595,-
St. 24-35 Verð kr. 4.795,-
St. 19-24 Verð kr. 4.295,-
TekjuhæsTu
íþróTTamennirnir
maria
sharapova
Tennis
Launahæsta íþróttakona heims er ekki nálægt því að komast inn á topp tíu yfir
heildina þar sem karlarnir ríkja. Sharapova
græðir á hæfileikum sínum á tennisvell-
inum og fallegu útliti en hún þykir með
afbrigðum fögur. Tenniskonur eru fimm af
tíu tekjuhæstu íþróttakonum heims árið
2010 en golfið á þrjá fulltrúa.
serena
Williams
Tennis
Serena Williams gerði það gott
árið 2010 en hún
bæði halaði inn
peninga með árangri
á vellinum og auglýs-
ingasamningum.
venus
Williams
Tennis
Venus er fimm milljónum
dollara á eftir litlu
systur sem ætti þó
að teljast nokkuð
gott miðað við
hversu mun betur
Serenu hefur gengið
síðastliðin misseri.
Danica
paTrick
kappaksTur
Danica Patrick er sannkölluð
strákastelpa sem
keppir í IndyCar-
mótaröðinni. Það
munaði litlu að hún
yrði fyrsti kvenöku-
þórinn í Formúlu 1
hjá bandaríska liðinu USF1 en það hætti við
þátttöku þegar kreppan skall á.
kim Yu-na
lisTDans á skauTum
Listdans á skautum er risaí-
þrótt, sérstaklega í
kvennaflokki. Þær
allra bestu fá vel
greitt og undra-
barnið fékk nær 10
milljónir dollara í
vasann í fyrra.
Fimm efstu konurnar
2,8 milljarðar kr.
2,3 milljarðar kr.
1,77 milljarðar kr.
1,38 milljarðar kr.
1,1 milljarður kr.
Enska úrvalsdeildin hefst aftur um
helgina eftir landsleikjahlé. Bar-
áttan um Englandsmeistaratitilinn
heldur þá áfram á milli Man chester
United og Arsenal þó ekki megi leng-
ur afskrifa Chelsea. Liðin þrjú eiga
öll leiki á laugardaginn. Manchester
United hefur leik gegn West Ham í
hádeginu á útivelli, Chelsea á úti-
leik gegn Stoke klukkan 14.00 og
síðdegisleikurinn er á milli Arsenal
og Blackburn. Það er rétt að minna
unnendur enska boltans á að klukk-
an hefur breyst og eru Englendingar
nú klukkustund á undan okkur Ís-
lendingum. Færast því laugardags-
leikirnir til klukkan 14.00 og síð-
degisleikirnir hefjast 16.30. Nú hefst
endaspretturinn fyrir alvöru. Liðin
eiga átta til níu leiki eftir og hart er
barist um Englandsmeistaratitilinn,
síðasta sætið í Meistaradeildinni og
eina lausa sætið í Evrópudeildinni.
Ömurlegt ár í lífi Rooney
yfirstaðið
Á miðvikudaginn í þessari viku var
liðið ár frá því að Wayne Rooney,
framherji Manchester United, skakk-
lappaðist upp í flugvél í München.
Hann hafði þá skorað eina mark
Manchester United í 2–1 tapi gegn
FC Bayern á útivelli. Aðeins tveim-
ur vikum síðar, að flestra mati allt-
of snemma, var Rooney svo mættur
aftur í seinni leikinn gegn Bayern en
hann náði sér aldrei á strik, hvorki í
þeim leik eða lengi vel á eftir.
Eins og allir muna var Wayne
Rooney gjörsamlega óstöðvandi á
síðasta tímabili. Áður en kom að
leiknum gegn Bayern í fyrra var
hann búinn að skora nítján mörk
í átján leikjum, bara á árinu 2010.
En meiðslin og sú ákvörðun að tefla
honum fram meiddum í seinni
leiknum setti í gang snjóbolta sem
átti bara eftir að stækka. Rooney
hætti að skora, Manchester United
tapaði titlinum til Chelsea og fór
Rooney einnig meiddur á HM. Ekk-
ert gekk honum í hag á HM frekar en
í síðustu leikjunum í deildinni. Hann
skoraði ekki mark fyrir enska lands-
liðið á HM sem féll út í 16 liða úrslit-
um gegn Þýskalandi.
Á þessum ömurlegu 365 dögum í
lífi Rooneys þurfti hann einnig að tak-
ast á við vandamál í einkalífinu þeg-
ar upp komst um framhjáhald hans.
Ætlaði hann að hætta hjá United en
hætti við að hætta þegar launatékkinn
var skrúfaður upp úr öllu valdi.
Ekki gekk betur að skora í deild-
inni á nýju keppnistímabili frekar en
á HM. Hann skoraði úr tveimur víta-
spyrnum í byrjun tímabilsins, gegn
West Ham í deildinni og Rangers í
Meistaradeildinni. Fyrsta markið í
opnum leik kom þó ekki fyrr en á ný-
ársdag í ár. Hreint ótrúlegur viðsnún-
ingur á gengi leikmanns sem var að
spila sinn besta fótbolta fyrir aðeins
ári.
