Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað n Bjarni segir ástæðu sölunnar hafa verið áhyggjur af íslenska fjármálakerfinu n Bjarni segir að hann hafi ekki komið að sölunni á hlutabréfum föður síns í Glitni n Líklega orðið of seint að bjarga bönkunum í febrúar 2008, að mati Bjarna Bjarni seldi hlutabréfin í nokkrum skömmtum Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og núverandi formað- ur Sjálfstæðisflokksins, seldi hluta- bréf sem hann átti í Glitni í nokkr- um skömmtum í febrúarmánuði árið 2008. Þetta segir Bjarni í einu af svörum sínum við spurningum DV um hlutabréfaviðskipti hans í Glitni í þeim mánuði. DV greindi frá því á mánudaginn að Bjarni hefði selt rúmlega 7 milljónir hluta í Glitni í febrúar 2008 fyrir rúmlega 120 millj- ónir króna. Gengi hlutabréfa í Glitni var tæplega 17 þegar þarna var kom- ið sögu en hafði verið rúmlega 25 þegar Bjarni keypti bréfin rúmu ári áður. DV spurði Bjarna hvaða dag í febrúarmánuði hann hefði selt bréf- in og var þá meðal annars að for- vitnast um hvort sala hlutabréfanna hefði átt sér stað á svipuðum tíma og þegar Bjarni kom að endurfjár- mögnunni á hlutabréfum Þáttar International í Glitni, svokölluðum Vafningsviðskiptum. Sú endurfjár- mögnun átti sér stað í byrjun febrúar líkt og DV hefur greint frá og snér- ist hún um það að Glitnir tók við um 20 milljarða króna fjármögnun vegna hlutabréfanna í bankanum. Svar Bjarna við þessari spurningu er: „Umrædd hlutabréf voru seld smám saman í febrúarmánuði 2008.“ Bréfin voru því ekki seld á einu bretti heldur í nokkrum skömmtum. Hafði áhyggjur af bönkunum DV lék einnig forvitni á að vita af hverju Bjarni seldi umræddan hlut í Glitni í febrúar árið 2008. „Hvað varð til þess að þú seldir?“ spurði DV Bjarna. Í svari sínu við þeirri spurn- ingu vísar Bjarni til blaðagreinar sem hann skrifaði í Morgunblaðið ásamt Illuga Gunnarssyni í febrúar 2008. „Um skoðanir mínar á því sem var að gerast á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum á þessum tímum, áhrif- um þess á íslenska fjármálakerfið og leiðir til þess að bregðast við þeim vanda má lesa í blaðagrein sem ég skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni og birt var í sama mánuði í Morgun- blaðinu.“ Út frá svari Bjarna, þar sem hann vísar til umræddrar greinar, virðist sem almennar áhyggjur hans af stöðu íslensku bankanna og væntanlegum skorti þeirra á fjármagni hafi gert það að verkum að hann missti trúna á ís- lenska bankakerfið og ákvað að selja hlutabréf sín í Glitni. Í greininni sem Bjarni ræðir um, og vísar til í svari sínu, sögðu þeir Illugi: ,,Að undanförnu hefur ríkt mikil óvissa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hlutabréfavísitölur fallið víðs vegar um heiminn. Við höfum ekki farið var- hluta af þeirri þróun og reyndar hef- ur hún verið ýktari hér á landi, með- al annars vegna þess hversu háð við erum fjármálastarfsemi ýmiss konar og hlutfall fjármálafyrirtækja á hluta- bréfamarkaði hátt. Kreppan sem nú er á hinum alþjóðlega lánsfjármarkaði er íslensku bönkunum erfið og álag á skuldatryggingar bankanna er mjög hátt. Sú hætta steðjar nú að hagkerf- inu að íslensku bönkunum gangi illa að afla þess fjármagns sem þeir þurfa vegna starfsemi sinnar á næsta ári. Ef ekkert breytist til hins betra á fjár- magnsmarkaði og ekki tekst að auka traust erlendra markaðsaðila verður fjármögnun bankanna óheyrilega dýr eða í versta falli ómöguleg.“ Bjarni telur að ekki hafi verið hægt að bjarga bönkunum Bjarni segir að með þessum greina- skrifum sínum hafi hann viljað benda á þann vanda sem við blasti í íslenska fjármálakerfinu. Hann segir jafnframt að síðar meir, eftir að ástandið í ís- lenska efnahagskerfinu hafði versnað enn frekar, hafi komið í ljós að þegar þarna var komið sögu, í febrúar 2008, hafi líklega verið orðið of seint að grípa til ráðstafana sem hefðu getað komið í veg fyrir hrun bankanna. „Með þess- um greinaskrifum vildi ég leggja mitt af mörkum til að benda á leiðir til þess að takast á við þann vanda sem við öllum blasti. Því miður hélt ástandið áfram að versna og síðar kom í ljós að líklega var þá þegar orðið of