Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 19
Erlent | 19Helgarblað 1.–3. apríl 2011
Irma González er háskólakennari á
Kúbu sem var stödd hér á landi í vik-
unni til að vekja athygli á máli „fimm-
menninganna frá Kúbu“, en González
er dóttir eins þeirra. Fimmmenning-
ar þessir voru handteknir af banda-
rískum yfirvöldum í september árið
1998 og hafa þeir því setið í fangelsi
í hátt í 13 ár. Réttarhöldin fóru fram
árið 2001 í Miami, en þar höfðu fimm-
menningarnir reynt að grafast fyrir um
og hreiðra um sig meðal samtaka sem
hafa staðið fyrir hryðjuverkum á Kúbu,
oftar en ekki með fjárhagsstuðningi
Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Kúbu hefur
viðurkennt að fimmmenningarnir hafi
stundað njósnir en telja það hins veg-
ar fráleitt að þeim sé haldið föngnum í
Bandaríkjunum. Þeir njósnuðu aldrei
um bandarísk stjórnvöld, heldur aðeins
samtök sem hafa beitt sér fyrir hryðju-
verkastarfsemi á Kúbu.
Hreiðruðu um sig meðal hryðju-
verkahópa
Fimmmenningarnir; Gerardo Hernán-
dez, Antonio Guerrero, Ramón Lab-
añino, Fernando González og René
González, náðu að hreiðra um sig
meðal samtaka á borð við Alpha 66,
F4 Commandos, Cuban American Na-
tional Foundation og Brothers to the
Rescue. Þessi samtök hafa síðan árið
1959, þegar einræðisherranum Ful-
gencio Batista var steypt af stóli, staðið
fyrir ýmiss konar skemmdarverkastarf-
semi og hryðjuverkum á Kúbu. „Síðan
1959 hafa rúmlega 3.000 manns fall-
ið í hryðjuverkaárásum og um 2.000
hafa særst alvarlega. Sprengjum hefur
verið komið fyrir á hótelum, veitinga-
stöðum og í flugvélum. Fimmmenn-
ingarnir voru sendir til Bandaríkjanna
til þess eins að geta komist að því hvar
næstu árásir áttu að eiga sér stað,“ sagði
González í viðtali við DV.
Bandaríkin beittu blekkingum
Árið 1998 höfðu bandarísk stjórnvöld
samband við kúbverska utanríkisráðu-
neytið, með það fyrir augum að biðja
um hjálp við að handsama hryðju-
verkamanninn Luis Posada Carilles.
Carilles er eftirlýstur í fjölmörgum lönd-
um Mið- og Suður-Ameríku en hann
fæddist á Kúbu en flúði eftir brotthvarf
Batista. Carilles var lengi vel starfsmað-
ur bandarísku leyniþjónustunnar CIA,
auk þess að hafa víðtæk sambönd við
hryðjuverkasamtök í Miami sem beita
sér fyrir aðgerðum, meðal annars á
Kúbu. Utanríkisráðherra Venesúela,
Nicolás Maduro, hefur látið hafa eft-
ir sér að Carilles sé „Osama bin Laden
Mið-Ameríku.“
Þegar Bandaríkjamenn höfðu sam-
band nýlega höfðu verið sprengdar
tvær öflugar sprengjur í miðborg Ha-
vana, höfuðborg Kúbu, þar sem mann-
fall var gífurlegt. Carilles var talinn eiga
aðild að sprengingunum og var kúb-
verskum yfirvöldum mjög í mun að
hann yrði handtekinn. Treystu þau
bandarískum yfirvöldum því fyrir um
200 síðna skýrslu um Carilles sem unn-
in hafði verið af fimmmenningunum
sem störfuðu þá í Miami. Því hefðu
kúbversk yfirvöld betur sleppt, því í
stað þess að nota skýrsluna til að hafa
hendur í hári Carilles var hún notuð
sem átylla til að handtaka fimmmenn-
ingana. Næstu 18 mánuðum eyddu
þeir í einangrun án þess að fá tækifæri
til að skýra mál sitt.
