Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 24
24 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað „Deilan snýst um að opinbert ríkis- fyrirtæki er að reyna að koma í veg fyrir löglega samkeppni í flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Þórir Garðars- son, sölu- og markaðsstjóri rútufyrir- tækisins Allrahanda í samtali við DV. Fyrirtækið hefur staðið í deilum við stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar og Isavia ohf. í nærri átta mán- uði. Snýst deilan um það að Allra- handa vill fá aðstöðu í Leifsstöð til þess að setja upp söluskrifstofu vegna áætlunarferða á milli Flugstöðvarinn- ar og Reykjavíkur. Að auki vill fyrir- tækið fá bílastæði fyrir utan Leifsstöð fyrir áætlunarbíla sína. Þórir telur að forsvarsmenn flug- stöðvarinnar vilji enn hafa stjórn á því hverjir komi að farþegaflutningum á milli Keflavíkurflugvallar og Reykja- víkur þrátt fyrir að sérleyfi hafi verið afnumin. „Sérleyfið var fellt úr gildi og tekið var upp svokallað einkaleyfi sem á þó einungis við um sveitarfélög á Reykjanesi. Nú er því frjálst að stunda farþegaflutninga á milli Keflavíkur- flugvallar og Reykjavíkur, þar sem að það er ekki innan sama sveitarfélags- ins,“ segir hann. Forsvarsmenn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar segja að fyrirtækið Kynnis ferðir sé enn með sérleyfi til að sjá um farþegaflutninga á þessari leið. Þórir segir hins vegar að á heima- síðu Vegagerðarinnar, sem fer með framkvæmd laga um farþegaflutn- inga, komi fram að ekkert sérleyfi sé í gildi. Einungis einkaleyfi sem nái þó bara yfir farþegaflutninga innan þeirra sveitarfélaga sem mynda sam- tök sveitarfélaga á Reykjanesi. Deilur staðið yfir í átta mánuði Stjórnendur Allrahanda hafa verið í ítrekuðum samskiptum við Hlyn Sig- urðsson, framkvæmdastjóra Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar síðustu átta mánuði. „Samskiptin við stjórnendur flugstöðvarinnar hafa verið með ólík- indum. Svör við tölvupóstum hafa verið mjög stopul, áhugaleysi fyrir verkefninu er áberandi og þar með er áhugaleysi á að samkeppni komist á í þjónustu við flugfarþega og viðskipta- vini,“ segir Þórir. DV sendi Flugstöð Leifs Eiríksson- ar fyrirspurn vegna málsins. Í svari frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýs- inga- og kynningarfulltrúa Isavia, seg- ir að núverandi sérleyfi sé í höndum Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesj- um (SSS), sem sé með samning við Kynnisferðir ehf. til 31. október 2011. „Flugstöð Leifs Eiríkssonar (nú Isavia) hefur í mörg ár haft þá stefnu að veita þeim aðila sem er með sér- leyfið á áætlunarferðum á milli höf- uðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar samning um söluað- stöðu inni í flugstöðinni og rútustæði við flugstöðina. Önnur rútufyrirtæki [innsk. blm. Kynnisferðir] þurfa að leggja á almennum rútustæðum,“ segir í svarinu. Ítrekar Hjördís að það sé mat stjórnenda að með núverandi fyrirkomulagi sé þjónusta á heilsárs- og sólarhringsgrunni betur tryggð fyrir farþega flugstöðvarinnar. „Vegagerðin er að ljúka við gerð nýrra samninga til landshlutasamtak- anna ásamt því að gera lagabreyting- ar sem taka af allan vafa um sérleyfið. Þegar það liggur fyrir mun Isavia taka málið upp á ný. Ef niðurstaðan verður að gefa þessa sérleið frjálsa með út- boði mun Isavia einnig setja upp for- val um þjónustu og aðstöðu í og við flugstöðina.,“ segir í svari frá Isavia. Milljóna tjón fyrir Allrahanda „Við byrjuðum að keyra á milli Kefla- víkurflugvallar og Reykjavíkur fyrir tæpum mánuði síðan. Við náum hins vegar ekki að veita þá þjónustu sem við viljum í Keflavík þar sem við fáum ekki þá aðstöðu í Leifsstöð sem við teljum okkur eiga rétt á eða pláss fyrir utan flugstöðina fyrir okkar bíla,“ seg- ir Þórir. Kynnisferðir hafa einkastæði fyrir utan Leifsstöð fyrir bíla sína sem og söluskrifstofu inni í flugstöðinni. „Við viljum fá sambærilega aðstöðu og að það sé ekki gerður greinarmun- ur á fyrirtækjum,“ segir hann. Allrahanda hóf undirbúning að