Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 4
4 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað n Bjarni segir ástæðu sölunnar hafa verið áhyggjur af íslenska fjármálakerfinu n Bjarni segir að hann hafi ekki komið að sölunni á hlutabréfum föður síns í Glitni n Líklega orðið of seint að bjarga bönkunum í febrúar 2008, að mati Bjarna Bjarni seldi hlutabréfin í nokkrum skömmtum Bjarni Benediktsson, þáverandi þingmaður og núverandi formað- ur Sjálfstæðisflokksins, seldi hluta- bréf sem hann átti í Glitni í nokkr- um skömmtum í febrúarmánuði árið 2008. Þetta segir Bjarni í einu af svörum sínum við spurningum DV um hlutabréfaviðskipti hans í Glitni í þeim mánuði. DV greindi frá því á mánudaginn að Bjarni hefði selt rúmlega 7 milljónir hluta í Glitni í febrúar 2008 fyrir rúmlega 120 millj- ónir króna. Gengi hlutabréfa í Glitni var tæplega 17 þegar þarna var kom- ið sögu en hafði verið rúmlega 25 þegar Bjarni keypti bréfin rúmu ári áður. DV spurði Bjarna hvaða dag í febrúarmánuði hann hefði selt bréf- in og var þá meðal annars að for- vitnast um hvort sala hlutabréfanna hefði átt sér stað á svipuðum tíma og þegar Bjarni kom að endurfjár- mögnunni á hlutabréfum Þáttar International í Glitni, svokölluðum Vafningsviðskiptum. Sú endurfjár- mögnun átti sér stað í byrjun febrúar líkt og DV hefur greint frá og snér- ist hún um það að Glitnir tók við um 20 milljarða króna fjármögnun vegna hlutabréfanna í bankanum. Svar Bjarna við þessari spurningu er: „Umrædd hlutabréf voru seld smám saman í febrúarmánuði 2008.“ Bréfin voru því ekki seld á einu bretti heldur í nokkrum skömmtum. Hafði áhyggjur af bönkunum DV lék einnig forvitni á að vita af hverju Bjarni seldi umræddan hlut í Glitni í febrúar árið 2008. „Hvað varð til þess að þú seldir?“ spurði DV Bjarna. Í svari sínu við þeirri spurn- ingu vísar Bjarni til blaðagreinar sem hann skrifaði í Morgunblaðið ásamt Illuga Gunnarssyni í febrúar 2008. „Um skoðanir mínar á því sem var að gerast á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum á þessum tímum, áhrif- um þess á íslenska fjármálakerfið og leiðir til þess að bregðast við þeim vanda má lesa í blaðagrein sem ég skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni og birt var í sama mánuði í Morgun- blaðinu.“ Út frá svari Bjarna, þar sem hann vísar til umræddrar greinar, virðist sem almennar áhyggjur hans af stöðu íslensku bankanna og væntanlegum skorti þeirra á fjármagni hafi gert það að verkum að hann missti trúna á ís- lenska bankakerfið og ákvað að selja hlutabréf sín í Glitni. Í greininni sem Bjarni ræðir um, og vísar til í svari sínu, sögðu þeir Illugi: ,,Að undanförnu hefur ríkt mikil óvissa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hlutabréfavísitölur fallið víðs vegar um heiminn. Við höfum ekki farið var- hluta af þeirri þróun og reyndar hef- ur hún verið ýktari hér á landi, með- al annars vegna þess hversu háð við erum fjármálastarfsemi ýmiss konar og hlutfall fjármálafyrirtækja á hluta- bréfamarkaði hátt. Kreppan sem nú er á hinum alþjóðlega lánsfjármarkaði er íslensku bönkunum erfið og álag á skuldatryggingar bankanna er mjög hátt. Sú hætta steðjar nú að hagkerf- inu að íslensku bönkunum gangi illa að afla þess fjármagns sem þeir þurfa vegna starfsemi sinnar á næsta ári. Ef ekkert breytist til hins betra á fjár- magnsmarkaði og ekki tekst að auka traust erlendra markaðsaðila verður fjármögnun bankanna óheyrilega dýr eða í versta falli ómöguleg.“ Bjarni telur að ekki hafi verið hægt að bjarga bönkunum Bjarni segir að með þessum greina- skrifum sínum hafi hann viljað benda á þann vanda sem við blasti í íslenska fjármálakerfinu. Hann segir jafnframt að síðar meir, eftir að ástandið í ís- lenska efnahagskerfinu hafði versnað enn frekar, hafi komið í ljós að þegar þarna var komið sögu, í febrúar 2008, hafi líklega verið orðið of seint að grípa til ráðstafana sem hefðu getað komið í veg fyrir hrun bankanna. „Með þess- um greinaskrifum vildi ég leggja mitt af mörkum til að benda á leiðir til þess að takast á við þann vanda sem við öllum blasti. Því miður hélt ástandið áfram að versna og síðar kom í ljós að líklega var þá þegar orðið of seint að grípa til ráðstafana sem hefðu getað komið í veg fyrir fall bankanna,“ segir Bjarni