Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Page 32
R eynir fæddist á Selfossi og ólst þar upp. Hann var í Grunn-skólanum á Selfossi, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og lauk búfræðiprófi frá Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri 2002. Reynir var í sveit á sumrin og oft um helgar að Skipholti í Hruna- mannahreppi, stundaði tamningar frá því á unglingsárum og ók mjólkur- bíl á Suðurlandi 2004–2006. Hann hóf búskap, ásamt konu sinni, að Hurðar- baki 2003 og hafa þau síðan stundað þar félagsbúskap, ásamt tengdafor- eldrum Reynis. Þá hefur hann verið fóðureftirlitsmaður og rúningsmaður á Suðurlandi. Reynir æfði og keppti í handbolta með Selfoss-liðinu í yngri flokkunum og stundar hestamennsku. Hann sat í stjórn Hestamannafélagsins Sleipn- is, sinnir þar nefndarstörfum, situr í stjórn Búnaðarfélags Villingaholts- hrepps, situr í stjórn Smalahunda- félags Íslands og í stjórn Smalahunda- deildar Árnessýslu. Fjölskylda Eiginkona Reynis er Fanney Ólafs- dóttir, f. 13.6. 1980, bóndi og hús- freyja. Hún er dóttir Ólafs Einars- sonar, bónda að Hurðarbaki, og k.h., Kristínar Stefánsdóttur, bónda þar. Synir Reynis og Fanneyjar eru Unnsteinn Reynisson, f. 2.8. 2003; Sig- urjón Reynisson, f. 6.10. 2005; Helgi Reynisson, f. 8.10. 2008. Systkini Reynis eru Guðmundur Smári Jónsson, f. 11.1. 1977, rafvirki, búsettur á Selfossi en kona hans er Sólrún Ágústsdóttir og eiga þau þrjú börn; Kristrún Jónsdóttir, f. 6.8. 1991, nemi. Foreldrar Reynis eru Jón Guð- mundsson, f. 15.12. 1956, verkamað- ur hjá SG – Húseiningum á Selfossi, og Sigrún Lilja Smáradóttir, f. 4.12. 1956, sjúkraliði. B rynjar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum. Hann var í Grandaskóla og Hagaskóla og stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík. Brynjar var tvö ár hvoru tveggja sendill og bakari hjá Dominos Pizza í Ánanaustum í Reykjavík og í Graf- arvoginum, vann við pípulagnir, var strætisvagnastjóri hjá Strætó bs. í þrjú ár en hefur starfað hjá Íslandspósti sl. fimm ár. Brynjar var búsettur í Reykjavík til 2008 en hefur síðan verið búsettur í Reykjanesbæ. Fjölskylda Kona Brynjars er Guðrún Ósk Lange, f. 12.1. 1983, starfsmaður við leik- skóla. Brynjar og Guðrún Ósk munu gifta sig á laugardag. Dætur Brynjars og Guðrúnar Ósk- ar eru Natalía Dögg Brynjarsdóttir, f. 13.12. 2007; Sandra Mjöll Brynjars- dóttir, f. 28.12. 2010. Systkini Brynjars eru Jakob Reyn- isson, f. 10.7. 1988, nemi við Borgar- holtsskóla; Reynir Hans Reynisson, f. 27.12. 1990, nemi við Háskóla Íslands. Foreldrar Brynjars eru Reynir Baldursson, f. 24.10. 1957, pípulagn- ingameistari í Reykjavík, og Kristín Pálína Aðalsteinsdóttir, f. 18.2. 