Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 32
32 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað ÍSLENSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA Í 35 ÁR NORM-X HF | Auðbrekka 6 | 200 Kópavogur | Sími: 565 8899 | Netfang: normx@normx.is n Okkar verð betra verð n Yfir 10.000 ánægðir notendur á Íslandi n Við bjóðum einnig allar lagnir, nuddkerfi, lok og ljósabúnað Fjármálaráðuneytið hefur ekki innt af hendi lokagreiðslu vegna verkefnis um skatta og velferð sem Félagsvís­ indastofnun samdi um við ráðuneyt­ ið haustið 2007. Fyrir verkið átti að greiða 10 milljónir króna og var áskilið í samningi að umsjón með verkefninu hefði Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor. Þegar ráðuneytið svaraði fyrir­ spurn DV um greiðslur fyrir verkefnið voru sundurliðaðar fimm greiðslur sem náðu yfir tímabilið frá maí 2007 til október 2008. Samtals námu þær um 13,1 milljón króna. Í verksamningi Árna M. Mathie­ sen, þáverandi fjármálaráðherra, og Félagsvísindastofnunar, sem dagsett­ ur er 3. september 2007, er ráð fyrir því gert að greiðslur fyrir verkið berist verktaka í fjórum hlutum, 2,5 milljón­ ir króna í senn. Sú síðasta átti að ber­ ast Félagsvísindastofnun og Hannesi Hólmsteini, 2,5 milljónir króna, við áætluð verklok í nóvember 2008. Til þess að svo mætti verða urðu Hannes Hólmsteinn og Félagsvísindastofnun að skila lokaskýrslu. Þann 15. desem­ ber 2008 sendi Félagsvísindastofn­ un Baldri Guðlaugssyni, þáverandi ráðuneytisstjóra, bréf með hjálögðum gögnum, en augljóst er af bréfinu að með því átti að tryggja síðustu greiðslu fyrir verkefnið. Knúið á um lokauppgjör Í bréfinu segir orðrétt: „Hjálögð er skýrsla sú sem þér báðuð um vegna rannsóknarverkefnis um skatta og vel­ ferð, svo ljúka megi fjórðu og síðustu greiðslu frá fjármálaráðuneytinu til verkefnisins. Þar er yfirlit yfir þá níu fundi og ráðstefnur, sem haldnar hafa verið á vegum verkefnisins, eina bók og 15 fræðilegar greinar og ritgerðir, sem birtar hafa verið á vegum verkefn­ isins... Einnig eru hjálögð ýmis gögn vegna verkefnisins, eins og þér báðuð um.“ Síðan segir í bréfinu: „Vona ég að þessi skýrsla og gögn nægi til þess, að fjármálaráðuneytið greiði fjórðu og síðustu greiðslu sína vegna verkefn­ isins, en á henni er einmitt þörf til að koma út lokaniðurstöðunum í fyrr­ nefndri bók, Skattar og velferð á Ís­ landi 1991–2004.“ DV hefur greint frá því að ráðuneyt­ isstjórinn fyrrverandi tók ekki gild þau gögn sem nefnd eru í bréfinu með vís­ an til verksamnings. Því hafi hann ekki innt lokagreiðsluna af hendi. Skelfileg hrákasmíð Fjármálaráðuneytið upplýsir nú að greiðslurnar fimm, sem minnst er á í upphafi greinar, hafi ekki allar ver­ ið vegna skattaverkefnisins. Hið rétta sé að þrjár greiðslur, um 9,4 millj­ ónir króna með virðisaukaskatti, hafi verið greiddar vegna verkefnis Fé­ lagsvísindastofnunar og Hannes­ ar Hólmsteins. Hinar greiðslurnar séu verkefninu óviðkomandi og að minnsta kosti önnur þeirra hafi runn­ ið til Hagfræðistofnunar HÍ. Á þessu biðst fjármálaráðuneytið velvirðingar. Þessi staðreynd leiðir því í ljós að að­ eins hafa verið inntar af hendi þrjár af umsömdum fjórum greiðslum. Ári eftir áætluð verklok skilaði Hannes Hólmsteinn um 80 blaðsíðna skýrslu eins og DV hefur nýverið greint frá. Skýrslan spannar eins og áður seg­ ir valdatíð Davíðs Oddssonar á forsæt­ isráðherrastóli frá 1991 til 2004. Ætla má að síðbúin skýrsla Hannesar hafi átt að nægja fyrir síðustu útborgun, 2,5 milljónum króna, vegna verkefnisins. Af framansögðu virðist sú ekki hafa orðið raunin. Í umræddri skýrslu er afar oft vikið að umfjöllun Stefáns Ólafssonar próf­ essors um aukinn ójöfnuð og aukna skattbyrði láglaunahópa á umræddu tímabili. Stefán gaf lítið fyrir skýrslu Hannesar í DV fyrir skemmstu. „Þegar skýrslan sem hann skilaði ráðuneytinu er skoðuð kemur í ljós skelfileg hráka­ smíð þar sem saman fara vísivitandi ósannindi, afbankanir staðreynda og stórtækar ófrægingar um verk og persónur annarra... Markmiðið var að freista þess að jarða þær staðreyndir sem ég lagði fram. Þetta er auðvitað einstakt í opinberri stjórnsýslu og í há­ skólasamfélaginu.“ Engin lokagrEiðsla Enn fyrir vErkEfni HannEsar n Aðeins 75 prósent umsaminnar fjárhæðar voru greidd fyrir skattaverkefni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar n Ráðuneytisstjóri tók ekki lokaskýrslu gilda í desember 2008 n „Hrákasmíð“, segir prófessor í Háskóla Íslands Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „En augljóst er af bréfinu að með því átti að tryggja síðustu greiðslu fyrir verkefnið. Flokksbræður í Valhöll Sem fjármálaráðherra samdi Árni Mathiesen við Félagsvísindastofnun um 10 milljóna króna verkefni í umsjón Hannesar Hómsteins Gissurarsonar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.