Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Helgarblað 1.–3. apríl 2011 Prófessor Hannes Hólmsteinn Giss- urarson skilaði fjármálaráðuneytinu skýrslu um skatta og velferð á Íslandi í samfelldri stjórnartíð Sjálfstæðis- flokksins 1991 til 2007 í nóvember 2009, liðlega ári eftir bankahrunið. Skýrslan, sem er um 80 blaðsíður, er lokaskýrsla vegna verkefnis um mat á skattabreytingum sem Félagsvís- indastofnun gerði samkvæmt samn- ingi við Árna Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, 3. september árið 2007. Samdist svo um að fyrir verkið skyldi fjármálaráðuneytið greiða 10 milljónir króna án virðisaukaskatts. Samkvæmt gögnum sem DV hef- ur fengið afhent runnu að minnsta kosti 13,2 milljónir króna til verks- ins. Áskilið var í samningi að Hannes Hólmsteinn annaðist verkefnið fyrir hönd Félagsvísindastofnunar enda ritar hann skýrsluna og er aðalhöf- undur hennar. Eins og DV hefur þegar greint frá skyldi vinna verkið á tímabilinu frá sepember 2007 til nóvember 2008. Við verklok átti að lokagreiðslan að berast gegn fram- vísun skýrslu. Sú skýrsla barst ekki og neitaði Baldur Guðlaugsson, þá- verandi ráðuneytisstjóri, að inna lokagreiðsluna af hendi nema slík skýrsla bærist. Bréf þess efnis hefur DV birt á vef sínum DV.is. Um ári síðar barst ráðuneytinu skýrsla Hannesar Hólmsteins eins og áður segir. Sjálfur neitaði hann að afhenda DV skýrsluna og taldi eðli- legt að blaðið fengi hana hjá ráðu- neytinu. Það hefur DV nú gert. Með aðstoð gamalla samherja Undir inngang skýrslunnar ritar Hannes Hólmsteinn þann 1. nóvember 2009. Í honum honum segir meðal annars að samkvæmt verksamningi við fjármálaráðu- neytið hafi dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor í stjórn- málafræði, verið falið að hafa um- sjón með verkefninu fyrir hönd Félagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands. Fram kemur að fyrirlestrar hafi verið teknir saman á bók, Cutt- ing Taxes to Increase Prosperity, eða skattalækkun í þágu hag- sældar í árslok 2007. Bókinni rit- stýrði Tryggvi Þór Herbertsson auk Hannesar en hún hefur að geyma fyrirlestra þekktra hagfræðinga sem komu í boði verkefnisins til landsins. „Þá veittu Snorri G. Bergs- son sagnfræðingur, Sigurgeir Orri Sigur geirsson, bókmenntafræð- ingur og hönnuður, Friðbjörn Orri Ketilsson hagfræðinemi og George Leit viðskiptafræðinemi umsjón- armanni margvíslega aðstoð við rannsóknir,“ eins og segir í inngang- inum. Sigurgeir Orri er sá sami og gerði um aldamótin þrjá þætti fyr- ir Ríkissjónvarpið í tilefni af 50 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins (NATO). Friðbjörn Orri Ketils- son, hagfræðinemi og starfsmaður AMX-vefjarins, er náinn samstarfs- maður Hannesar Hólmsteins til margra ára. Friðbjörn Orri er eig- andi félagsins Skipakletts en það á nú annað fyrirtæki, Conferences and Ideas, sem eitt sinn var eign Hannesar Hólmsteins. Þess má geta að Friðbjörn Orri er tengda- sonur Gunnlaugs Sævars Gunn- laugssonar, sem um árabil hefur verið nánasti samstarfsmaður og framkvæmdastjóri hjá Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélags- ins og aðaleiganda Morgunblaðs- ins. Þess má og geta að á þeim tíma sem Hannes Hólmsteinn gerði fjölda þátta, um og fyrir aldamótin, fyrir Ríkissjónvarpið var Gunnlaug- ur Sævar formaður útvarpsráðs en hann gegndi þeirri stöðu í meira en áratug fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Breytt sjónarhorn vegna kreppu! Í inngangi skýrslunnar er þess get- ið að vegna hinnar alþjóðlegu láns- fjárkreppu og bankahruns á Íslandi hafi aðstæður gerbreyst á Íslandi. Rétt hafi því þótt að doka við og skoða framvinduna og því hafi verklokum skattaverkefnisins fyr- ir fjármálaráðuneytið verið skotið aftur til haustsins 2009. „Nú er það hins vegar mat okkar, mín og Fé- lagsvísindastofnunar, að tímabært sé að ljúka verkinu. Skýrsla sú, sem hér fer á eftir, markar lok verksins. Í því var sá kostur tekinn að hafa vítt sjónarhorn og heimspekilegt ekki síður en hagfræðilegt, alþjóðlegt ekki síður en íslenskt, enda hafði ráð verið fyrir því gert í verksamn- ingnum,“ segir orðrétt. Vert er að hafa í huga að að- eins örfáum misserum áður, fyrir bankahrun og enn undir samfelldri 16 ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokks- ins, ritaði Hannes