Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 28
28 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á þriðjudaginn dóm um að fjármögn- unarleigusamningar séu ólögleg er- lend lán. „Dómurinn er í samræmi við hæstaréttardóm um kaupleigu- samninga sem féll í fyrrasumar. Gera má ráð fyrir að dómnum verði áfrýj- að til Hæstaréttar og mun niðurstaða sennilega liggja fyrir í byrjun sumars,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. „Þessi niðurstaða er gríðarlega mikilvæg fyrir þau fjölmörgu fyrir- tæki sem fjármögnuðu tæki og tól með þessum samningum. Eiginfjár- staða margra mun batna og reksturinn verða léttari. Samtök iðnaðarins fagna dómnum en þau lögðu fram lögfræði- aðstoð fyrir hönd verktaka,“ segir Árni jafnframt. Eignaleigufyrirtæki, eins og Lýs- ing, eru að sama skapi í erfiðari stöðu en áður eftir dóminn jafnvel þótt þau hafi búið sig undir frekari áföll vegna ólögmætra gengistryggðra lána. Ljóst er að samningar, sem fyrirtækin hafa stuðst við við innheimtu standast ekki og rýrna verulega verði dómur undir- réttar staðfestur í Hæstarétti. Miðast allt við kostnað bankans Íslandsbanki sótti málið gegn fyrirtæk- inu AB 258 ehf. sem tekið var til gjald- þrotaskipta í janúar 2010. Íslandsbanki lýsti um 24 milljóna króna kröfu í búið sem skiptastjóri hafnaði sökum óvissu um lögmæti gengistryggingar í samn- ingi bankans við fyrirtækið. Verktak- inn taldi á móti að liðlega 7 milljónir króna bæri að skilgreina sem almenna kröfu í búið. Í dómnum segir að ekki verði séð að Íslandsbanki hafi komið að kaup- um á vinnuvélinni sem lánað var fyr- ir að öðru leyti en því að bankinn hafi verið skráður kaupandi til tryggingar á efndum á lánasamningnum. Verktak- inn fór aftur á móti með öll réttindi og skyldur kaupanda og átti einnig kröfur á hendur bankanum vegna hugsan- legra vanefnda. Af gögnum málsins má ráða að leiguverð sem verktakinn átti að greiða hafi verið ákvarðað á grundvelli þess kostnaðar sem Íslandsbanki bar vegna fjármögnunar á kaupum vinnuvélar- innar, sem var af gerðinni Komatsu, en seljandi hennar var Kraftvélar ehf. Greiðslurnar hafi með öðrum orðum ekki miðast við verðmæti vinnuvélar- innar. Greiðslur verktakans til bankans miðuðust þannig við að endurgreiða upprunalegan höfuðstól, kaupverð vélarinnar, að viðbættum vöxtum og vaxtaálagi af hálfu bankans. Lán en ekki leiga Bankinn virðist því hafa litið svo á að kaupleigu- og fjármögnunarleigu- samningar hafi efnislega verið eins. Um samningana giltu að stofni til sömu skilmálar eða almennir samn- ingsskilmálar bankans. Einnig er lit- ið til þess að Íslandsbanki færði ekki umrædda vél sem eign í bókhaldi sínu heldur færði hann kröfuna samkvæmt samningi aðila til eignar og voru tekjur af samningum vegna fjármögnunar- leigu færðar sem vaxtatekjur en ekki leigutekjur. Við úrlausn málsins horfði Héraðs- dómur til þess að greiðslur samkvæmt samningi bankans og verktakans báru vexti, en slík ákvæði ættu engan veg- inn við í leigusamningum. „Að öllu því virtu sem hér hefur verið rakið er það álit dómsins að sóknaraðili (bankinn) hafi í raun veitt varnaraðila (verktaka) lán til kaupa á vél þeirri sem samning- ur aðila tók til og hafi samningur- inn því ekki verið raunverulegur leigusamningur heldur lánssamn- ingur í skilningi laga nr. 38/2001, sem sóknaraðili kaus í orði kveðnu að klæða í búning leigusamnings,“ segir orðrétt í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómstóllinn viðurkenndi með öðr- um orðum að liðlega 7 milljónir króna yrðu hin almenna krafa bankans og uppgjör málsins miðaðist við 15, 4 milljóna króna útflutningsverðmæti vinnuvélarinnar. Enn eitt áfall fjármálafyrirtækja n Vinnuvélaeigendur fagna dómi gegn fjármögnunarleigum n Fjármögnun og eignaleiga skoðast sem gengis- bundið lán og er því ólögmætt n Mikilvæg niðurstaða fyrir fjölmörg fyrirtæki segja Samtök iðnaðarins Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Samtök iðnaðarins studdu verktaka „Dómurinn er í samræmi við hæstaréttar- dóm um kaupleigusamninga sem féll í fyrrasumar,“ segir Árni Jóhannsson hjá Samtökum iðnaðarins. Vinnuvélar og bílar Dómurinn telur að um lánasamning hafi verið að ræða til kaupa á vinnuvél en ekki leigusamning.„Þessi niðurstaða er gríðarlega mikil- væg fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem fjármögn- uðu tæki og tól með þessum samningum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.