Upp eða niður?
Rooney hefur þó verið að spila bet-
ur að undanförnu þó mörkin komi
ekki í bunkum. Hann er búinn að
skora sjö mörk eftir áramót og stoð-
sendingarnar eru í það heila orðnar
ellefu. En hvað tekur nú við hjá þess-
um gulldreng enska fótboltans eins
og hann hefur svo oft verið kallað-
ur? Var þetta ár svo ömurlegt vegna
slæmrar ákvörðunar hans og stjór-
ans að spila Rooney gegn Bayern í
seinni leiknum. Hófust vandamálin
þar, undust upp á sig á HM, jukust
með framhjáhaldinu og náðu hæstu
hæðum þegar hann ætlaði að hætta
hjá liðinu? Er ferill Rooneys kannski
á niðurleið?
Fótboltafréttaritarinn Oliver Holt
á enska blaðinu Tele-graph benti
á þá staðreynd að tvær aðrar von-
arstjörnur enska boltans, Robbie
Fowler og Michael Owen, hefðu ein-
mitt tekið dýfu á sínum ferli eftir 25
ára aldurinn en Rooney er einmitt
25 ára í dag. Eftir að þeim áfanga var
náð fóru bæði Fowler og Owen að
skora minna og minna en hjá báð-
um fór markaskorunin niður um
helming.
Það eru án efa margir sem taka
andköf við að hugsa til þess að
Wayne Rooney sé á niðurleið ein-
mitt þegar hann á að vera renna inn
í bestu ár feril síns. Það er þó undir
honum komið að sanna að þessir
ömurlegu 365 dagar hafi verið tilfall-
andi slæmt tímabil sem ekki kemur
aftur. Það veit hvert mannsbarn að í
fótum Waynes Rooney búa töfrar og
fyrir 200.000 pund á viku er algjört
lámark að hann hætti að koma sér í
vandræði inni á vellinum fyrir fauta-
skap og fari að skora mörk.
Ekki gleyma Chelsea
Titilbaráttan hefur galopnast und-
anfarnar vikur þökk sé hrakföllum
Manchester United og Arsenal. Þau
hafa gert Chelsea kleift að vinna sig
aftur inn í baráttuna og ætti enginn
að afskrifa Chelsea-liðið. Það hefur
unnið þrjá leiki í röð og alls sex af
síðustu átta leikjum sínum, saman-
lagt búið að innbyrða 19 af 24 stigum
sem möguleg voru.
Chelsea er með 54 stig, fjórum
stigum minna en Arsenal en þau
n Lokaspretturinn í ensku úrvalsdeildinni hefst um helgina n 365 dagar
af hryllingi hjá Wayne Rooney n Ekki má afskrifa Chelsea í titilbaráttunni
Ömurlegu ári
rooney
lokið
Nýir tímar Wayne
Rooney þarf nú
að gleyma þessu
ömurlega ári og fara
að standa sig.
Skorar ekki Torres gengur illa uppi við markið en Chelsea-liðið er á siglingu. myNd REUtERS
Laugardagur 2. apríl
11.45 West Ham - Man. United
14.00 Birmingham - Bolton
14.00 Everton - Aston Villa
14.00 Newcastle - Úlfarnir
14.00 Stoke - Chelsea
14.00 WBA - Liverpool
14.00 Wigan - Tottenham
16.30 Arsenal - Blackburn
Sunnudagur 3. apríl
12.30 Fulham - Blackpool
15.00 Man. City - Sunderland
Staðan
1. man. Utd 30 18 9 3 64:30 63
2. Arsenal 29 17 7 5 59:29 58
3. Chelsea 29 16 6 7 53:24 54
4. Man. City 30 15 8 7 45:27 53
5. Tottenham 29 13 10 6 41:34 49
6. Liverpool 30 13 6 11 41:36 45
7. Bolton 30 10 10 10 42:41 40
8. Everton 30 9 13 8 40:39 40
9. Sunderland 30 9 11 10 33:37 38
10. Stoke City 30 11 4 15 36:38 37
11. Newcastle 30 9 9 12 44:45 36
12. Fulham 30 7 14 9 33:33 35
13. Blackburn 30 9 6 15 39:51 33
14. Aston Villa 30 8 9 13 37:51 33
15. Blackpool 30 9 6 15 45:60 33
16. WBA 30 8 9 13 41:56 33
17. West Ham 30 7 11 12 36:49 32
18. Wolves 30 9 5 16 35:49 32
19. Birmingham 29 6 13 10 28:41 31
20. Wigan 30 6 12 12 29:51 30
Leikir helgarinnar hafa bæði leikið 29 leiki. Manchester United er á toppnum með 63 stig
en hefur leikið einum leik meira.
Chelsea á einmitt eftir að spila gegn
Manchester United í deildinni á Old
Trafford þann áttunda maí. Með
kaupum á Fernando Torres og David
Luiz hefur Chelsea virkilega farið í
gang og vinnur liðið nú hvern leikinn
á fætur öðrum, sama hvort Torres sé
að skora eða ekki.
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is