Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 8
8 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað „Það er alltaf leiðinlegt þegar svona einstaka stofnanir eru teknar út,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfir­ læknir á Vogi, sem fékk á fimmtu­ daginn send til umsagnar drög að þjónustusamningi á milli Reykja­ víkurborgar og SÁÁ. Í samningsdrögunum kemur fram að fjárframlög borgarinnar til SÁÁ komi til með að skerðast veru­ lega á næsta ári. Framlögin muni lækka úr 20 milljónum í 14, sem er um 36 prósenta skerðing ef miðað er við verðlag í febrúar árið 2011. Samningurinn á að vera afturvirk­ ur og taka gildi 1. janúar á þessu ári. Þar sem samningar hafa verið lausir frá áramótum hafa engar greiðslur borist frá borginni til SÁÁ á þessu ári. Þórarinn segir yfirvof­ andi niðurskurð óvenjulegan. „Ég held að enginn annar þjónustu­ samningur hafi verið skertur svona mikið.“ Engar greiðslur fyrr en samningar nást Göngudeild SÁÁ er í Efstaleiti og kallast Von. Þar er að sögn Þórarins gríðarlega mikil starfsemi; forvarn­ arstarfsemi, unglingastarfsemi og fjölskyldumeðferð. „Hluti af þessu er einnig sálfræðiþjónusta fyrir börn. Fyrir utan að þar er greining­ ardeild fyrir alkóhólista og síðan eru þeir studdir áfram eftir með­ ferð af þessari göngudeild,“ segir hann. Þrátt fyrir að engar greiðslur hafi borist frá borginni á þessu ári þá hefur starfseminni verið hald­ ið úti óskertri, en alfarið á kostnað SÁÁ. Forsvarsmenn SÁÁ funduðu með fulltrúum á velferðarsviði Reykjavíkurborgar á föstudaginn. Þegar DV náði tali af Þórarni eftir fundinn sagði hann mikið bera á milli. „Það ber á milli hvað varðar kröfurnar sem gerðar eru til okkar fyrir þessa peninga,“ segir Þórar­ inn. Forsvarsmenn SÁÁ sáu sér því ekki fært að skrifa undir samning­ inn, en engar greiðslur munu ber­ ast frá borginni fyrr en hann hefur verið undirritaður. Óviðunandi óvissuástand Á áfangaheimilinu Vin, sem býð­ ur upp á áframhaldandi lang­ tímameðferð fyrir fíkla sem lok­ ið hafa viðamikilli meðferð á Vogi og Staðar felli, ríkir einnig óvissu­ ástand. Heimilið hefur verið starf­ rækt frá árinu 2008 en samningar á milli SÁÁ, borgarinnar og velferð­ arráðuneytisins renna út um næstu áramót. Mikil óvissa ríkir því um framhaldið. Starfsmönnum heim­ ilisins finnst sem ákveðin teikn séu á lofti um að heimilinu kunni að verða lokað, eins og staðan er í dag. Á Vin dvelja þeir sem veikastir eru vegna vímuefnafíknar, eiga jafnvel tugi meðferða að baki og hafa jafn­ vel verið á götunni. Heimilið býð­ ur upp á 12 til 18 mánaða meðferð fyrir þessa einstaklinga sem und­ irbýr þá fyrir endurkomu út í líf­ ið. Þrátt fyrir að átta mánuðir séu til áramóta þá hefur þetta óvissu­ ástand áhrif á einstaklinga sem þar dvelja, enda eru þeir viðkvæmir fyrir og þurfa síst á því að halda að hafa áhyggjur af því hvort þeir nái að klára meðferðina eða ekki fyrir næstu áramót, að sögn Þórarins. „Við höfum séð þarna menn sem eru að ná árangri sem þeir hafa aldrei náð áður og við erum að út­ skrifa marga þessa menn frá okk­ ur í íbúðir eða húsnæði sem þeir fá úthlutað á vegum félagsþjón­ ustunnar og standa svo á eigin fót­ um,“ segir Þórarinn. Honum finnst óvissan óviðunandi. „Á ég bara að fara að segja upp öllu starfsfólkinu mínu sem vinnur við Vin núna? Þetta er allt svona,“ segir hann og er langt frá því að vera sáttur. Fjársvelti ógnar bata áfengisfíkla n SÁÁ hefur engar greiðslur fengið frá borginni á þessu ári n Sér sér ekki fært að skrifa undir þjónustusamning n Óvissuástand hefur neikvæð áhrif á sjúklinga Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Við höfum séð þarna menn sem eru að ná árangri sem þeir hafa aldrei náð áður. Mikið ber á milli Þórarinn segir forsvarsmenn SÁÁ ekki sjá sér fært að skrifa undir samninginn eins og er. Ýmis lagaleg álitaefni varðandi nýja þætti mbl.is „Löggur“ á gráu svæði „Við höfum