Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 4
Eignarhaldsfélagið Milestone eyddi rúmlega 114 milljónum króna, rúm- lega 1,2 milljónum evra, í leigu á einkaþotum frá því í maí 2005 og þar til í apríl 2006. Um var að ræða við- skipti við bresku einkaþotuleiguna Netjets. Þetta kemur fram í reikningi frá einkaþotuleigunni sem dagsettur er þann 16. júní 2006 sem DV hefur undir höndum. Milestone var í eigu systkinanna Karls, Steingríms og Ingunnar Wernersbarna. DV hefur áður greint frá því að Milestone hafi eytt tæpum 600 millj- ónum króna í að leigja einkaþotur frá Netjets og Closeair á árunum 2007 og 2008. Þetta kom fram í skýrslu end- urskoðendaskrifstofurnar Ernst & Young um starfsemi Milestone sem DV greindi frá í september 2009. Skýrslan var unnin fyrir þrotabú Milestone. Umræddar 114 milljónir króna bætast því við þessa upphæð og heildarkostnaður félagsins vegna einkaþotna því kominn upp í rúm- lega 700 milljónir á þessum þremur árum. Um eitt prósent fæst upp í kröfur Milestone átti miklar eignir á Íslandi, meðal annars tryggingafélagið Sjóvá að fullu og fjárfestingabankann Askar Capital. Eignir Milestone voru fluttar yfir í sænska félagið Moderna Fin- ance AB í ársbyrjun 2008 og hafa við- skiptin verið tortryggð mjög í opin- berri umræðu á Íslandi. Steingrímur og Karl eru með réttarstöðu grun- aðra í rannsókn sérstaks saksóknara á viðskiptum tengdum bræðrunum og Milestone, meðal annars viðskipt- um með bótasjóð Sjóvár. Milestone varð gjaldþrota árið 2009. Verið er að ganga frá skiptum á þrotabúi Milestone en kröfuhafar fá greitt um það bil 1 prósent upp í lýst- ar almennar kröfur samkvæmt heim- ildum DV. Kröfur í bú félagsins nema um 80 milljörðum króna og verða endurheimturnar úr búinu því ekki miklar. Tíminn kostaði 7 þúsund evrur Í reikningnum frá Netjets kemur fram að klukkustundarlöng leiga á einkaþotum fyrirtækisins hafi kost- að tæplega sjö þúsund evrur á þess- um tíma, eða nærri sjöhundruð þús- und íslenskar krónur. Á þessum tíma leigði Milestone þotu Netjets í sam- tals tæpa 164 klukkutíma. Þar kemur einnig fram að Milestone hafi verið með samning við Netjets um leigu á svokallaðri Hawker 800XP-einka- þotu. Á reikningnum koma fram nöfn þeirra fjögurra aðila sem notuðu einkaþotuna frá Netjets en þetta voru eigendur Milestone, Karl, Stein- grímur og Ingunn Wernersbörn auk Guðmundar Ólasonar, forstjóra Milestone. Karl notaði þotuna mest Karl notaði Hawker-þotuna lang- mest af fjórmenningunum á þess- um tíma, eða samtals í rúmlega 125,5 klukkustundir af þessum tæplega 164 klukkustundum sem Milestone greiddi fyrir. Guðmund- ur Ólason notaði þotuna næstmest eða í ríflega 15,5 klukkustundir sam- kvæmt reikningnum. Ingunn notaði hana svo í tæplega 14 klukkustundir og Steingrímur í tæplega níu. Einkaþotunotkun Milestone jókst svo talsvert á næstu árum en líkt og DV hefur greint frá eyddi eignarhaldsfélagið 270 milljónum í leigu á einkaþotum árið 2007 og 300 milljónum króna árið 2008. 4 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 „Karl notaði Haw- ker-þotuna lang- mest af fjórmenningun- um á þessum tíma. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Eignarhaldsfélagið Milestone greiddi rúmar 114 milljónir fyrir leigu á einkaþotum árin 2005-2006 n Klukkustundin kostaði nærri sjö þúsund evrur n Karl Wernersson notaði einkaþotu langmest Borgaði 114 milljónir í þotuleigu 2005–2006 Karl flaug mest Karl Werners- son,aðaleigandi Milestone, notaði einkaþoturnar mest af þeim fjórum aðilum tengdum Mile- stone sem nýttu sér þessa þjónustu. 