Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað Alltaf góð tilboð! Firði, Hafnarfirði - Sími 572 3400 Opnunartími mán-FöS 10-18 lau 11-17 DV E H F. / DA VÍ Ð ÞÓ R „Það á eftir að mála,“ segir Höskuld- ur Ásgeirsson, framkvæmdarstjóri félaganna Totus og Ago sem sjá um eignarhald og rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, aðspurður hvort ryð sem komið hefur fram á suðurvegg Hörpu sé eðlilegt. „Ryðið verður auðvitað pússað og tekið af og síðan verður þetta málað. Það er al- veg búið að hugsa fyrir því.“ Myndir sem birtast með þess- ari grein voru teknar síðastliðinn sunnudag, þann 17. apríl. Á þeim sést greinilega hvernig ryð hefur myndast á samskeytum, hornum og í kringum bolta og skrúfur stálsex- strendinganna sem þekja allan suð- urvegg Hörpu. Búið er að þekja meirihluta stáls- ins með glerlistaverki sem hannað er af Ólafi Elíassyni, en á þeim stál- bitum sem eftir á að þekja sést veru- legt ryð. Höskuldur segir að viðbúið hafi verið að stálvirkið yrði fyrir ein- hverju hnjaski í flutningi og upp- setningu og það hafi auðveldað ryð- myndun. Skemmst er að minnast þess að umrætt stálvirki var um borð í Goðafossi þegar hann strandaði við strönd Noregs í febrúar. Höskuldur segir eðlilegt að lokafrágangur, púss- un og lokamálun eigi sér stað þegar búið sé að setja vegginn upp. „Þetta er tiltölulega einfalt mál.“ Hreinsun erfið á hafnarbakkanum Verkfræðingur sem DV hafði samband við, sem þekkir vel til í byggingariðn- aðinum, segir að til þess að festa gler á mámlflöt, þannig að það sé þétt og vel fast, þurfi að hreinsa öll óhreinindi af fletinum, þar með talið ryð, fitu, meng- un frá bílaumferð og sót. Hann bendir á að aðstæðurnar á Hafnarbakkanum geri slíka hreinsun mjög erfiða. Tak- ist hins vegar að hreinsa stálvirkið al- mennilega áður en glerið sé sett á, þá ætti að vera í lagi með það, að hans mati, því ryð og tæring myndist ekki í þurrum málmi. „En það er alltaf hætta á að það komi móða eða leki ein- hvers staðar og þá er maður náttúru- lega svolítið útsettur fyrir því að hafa komist alveg fyrir þetta. Ryð skapast fljótt á venjulegum málmi ef það ligg- ur á honum vatn,“ segir verkfræðing- urinn. Hann bendir jafnframt á að ef ryð myndist á einum stað sé hætta á að taumar myndist og það smiti út frá sér. Veggurinn settur upp í annað sinn Verið er að setja suðurvegginn upp í annað skipti, en í haust kom í ljós að stálsexstrendingar sem búið var að setja upp voru gallaðir. Veggurinn var allur uppsettur og eingöngu átti eft- ir að glerja hann. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, sem á bæði Ago og Totus, sagði í samtali við DV í október síðastliðnum að gæðaeft- irliti í Kína, þar sem stálbitarnir voru framleiddir, hefði verið ábótavant. Samkvæmt Pétri komu fram sprung- ur í málmsteypunni og var það ástæða þess að rífa þurfti allan vegginn niður. Hann hefur nú verið settur upp á nýjan leik og glerjaður að mestu. Pétur full- yrti í samtali við DV að Kínverjarnir bæru allan kostnaðinn af nýjum vegg. Gamla stálvirkið einnig ryðgað Í mars árið 2010 greindi DV frá því að mikið ryð hefði myndast í um- ræddum stálbitum sem rifnir voru niður. Viðbrögð Ríkharðs Jónssonar, hönnunarstjóra hjá Íslenskum aðal- verktökum, voru á þeim tíma þau sömu og Höskuldar nú. „Þetta er ekkert vandamál. Stálið verður bara hreinsað og málað,“ sagði Ríkharð- ur í samtali við DV í mars árið 2010. Hann sagði jafnframt að stálið myndi hætta að ryðga þegar glerið yrði sett á það. „Þetta er enginn meiriháttar galli, aðeins útlitsgalli núna,“ sagði hann. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar var veggurinn rifinn niður nokkrum mánuðum síðar, en Ríkarður hefur lýst því yfir að gallinn í stálvirkinu hafi ekki tengst ryðinu á nokkurn hátt. Harpa ryðgar aftur n Greinilegt ryð er í stálvirki á nýjum suðurvegg Hörpu n Framkvæmdastjóri segir að það eigi eftir að mála það og hreinsa n Aðstæður til hreinsunar mjög erfiðar á hafnarbakkanum n Veggurinn settur upp í annað sinn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ryðið verður auð- vitað pússað og tekið af og síðan er þetta málað. Opnuð 4. maí Um tvær vikur eru í opnun Hörpu og vinna verkamenn hörðum höndum við að ljúka verkinu fyrir þann tíma. Harpa ryðgar Töluvert ryð er í nýupp- settum stálvegg á suðurhlið Hörpu. Búið er að glerja vegginn að mestu, en þetta er í annað sinn sem hann er settur upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.