Sýndarréttarhöld
Ljóst þykir að réttarhöldin, sem fram
fóru árið 2001, hafi verið sýndarréttar-
höld þar sem sakborningar fengu ekki
sanngjarna málsmeðferð. Skýrsluna
um Carilles fengu verjendur fimm-
menninganna til að mynda aldrei að
sjá, enda er bandarískum yfirvöldum
mikið í mun að vernda fyrrverandi
starfsmann sinn. Dómarinn í réttar-
höldunum hvatti einnig öll vitni, en
flest þeirra störfuðu einmitt innan sam-
taka sem hafa staðið að hryðjuverkum,
til að bera fyrir sig fimmtu stjórnar-
skrárbreytingunni – sem kveður á um
að vitni þurfi ekki að svara spurningum
í opinberum réttarhöldum. Augljóst
þótti að ef vitnin hefðu sagt sannleik-
ann hefði hann reynst bandarískum
yfirvöldum óhagstæður.
González sagði að í raun hafi fimm-
menningarnir aldrei verið ákærðir fyrir
neinn tiltekinn glæp. „Það var ekki hægt
að ákæra þá fyrir njósnir, þar sem þeir
njósnuðu aldrei um bandarísk stjórn-
völd. Háttsettir einstaklingar frá utan-
ríkisráðuneyti Bandaríkjanna staðfestu
í vitnaleiðslum að fimmmenningarnir
hefðu ekki stundað njósnir. Þeir voru
hins vegar kærðir fyrir samsæri um að
ætla sér að stunda njósnir, en engin
sönnunargögn bentu til þess að þeir
hefðu það í hyggju.“
Þá er ótalið að í Miami býr fjöldi
flóttamanna, og afkomenda þeirra, frá
Kúbu, sem voru eitt sinn stuðnings-
menn Batista. Þessi þjóðfélagshóp-
ur er valdamikill í Miami og hafa full-
trúar hans komist langt í stjórnsýslu
borgarinnar sem og Flórída-ríkis alls.
Margir þeirra sem hafa náð langt hafa
haft tengsl við samtök sem hafa staðið
fyrir hryðjuverkum á Kúbu. Robert Pa-
stor, sem starfaði eitt sinn sem ráðgjafi
Jimmys Carter um öryggismál, lét hafa
það eftir sér að „það væri álíka sann-
gjarnt að rétta yfir fimmmenningunum
í Miami og ef réttað væri yfir ísraelskum
leyniþjónustumönnum í Teheran.“
Lagaleg réttindi brotin í hvívetna
„Málið hefur verið langt og erfitt, en
það sem er deginum ljósara er að laga-
leg réttindi fimmmenninganna hafa
verið brotin í hvívetna,“ segir González.
„Það eru meira að segja nýleg dæmi
þess að njósnarar, alvöru njósnarar til
dæmis frá Rússlandi, hafi verið dæmdir
í Bandaríkjunum en þá hefur þeim ver-
ið vísað úr landi en ekki stungið í fang-
elsi. Þetta sannar að málið er eingöngu
pólitískt, ef fimmmenningarnir væru
ekki frá Kúbu þá væru þeir fyrir löngu
komnir til síns heima og væru frjálsir.“
Fimmmenningarnir fengu hins veg-
ar allir fangelsisdóm. Árið 2008 voru
flestir dómarnir þó „mildaðir“ og telja
þeir nú um 15–30 ára fangelsi en eftir
stendur að Gerardo Hernández, sem
talinn var leiðtogi hópsins, á enn yfir
höfði sér tvöfaldan lífstíðardóm með 15
árum í ofanálag – hvernig svo sem það
gengur fyrir sig.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International hafa beitt sér í máli fimm-
menninganna og lýstu meðal annars
„verulegum efasemdum“ um að rétt-
arhöldin árið 2001 hafi verið sanngjörn
og hlutlaus.
