Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Side 37
Fókus | 37Helgarblað 1.–3. apríl 2011 Hvað er að gerast? n Sigfús Halldórsson heiðraður Í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið verða haldnir tónleikar til heiðurs tónlistar- manninum og lagasmiðnum Sigfúsi Hall- dórssyni. Sigfús samdi á sinni ævi miklar perlur á borð við Fúsalögin Tondeleyo, Dagný, Við Vatnsmýrina og auðvitað litlu fluguna. Það verða engir smásöngvarar sem flytja lög Sigfúsar en lögin syngja Hera Björk Þórhalls- dóttir, Stefán Hilmarsson og Egill Ólafsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og kostar miðinn 3.500 krónur. n Jóhannesarpassían í Hallgrímskirkju Á föstudaginn ræðst Mótettukór Hallgríms- kirkju í þriðja sinn í það stórvirki að flytja Jóhannesarpassíuna. Tónleikar verða bæði á föstudaginn klukkan 20 og laugardaginn klukkan 17 í Hallgrímskirkju. Einsöngv- arar á tónleikunum eru allir í hópi fremstu söngvara landsins af yngri kynslóðinni Hinn 23 ára gamli tenór Benedikt Kristjánsson tekst í fyrsta sinn á við hið afar kröfuharða hlutverk guðspjallamanns, auk þess að syngja tenóraríur verksins. Miðinn kostar 4.900 og má nálgast á miði.is n Stóns á Sódómu Heiðrunarsveit Rolling Stones á Íslandi, Stóns, mun halda mikla tónleika á Sódómu til heiðurs gamalmennunum á föstudag- kvöldið. Tónleikarnir hefjast klukkan 23.59 en miðinn kostar 1.500 krónur sem hægt er að kaupa á miði.is. n Megas með vandræði Megas og Senuþjófarnir ætla að fagna nýju plötunni (Hugboð um) Vandræði með tón- leikum á Norðurpólnum á laugardagskvöldið klukkan 21.00. Á plötunni er að finna sautján lög Megasar við texta hans og Þorvaldar Þorsteinssonar. Miðaverð er 2.500 krónur og hægt er að kaupa miða á miði.is. n Megas með vandræði Megas og Senuþjófarnir ætla að fagna nýju plötunni (Hugboð um) Vandræði með tón- leikum á Norðurpólnum á laugardagskvöldið klukkan 21.00. Á plötunni er að finna sautján lög Megasar við texta hans og Þorvaldar Þorsteinssonar. Miðaverð er 2.500 krónur en hægt er að kaupa miða á miði.is. n Rokkað á Sódómu Fornfræga noise-rokksveitin Today is the Day kemur fram á Sódómu á laugardagskvöldið. Hljómsveitin er hvað þekktust fyrir plötur sínar Temple of the Morning Star frá 1997 og In the Eyes of God frá 1999. Tvennir tónleikar verða á laugardaginn. Fyrst fyrir alla aldurs- hópa klukkan 15.00 en síðan um kvöldið verða tónleikar fyrir 20 ára og yngri en þeir hefjast klukkan 22.00. Miðaverð er 1.500 um daginn og 2.500 um kvöldið. n Alvöru hip-hop á Nasa Rappgoðsögnin Ghostface Killah verður með tónleika á Nasa á laugardagskvöldið. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistadagskrár Reykjavík Fashion Festival en af þessu vill enginn hiphop-haus missa. Miðinn kostar 2.900 krónur og tónleikarnir hefjast á mið- nætti. n Nýdönsk á Players Stórsveitin Nýdönsk verður með ball á Players á laugardagskvöldið en það má alltaf bóka stuð þegar þeir félagarnir mæta í Kópavoginn. Miðaverð er krónur 2.000 en forsala verður á föstudaginn. Þá verður miðaverðið aðeins 1.500 krónur. n Áskels Jónssonar minnst Í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á sunnudaginn verða minningartónleikar um Áskel Jónsson. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og glæsilegur hópur ungra, íslenskra einsöngvara undir stjórn Harðar Áskelssonar, kantors Hallgrímskirkju. Mið- inn kostar 3.900 krónur en hægt er að kaupa einn slíkan á miðasöluvefnum miði.is. 1 apr Föstudagur 2 apr Laugardagur 3 apr Sunnudagurkoma tímabundið og sinna sinni list- sköpun. Þetta er „non profit“ og við stefnum að því að geta boðið lista- mönnunum og erum að vinna í því að fá styrki frá Evrópu og víðar en húsið er á minjaskrá í Póllandi.“ Aftur að New York. „Borgin veitir mér svo mikinn innblástur. Mann- lífið er svo inspírerandi. Mannflór- an; hvað gerir fólk líkt og hvað gerir það ólíkt. Verkin mín eru svo mikið um poppkúltúr, hégóma, sjálfsmynd, sjálfsímynd og tísku. Ég er ennþá að uppgötva nýjar hliðar á þessari borg. Ég fyllist ham- ingju þegar ég kem heim til mín og alveg á sama hátt fyllist ég ham- ingju þegar ég kem til Íslands. Mér finnst ég hafa „best of both worlds“. Ég nýt þess innilega að hafa aðgang að svona ólíkum heimum og hafa at- hvarf á báðum stöðum.“ Fram undan er ferð til Grænlands og Færeyja til að velja hönnuði en Hrafnhildur er nýráðinn sýningar- stjóri næsta Nordic Fashion Biennale en sýningin verður haldin í Nordic Heritage Museum í Seattle í lok sept- ember. Hrafnhildur og Edda Guðmunds- dóttir ásamt tónskáldinu Nico Muhly og fleirum munu á árinu setja upp sýningu ásamt Cedar Lake Dance Company í New York. „Þetta er myndlistar-, tónlistar- og dansgjörn- ingur og ég vinn búninga, sviðsmynd og hugmyndina á bak við dansverk- ið. Mér finnst spennandi og gam- an að blanda þessu saman og leyfa þessu að vera svolítið þokukennt hvað varðar skilin á milli kreatívra eða skapandi þátta. Þetta er eitt stórt, grátt svæði í mínum huga.“ Svava Jónsdóttir Ævintýri úr hárum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.