Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Umfangsmikil verðlagskönnun ASÍ á matvöru: Bónus oftast með lægst verð Í þriðjungi tilvika er verðmunur á milli lágvöruverðsverslana og þjónustu­ verslana 25 til 50 prósent. Þetta leiðir ný og umfangsmikil verðlagskönnun ASÍ á matvöru í ljós. Niðurstöður hennar voru kynntar á fimmtudag en verð á 84 vörutegundum var kannað. Nóatún var í 31 tilfelli með hæsta verðið en Samkaup Úrval Akureyri og Hagkaup Eiðistorgi í 26 tilvikum. Hjá Bónus í Borgarnesi var lægsta verðið á 49 tegundum af þeim 84 sem skoðaðar voru. Í þriðjungi þeirra tilfella þar sem vörurnar voru bæði til í Bónus og Krón­ unni var verðmunurinn um eða undir 2 krónur. Fram kemur að í könnuninni var ýmist skoðaður ódýrasti valkostur af ákveðinni vöru, til dæmis ódýrasta kíló­ verð af hveiti, eða ákveðið vörumerki eins og SS sinnep. „Mikill verðmunur er almennt á ódýrasta valkosti enda um misjöfn merki og gæði að ræða milli verslana,“ segir í kynningu ASÍ á könn­ uninni. Fram kemur einnig að minni mun­ ur sé almennt á merkjavöru. Þannig sé smjörvi til dæmis ódýrastur í Bónus á 198 krónur stykkið en dýrastur í Sam­ kaupum Úrvali þar sem hann kosti 269 krónur. Verðmunurinn sé 36 prósent. Í könnuninni var stuðst við það verð sem fram kemur í hillu inni í búðinni og afsláttur reiknaður með þegar skýrt var kveðið á um að afsláttur væri af verðinu. Farið var í allar búðirnar sjö á sama tíma; Bónus, Krónuna, Nettó, Fjarðarkaup, Nóatún, Samkaup Úrval og Hagkaup. Kostur vildi ekki vera með í verðkönnuninni. Nánar má lesa um könnunina á asi.is. baldur@dv.is Pétur Árni Jónsson, útgefandi Við­ skiptablaðsins, er stærsti einstaki hlut­ hafinn í Icelandair Group ef bankar, lífeyrissjóðir og verðbréfafyrirtæki eru ekki talin með. Er Pétur Árni fjórtándi stærsti hluthafinn í Icelandair og fer með 0,74 prósenta hlut í flugfélaginu í gegnum eignarhaldsfélag sitt PÁJ In­ vest. Markaðsverðmæti hlutarins er um 165 milljónir króna. Ekki liggur ljóst fyr­ ir hvernig Pétur Árni fjármagnaði hlut sinn í Icelandair. Hann var ekki í hlut­ hafahópi flugfélagsins í upphafi árs og því stutt síðan hann kom inn í hópinn. Stærsti einstaki hluthafinn í Ice­ landair í dag er Framtakssjóður Íslands sem fer með 29 prósenta hlut í flug­ félaginu. Hann er sem kunnugt er í eigu 16 íslenskra lífeyrissjóða. Framtaks­ sjóðurinn og fimm aðrir lífeyrissjóð­ ir fara nú með nærri 51 prósents hlut í Icelandair. PÁJ Invest á síðan alfarið félagið Myllusetur ehf. sem er útgefandi Við­ skiptablaðsins. Keypti Viðskiptablaðið af ritstjóra Moggans Um svipað leyti og tilkynnt var um að Haraldur Johannessen yrði rit­ stjóri Morgunblaðsins ásamt Davíð Oddssyni var Pétur Árni ráðinn fram­ kvæmdastjóri Mylluseturs. Stuttu seinna var sagt frá því að Myllusetur yrði í eigu Péturs Árna og Sveins Biering Jónssonar. Sú virðist hins vegar ekki hafa orðið raunin og er Pétur Árni eini eigandi félagsins í dag. Haraldur Johannessen keypti Við­ skiptablaðið af félaginu Frásögn ehf. haustið 2008 en Frásögn var dótt­ urfélag Exista. Exista var sem kunn­ ugt er að stærstum hluta í eigu bræðr­ anna Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem komu að rekstri Viðskiptablaðs­ ins í upphafi árs 2007 þegar þeir keyptu blaðið af Óla Birni Kárasyni, stofnanda og þáverandi útgefanda blaðsins. Eftir bankahrunið dró Exista sig út úr fjöl­ miðlarekstri. Haraldur Johannessen tók þá yfir reksturinn í gegnum félagið Myllusetur. Um tíma var útlit fyrir að Róbert Wessman myndi kaupa hlut í Myllusetri en úr því varð ekki. 240 milljónir í arð árið 2008 Þeir Pétur Árni og Haraldur Johannes­ sen áttu saman eignarhaldsfélagið GPS Invest. Samkvæmt hluthafaskrá átti Haraldur 80 prósent í félaginu árið 2007 og Pétur Árni 20 prósent. Árið 2008 hagnaðist félagið um rúmlega 330 milljónir króna og borgaði sér 240 millj­ ónir króna í arð. Á sama tíma hækkuðu óútskýrðar viðskiptaskuldir félagsins um nærri 260 milljónir króna. Ekki ligg­ ur ljóst fyrir á hverju félagið hagnaðist en félagið átti markaðsverðbréf upp á 260 milljónir króna. Ekki er vitað hve­ nær Haraldur Johannessen seldi hlut sinn í félaginu. Í dag er GPS Invest að 25 prósentum í eigu PÁJ Invest, félags Péturs Árna, 25 prósent eru í eigu SBJ, félags Sveins Bi­ ering Jónssonar, 25 prósent í eigu ATM, félags