Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 32
R eynir fæddist á Selfossi og ólst þar upp. Hann var í Grunn-skólanum á Selfossi, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og lauk búfræðiprófi frá Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri 2002. Reynir var í sveit á sumrin og oft um helgar að Skipholti í Hruna- mannahreppi, stundaði tamningar frá því á unglingsárum og ók mjólkur- bíl á Suðurlandi 2004–2006. Hann hóf búskap, ásamt konu sinni, að Hurðar- baki 2003 og hafa þau síðan stundað þar félagsbúskap, ásamt tengdafor- eldrum Reynis. Þá hefur hann verið fóðureftirlitsmaður og rúningsmaður á Suðurlandi. Reynir æfði og keppti í handbolta með Selfoss-liðinu í yngri flokkunum og stundar hestamennsku. Hann sat í stjórn Hestamannafélagsins Sleipn- is, sinnir þar nefndarstörfum, situr í stjórn Búnaðarfélags Villingaholts- hrepps, situr í stjórn Smalahunda- félags Íslands og í stjórn Smalahunda- deildar Árnessýslu. Fjölskylda Eiginkona Reynis er Fanney Ólafs- dóttir, f. 13.6. 1980, bóndi og hús- freyja. Hún er dóttir Ólafs Einars- sonar, bónda að Hurðarbaki, og k.h., Kristínar Stefánsdóttur, bónda þar. Synir Reynis og Fanneyjar eru Unnsteinn Reynisson, f. 2.8. 2003; Sig- urjón Reynisson, f. 6.10. 2005; Helgi Reynisson, f. 8.10. 2008. Systkini Reynis eru Guðmundur Smári Jónsson, f. 11.1. 1977, rafvirki, búsettur á Selfossi en kona hans er Sólrún Ágústsdóttir og eiga þau þrjú börn; Kristrún Jónsdóttir, f. 6.8. 1991, nemi. Foreldrar Reynis eru Jón Guð- mundsson, f. 15.12. 1956, verkamað- ur hjá SG – Húseiningum á Selfossi, og Sigrún Lilja Smáradóttir, f. 4.12. 1956, sjúkraliði. B rynjar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann var í Grandaskóla og Hagaskóla og stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík. Brynjar var tvö ár hvoru tveggja sendill og bakari hjá Dominos Pizza í Ánanaustum í Reykjavík og í Graf- arvoginum, vann við pípulagnir, var strætisvagnastjóri hjá Strætó bs. í þrjú ár en hefur starfað hjá Íslandspósti sl. fimm ár. Brynjar var búsettur í Reykjavík til 2008 en hefur síðan verið búsettur í Reykjanesbæ. Fjölskylda Kona Brynjars er Guðrún Ósk Lange, f. 12.1. 1983, starfsmaður við leik- skóla. Brynjar og Guðrún Ósk munu gifta sig á laugardag. Dætur Brynjars og Guðrúnar Ósk- ar eru Natalía Dögg Brynjarsdóttir, f. 13.12. 2007; Sandra Mjöll Brynjars- dóttir, f. 28.12. 2010. Systkini Brynjars eru Jakob Reyn- isson, f. 10.7. 1988, nemi við Borgar- holtsskóla; Reynir Hans Reynisson, f. 27.12. 1990, nemi við Háskóla Íslands. Foreldrar Brynjars eru Reynir Baldursson, f. 24.10. 1957, pípulagn- ingameistari í Reykjavík, og Kristín Pálína Aðalsteinsdóttir, f. 18.2. 