Hólmsteinn fremur undir fyrirsögnum eins og „Íslenska efnahagsundrið“. Þannig þarf að hafa í huga gagngerar breyt- ingar á þjóðfélagsaðstæðum þegar til skattaverkefnisins var stofnað milli Hannesar Hólmsteins og Árna Mathiesen í góðærinu 2007 og þar til Hannes vann þá lokaskýrsluna ári eftir bankahrunið. Íslenska leiðin Í verksamningnum 2007 var spurt tiltekinna tæknilegra spurninga sem fjármálaráðuneytið vildi fá svör við, en DV birti þessar spurn- ingar í byrjun vikunnar. Í saman- tekt skýrslunnar er að finna drög að svörum sem útskýrð eru frekar og rökstudd í 22 köflum. Þar er meðal annars fjallað um það sem Hannes Hólmsteinn kallaði íslensku leið- ina sem átti að hafa þau sérkenni að vera hvorki bandarísk né að norrænni velferðarfyrirmynd og Hannes Hólmsteinn telur að eigi upphaf sitt árið 1991 í fyrstu ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. Fjallað er um írsku leiðina, þá svissnesku, Laffer-áhrifin á Íslandi, fátækt og áhrif skatta á vinnusemi svo nokk- uð sé nefnt. Ekki er vitað til þess að skýrslan hafi verið gefin út eða gerð aðgengileg fræðimönnum eða al- menningi enda hvergi tekið fram í samningum að slíkt skyldi gert. Fengu enga hjálp Ekki er færi á að gera allri skýrslunni skil. Sem dæmi má nefna að Hann- es Hólmsteinn vísar til Írlands og Sviss um stækkun skattstofna ríkis- sjóðs með því að laða fyrirtæki til viðkomandi landa. „Dæmin af Sviss og Írlandi í 15. og 16. kafla má nota til að svara þeirri spurningu undir venjulegum kringumstæðum. Eng- inn vafi leikur á því, að þetta getur gerst, þótt vitanlega hafi eitthvað af hinum stækkuðu skattstofnum af ís- lenskum fyrirtækjum orðið til vegna lánsfjárbólunnar 2004 til 2007, eins og tekið er fram í 18. kafla.“ Vísað er til þess að erlend fyrirtæki hafi ekki komið til Íslands heldur hafi ís- lensk fyrirtæki fært út kvíarnar, tek- ið að sér starfsemi erlendis en greitt að mestu skatta hérlendis. „Annað mál er það, að Íslendingar hafa eins og Írar og Svisslendingar kynnst því að slík starfsemi getur verið mjög áhættusöm, þótt sá munur sé á, að Íslendingar fengu enga hjálp frá öðrum þjóðum, þegar lánsfjár- kreppa skall á þeim af meiri þunga en flestum öðrum þjóðum, með þeim afleiðingum, að bankarnir ís- lensku komust í þrot haustið 2008.“ Hver vill slíkan jöfnuð? Spurt var af hálfu ráðuneytisins hvernig hagur láglaunafólks yrði best tryggður með skattbreytingum. Svar Hannesar og félaga liggur með- al annars í frjálsu atvinnulífi. „Eðli- legast er að fjölga tækifærum þess [fólksins, innsk. blm.] til að hætta að vera láglaunafólk og þurfa ekki að þiggja bætur, og það gerist helst í frjálsu atvinnulífi... Lágir skattar eru með öðrum orðum öllum í hag, líka láglaunafólki, að minnsta kosti því láglaunafólki, sem hefur vilja og getu til að hætta að vera láglauna- fólk.“ Í lok inngangsins telur Hannes Hólmsteinn miklar líkur til þess að betur hafi tekist hér á landi en ann- ars staðar að gera hag hinna verst settu eins góðan og hann geti orð- ið. „Hið sorglega er, að kreppan eft- ir 2007 hefur áreiðanlega haft í för með sér jafnari tekjuskiptingu og lægra skatthlutfall ríkisins en áður (að óbreyttri skattheimtu), en flestir vilja eflaust ekki slíka tegund jöfn- unar og skattalækkunar.“ GÓÐÆRISSKÝRSLUNNI SKILAÐ Í SKUGGA KREPPU n Skýrsla Hannesar Hólmsteins um skattabreytingar 1991 til 2007 barst fjár- málaráðuneytinu ári eftir hrun n Friðbjörn Orri Ketilsson hjá AMX liðsinnti honum við gerð skýrslunnar n Íslendingar fengu enga hjálp frá öðrum þjóðum n Hagur hinna verst settu betur tryggður 1991 til 2007 en í öðrum löndum, segir í skýrslunni Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „En flestir vilja ef- laust ekki slíka tegund jöfnunar og skattalækkunar. Umskiptin frá því verkið hófst Hannes Hólmsteinn Gissurarson vildi gera grein fyrir jákvæðum áhrifum skattalækkana. Fjármála- kerfið hrundi áður en hann skilaði skýrslu sinni. Starfsmaður AMX og skoðanabróðir Friðbjörn Orri Ketilsson starfsmaður AMX- vefjarins liðsinnti Hannesi Hólmsteini við gerð 80 blaðsíðna skýrslu. Hagfræðingurinn og þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertssson ritstýrði útgáfu á fyrirlestrum frjálshyggjuhagfræðinga í tengslum við verkefni Hannesar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.