Agnars Tómasar Möller og 25 prósent eru í eigu Ægis Invest, félags Gísla Haukssonar. Þeir Agnar og Gísli reka í dag fjármálafyrirtækið Gamma en þeir störfuðu áður hjá Kaupþingi. Árið 2009 tapaði GPS Invest 37 millj­ ónum króna. Markaðsverðbréf félags­ ins lækkuðu um 220 milljónir króna og handbært fé félagsins fór úr 110 millj­ ónum króna í tvær milljónir. Árið 2009 skilaði eignarhaldsfélag Péturs Árna, PÁJ Invest, síðan 67 milljóna króna hagnaði. Eru 60 milljónir af því arður­ inn sem kom frá GPS Invest. DV sendi Pétri Árna fyrirspurn um kaup hans á hlut í Icelandair og um félögin PÁJ Invest og GPS Invest. Hann hafði ekki svarað fyrirspurninni þegar blaðið fór í prentun á fimmtu­ dag. Náin tengsl eigenda við Sjálfstæðisflokk GPS Invest var duglegt að styrkja frambjóðendur Sjálfstæðisflokks­ ins árið 2009. Styrkti félagið þau Ástu Möller, Birgi Ármannsson, Sigríði Andersen og Sigurð Kára Kristjáns­ son. Þess skal getið að allir núverandi eigendur GPS Invest hafa komið að starfi Sjálfstæðisflokksins. Pétur Árni var framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna og bauð sig fram í alþingiskosningum, Sveinn Biering sat í stjórn Heimdallar ásamt Björgvini Guðmundssyni, núverandi ritstjóra Viðskiptablaðsins, Agnar Tómas Möller bauð sig fram í stjórn Heimdallar og Gísli Hauksson sat í stjórn SUS og Heimdallar. n Pétur Árni Jónsson er útgefandi Viðskiptablaðsins og eini eigandi þess n Enginn einstaklingur er stærri í Icelandair en Pétur Árni n Er duglegur að styrkja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins„Markaðsverðmæti hlutarins er um 165 milljónir króna í dag. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Stór hluthafi í icelandair Á 0,74 prósenta hlut Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins, er stærsti einstaki hlut-hafinn í Icelandair Group ef bankar, lífeyrissjóðir og verðbréfafyrirtæki eru ekki talin með. Styrkir Sjálfstæðisflokkinn Félagið GPS Invest ehf., sem Pétur Árni Jónsson á fjórðungshlut í, styrkti þau Ástu Möller, Birgi Ármannsson, Sigríði Andersen og Sigurð Kára Kristjánsson árið 2009. Ný verðkönnun Bónus ódýrast í 60 prósentum tilvika. Dóp á Akranesi Lögreglan á Akranesi framkvæmdi húsleit á fimmtudag að fengn­ um úrskurði Héraðsdóms Vestur­ lands. Grunur lék á að húsráðandi stæði að sölu fíkniefna. Við leit­ ina fundust um það bil 27 grömm af amfetamíni og 2 til 3 grömm af marijúana. Húsráðandi var handtek­ inn og færður til yfirheyrslu. Viður­ kenndi hann að eiga efnin en neitaði að tjá sig um ætlaða sölu. Lögreglan á Akranesi hefur hald­ lagt á annað hundrað grömm af am­ fetamíni það sem af er ári og liðlega kíló af kannabislaufi. Ekki til fyrir- myndar Karlmaður á þrítugsaldri var stöðv­ aður við akstur á höfuðborgarsvæð­ inu á miðvikudag. Hann ók bíl sem var með kerru í eftirdragi og á voru tvö fjórhjól en tengibúnaði kerrunn­ ar var verulega áfátt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Hvorki hemlar, merkjatæki né ljósa­ búnaður var í lögmæltu ástandi og hætta var á að fjórhjólin féllu af kerr­ unni við snögga hraða­ eða stefnu­ breytingu enda frágangur á farmi óhæfilegur. Að auki hafði ökumað­ urinn ekki fullnægjandi réttindi til þessara flutninga og á bíl hans vant­ aði ennfremur framlengda hliðar­ spegla. Kerran og fjórhjólin voru skilin eftir á vettvangi á meðan gerð­ ar voru viðeigandi ráðstafanir. Fær milljónir endurgreiddar Hæstiréttur hefur dæmt íslenska rík­ ið til að endurgreiða Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, 45 milljónir króna. Málið snýr að kaupréttarsamningum sem Bjarki gerði hjá Kaupþingi. Ríkis­ skattstjóri úrskurðaði að hann þyrfti að greiða tekjuskatt vegna samning­ anna en niðurstaða Hæstaréttar var þveröfug. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað ríkið og komist að þeirri niðurstöðu að Bjarki hafi átt að greiða tekjuskatt vegna samn­ inga sinna við bankann. Húsnæði óskast 6 manna reglusöm og skilvís fjölskylda óskar eftir að taka á leigu snyrtilega 4-6 herbergja íbúð/einbýli á höfuðborgarsvæðinu. Leigutími allt að 3 ár frá 1. júní nk. Fyrirmyndar umgegni og skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlegast hafið samband við Stefán í netfang; stefan3t@simnet.is eða í síma 897 7971
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.