1958, starfsmaður hjá Tryggingamiðstöð- inni. H alldór fæddist í Reykjavík. Hann var í Breiðholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MS 2000, stundaði nám í heimspeki við HÍ, var í skiptinámi í Universitat der Kunste í Berlín frá 2005–2006 og lauk prófum í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2007. Halldór stofnaði hljómsveitina Ki- mono árið 2000 og lék með henni til 2007, hefur leikið með hljómsveitinni Seabear frá 2007 og með hljómsveit- inni Mr. Silla frá 2010. Halldór hefur haldið sex einkasýn- ingar, flestar í Reykjavík en auk þess á Akureyri og í Dublin á Írlandi. Þá hef- ur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi. Ljóðabækur Halldórs eru Öreind- ir af lúsinni, 2004, og Nin Com Pop., 2009. Fjölskylda Systkini Halldórs eru Guðni Þór Níelsson, f. 1.7. 1975, prentari, búsettur í Hafnarfirði; Thelma Dögg Ragnarsdóttir, f. 16.8. 1977, sjúkraþjálfari, búsett í Reykjavík; Berglind Rós Ragnarsdóttir, f. 12.11. 1986, starfsmaður við göngudeild Landspítala og gatari. Foreldrar Halldórs eru Ragnar Örn Halldórsson, f. 8.7. 1950, fyrrv. loft- skeytamaður, búsettur í Reykjavík, og Jakobína Guðjónsdóttir, f. 16.1. 1954, dagmóðir í Reykjavík. 32 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Snjólaug fæddist að Hámundar-stöðum í Hrísey og ólst þar upp. Hún var í Barna- og unglinga- skóla Hríseyjar og stundaði nám við Húsmæðraskóla Akureyrar. Auk heimilisstarfa stundaði Snjó- laug verslunarstörf um skeið. Þá starf- aði hún á gæsluvelli á vegum Akur- eyrarbæjar. Snjólaug og eiginmaður hennar bjuggu við Kambsmýri á Akureyri frá 1955 en árið 2000 fluttu þau á Mýrar- veginn þar sem þau búa enn. Fjölskylda Snjólaug giftist 17.5. 1952 Jóni Helga- syni, f. 18.10. 1927, fyrrv. formanni Verkalýðsfélagsins Einingar og fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Samein- ingar. Jón er sonur Helga Guðmunds- sonar og Guðrúnar Ólafsdóttur, útvegsb. og húsfreyju í Unaðsdal á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp. Börn Snjólaugar og Jóns eru Ólína Eybjörg Jónsdóttir, f. 13.8. 1953, mót- tökuritari við Fjórðungssjúkahúsið á Akureyri, búsett á Akureyri, gift Hall- dóri M. Rafnssyni, f. 17.8. 1949, húsa- smíðameistara og eru börn þeirra Fanney, f. 19.1. 1973, d. 7.11. 1995, Ómar, f. 2.2. 1979, viðskiptafræðing- ur í Kópavogi, og Elfar, f. 27.3. 1986, nemi við Háskólann á Akureyri; Þor- steinn Stefán Jónsson, f. 25.1. 1956, verslunarmaður hjá Olís, búsettur á Akureyri, kvæntur Hildi Eddu Ing- varsdóttur, f. 19.11. 1958, starfsmanni við sambýli og eru börn þeirra Jón Ingvar, f. 14.5. 1977, verslunarstjóri hjá Bónus á Akureyri, Snjólaug Svana, f. 16.6. 1979, leikskólakennari á Akur- eyri, og Atli Geir, f. 16.11. 1982, versl- unarmaður hjá Bónus á Akureyri; Helgi Rúnar Jónsson, f. 19.3. 1958, húsasmíðameistari, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Olgu Möller, f. 26.10. 1962, viðskiptafræðingi, og eru börn hans frá fyrra hjónabandi Magnús, f. 28.9. 1980, tölvunarfræðingur og við- skiptafræðingur, búsettur í Kópavogi, Barbara, f. 30.4. 1986, háskólanemi, en börn Helga Rúnars og Olgu eru Sigríður Vala, f. 28.2. 