Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2011, Síða 10
10 | Fréttir 1.–3. apríl 2011 Helgarblað Umfangsmikil verðlagskönnun ASÍ á matvöru: Bónus oftast með lægst verð Í þriðjungi tilvika er verðmunur á milli lágvöruverðsverslana og þjónustu­ verslana 25 til 50 prósent. Þetta leiðir ný og umfangsmikil verðlagskönnun ASÍ á matvöru í ljós. Niðurstöður hennar voru kynntar á fimmtudag en verð á 84 vörutegundum var kannað. Nóatún var í 31 tilfelli með hæsta verðið en Samkaup Úrval Akureyri og Hagkaup Eiðistorgi í 26 tilvikum. Hjá Bónus í Borgarnesi var lægsta verðið á 49 tegundum af þeim 84 sem skoðaðar voru. Í þriðjungi þeirra tilfella þar sem vörurnar voru bæði til í Bónus og Krón­ unni var verðmunurinn um eða undir 2 krónur. Fram kemur að í könnuninni var ýmist skoðaður ódýrasti valkostur af ákveðinni vöru, til dæmis ódýrasta kíló­ verð af hveiti, eða ákveðið vörumerki eins og SS sinnep. „Mikill verðmunur er almennt á ódýrasta valkosti enda um misjöfn merki og gæði að ræða milli verslana,“ segir í kynningu ASÍ á könn­ uninni. Fram kemur einnig að minni mun­ ur sé almennt á merkjavöru. Þannig sé smjörvi til dæmis ódýrastur í Bónus á 198 krónur stykkið en dýrastur í Sam­ kaupum Úrvali þar sem hann kosti 269 krónur. Verðmunurinn sé 36 prósent. Í könnuninni var stuðst við það verð sem fram kemur í hillu inni í búðinni og afsláttur reiknaður með þegar skýrt var kveðið á um að afsláttur væri af verðinu. Farið var í allar búðirnar sjö á sama tíma; Bónus, Krónuna, Nettó, Fjarðarkaup, Nóatún, Samkaup Úrval og Hagkaup. Kostur vildi ekki vera með í verðkönnuninni. Nánar má lesa um könnunina á asi.is. baldur@dv.is Pétur Árni Jónsson, útgefandi Við­ skiptablaðsins, er stærsti einstaki hlut­ hafinn í Icelandair Group ef bankar, lífeyrissjóðir og verðbréfafyrirtæki eru ekki talin með. Er Pétur Árni fjórtándi stærsti hluthafinn í Icelandair og fer með 0,74 prósenta hlut í flugfélaginu í gegnum eignarhaldsfélag sitt PÁJ In­ vest. Markaðsverðmæti hlutarins er um 165 milljónir króna. Ekki liggur ljóst fyr­ ir hvernig Pétur Árni fjármagnaði hlut sinn í Icelandair. Hann var ekki í hlut­ hafahópi flugfélagsins í upphafi árs og því stutt síðan hann kom inn í hópinn. Stærsti einstaki hluthafinn í Ice­ landair í dag er Framtakssjóður Íslands sem fer með 29 prósenta hlut í flug­ félaginu. Hann er sem kunnugt er í eigu 16 íslenskra lífeyrissjóða. Framtaks­ sjóðurinn og fimm aðrir lífeyrissjóð­ ir fara nú með nærri 51 prósents hlut í Icelandair. PÁJ Invest á síðan alfarið félagið Myllusetur ehf. sem er útgefandi Við­ skiptablaðsins. Keypti Viðskiptablaðið af ritstjóra Moggans Um svipað leyti og tilkynnt var um að Haraldur Johannessen yrði rit­ stjóri Morgunblaðsins ásamt Davíð Oddssyni var Pétur Árni ráðinn fram­ kvæmdastjóri Mylluseturs. Stuttu seinna var sagt frá því að Myllusetur yrði í eigu Péturs Árna og Sveins Biering Jónssonar. Sú virðist hins vegar ekki hafa orðið raunin og er Pétur Árni eini eigandi félagsins í dag. Haraldur Johannessen keypti Við­ skiptablaðið af félaginu Frásögn ehf. haustið 2008 en Frásögn var dótt­ urfélag Exista. Exista var sem kunn­ ugt er að stærstum hluta í eigu bræðr­ anna Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem komu að rekstri Viðskiptablaðs­ ins í upphafi árs 2007 þegar þeir keyptu blaðið af Óla Birni Kárasyni, stofnanda og þáverandi útgefanda blaðsins. Eftir bankahrunið dró Exista sig út úr fjöl­ miðlarekstri. Haraldur Johannessen tók þá yfir reksturinn í gegnum félagið Myllusetur. Um tíma var útlit fyrir að Róbert Wessman myndi kaupa hlut í Myllusetri en úr því varð ekki. 240 milljónir í arð árið 2008 Þeir Pétur Árni og Haraldur Johannes­ sen áttu saman eignarhaldsfélagið GPS Invest. Samkvæmt hluthafaskrá átti Haraldur 80 prósent í félaginu árið 2007 og Pétur Árni 20 prósent. Árið 2008 hagnaðist félagið um rúmlega 330 milljónir króna og borgaði sér 240 millj­ ónir króna í arð. Á sama tíma hækkuðu óútskýrðar viðskiptaskuldir félagsins um nærri 260 milljónir króna. Ekki ligg­ ur ljóst fyrir á hverju félagið hagnaðist en félagið átti markaðsverðbréf upp á 260 milljónir króna. Ekki er vitað hve­ nær Haraldur Johannessen seldi hlut sinn í félaginu. Í dag er GPS Invest að 25 prósentum í eigu PÁJ Invest, félags Péturs Árna, 25 prósent eru í eigu SBJ, félags Sveins Bi­ ering Jónssonar, 25 