ekki fengið þetta til um­ fjöllunar og því liggur ekki fyrir form­ legt álit á þessu en ég get alla vega sagt það að þessi framkvæmd vekur auðvitað upp álitaefni í þessu sam­ bandi,“ segir Þórður Sveinsson, lög­ fræðingur hjá Persónuvernd, um nýjasta útspil mbl.is, þáttinn Löggur. Í fyrsta þættinum sem birtist á vefnum fylgir myndatökumað­ ur lögreglunni eftir í húsleitarras­ síu á heimili manns sem grunaður er um fíkniefnaviðskipti. Þrátt fyrir að andlit meintra brotamanna séu gerð óskýr þá er ýmislegt í umhverfi þeirra og útliti sem getur gert ljóst um hvern ræðir. Sambærilegir þætt­ ir eru þekktir meðal annars í Banda­ ríkjunum og hafa notið mikilla vin­ sælda. Þórður bendir á að það gæti reynt á ýmisleg lagaleg sjónarmið í þátt­ unum, meðal annars grundvallar­ reglu um friðhelgi einkalífs í stjórn­ arskránni og sjónarmið um hvernig lögreglan eigi að gæta meðalhófs í störfum sínum. „Samkvæmt þess­ ari stjórnarskrárreglu nýtur heimilið friðhelgi. Það felur í sér að þegar hið opinbera fer inn á heimili fólks þarf að hafa viðhlítandi heimildir. Það er þá almennt samþykki eða dómsúr­ skurður. Þegar lögreglan beitir þessu úrræði sínu á hún að gæta meðal­ hófs. Það felur í sér að hlutast ekki meira til um einkamálefni einstakl­ inga frekar en henni er nauðsynlegt vegna starfa sinna,“ segir Þórður sem er ekki kunnugt um að leitað hafi verið álits Persónuverndar áður en farið var í framleiðslu þáttanna. „Já, það kæmi mér á óvart ef menn teldu það andstætt lögum að bjóða fjölmiðlamönnum að fylgj­ ast með störfum lögreglu. Því þetta er ekkert nýtt í sjálfu sér,“ segir Stef­ án Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð­ borgarsvæðinu. Hann segir fordæmi fyrir því að lögreglan taki fjölmiðla með í útköll og vaktir. Líka þegar far­ ið er í húsleit inn á heimili fólks. „Það er alveg klárt að það er brýnt fyrir fréttamönnum sem með okk­ ur koma að ekki eigi að vera hægt að þekkja þá sem í hlut eiga. Það er reynt að hylja öll auðkenni, breyta röddum og fleira til að koma í veg fyr­ ir það,“ segir lögreglustjórinn. mikael@dv.is Inni á heimili Í þáttunum Löggur eltir myndatökumaður fíkniefnalögregluna í húsleit á heimili meints dópsala. Þúsund fái tækifæri til náms Ríkisstjórnin kynnti á þriðjudag­ inn aðgerðir til að skapa tækifæri til náms fyrir eitt þúsund atvinnuleit­ endur á næstu þremur árum. Verk­ efnið á að draga úr atvinnuleysi en það á að tryggja öllum undir 25 ára aldri sem sækja um nám á fram­ haldsskólastigi tækifæri til náms. Sjö milljarðar króna fara í átakið en þá á einnig að skapa tækifæri til náms næstu skólaár. Áætluð útgjöld ríkis­ sjóðs og Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna verkefnisins eru tæplega sjö milljarðar króna á árunum 2011 til 2014. Þá stendur til að meta starfs­ reynslu í iðngreinum til eininga innan framhaldsskólanna. Að sögn Katrínar Jakobsdóttur menntamála­ ráðherra hefur stærsti hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá ekki lok­ ið námi á framhaldsskólastigi og að þetta átak eigi að koma til móts við þann hóp. Ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bílstjórinn sem ók á Gísla Ólaf Ólafs­ son, þar sem hann var að skokka á Eyjafjarðarbraut, í janúar síðast­ liðnum hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðar­ lagabrot. Ökumaðurinn er fæddur árið 1986 og í þvagi hans fundust efni sem bentu til kannabisneyslu. Hann er því ákærður fyrir að aka undir áhrifum vímugjafa sem og fyrir manndráp með gáleysislegum akstri. Gísli Ólafur var 49 ára gamall og til heimilis á Akureyri. Hann læt­ ur eftir sig eiginkonu og fjögur börn og eitt barnabarn. Gísli Ólafur var að skokka síðdegis þann 20. janúar á Eyjafjarðarbraut vestri, skammt suð­ ur af Akureyri. Hann var á hlaupum réttum megin á akbrautinni þegar atvikið átti sér stað og hljóp í endur­ skinsvesti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.