1958, starfsmaður hjá Tryggingamiðstöð- inni. H alldór fæddist í Reykjavík. Hann var í Breiðholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MS 2000, stundaði nám í heimspeki við HÍ, var í skiptinámi í Universitat der Kunste í Berlín frá 2005–2006 og lauk prófum í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2007. Halldór stofnaði hljómsveitina Ki- mono árið 2000 og lék með henni til 2007, hefur leikið með hljómsveitinni Seabear frá 2007 og með hljómsveit- inni Mr. Silla frá 2010. Halldór hefur haldið sex einkasýn- ingar, flestar í Reykjavík en auk þess á Akureyri og í Dublin á Írlandi. Þá hef- ur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi. Ljóðabækur Halldórs eru Öreind- ir af lúsinni, 2004, og Nin Com Pop., 2009. Fjölskylda Systkini Halldórs eru Guðni Þór Níelsson, f. 1.7. 1975, prentari, búsettur í Hafnarfirði; Thelma Dögg Ragnarsdóttir, f. 16.8. 1977, sjúkraþjálfari, búsett í Reykjavík; Berglind Rós Ragnarsdóttir, f. 12.11. 1986, starfsmaður við göngudeild Landspítala og gatari. Foreldrar Halldórs eru Ragnar Örn Halldórsson, f. 8.7. 1950, fyrrv. loft- skeytamaður, búsettur í Reykjavík, og Jakobína Guðjónsdóttir, f. 16.1. 1954, dagmóðir í Reykjavík. 32 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Snjólaug fæddist að Hámundar-stöðum í Hrísey og ólst þar upp. Hún var í Barna- og unglinga- skóla Hríseyjar og stundaði nám við Húsmæðraskóla Akureyrar. Auk heimilisstarfa stundaði Snjó- laug verslunarstörf um skeið. Þá starf- aði hún á gæsluvelli á vegum Akur- eyrarbæjar. Snjólaug og eiginmaður hennar bjuggu við Kambsmýri á Akureyri frá 1955 en árið 2000 fluttu þau á Mýrar- veginn þar sem þau búa enn. Fjölskylda Snjólaug giftist 17.5. 1952 Jóni Helga- syni, f. 18.10. 1927, fyrrv. formanni Verkalýðsfélagsins Einingar og fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Samein- ingar. Jón er sonur Helga Guðmunds- sonar og Guðrúnar Ólafsdóttur, útvegsb. og húsfreyju í Unaðsdal á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp. Börn Snjólaugar og Jóns eru Ólína Eybjörg Jónsdóttir, f. 13.8. 1953, mót- tökuritari við Fjórðungssjúkahúsið á Akureyri, búsett á Akureyri, gift Hall- dóri M. Rafnssyni, f. 17.8. 1949, húsa- smíðameistara og eru börn þeirra Fanney, f. 19.1. 1973, d. 7.11. 1995, Ómar, f. 2.2. 1979, viðskiptafræðing- ur í Kópavogi, og Elfar, f. 27.3. 1986, nemi við Háskólann á Akureyri; Þor- steinn Stefán Jónsson, f. 25.1. 1956, verslunarmaður hjá Olís, búsettur á Akureyri, kvæntur Hildi Eddu Ing- varsdóttur, f. 19.11. 1958, starfsmanni við sambýli og eru börn þeirra Jón Ingvar, f. 14.5. 1977, verslunarstjóri hjá Bónus á Akureyri, Snjólaug Svana, f. 16.6. 1979, leikskólakennari á Akur- eyri, og Atli Geir, f. 16.11. 1982, versl- unarmaður hjá Bónus á Akureyri; Helgi Rúnar Jónsson, f. 19.3. 1958, húsasmíðameistari, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Olgu Möller, f. 26.10. 1962, viðskiptafræðingi, og eru börn hans frá fyrra hjónabandi Magnús, f. 28.9. 1980, tölvunarfræðingur og við- skiptafræðingur, búsettur í Kópavogi, Barbara, f. 30.4. 1986, háskólanemi, en börn Helga Rúnars og Olgu eru Sigríður Vala, f. 28.2. 