1993, framhalds- skólanemi, Fanney Andrea, f. 19.8. 1996, framhaldsskólanemi, og Jón Baldvin, f. 3.2. 1998; Margrét Elfa, f. 15.6. 1961, hársnyrtir og starfsmaður við leikskóla á Akureyri, en sambýlis- maður hennar er Arnór Bjarnason, f. 26.7. 1958, starfsmaður hjá Blikkás á Akureyri. Langömmubörn Snjólaugar eru nú sjö talsins. Bróðir Snjólaugar er Þorsteinn Grétar Þorsteinsson, f. 9.1. 1946, for- stöðumaður sundlaugarinnar í Hrís- ey, kvæntur Sesselju Ingibjörgu Stef- ánsdóttur sjúkraliða og eiga þau tvö börn. Fósturbróðir Snjólaugar er Þor- steinn Jóhannes Jónsson, f. 15.2. 1924, fyrrv. rannsóknarlögreglumaður, og á hann sjö börn. Foreldrar Snjólaugar voru Þor- steinn Stefán Baldvinsson, f. 25.10. 1893, d. 11.1. 1971, skipstjóri og fisk- matsmaður á Akureyri, og k.h., Ólína Eybjörg Pálsdóttir, f. 13.9. 1907, d. 10.11. 1996, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var bróðir Margrétar ljósmóður, móður Baldvins Þor- steinssonar, skipstjóra og útgerðar- manns á Akureyri, föður Þorsteins Más, fyrrv. forstjóra Samherja, en bróðir Baldvins er Vilhelm, fyrrv. framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, faðir Þorsteins kaup- sýslumanns. Þorsteinn, faðir Snjólaugar var sonur Baldvins, b. á Stóru-Hámund- arstöðum og í Hrísey Þorvaldssonar, b. á Hrafnagili Þorvaldssonar. Móðir Baldvins var Guðrún Gísladóttir. Móðir Þorsteins var Snjólaug Filippía Þorsteinsdóttir, útvegsb. á Stóru-Hámundarstöðum og á Krossum, bróður Snjólaugar Guð- rúnar á Laxamýri, móður Jóhannes- ar, óðalsb. á Laxamýri, Jóhanns Sig- urjónssonar skálds og Snjólaugar, ömmu Sigurjóns lögreglustjóra, föð- ur Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra HAFRÓ, en systir Sigurjóns var Ingi- björg, móðir Magnúsar Magnússon- ar, dagskrárgerðarmanns hjá BBC, föður Sallýjar og Önnu Snjólaugar hjá BBC. Móðir Snjólaugar Filippíu var Margrét Stefánsdóttir frá Kjarna. Ólína Eybjörg var dóttir Páls, í Borgargerði í Grýtubakkahreppi Friðrikssonar, b. í Hléskógum Frið- finnssonar. Móðir Páls var Þórunn Guðmundsdóttir, b. og forsöngvara í Skógum í Fnjóskadal Jónssonar. Móðir Ólínu var Margrét Árna- dóttir, b. á Öngulsstöðum og á Öxnafelli Kristjánssonar, og Maríu Soffíu Jónsdóttur. Snjólaug og Jón halda upp á dag- inn í faðmi fjölskyldunnar. Ö rlygur fæddist í Ólafsvík en ólst upp á Hellissandi og í Reykja-vík en var auk þess í Arney á Breiðafirði öll unglingsárin. Hann var búsettur í Kanada í tvö ár við ýmis störf, bjó á námsárunum á Akranesi í þrjú ár, var við nám og störf í Dan- mörku á árunum 1962–70, var síðan tæknifræðingur í Borgarnesi en hefur verið búsettur á Akureyri frá 1972. Örlygur lauk vélstjórnarprófi 1953, lauk prófum sem vélvirki 1961, stund- aði nám í tæknifræði í Danmörku og lauk tæknifræðiprófi 1968. Örlygur stundaði sjómennsku í tíu ár. Hann var tæknifræðingur í Borgar- nesi í tvö ár og síðan á Akureyri í tíu ár en var kennari við Verkmenntaskól- ann á Akureyri í tuttugu og átta ár. Örlygur sinnti mikið félagsstörfum á vegum KA. Fjölskylda Örlygur kvæntist 24.12. 