seint að grípa til ráðstafana sem hefðu getað komið í veg fyrir fall bankanna,“ segir Bjarni í svari sínu. DV spurði Bjarna einnig hvort hann hefði á sama tíma komið að því að selja hlutabréf í Glitni sem faðir hans Benedikt átti. Hlutabréf Benedikts í Glitni voru metin á um 850 milljónir króna á þessum tíma. Bjarni var einnig spurður að því hvort sala hans á hlutabréfunum hefði tengst þeirri endurfjármögnun á Glitnisbréfum Þáttar Internation- al sem kennd hefur verið við Vafn- ing og eins hvort hann hafi búið yfir einhverjum upplýsingum sem hann hafði aflað í starfi sínu sem þing- maður eða þátttakandi í viðskipta- lífinu og gerðu það að verkum að hann seldi bréfin. Bjarni svarar þess- um þremur spurningum neitandi: „Svarið við spurningum 5, 7 og 8 er nei.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Spurningar DV til Bjarna Benediktssonar 1. Af hverju keyptir þú umræddan hlut í Glitni árið 2007? 2. Af hverju seldir þú umræddan hlut í Glitni í febrúar árið 2008? Hvað varð til þess að þú seldir? 3. Hvernig fjármagnaðir þú hlutabréfa- viðskiptin? 4. Hvaða dag seldir þú árið 2008? 5. Komstu, með einum eða öðrum hætti, að því að selja hlutabréf sem faðir þinn átti í Glitni, bæði persónulega og í gegnum eignarhaldsfélag hans? 6. Hvaða dag voru þau bréf seld? 7. Tengdust viðskipti þín með hlutabréfin í Glitni með einum eða öðrum hætti endurfjármögnun ykkar á hlutabréfum í Glitni í gegnum félagið Þátt Inter- national í sama mánuði árið 2008? Við höfum áður rætt um þau viðskipti og ég útlista spurninguna því ekki nánar. 8. Bjóstu yfir einhverjum upplýsingum um stöðu Glitnis eða bankakerfisins í heild sinni sem þú hafðir aflað þér í starfi þínu sem þingmaður, og eða vegna þátt- töku þinnar í viðskiptalífinu í gegnum olíufélagið N1, fjárfestingafélagið Mátt og eða önnur félög eins og Þátt Inter- national sem voru í eigu ættingja þinna, sem leiddu til þess að þú taldir Glitni standa veikari fótum en áður? Spurningar DV„Því miður hélt ástandið áfram að versna og síðar kom í ljós að líklega var þá þegar orðið of seint að grípa til ráðstafana sem hefðu getað komið í veg fyrir fall bankanna. Líklega of seint Bjarni segir að líklega hafi verið orðið of seint að bjarga íslensku bönkunum í febrúar 2008. Hann segist hafa selt hlutabréf sín í Glitni í nokkrum skömmtum í þeim mánuði. mynd róBert reynisson Auðmenn fái ríkisborgararétt: Finnur til með „þjáðri“ þjóð „Það vekur auðvitað upp áhyggjur og grunsemdir að þeir skuli vera að koma hingað og sækja um ríkis- borgarétt í þessu skyni er þingmað- urinn nefnir,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra á Alþingi á fimmtudag. Þetta sagði Jóhanna í svari sínu til Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, við fyrir- spurn hans í óundirbúnum fyrir- spurnartíma á þinginu. Björn Valur spurði ráðherrann hver afstaða hennar væri til þess að fjársterkir erlendir aðilar sem hefðu hug á því að fjárfesta í endurnýj- anlegri orku hér á landi, fengju ís- lenskan ríkisborgararétt líkt og þeir hafa óskað eftir. Málið er nú inni á borði allsherjarnefndar, en hópur íslenskra aðila hefur þrýst á að er- lendu fjárfestarnir fái ríkisborgara- rétt hér á landi. Fjallað var um málið í Kastljósi á miðvikudagskvöld. „Það er langt síðan ég hef fundið eins mikið til með þessari þjáðu þjóð eins og þegar ég horfði á Kastljósið og horfði á þennan unga dreng lýsa markmiðum þessara erlendu aðila, þrám þeira og löngun til að koma inn á íslenskan atvinnumarkað með alla sína peninga,“ sagði Björn Valur til að leggja áherslu á afstöðu sína til málsins, áður en hann lagði fyrir- spurnina fram. Hann benti á að fram hefði komið að þessir aðilar hefðu meðal annars komið að rekstri ým- issa vogunarsjóða sem Íslendingar hefðu ekki góða reynslu af. Jóhanna sagði að þrátt fyrir að íslenska þjóðin þyrfti á erlendri fjárfestingu að halda þá væri ekki sama hverjir það væru sem kæmu hingað til lands. Hún sagðist jafnframt treysta því að alls- herjarnefnd skoð- aði málið gaum- gæfilega. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á frábæru verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.