1993, framhalds- skólanemi, Fanney Andrea, f. 19.8. 1996, framhaldsskólanemi, og Jón Baldvin, f. 3.2. 1998; Margrét Elfa, f. 15.6. 1961, hársnyrtir og starfsmaður við leikskóla á Akureyri, en sambýlis- maður hennar er Arnór Bjarnason, f. 26.7. 1958, starfsmaður hjá Blikkás á Akureyri. Langömmubörn Snjólaugar eru nú sjö talsins. Bróðir Snjólaugar er Þorsteinn Grétar Þorsteinsson, f. 9.1. 1946, for- stöðumaður sundlaugarinnar í Hrís- ey, kvæntur Sesselju Ingibjörgu Stef- ánsdóttur sjúkraliða og eiga þau tvö börn. Fósturbróðir Snjólaugar er Þor- steinn Jóhannes Jónsson, f. 15.2. 1924, fyrrv. rannsóknarlögreglumaður, og á hann sjö börn. Foreldrar Snjólaugar voru Þor- steinn Stefán Baldvinsson, f. 25.10. 1893, d. 11.1. 1971, skipstjóri og fisk- matsmaður á Akureyri, og k.h., Ólína Eybjörg Pálsdóttir, f. 13.9. 1907, d. 10.11. 1996, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var bróðir Margrétar ljósmóður, móður Baldvins Þor- steinssonar, skipstjóra og útgerðar- manns á Akureyri, föður Þorsteins Más, fyrrv. forstjóra Samherja, en bróðir Baldvins er Vilhelm, fyrrv. framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, faðir Þorsteins kaup- sýslumanns. Þorsteinn, faðir Snjólaugar var sonur Baldvins, b. á Stóru-Hámund- arstöðum og í Hrísey Þorvaldssonar, b. á Hrafnagili Þorvaldssonar. Móðir Baldvins var Guðrún Gísladóttir. Móðir Þorsteins var Snjólaug Filippía Þorsteinsdóttir, útvegsb. á Stóru-Hámundarstöðum og á Krossum, bróður Snjólaugar Guð- rúnar á Laxamýri, móður Jóhannes- ar, óðalsb. á Laxamýri, Jóhanns Sig- urjónssonar skálds og Snjólaugar, ömmu Sigurjóns lögreglustjóra, föð- ur Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra HAFRÓ, en systir Sigurjóns var Ingi- björg, móðir Magnúsar Magnússon- ar, dagskrárgerðarmanns hjá BBC, föður Sallýjar og Önnu Snjólaugar hjá BBC. Móðir Snjólaugar Filippíu var Margrét Stefánsdóttir frá Kjarna. Ólína Eybjörg var dóttir Páls, í Borgargerði í Grýtubakkahreppi Friðrikssonar, b. í Hléskógum Frið- finnssonar. Móðir Páls var Þórunn Guðmundsdóttir, b. og forsöngvara í Skógum í Fnjóskadal Jónssonar. Móðir Ólínu var Margrét Árna- dóttir, b. á Öngulsstöðum og á Öxnafelli Kristjánssonar, og Maríu Soffíu Jónsdóttur. Snjólaug og Jón halda upp á dag- inn í faðmi fjölskyldunnar. Ö rlygur fæddist í Ólafsvík en ólst upp á Hellissandi og í Reykja-vík en var auk þess í Arney á Breiðafirði öll unglingsárin. Hann var búsettur í Kanada í tvö ár við ýmis störf, bjó á námsárunum á Akranesi í þrjú ár, var við nám og störf í Dan- mörku á árunum 1962–70, var síðan tæknifræðingur í Borgarnesi en hefur verið búsettur á Akureyri frá 1972. Örlygur lauk vélstjórnarprófi 1953, lauk prófum sem vélvirki 1961, stund- aði nám í tæknifræði í Danmörku og lauk tæknifræðiprófi 1968. Örlygur stundaði sjómennsku í tíu ár. Hann var tæknifræðingur í Borgar- nesi í tvö ár og síðan á Akureyri í tíu ár en var kennari við Verkmenntaskól- ann á Akureyri í tuttugu og átta ár. Örlygur sinnti mikið félagsstörfum á vegum KA. Fjölskylda Örlygur kvæntist 24.12. 