Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Fjárfestingarbankinn VBS eignað- ist hlutabréf í fjárfestingarfélaginu FL Group í febrúar og mars 2008 fyrir um 2,5 milljarða króna fyrir til- stuðlan eins stærsta hluthafa bank- ans, Sunds/Icecapital, samkvæmt heimildum DV. Sund/Icecapital var jafnframt hluthafi í FL Group á þessum tíma. VBS fjármagnaði kaupin með peningum frá Trygg- ingamiðstöðinni, sem var í eigu FL Group, og seldi fjárfestingarbank- inn bréfin í FL aftur til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Styrks Invest, nokkrum mánuðum síðar, líkt og komið hefur fram í Viðskipta- blaðinu. Þar kom meðal annars fram að baksamningur hefði verið fyrir hendi sem tryggði VBS kaup- anda að FL-bréfunum þegar þar að kæmi. Eigendur Sunds/Icecapital, Páll Þór Magnússon og Jón Kristjáns- son, voru jafnframt stórir hluthafar í VBS-fjárfestingarbanka. Páll Þór var stjórnarformaður bankans þeg- ar umrædd viðskipti áttu sér stað. Grunur leikur á að markaðsmis- notkun hafi átt sér stað í umrædd- um viðskiptum sem hafi haft það að markmiði að halda uppi verði bréfa í FL Group á tímabili þar sem gengi bréfa í félaginu hafði hrunið gríðar- lega frá því það fór í hæstu hæðir á fyrri hluta árs 2007. Jón fundaði með Sundsmönnum Heimildir DV herma að umrædd kaup VBS á hlutabréfunum í FL Group hafi verið rædd á fundi sem þeir Páll Þór Magnússon og Jón Kristjánsson áttu með Jóni Þóris- syni, forstjóra VBS, í byrjun árs 2008. Samkvæmt heimildum DV voru kaup VBS á hlutabréfum FL Group því ákveðin af eigendum Sunds/Icecapital sem aftur komu þeim tilmælum til Jóns Þórissonar að VBS skyldi kaupa umrædd bréf. Líkt og áður segir var svo fyrir bak- samningur sem gerði VBS kleift að losna við bréfin til annars kaup- anda. VBS keypti bréfin svo á hluta- bréfamarkaði yfir ákveðið tímabil en ekki af einhverjum einum til- teknum aðila. Fyrir vikið virtist sem eðlileg viðskipti með hlutabréf í FL Group ættu sér stað á markaði og að einhver eftirspurn væri eftir bréf- unum. Þessi flétta með hlutabréfin í FL Group er gott dæmi um aðkomu Sunds/Icecapital að fjölmörgum hlutabréfaviðskiptum á Íslandi á árunum fyrir íslenska efnahags- hrunið. Oft á tíðum tengdust þessi viðskipti félagsins FL Group og tengdum aðilum en DV hefur með- al annars nýlega fjallað um kaup Sunds og tengdra félaga á hluta- bréfum í Glitni árið 2008, á tíma- bili þar sem hlutabréfaverð í Glitni hafði farið hríðlækkandi. Keyptu og seldu í NTH Annað sambærilegt dæmi um að- komu Sunds/Icecapital að starf- semi FL Group og tengdra aðila var eignarhald félagsins á hlutabréfum í ferðaþjónustufyrirtækinu North- ern Travel Holding, sem átti Ice- land Express, Astreus og danska flugfélagið Sterling. DV greindi frá aðkomu Sunds/Icecapital að þess- um viðskiptum fyrir skömmu þegar blaðið sagði frá gjaldþroti eignar- haldsfélagsins M21 ehf., sem var í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Í febrúar 2008, um svipað leyti og viðskipti Sunds/Icecapital áttu sér stað, veitti Glitnir M21 ehf. tæplega 3 milljarða króna lán til að kaupa 22 prósenta hlut, sem áður hafði verið í eigu Sunds, í North- ern Travel Holding. Northern Tra- vel Holding var að mestu leyti í eigu Fons og FL Group þegar þetta var. Northern Travel Holding hafði áður en þetta gerðist tekið aftur við hlutabréfum Sunds í félaginu en Sund hafði þá haldið utan um bréfin til skamms tíma. Einu veðin sem M21 ehf. lagði fram fyrir um- ræddu láni frá Glitni voru hluta- bréfin í Northern Travel Holding. Með þessu losnaði Nor thern Travel Holding við stóran hlut í sjálfu sér yfir til annars félags. n VBS keypti í FL Group fyrir 2,5 milljarða í ársbyrjun 2008 n Viðskiptin rædd á fundi eigenda Sunds og forstjóra VBS n Hlutabréfaverð í FL Group hafði hríðlækkað n Grunur um markaðsmisnotkun Sund sagði Jóni að kaupa bréf FL „Samkvæmt heim- ildum DV voru kaup VBS á hlutabréfum FL Group því ákveðin af eigendum Sunds/Ice- capital sem aftur komu þeim tilmælum til Jóns Þórissonar að VBS skyldi kaupa umrædd bréf. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Erfitt að koma FL bréfum í verð Bæði kaup VBS á hluta- bréfunum í FL sem og kaup M21 ehf. í Northern Travel Holding eru góð dæmi um aðkomu Sunds/Icecapital að hlutabréfavið- skiptum tengdum FL Group á árunum fyrir hrunið. Þessi mynd var tekin á stjórnarfundi FL Group árið 2008. Eitt ár er síðan nýir eigendur tóku við DV: Tvöföldun áskrifta Í dag er eitt ár síðan nýir eigend- ur, undir forystu kjölfestufjár- festisins og listaverkasalans Lilju Skaftadóttur, keyptu DV úr út- gáfufélaginu Birtíngi. Óhætt er að segja að árið hafi verið viðburða- ríkt. Fljótlega eftir kaupin flutti DV í nýtt húsnæði við Tryggvagötu 11 í miðbæ Reykjavíkur. Þar hefur blað- ið aðsetur á annarri hæð. Mikill viðsnúningur hefur orð- ið á lestri blaðsins á þessum tólf mánuðum en nærri lætur að fjöldi áskrifenda að blaðinu hafi tvöfald- ast frá því nýir eigendur tóku við. Vefurinn DV.is hefur vaxið jafnt og þétt og er nú þriðji mest lesni fréttavefur landsins. Liðlega 186 þúsund notendur heimsóttu vef- inn í síðustu viku, innlit voru ríf- lega 934 þúsund og vefnum var flett meira en fjórum milljón sinnum. Lesendum DV.is hefur fjölgað um 33 prósent á einu ári. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður og umsjónarmaður helgarblaðs DV, hlaut á dögunum verðlaun Blaðamannafélags Ís- lands sem rannsóknarblaðamaður ársins. Verðlaunin fékk Ingibjörg Dögg fyrir áleitna og vandaða um- fjöllun um kynferðisbrotamál og fyrstu skrif á þessu sviði, svo sem um biskupsmálið og önnur meint kynferðisbrot innan kirkju og trú- félaga. Þá var ritstjórn DV tilnefnd í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins fyrir stjórnlagaþingsvef blaðsins sem haldið var úti í kring- um kosningar til stjórnlagaþings sem fram fóru seint á síðasta ári. baldur@dv.is Flutt í miðbæinn Lesendum DV.is hefur fjölgað um 33 prósent á einu ári. MyNd SiGTryGGur Ari „Þetta er eitthvað sem við gátum ekki sætt okkur við. Þeir viðurkenna að varan er lófatölva en flokka hana engu að síð- ur sem afspilara. Maður hlýtur að spyrja sig hvort það sé rökrétt hugsun að flokka tölvu með af- spilunarmöguleika sem afspilara með tölvumöguleika,“ segi Sigurður Thorsteinsson hjá Apple-umboðinu á Íslandi. Umboð- ið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á iPod Touch-lófatölv- unni en tollanefnd úrskurðaði að tækið ætti að flokkast sem afspilun- artæki en ekki lófatölva. Það hefur í för með sér að tollar og vörugjöld á iPod Touch verða samtals 32,5 pró- sent í stað þess að vera engin eins og almennt gerist með tölvur. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lög- maður Félags atvinnurekenda, rekur málið fyrir Apple. „Þegar Apple leit- aði til okkar vorum við fljótir að sjá að ekki var allt með felldu og tókum við því málið að okkur. Þetta er mik- ið hagsmunamál fyrir Apple en ekki síður neytendur sem eru hin raun- verulegu fórnarlömb í þessu máli. Við megum heldur ekki gleyma að umrædd tollaframkvæmd leiðir eingöngu til þess að sala á þessum tækjum skilar sér ekki til landsins og þar af leiðandi ekki sem tekjur í ríkissjóð.“ Páll Rúnar telur eðlilegt að spurt sé hvort tæki sem leyfir notanda þess að vafra um netið, taka á móti og senda tölvupóst, nota samskipta- forrit, skipuleggja sig, framkvæma heimilisbókhaldið og margt fleira sé ekki hætt að teljast afspilunartæki. „iPod Touch-lófatölvan inniheld- ur alla þá þætti sem einkenna lófa- tölvur almennt. Okkur þykir sjónar- mið tollstjóra og ríkistollanefndar einkennandi fyrir staðnað viðhorf.“ Apple stefnir ríkinu: „Hags- munamál fyrir neyt- endur“ Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Næsta listmunauppboð verður 11. apríl Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.