Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Fréttir | 15 Innan ríkisstjórnarinnar og þing- flokka VG og Samfylkingarinnar er talið fullvíst að leita þurfi eftir áframhaldandi stuðningi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins verði Icesave- samningurinn felldur í þjóðarat- kvæðagreiðslu eftir um viku. Að óbreyttu rennur samningur AGS og stjórnvalda út í ágúst næstkomandi. Óvissan sem gæti skapast ef samn- ingurinn yrði felldur þykir meiri en svo að hættandi sé á að slíta sam- starfinu við AGS á svipuðum tíma. Óvissa vaxandi í stjórnmálum Óvissan í íslenskum stjórnmál- um er óvenju mikil þessa dagana. Ástæðurnar eru nokkrar. Í fyrsta lagi hefur að undanförnu ríkt upp- nám á vinnumarkaði og hafa sam- tök atvinnurekenda og launafólks sakað ríkisstjórnina um að sýna endurreisn atvinnulífsins og at- vinnuástandinu tómlæti. Þrennt er efst á óskalista atvinnurekenda, sem að miklum meirihluta virðast hafa horn í síðu ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi að létta gjaldeyrishöft, fá á ný aðgang að erlendum lána- mörkuðum og lækka skatta að ein- hverju leyti. Í öðru lagi eru atvinnu- rekendur algerlega andvígir hvers kyns fyrningu eða innlausn ríkisins á fiskveiðiheimildum og telja það tilræði við undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Í þriðja lagi vilja aðilar vinnumarkaðarins að ríkið stuðli að framkvæmdum og frekari nýtingu orkulinda til stóriðju. Helguvíkurál- ver er þar ofarlega á blaði. Þorskurinn í lykilhlutverki Annar vandi sem að ríkisstjórninni steðjar er pólitískur ágreiningur um fiskveiðistjórnunina. Forystu- menn ríkisstjórnarinnar hafa við ýmis tækifæri í vetur sagt að auð- lindamálin og sjávarútvegurinn séu mál sem ríkisstjórnin ætli að leggja áherslu á næstu misserin. Þessi vandi er að sínu leyti samofinn stöðu Jóns Bjarnasonar sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra inn- an ríkisstjórnarinnar. Forysta Sam- fylkingarinnar er við það að missa þolinmæðina með meintum einleik hans gegn umsókn um aðild að ESB sem og áformum um að sameina iðnað, sjávarútveg, landbúnað og fleira undir hatti atvinnuvegaráðu- neytis. Ljóst er að með slíkri sam- einingu fækkar ráðherrum um einn og fullvíst að Jóni yrði fórnað, með- al annars vegna kynjakvótans inn- an ríkisstjórnarinnar. Innan hennar eru nú 6 karlar og 4 konur. Þjóðaratkvæðagreiðsla fram undan Þriðji vandinn er afar snúinn fyr- Rætt um að auka þorskkvótann bráðlega n Fullyrt er innan stjórnarflokkanna að AGS verði áfram hér á landi falli Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu n Staða Sjálfstæðisflokksins kynni að versna ef NEI-fylkingin hefði betur og ríkisstjórnin sæti sem fastast n ESB-andstæðingar herða tökin fyrir flokksþing Framsókn- arflokksins n Samfylkingin ósveigjanleg gagnvart Jóni Bjarnasyni AGS áfram ef Icesave fellur Ríkisstjórninni óhætt sem minnihlutastjórn Litlar líkur eru á að ríkis- stjórnin þurfi að leita til stjórnarandstöðunnar um formlegan stuðning þótt enn kvarnaðist úr röðum VG. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson og Steingrímur J. Sigfússon á þingi. Kæmist illa frá falli Icesave Bjarni Benediktsson yrði ekki síður fyrir áfalli en ríkis- stjórnin ef Icesave-samningurinn yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Forysta stjórnarflokkanna hefur margoft í vetur gefið til kynna að auðlinda- og sjávarútvegsmál verði lykilmál til úrlausnar næstu misserin. Þegar hér er komið sögu er útilokað að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verði að lögum á yfirstandandi þingi. Jafnvel þótt frumvarp þar að lútandi yrði lagt fram í byrjun næstu viku tæki umræða um það heila viku. Eftir mánuð í nefndum þingsins væri komið að þinglokum í vor og auk þess stutt í að Hafrannsóknastofnun birti niðurstöður stofnmælinga og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Þannig er útilokað að breytingar nái fram að ganga á yfirstandandi þingi sem gætu tekið gildi fyrir 1. september næstkomandi, í upphafi nýs fiskveiðiárs. Samkvæmt heimildum DV er því verið að ræða aðra kosti í líkingu við þá sem Jón Bjarnason lagði fyrir ríkisstjórnina fyrir nokkrum mánuðum en fengust ekki ræddir eða afgreiddir úr ríkisstjórn. Með einfaldri lagasetningu væri hægt að auka þorsk- og ýsukvóta og í öðrum tegundum. Hugmyndin er nú sem áður að leigja út 10 til 15 þúsund tonn af þorski og ýsu, bæta hag byggða og strandveiða nokkuð en úthluta jafnframt umtalsverðum hluta viðbótarinnar til kvótahafa í samræmi við ríkjandi hlutdeildarkerfi. Leigutekjur ríkissjóðs gætu numið 2 til 3 milljörðum króna. Þetta má Landssamband íslenskra útvegsmanna ekki heyra nefnt og hefur fengið Samtök atvinnulífsins til að taka slaginn með sér gegn öllum slíkum áformum. Margir muna átökin um skötuselinn og úthafsrækjuna sem endaði fyrir dómstólum. Á stjórnarheimilinu telja margir óhætt að auka kvótann í bolfisktegundum um 20 til 30 þúsund tonn án þess að ógna viðmiðum ICES, Alþjóðafiskveiðiráðsins, og sjálfbærni veiðanna. Málið er rætt innan stjórnarflokkanna og þykja kostirnir á margan hátt fýsilegir fyrir byggðir landsins, atvinnuástandið og útgerðir sem enga möguleika hafa nú á kvóta fyrir meðafla. Málið er þó ekki í höfn þótt Alþingi hafi nægilegt svigrúm til að samþykkja aukningu og útleigu ríkisins á þorsk- og ýsukvóta í óþökk LÍÚ. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.