í svari sínu. DV spurði Bjarna einnig hvort hann hefði á sama tíma komið að því að selja hlutabréf í Glitni sem faðir hans Benedikt átti. Hlutabréf Benedikts í Glitni voru metin á um 850 milljónir króna á þessum tíma. Bjarni var einnig spurður að því hvort sala hans á hlutabréfunum hefði tengst þeirri endurfjármögnun á Glitnisbréfum Þáttar Internation- al sem kennd hefur verið við Vafn- ing og eins hvort hann hafi búið yfir einhverjum upplýsingum sem hann hafði aflað í starfi sínu sem þing- maður eða þátttakandi í viðskipta- lífinu og gerðu það að verkum að hann seldi bréfin. Bjarni svarar þess- um þremur spurningum neitandi: „Svarið við spurningum 5, 7 og 8 er nei.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Spurningar DV til Bjarna Benediktssonar 1. Af hverju keyptir þú umræddan hlut í Glitni árið 2007? 2. Af hverju seldir þú umræddan hlut í Glitni í febrúar árið 2008? Hvað varð til þess að þú seldir? 3. Hvernig fjármagnaðir þú hlutabréfa- viðskiptin? 4. Hvaða dag seldir þú árið 2008? 5. Komstu, með einum eða öðrum hætti, að því að selja hlutabréf sem faðir þinn átti í Glitni, bæði persónulega og í gegnum eignarhaldsfélag hans? 6. Hvaða dag voru þau bréf seld? 7. Tengdust viðskipti þín með hlutabréfin í Glitni með einum eða öðrum hætti endurfjármögnun ykkar á hlutabréfum í Glitni í gegnum félagið Þátt Inter- national í sama mánuði árið 2008? Við höfum áður rætt um þau viðskipti og ég útlista spurninguna því ekki nánar. 8. Bjóstu yfir einhverjum upplýsingum um stöðu Glitnis eða bankakerfisins í heild sinni sem þú hafðir aflað þér í starfi þínu sem þingmaður, og eða vegna þátt- töku þinnar í viðskiptalífinu í gegnum olíufélagið N1, fjárfestingafélagið Mátt og eða önnur félög eins og Þátt Inter- national sem voru í eigu ættingja þinna, sem leiddu til þess að þú taldir Glitni standa veikari fótum en áður? Spurningar DV„Því miður hélt ástandið áfram að versna og síðar kom í ljós að líklega var þá þegar orðið of seint að grípa til ráðstafana sem hefðu getað komið í veg fyrir fall bankanna. Líklega of seint Bjarni segir að líklega hafi verið orðið of seint að bjarga íslensku bönkunum í febrúar 2008. Hann segist hafa selt hlutabréf sín í Glitni í nokkrum skömmtum í þeim mánuði. mynd róBert reynisson Auðmenn fái ríkisborgararétt: Finnur til með „þjáðri“ þjóð „Það vekur auðvitað upp áhyggjur og grunsemdir að þeir skuli vera að koma hingað og sækja um ríkis- borgarétt í þessu skyni er þingmað- urinn nefnir,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra á Alþingi á fimmtudag. Þetta sagði Jóhanna í svari sínu til Björns Vals Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, við fyrir- spurn hans í óundirbúnum fyrir- spurnartíma á þinginu. Björn Valur spurði ráðherrann hver afstaða hennar væri til þess að fjársterkir erlendir aðilar sem hefðu hug á því að fjárfesta í endurnýj- anlegri orku hér á landi, fengju ís- lenskan ríkisborgararétt líkt og þeir hafa óskað eftir. Málið er nú inni á borði allsherjarnefndar, en hópur íslenskra aðila hefur þrýst á að er- lendu fjárfestarnir fái ríkisborgara- rétt hér á landi. Fjallað var um málið í Kastljósi á miðvikudagskvöld. „Það er langt síðan ég hef fundið eins mikið til með þessari þjáðu þjóð eins og þegar ég horfði á Kastljósið og horfði á þennan unga dreng lýsa markmiðum þessara erlendu aðila, þrám þeira og löngun til að koma inn á íslenskan atvinnumarkað með alla sína peninga,“ sagði Björn Valur til að leggja áherslu á afstöðu sína til málsins, áður en hann lagði fyrir- spurnina fram. Hann benti á að fram hefði komið að þessir aðilar hefðu meðal annars komið að rekstri ým- issa vogunarsjóða sem Íslendingar hefðu ekki góða reynslu af. Jóhanna sagði að þrátt fyrir að íslenska þjóðin þyrfti á erlendri fjárfestingu að halda þá væri ekki sama hverjir það væru sem kæmu hingað til lands. Hún sagðist jafnframt treysta því að alls- herjarnefnd skoð- aði málið gaum- gæfilega. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Dreglar og mottur á frábæru verði! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum Margar stærðir og gerðir Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.795 Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter 1.495

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.