7.000 evrur á tímann Milestone var með samning um leigu á einkaþotu sem kallaðist Hawker 800XP. Leigan á slíkri vél hjá Netjets var tæplega 7.000 evrur á tímann. Teiknari baðst afsökunar „Hann hringdi í mig í gærkvöldi og bað mig persónulega afsökunar,“ segir Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um yfir- lýsingu Helga Sigurðssonar teikn- ara, þar sem hann biðst afsökunar á skopmynd sem birtist í Morgun- blaðinu á laugardag. Á myndinni er Siv sýnd sem vændiskona sem býður stuðning sinn til sölu. Fram- kvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna hafði lýst yfir al- gjörri vanþóknun á skopmyndinni: „Vændi er grafalvarlegt samfélags- legt vandamál sem eykst í kreppu vegna slæmrar stöðu kvenna og er alls ekkert grín,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Ólafur Johnson setur fram nýtt tilboð: Framtíð Hraðbrautar ráðin Menntamálaráðuneytið ætlar ekki að taka tilboði Ólafs H. Johnsons, skólastjóra og eiganda Menntaskól- ans Hraðbrautar, um að gerður verði nýr þjónustusamningur við skólann. Þetta herma heimildir DV. Tilboð Ólafs til menntamálaráðuneytisins er dagsett 18. apríl 2011 og kveður á um að skólinn taki inn allt að 120 nýja nemendur á næsta skólaári og fái greiddar tæpar 500 þúsund krón- ur með hverjum nemanda. Samkvæmt heimildum DV hefur ekkert breyst í málefnum Hraðbraut- ar hvað varðar menntamálaráðu- neytið og aðkomu þess að skólan- um frá því að ráðuneytið sendi út tilkynningu í febrúar þar sem fram kom að samningurinn yrði ekki end- urnýjaður. „Þjónustusamningur við Menntaskólann Hraðbraut verður ekki endurnýjaður,“ sagði í þeirri til- kynningu. Ástæðan fyrir því að samstarfs- samningur ráðuneytisins og skól- ans verður ekki endurnýjaður þrátt fyrir þetta nýja tilboð Ólafs er meðal annars sú að opinberir aðilar, Ríkis- endurskoðun og menntamálanefnd, hafa staðfest upplýsingar um óráðsíu í fjármálum skólans sem DV greindi frá síðastliðið sumar. Skólinn er fjár- magnaður að um 80 prósent leyti með opinberum fjárveitingum. 20 prósent af rekstrartekjum skólans koma svo frá nemendum í formi skólagjalda. DV hafði meðal annars greint frá því að Ólafur Johnson, eigandi og skólastjóri Hraðbrautar, hefði tekið sér fleiri tugi milljóna króna í arð út úr rekstrarfélagi skólans sem og fasteignafélaginu sem leigir skólan- um húsnæði í Faxafeni. Ólafur hafði einnig lánað fjármuni til fasteigna- verkefnis í Skotlandi. Á sama tíma höfðu einungis um 40 prósent af rekstrartekjum skólans farið í launa- greiðslur til kennara skólans í sam- anburði við um 80 prósent í öðrum skólum. Kennarar skólans fengu því miklu lægri laun en þeir hefðu átt að fá enda hafði Ólafur staðið í vegi fyrir því að þeir gengju í Kennarasam- band Íslands. Miklar deilur höfðu verið í skólanum út af þessum mál- um sem og öðrum. Framtíð skóla Ólafs virðist því vera ráðin og verður ekki gerður við hann nýr samningur vegna meðferð- ar hans á fjármunum skólans síðast- liðin ár. ingi@dv.is Tilboði hafnað Tilboði Ólafs verður hafnað. Ekkert hefur breyst varðandi fram- tíð Hraðbrautar. Þriðji stærsti frá upphafi Eigendur vinningsmiðans í lottó- inu á laugardaginn gáfu sig fram á þriðjudaginn. Um er að ræða hjón sem höfðu verið í heimsókn á Siglufirði um helgina, þar sem miðinn var keyptur. Vinningur- inn hljóðaði upp á 61.226.870 krónur en hann er sá þriðji stærsti sem veittur hefur verið af Íslenskri getspá í ríflega 25 ára sögu lottósins hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.