Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 37
Fókus | 37Helgarblað 1.–3. apríl 2011 Hvað er að gerast? n Sigfús Halldórsson heiðraður Í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið verða haldnir tónleikar til heiðurs tónlistar- manninum og lagasmiðnum Sigfúsi Hall- dórssyni. Sigfús samdi á sinni ævi miklar perlur á borð við Fúsalögin Tondeleyo, Dagný, Við Vatnsmýrina og auðvitað litlu fluguna. Það verða engir smásöngvarar sem flytja lög Sigfúsar en lögin syngja Hera Björk Þórhalls- dóttir, Stefán Hilmarsson og Egill Ólafsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og kostar miðinn 3.500 krónur. n Jóhannesarpassían í Hallgrímskirkju Á föstudaginn ræðst Mótettukór Hallgríms- kirkju í þriðja sinn í það stórvirki að flytja Jóhannesarpassíuna. Tónleikar verða bæði á föstudaginn klukkan 20 og laugardaginn klukkan 17 í Hallgrímskirkju. Einsöngv- arar á tónleikunum eru allir í hópi fremstu söngvara landsins af yngri kynslóðinni Hinn 23 ára gamli tenór Benedikt Kristjánsson tekst í fyrsta sinn á við hið afar kröfuharða hlutverk guðspjallamanns, auk þess að syngja tenóraríur verksins. Miðinn kostar 4.900 og má nálgast á miði.is n Stóns á Sódómu Heiðrunarsveit Rolling Stones á Íslandi, Stóns, mun halda mikla tónleika á Sódómu til heiðurs gamalmennunum á föstudag- kvöldið. Tónleikarnir hefjast klukkan 23.59 en miðinn kostar 1.500 krónur sem hægt er að kaupa á miði.is. n Megas með vandræði Megas og Senuþjófarnir ætla að fagna nýju plötunni (Hugboð um) Vandræði með tón- leikum á Norðurpólnum á laugardagskvöldið klukkan 21.00. Á plötunni er að finna sautján lög Megasar við texta hans og Þorvaldar Þorsteinssonar. Miðaverð er 2.500 krónur og hægt er að kaupa miða á miði.is. n Megas með vandræði Megas og Senuþjófarnir ætla að fagna nýju plötunni (Hugboð um) Vandræði með tón- leikum á Norðurpólnum á laugardagskvöldið klukkan 21.00. Á plötunni er að finna sautján lög Megasar við texta hans og Þorvaldar Þorsteinssonar. Miðaverð er 2.500 krónur en hægt er að kaupa miða á miði.is. n Rokkað á Sódómu Fornfræga noise-rokksveitin Today is the Day kemur fram á Sódómu á laugardagskvöldið. Hljómsveitin er hvað þekktust fyrir plötur sínar Temple of the Morning Star frá 1997 og In the Eyes of God frá 1999. Tvennir tónleikar verða á laugardaginn. Fyrst fyrir alla aldurs- hópa klukkan 15.00 en síðan um kvöldið verða tónleikar fyrir 20 ára og yngri en þeir hefjast klukkan 22.00. Miðaverð er 1.500 um daginn og 2.500 um kvöldið. n Alvöru hip-hop á Nasa Rappgoðsögnin Ghostface Killah verður með tónleika á Nasa á laugardagskvöldið. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistadagskrár Reykjavík Fashion Festival en af þessu vill enginn hiphop-haus missa. Miðinn kostar 2.900 krónur og tónleikarnir hefjast á mið- nætti. n Nýdönsk á Players Stórsveitin Nýdönsk verður með ball á Players á laugardagskvöldið en það má alltaf bóka stuð þegar þeir félagarnir mæta í Kópavoginn. Miðaverð er krónur 2.000 en forsala verður á föstudaginn. Þá verður miðaverðið aðeins 1.500 krónur. n Áskels Jónssonar minnst Í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á sunnudaginn verða minningartónleikar um Áskel Jónsson. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og glæsilegur hópur ungra, íslenskra einsöngvara undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors Hallgrímskirkju. Mið- inn kostar 3.900 krónur en hægt er að kaupa einn slíkan á miðasöluvefnum miði.is. 1 apr Föstudagur 2 apr Laugardagur 3 apr Sunnudagurkoma tímabundið og sinna sinni list- sköpun. Þetta er „non profit“ og við stefnum að því að geta boðið lista- mönnunum og erum að vinna í því að fá styrki frá Evrópu og víðar en húsið er á minjaskrá í Póllandi.“ Aftur að New York. „Borgin veitir mér svo mikinn innblástur. Mann- lífið er svo inspírerandi. Mannflór- an; hvað gerir fólk líkt og hvað gerir það ólíkt. Verkin mín eru svo mikið um poppkúltúr, hégóma, sjálfsmynd, sjálfsímynd og tísku. Ég er ennþá að uppgötva nýjar hliðar á þessari borg. Ég fyllist ham- ingju þegar ég kem heim til mín og alveg á sama hátt fyllist ég ham- ingju þegar ég kem til Íslands. Mér finnst ég hafa „best of both worlds“. Ég nýt þess innilega að hafa aðgang að svona ólíkum heimum og hafa at- hvarf á báðum stöðum.“ Fram undan er ferð til Grænlands og Færeyja til að velja hönnuði en Hrafnhildur er nýráðinn sýningar- stjóri næsta Nordic Fashion Biennale en sýningin verður haldin í Nordic Heritage Museum í Seattle í lok sept- ember. Hrafnhildur og Edda Guðmunds- dóttir ásamt tónskáldinu Nico Muhly og fleirum munu á árinu setja upp sýningu ásamt Cedar Lake Dance Company í New York. „Þetta er myndlistar-, tónlistar- og dansgjörn- ingur og ég vinn búninga, sviðsmynd og hugmyndina á bak við dansverk- ið. Mér finnst spennandi og gam- an að blanda þessu saman og leyfa þessu að vera svolítið þokukennt hvað varðar skilin á milli kreatívra eða skapandi þátta. Þetta er eitt stórt, grátt svæði í mínum huga.“ Svava Jónsdóttir Ævintýri úr hárum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.