1961 Bryndísi Ármann Þorvaldsdóttur, f. 17.4. 1940, íþróttakennara við Menntaskólann á Akureyri. Hún er dóttir Þorvalds Jóns- sonar bifreiðarstjóra og Maríu Stef- ánsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Börn Örlygs og Bryndísar eru Orm- arr Örlygsson, f. 24.11. 1962, efnafræð- ingur og bankastjóri á Egilsstöðum og Reyðarfirði, og fyrrv. landsliðsmaður í knattspyrnu, kvæntur Valgerði Önnu Vilhelmsdóttur og eru börn þeirra Erla, f. 26.6. 1983, Almarr, f. 25.2. 1988, Vala, f. 28.4. 1996, og Arna, f. 6.6. 1998; Þorvaldur Örlygsson, f. 2.8. 1966, knattspyrnuþjálfari hjá Fram í Reykja- vík og fyrrv. landsliðsmaður í knatt- spyrnu, kvæntur Ólöfu Mjöll Ellerts- dóttur hárgreiðslukonu, snyrti og nuddara og er dóttir þeirra Ísabella, f. 16.12. 2001; Harpa María Örlygsdóttir, f. 9.7. 1972, íþróttakennari og iðjuþjálfi í Reykjavík en eiginmaður hennar er Andri Stefánsson, starfsmaður hjá ÍSÍ, og eru börn þeirra Viktor Örlygur, f. 5.2. 2000, og Arney María, f. 21.1. 2004. Systkini Örlygs eru Björg Ívars- dóttir, f. 25.8. 1928, fyrrv. sjúkraliði í Reykjavík; Helga Ívarsdóttir, f. 7.2. 1930, fyrrv. fulltrúi í Reykjavík; Brynjar Ívarsson, f. 8.7. 1932, d. 25.9. 2003, var skipstjóri og sölumaður í Reykjavík; Leifur Ívarsson, f. 23.1. 1935, verslun- armaður á Akranesi; Svala Ívarsdóttir, f. 10.11. 1936, d. 19.7. 2009, fulltrúi á Akranesi. Foreldrar Örlygs voru Ívar Þórð- arson, f. 4.1. 1904, d. 5.5. 1983, bóndi í Arney á Breiðafirði, og k.h., Sigrún Hólmfríður Guðbjörnsdóttir, f. 4.2. 1900, d. 3.3. 1999, húsfreyja. Ætt Ívar var bróðir Þorleifs, forstjóra Ferða- skrifstofu ríkisins, föður Olgu kennara. Ívar var sonur Þórðar, skipstjóra og smiðs í Ólafsvík, bróður Maríu, lang- ömmu dr. Karls Tryggvasonar, pró- fessors í læknisfræðilegri efnafræði í Svíþjóð, og Björns Tryggvasonar svæf- ingalæknis. Þórður var sonur Matthí- asar, b. á Skerðingsstöðum í Eyrarsveit Brandssonar og Þórunnar Þórðardótt- ur. Móðir Ívars var Björg Þorsteins- dóttir, afkomandi Þorleifs, læknis og refaskyttu í Bjarnarhöfn, Þorleifssonar. Sigrún var systir Guðmundar, for- manns á Hellissandi og síðar í Hafn- arfirði, föður Ásbjörns pípulagn- ingameistara, föður Sigurðar Vals, tæknifræðings sem var sveitarstjóri í Bessastaðahreppi. Sigrún var dóttir Guðbjörns, b. á Sveinsstöðum í Nes- hreppi Bjarnasonar, og Guðríðar Helgu Jónsdóttur. Snjólaug F. Þorsteinsdóttir Húsmóðir á Akureyri Reynir Þór Jónsson Bóndi að Hurðarbaki í Flóa Brynjar Reynisson Starfsmaður Íslandspósts í Reykjanesbæ Halldór Örn Ragnarsson Myndlistar- og tónlistarmaður í Reykjavík 80 ára á föstudag 30 ára á laugardag 30 ára á laugardag 30 ára á laugardag Örlygur Ívarsson Tæknifræðingur og kennari á Akureyri 80 ára á laugardag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.