Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 21
Erlent | 21Helgarblað 1.–3. apríl 2011
Frakkar eru tilbúnir til að láta upp-
reisnarmönnum í Líbíu í té vopn
til að nota í baráttunni gegn her-
liði stuðningsmanna Muammars
Gaddafi einræðisherra þrátt fyrir að
það gangi lengra en ályktun Sam-
einuðu þjóðanna segir til um. Þetta
sagði utanríkisráðherra Frakka eft-
ir fund nokkurra utanríkisráðherra
í London í vikunni þar sem rætt var
um stöðuna ef ekki tækist að koma
Gaddafi frá völdum. „Ég minni þig á
að þetta er ekki partur af lausn SÞ –
sem Frakkar þó fylgja – en við erum
tilbúin að ræða þetta við bandamenn
okkar,“ sagði Alain Juppé í samtali við
Reuters-fréttastofuna.
Frakkar hafa verið meðal þeirra
þjóða sem hafa viljað skerast í leik-
inn í Líbíu þar sem fjöldi manna hef-
ur gert uppreisn gegn Gaddafi og var
Frakkland meðal annars fyrsta rík-
ið til að gera árás á hersveitir ein-
ræðisherrans. Aðspurður hvort Gad-
dafi ætti að fara í útlegð frá Líbíu
reyndi Juppé að koma sér undan því
að svara en sagði að það væri eng-
in framtíð fyrir einræðisherrann í
heimalandi sínu. „Það er í höndum
Líbíumanna að losa sig við hann til
að velja framtíð sína en ekki banda-
mannaþjóða,“ sagði hann en sagði að
útlegð Gaddafis hefði ekki verið rædd
á fundinum.
adalsteinn@dv.is
Á meðan óbreyttir starfsmenn í Fukus-
hima-kjarnorkuverinu í Japan halda
áfram tilraunum sínum til að koma í
veg fyrir kjarnorkuslys hefur yfirmaður
þess verið lagður inn á spítala til með-
ferðar vegna þreytu og álags. Masa-
taka Shimizu, forstjóri Tokyo Elect-
ric Power Co. var lagður inn á spítala
á þriðjudag en gert er ráð fyrir því að
hann þurfi að liggja þar í nokkra daga,
hefur CNN eftir stjórnarformanni
fyrirtækisins, Tsunehisa Katsu mata.
Hann hefur tekið við stjórnartaum-
unum í kjarnorkuverinu og stjórnar nú
aðgerðum fyrirtækisins til að koma í
veg fyrir kjarnorkuslys.
Hafði ekki sést í margar vikur
Katsumata baðst afsökunar á þeim
skaða sem þegar hefur orðið vegna
bilana í kjarnorkuverinu á fundi með
blaðamönnum þar sem hann til-
kynnti um spítalainnlögn Shimizus.
Hann sagði að starfsmenn fyrirtæk-
isins reyndu allt hvað þeir gætu til að
koma í veg fyrir frekari skaða. Verð á
hlutabréfum í fyrirtækinu hafa hríð-
fallið í kjölfar hamfaranna í Japan.
Blaðamenn gengu hart að upplýs-
ingafulltrúum fyrirtækisins á sunnu-
dag í leit að svörum við því hvar Shi-
mizu héldi sig þar sem hann hafði ekki
sést opinberlega í margar vikur. Shi-
mizu sást síðast á meðal almennings
á blaðamannafundi 13. mars síðast-
liðinn, tveimur dögum eftir að harðir
jarðskjálftar og flóðbylgja riðu yfir Jap-
an sem varð til þess að kælikerfi kjarn-
orkuversins skemmdist. Svörin sem
fengust voru þau að hann væri stadd-
ur í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að
heilsu hans hefði hrakað undanfarnar
vikur sökum álags.
Starfsmenn útkeyrðir
Sömu sögu er að segja af óbreyttum
starfsmönnum kjarnorkuversins en
þeir hafa lagt nótt við dag til að reyna
að koma í veg fyrir meiriháttar kjarn-
orkuslys með tilheyrandi afleiðingum.
Eftirlitsmaður frá japönskum stjórn-
völdum, sem fór í fimm daga heim-
sókn í kjarnorkuverið í síðustu viku,
sagði í samtali við The Los Angeles
Times á þriðjudag að hann hefði
áhyggjur af því hve þreyttir starfs-
mennirnir væru. Starfsmennirnir fá
aðeins tvær máltíðir á dag og neyðast
til að sofa á göngum og í fundarher-
bergjum í kjarnorkuverinu. Þeir geta
ekki þvegið sér og hafa ekki getað ver-
ið í sambandi við fjölskyldur sínar. „Ég
held að starfsmennirnir hafi ekki orku
til að vinna vinnuna sína við þessar
ótrúlega erfiðu aðstæður,“ sagði eftir-
litsmaðurinn. Katsumata tilkynnti á
blaðamannafundinum að til stæði að
bæta úr aðstöðu starfsmannanna og
búa til svefnrými fyrir þá í líkamsrækt-
arsal í öðru nálægu kjarnorkuveri.
Kjarnorkuagnir mælast víða
Yfirvöld í Japan hafa stöðvað flutning á
grænmeti frá vissum stöðum í kringum
kjarnorkuverið, sem er staðsett í norð-
urhluta landsins. Vísbendingar um
geislavirkar agnir í drykkjarvatni hafa
orðið til þess að stjórnvöld hafa bann-
að íbúum á svæðinu að gefa börnum
kranavatn. Þá hafa yfirvöld beint þeim
tilmælum til íbúa sem búa innan 20
kílómetra frá kjarnorkuverinu að yfir-
gefa heimili sín en engin fyrirskipun
hefur verið gefin út þess efnis. Áhrif
bilana í kælikerfi kjarnorkuversins eru
þó ekki bundin við Japan. Geislavirkar
agnir hafa mælst hér á landi og víðar.
Of þreyttir
til að vinna
n Forstjóri Tokyo Electric Power lagðist inn á spítala vegna álags og þreytu n Óbreytt-
ir starfsmenn í kjarnorkuverinu í Fukushima útkeyrðir n Forsvarsmenn kjarnorkuvers-
ins lofa bættri aðstöðu n Enn hætta á ógnvænlegu kjarnorkuslysi
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Hrói höttur í
Kínahverfinu
New York-búinn og vasaþjófur-
inn Ho Vasko heldur því nú fram
að hún hafi ætlað að gefa fátæk-
um þýfið sem hún náði að stela
úr vösum fólks í Kínahverfinu í
New York. Saksóknari í New York
trúir henni hins vegar ekki og
segir hana vera á móti Kínverjum.
Vasko, sem er frá Víetnam, á yfir
höfði sér þriggja ára fangelsi fyrir
að stela frá fjórum einstaklingum
í síðustu viku, auk refsingar fyrir
kynþáttahatur í garð Kínverja sem
hún lét í ljós eftir handtöku sína.
„Ég hata Kínverja, þeir selja fals-
aða hluti,“ sagði hún meðal annars
við lögregluna. Samkvæmt áliti
geðlæknis sem saksóknarinn lét
gera er Vasko haldin alvarlegum
geðröskunum.
Forstjórinn á spítala Forstjóri fyrir-
tækisins sem á Fukushima-kjarnorkuver-
ið hefur verið lagður inn á spítala vegna
álags og þreytu. Mynd Ho nEw / REuTERS
utanríkisráðherra Frakklands Alain
Juppé segir Frakka tilbúna að skoða hvort
láta eigi uppreisnarmenn í Líbíu fá vopn.
Frakkar vilja láta uppreisnarmenn fá vopn:
Vilja ganga lengra en SÞ