Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 22
22 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað Alltaf góð tilboð! Firði, Hafnarfirði - Sími 572 3400 Opnunartími mán-FöS 10-18 lau 11-17 DV E H F. / DA VÍ Ð ÞÓ R „Það á eftir að mála,“ segir Höskuld- ur Ásgeirsson, framkvæmdarstjóri félaganna Totus og Ago sem sjá um eignarhald og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, aðspurður hvort ryð sem komið hefur fram á suðurvegg Hörpu sé eðlilegt. „Ryðið verður auðvitað pússað og tekið af og síðan verður þetta málað. Það er al- veg búið að hugsa fyrir því.“ Myndir sem birtast með þess- ari grein voru teknar síðastliðinn sunnudag, þann 17. apríl. Á þeim sést greinilega hvernig ryð hefur myndast á samskeytum, hornum og í kringum bolta og skrúfur stálsex- strendinganna sem þekja allan suð- urvegg Hörpu. Búið er að þekja meirihluta stáls- ins með glerlistaverki sem hannað er af Ólafi Elíassyni, en á þeim stál- bitum sem eftir á að þekja sést veru- legt ryð. Höskuldur segir að viðbúið hafi verið að stálvirkið yrði fyrir ein- hverju hnjaski í flutningi og upp- setningu og það hafi auðveldað ryð- myndun. Skemmst er að minnast þess að umrætt stálvirki var um borð í Goðafossi þegar hann strandaði við strönd Noregs í febrúar. Höskuldur segir eðlilegt að lokafrágangur, púss- un og lokamálun eigi sér stað þegar búið sé að setja vegginn upp. „Þetta er tiltölulega einfalt mál.“ Hreinsun erfið á hafnarbakkanum Verkfræðingur sem DV hafði samband við, sem þekkir vel til í byggingariðn- aðinum, segir að til þess að festa gler á mámlflöt, þannig að það sé þétt og vel fast, þurfi að hreinsa öll óhreinindi af fletinum, þar með talið ryð, fitu, meng- un frá bílaumferð og sót. Hann bendir á að aðstæðurnar á Hafnarbakkanum geri slíka hreinsun mjög erfiða. Tak- ist hins vegar að hreinsa stálvirkið al- mennilega áður en glerið sé sett á, þá ætti að vera í lagi með það, að hans mati, því ryð og tæring myndist ekki í þurrum málmi. „En það er alltaf hætta á að það komi móða eða leki ein- hvers staðar og þá er maður náttúru- lega svolítið útsettur fyrir því að hafa komist alveg fyrir þetta. Ryð skapast fljótt á venjulegum málmi ef það ligg- ur á honum vatn,“ segir verkfræðing- urinn. Hann bendir jafnframt á að ef ryð myndist á einum stað sé hætta á að taumar myndist og það smiti út frá sér. Veggurinn settur upp í annað sinn Verið er að setja suðurvegginn upp í annað skipti, en í haust kom í ljós að stálsexstrendingar sem búið var að setja upp voru gallaðir. Veggurinn var allur uppsettur og eingöngu átti eft- ir að glerja hann. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, sem á bæði Ago og Totus, sagði í samtali við DV í október síðastliðnum að gæðaeft- irliti í Kína, þar sem stálbitarnir voru framleiddir, hefði verið ábótavant. Samkvæmt Pétri komu fram sprung- ur í málmsteypunni og var það ástæða þess að rífa þurfti allan vegginn niður. Hann hefur nú verið settur upp á nýjan leik og glerjaður að mestu. Pétur full- yrti í samtali við DV að Kínverjarnir bæru allan kostnaðinn af nýjum vegg. Gamla stálvirkið einnig ryðgað Í mars árið 2010 greindi DV frá því að mikið ryð hefði myndast í um- ræddum stálbitum sem rifnir voru niður. Viðbrögð Ríkharðs Jónssonar, hönnunarstjóra hjá Íslenskum aðal- verktökum, voru á þeim tíma þau sömu og Höskuldar nú. „Þetta er ekkert vandamál. Stálið verður bara hreinsað og málað,“ sagði Ríkharð- ur í samtali við DV í mars árið 2010. Hann sagði jafnframt að stálið myndi hætta að ryðga þegar glerið yrði sett á það. „Þetta er enginn meiriháttar galli, aðeins útlitsgalli núna,“ sagði hann. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar var veggurinn rifinn niður nokkrum mánuðum síðar, en Ríkarður hefur lýst því yfir að gallinn í stálvirkinu hafi ekki tengst ryðinu á nokkurn hátt. Harpa ryðgar aftur n Greinilegt ryð er í stálvirki á nýjum suðurvegg Hörpu n Framkvæmdastjóri segir að það eigi eftir að mála það og hreinsa n Aðstæður til hreinsunar mjög erfiðar á hafnarbakkanum n Veggurinn settur upp í annað sinn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ryðið verður auð- vitað pússað og tekið af og síðan er þetta málað. Opnuð 4. maí Um tvær vikur eru í opnun Hörpu og vinna verkamenn hörðum höndum við að ljúka verkinu fyrir þann tíma. Harpa ryðgar Töluvert ryð er í nýupp- settum stálvegg á suðurhlið Hörpu. Búið er að glerja vegginn að mestu, en þetta er í annað sinn sem hann er settur upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.