áætlunarferðum sínum í lok ágúst árið 2010. Var Vegagerðinni tilkynnt um þau áform og beiðni lögð inn hjá Isavia fyrir aðstöðu í Leifsstöð. Hefur Allrahanda að sögn eytt milljónum króna í kynningu á þessari þjónustu, auk þess að fjárfesta í bifreiðum sem eru sérstaklega ætlaðar í þetta verk- efni. „Þessi seinagangur kostar okkur fleiri milljónir króna á mánuði. Við höfum verið að kynna þessa þjónustu frá því í ágúst í fyrra og erum búnir að eyða miklum fjármunum í þá kynn- ingu,“ segir Þórir. Ætla að kæra vegna samkeppnisbrots „Staðan er þannig að við keyrum all- ar ferðir sem við auglýsum og reynum eftir veikum mætti að sinna þeim far- þegum sem eiga bókað hjá okkur. Við missum hins vegar af helling af far- þegum vegna aðstöðuleysis og ætlum að kæra þetta mál til Samkeppniseft- irlitsins. Það er verið að brjóta sam- keppnislög,“ segir Þórir. Vísar hann til þess að ekkert sérleyfi sé lengur til staðar líkt og stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar halda fram. Hjördís Guðmundsdóttir, upp- lýsinga- og kynningarfulltrúi Isavia, segir að stjórnendur flugstöðvarinnar sjái ekki á hvaða grunni sú kæra ætti að byggja. „Við höfum allan rétt til að ákveða við hverja við gerum samn- inga um aðstöðu inni í flugstöðinni og á lóðinni sem tilheyrir flugstöð- inni,“ segir í svari við fyrirspurn DV um þetta atriði. Hér til hliðar má lesa nánar um hvað deilan snýst en þar er farið yfir samskipti Þóris Garðars- sonar, sölu- og markaðsstjóra Allra- handa, við Hlyn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. n Allrahanda er búið að eyða milljónum króna vegna áætlana um ferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur n Flugstöðin segir sérleyfi enn í gildi n Ætlar að kæra til Samkeppniseftirlitsins Ætla að kæra brot á samkeppnislögum „Við viljum fá sam- bærilega aðstöðu og að það sé ekki gerður greinar munur á fyrirtækjum. Ágreiningur um lagaatriði Í svari sem Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar, sendi Allrahanda 30. nóvember árið 2010 segir að Isavia ohf. telji að Kynnisferðir hafi enn sérleyfi á farþegaflutningum til og frá flugstöðinni. Hins vegar séu íslensk stjórnvöld að vinna að stefnumótun í almenningssam- göngum. Hluti af þeirri vinnu sé endurskoðun á sérleyfis- leiðum. „Ljóst má hins vegar vera að þegar ákvörðun stjórnvalda liggur fyrir, mun félagið bregðast við þeirri breytingu, meðal annars með því að skoða hvernig haga eigi skipulagi samgangna við flugstöðina verði sérleyfisferðir afnumdar og hvernig veita eigi verðandi samkeppnisaðilum á slíkum markaði aðgang að nauðsynlegri aðstöðu, bæði fyrir flutningabíla og til að selja farþegum miða,“ segir í bréfi frá Isavia til Allrahanda 30. nóvember árið 2010. Þórir Garðarsson, sölu- og markaðsstjóri Allrahanda, svaraði bréfi Isavia þann 3. desember árið 2010. Þar vísar hann til þess að samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar sé ekkert sérleyfi til staðar. Þess skal getið að Vegagerðin fer með framkvæmd laga um fólksflutninga. Allrahanda hefur þegar tilkynnt Vegagerðinni um ætlan sína að hefja áætlunarferðir á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar og hefur Vegagerðin ekki mótmælt skilningi Allrahanda á lögum um fólksflutninga og framflutninga. „Ekki stoðar fyrir Isavia að bera fyrir sig hugsanlegar breytingar á skipulagi samgangna eða endurskoðun á tilhögun sérleyfisleiða. Starfa verður eftir núverandi lögum þar til annað verður ákveðið,“ segir í svari Allrahanda til Isavia. Allrahanda tilkynnti Vegagerð- inni um undirbúning að áætlunarferðum sínum þann 25. ágúst árið 2010 og sendi beiðni til Isavia um aðstöðu í flugstöðinni tveimur dögum seinna. „Öflugu kynningarstarfi hefur verið hrundið af stað og fjárfest í nýjum bifreiðum sem nýta á í þennan rekstur.“ Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Milljónatjón Þórir Garðars- son, sölu- og markaðsstjóri Allrahanda, segir fyrirtæki sitt tapa milljónum króna í hverjum mánuði. MynD RóbeRt ReyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.