1961 Bryndísi Ármann Þorvaldsdóttur, f. 17.4. 1940, íþróttakennara við Menntaskólann á Akureyri. Hún er dóttir Þorvalds Jóns- sonar bifreiðarstjóra og Maríu Stef- ánsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Börn Örlygs og Bryndísar eru Orm- arr Örlygsson, f. 24.11. 1962, efnafræð- ingur og bankastjóri á Egilsstöðum og Reyðarfirði, og fyrrv. landsliðsmaður í knattspyrnu, kvæntur Valgerði Önnu Vilhelmsdóttur og eru börn þeirra Erla, f. 26.6. 1983, Almarr, f. 25.2. 1988, Vala, f. 28.4. 1996, og Arna, f. 6.6. 1998; Þorvaldur Örlygsson, f. 2.8. 1966, knattspyrnuþjálfari hjá Fram í Reykja- vík og fyrrv. landsliðsmaður í knatt- spyrnu, kvæntur Ólöfu Mjöll Ellerts- dóttur hárgreiðslukonu, snyrti og nuddara og er dóttir þeirra Ísabella, f. 16.12. 2001; Harpa María Örlygsdóttir, f. 9.7. 1972, íþróttakennari og iðjuþjálfi í Reykjavík en eiginmaður hennar er Andri Stefánsson, starfsmaður hjá ÍSÍ, og eru börn þeirra Viktor Örlygur, f. 5.2. 2000, og Arney María, f. 21.1. 2004. Systkini Örlygs eru Björg Ívars- dóttir, f. 25.8. 1928, fyrrv. sjúkraliði í Reykjavík; Helga Ívarsdóttir, f. 7.2. 1930, fyrrv. fulltrúi í Reykjavík; Brynjar Ívarsson, f. 8.7. 1932, d. 25.9. 2003, var skipstjóri og sölumaður í Reykjavík; Leifur Ívarsson, f. 23.1. 1935, verslun- armaður á Akranesi; Svala Ívarsdóttir, f. 10.11. 1936, d. 19.7. 2009, fulltrúi á Akranesi. Foreldrar Örlygs voru Ívar Þórð- arson, f. 4.1. 1904, d. 5.5. 1983, bóndi í Arney á Breiðafirði, og k.h., Sigrún Hólmfríður Guðbjörnsdóttir, f. 4.2. 1900, d. 3.3. 1999, húsfreyja. Ætt Ívar var bróðir Þorleifs, forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins, föður Olgu kennara. Ívar var sonur Þórðar, skipstjóra og smiðs í Ólafsvík, bróður Maríu, lang- ömmu dr. Karls Tryggvasonar, pró- fessors í læknisfræðilegri efnafræði í Svíþjóð, og Björns Tryggvasonar svæf- ingalæknis. Þórður var sonur Matthí- asar, b. á Skerðingsstöðum í Eyrarsveit Brandssonar og Þórunnar Þórðardótt- ur. Móðir Ívars var Björg Þorsteins- dóttir, afkomandi Þorleifs, læknis og refaskyttu í Bjarnarhöfn, Þorleifssonar. Sigrún var systir Guðmundar, for- manns á Hellissandi og síðar í Hafn- arfirði, föður Ásbjörns pípulagn- ingameistara, föður Sigurðar Vals, tæknifræðings sem var sveitarstjóri í Bessastaðahreppi. Sigrún var dóttir Guðbjörns, b. á Sveinsstöðum í Nes- hreppi Bjarnasonar, og Guðríðar Helgu Jónsdóttur. Snjólaug F. Þorsteinsdóttir Húsmóðir á Akureyri Reynir Þór Jónsson Bóndi að Hurðarbaki í Flóa Brynjar Reynisson Starfsmaður Íslandspósts í Reykjanesbæ Halldór Örn Ragnarsson Myndlistar- og tónlistarmaður í Reykjavík 80 ára á föstudag 30 ára á laugardag 30 ára á laugardag 30 ára á laugardag Örlygur Ívarsson Tæknifræðingur og kennari á Akureyri 80 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.