prósent í eigu ATM, félags Agnars Tómasar Möller og 25 prósent eru í eigu Ægis Invest, félags Gísla Haukssonar. Þeir Agnar og Gísli reka í dag fjármálafyrirtækið Gamma en þeir störfuðu áður hjá Kaupþingi. Árið 2009 tapaði GPS Invest 37 millj­ ónum króna. Markaðsverðbréf félags­ ins lækkuðu um 220 milljónir króna og handbært fé félagsins fór úr 110 millj­ ónum króna í tvær milljónir. Árið 2009 skilaði eignarhaldsfélag Péturs Árna, PÁJ Invest, síðan 67 milljóna króna hagnaði. Eru 60 milljónir af því arður­ inn sem kom frá GPS Invest. DV sendi Pétri Árna fyrirspurn um kaup hans á hlut í Icelandair og um félögin PÁJ Invest og GPS Invest. Hann hafði ekki svarað fyrirspurninni þegar blaðið fór í prentun á fimmtu­ dag. Náin tengsl eigenda við Sjálfstæðisflokk GPS Invest var duglegt að styrkja frambjóðendur Sjálfstæðisflokks­ ins árið 2009. Styrkti félagið þau Ástu Möller, Birgi Ármannsson, Sigríði Andersen og Sigurð Kára Kristjáns­ son. Þess skal getið að allir núverandi eigendur GPS Invest hafa komið að starfi Sjálfstæðisflokksins. Pétur Árni var framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna og bauð sig fram í alþingiskosningum, Sveinn Biering sat í stjórn Heimdallar ásamt Björgvini Guðmundssyni, núverandi ritstjóra Viðskiptablaðsins, Agnar Tómas Möller bauð sig fram í stjórn Heimdallar og Gísli Hauksson sat í stjórn SUS og Heimdallar. n Pétur Árni Jónsson er útgefandi Viðskiptablaðsins og eini eigandi þess n Enginn einstaklingur er stærri í Icelandair en Pétur Árni n Er duglegur að styrkja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins„Markaðsverðmæti hlutarins er um 165 milljónir króna í dag. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Stór hluthafi í icelandair Á 0,74 prósenta hlut Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins, er stærsti einstaki hlut-hafinn í Icelandair Group ef bankar, lífeyrissjóðir og verðbréfafyrirtæki eru ekki talin með. Styrkir Sjálfstæðisflokkinn Félagið GPS Invest ehf., sem Pétur Árni Jónsson á fjórðungshlut í, styrkti þau Ástu Möller, Birgi Ármannsson, Sigríði Andersen og Sigurð Kára Kristjánsson árið 2009. Ný verðkönnun Bónus ódýrast í 60 prósentum tilvika. Dóp á Akranesi Lögreglan á Akranesi framkvæmdi húsleit á fimmtudag að fengn­ um úrskurði Héraðsdóms Vestur­ lands. Grunur lék á að húsráðandi stæði að sölu fíkniefna. Við leit­ ina fundust um það bil 27 grömm af amfetamíni og 2 til 3 grömm af marijúana. Húsráðandi var handtek­ inn og færður til yfirheyrslu. Viður­ kenndi hann að eiga efnin en neitaði að tjá sig um ætlaða sölu. Lögreglan á Akranesi hefur hald­ lagt á annað hundrað grömm af am­ fetamíni það sem af er ári og liðlega kíló af kannabislaufi. Ekki til fyrir- myndar Karlmaður á þrítugsaldri var stöðv­ aður við akstur á höfuðborgarsvæð­ inu á miðvikudag. Hann ók bíl sem var með kerru í eftirdragi og á voru tvö fjórhjól en tengibúnaði kerrunn­ ar var verulega áfátt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Hvorki hemlar, merkjatæki né ljósa­ búnaður var í lögmæltu ástandi og hætta var á að fjórhjólin féllu af kerr­ unni við snögga hraða­ eða stefnu­ breytingu enda frágangur á farmi óhæfilegur. Að auki hafði ökumað­ urinn ekki fullnægjandi réttindi til þessara flutninga og á bíl hans vant­ aði ennfremur framlengda hliðar­ spegla. Kerran og fjórhjólin voru skilin eftir á vettvangi á meðan gerð­ ar voru viðeigandi ráðstafanir. Fær milljónir endurgreiddar Hæstiréttur hefur dæmt íslenska rík­ ið til að endurgreiða Bjarka Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, 45 milljónir króna. Málið snýr að kaupréttarsamningum sem Bjarki gerði hjá Kaupþingi. Ríkis­ skattstjóri úrskurðaði að hann þyrfti að greiða tekjuskatt vegna samning­ anna en niðurstaða Hæstaréttar var þveröfug. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað ríkið og komist að þeirri niðurstöðu að Bjarki hafi átt að greiða tekjuskatt vegna samn­ inga sinna við bankann. Húsnæði óskast 6 manna reglusöm og skilvís fjölskylda óskar eftir að taka á leigu snyrtilega 4-6 herbergja íbúð/einbýli á höfuðborgarsvæðinu. Leigutími allt að 3 ár frá 1. júní nk. Fyrirmyndar umgegni og skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlegast hafið samband við Stefán í netfang; stefan3t@simnet.is eða í síma 897 7971

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.