Fimmmenningunum hefur einn-
ig verið meinað að fá heimsóknir frá
sínum nánustu, þó að González hafi
reyndar fengið að hitta föður sinn. Það
sama á hins vegar ekki við um móður
hennar. „Bæði móðir mín og eiginkona
Hernández mega ekki ferðast til Banda-
ríkjanna þar sem þau eru á lista yfir
mögulega hryðjuverkamenn, án þess
að hafa nokkuð til saka unnið,“ segir
González.
Hafa fengið víðtækan stuðning
González er nú á ferð um Norður-
löndin í fyrsta sinn en hún ferðast
með Orlando Sandoval, fyrrverandi
starfsmanni kúbverska utanríkis-
ráðuneytisins. Þau hittu fyrir alþing-
ismennina Valgerði Bjarnadóttur og
Birgittu Jónsdóttur sem lofuðu að
vekja athygli á málinu. Á ferðalögum
sínum undanfarin ár hafa þau hlotið
góðan hljómgrunn, alls staðar nema
innan Bandaríkjanna. Má þar nefna
áskorun sem 110 þingmenn á breska
þinginu skrifuðu undir, þar sem skor-
að var á bandarísk stjórnvöld að taka
mál fimmmenninganna upp aftur. Alls
hafa 12 Nóbelsverðlaunahafar frá mis-
munandi fræðasviðum gert hið sama.
Þar á meðal má nefna friðarverð-
launahafana Desmond Tutu og Rigo-
berta Manchú, sem og bókmennta-
verðlaunahafana Günther Grass og
José Saramago.
Þrátt fyrir að hafa fengið hljóm-
grunn fyrir máli fimmmenninganna
víðs vegar um heiminn hefur Gon zález
aldrei fengið áheyrn hjá bandarískum
stjórnmálamönnum. Bjóst hún við
öðru þegar Barack Obama tók við for-
setaembættinu? „Já, ég viðurkenni það.
En það hefur engin breyting átt sér stað.
Við vitum í það minnsta, að hann veit
af málinu. Hvort hann geri eitthvað í því
er annað mál.“
Tvískinnungur Bandaríkjanna
Bandaríski málvísindamaðurinn og samfélagsrýnirinn Noam Chomsky er einn þeirra
sem bent hefur á tvískinnung Bandaríkjanna þegar kemur að yfirlýstu stríði þeirra gegn
hryðjuverkastarfsemi. Á sama tíma og bandarísk stjórnvöld gefa sig út fyrir að berjast
gegn hryðjuverkum í Mið-Austurlöndum hafa þau í raun bæði fjármagnað hryðjuverk
og skotið skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn, en greinilegasta dæmið er einmitt saga Luis
Posada Carilles. Carilles er eftirýstur fyrir hryðjuverk í Venesúela og á Kúbu, en Banda-
ríkjamenn hafa haldið yfir honum verndarhendi. Fimmmenningarnir störfuðu fyrir
kúbversk yfirvöld á Miami í baráttu gegn hryðjuverkum sem eru algeng á Kúbu og hefur
Carilles staðið fyrir fjölda þeirra. Fyrir það sitja þeir í fangelsi.
„Háttsettir ein
staklingar frá
utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna staðfestu
í vitnaleiðslum að fimm
menningarnir hefðu ekki
stundað njósnir.
FANGELSUÐ
FYRIR BARÁTTU GEGN HRYÐJUVERKUM
n Irma González var stödd hér á landi til að vekja athygli á máli fimmmenninganna frá
Kúbu sem hefur verið haldið í bandarísku fangelsi síðan 1998 n Málsmeðferðin hefur verið
gagnrýnd um allan heim n Börðust gegn hryðjuverkum en voru fangelsaðir fyrir vikið
Irma González Hefur barist
fyrir málstað fimmmenn-
inganna um árabil og heimsótti
nú Ísland í fyrsta sinn.
MYND RÓBERT REYNISSON
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is