Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 40
40 | Viðtal 20.–26. apríl 2011 Páskablað Þ ennan dag er snjór yfir öllu. Rigning. Gengið inn bak- dyramegin í hvítri kirkjunni. Komið inn á pall: Tvær leið- ir í boði. Annaðhvort niður í kjallara eða upp á næstu hæð. „Eruð þið uppi eða niðri?“ kalla ég þar sem ég heyri í Pétri og ljósmyndaranum. „Við erum uppi,“ kallar Pétur á móti. „Það er bara einn í neðra.“ Myndatakan und- irbúin í kirkjunni. Pétur fer í hemp- una og stillir sér upp með hluti sem hann notaði í galdramessu nokkru áður. Hann sýnir tilþrif og ljósmynd- arinn tekur myndir. Pétur er húmor- isti: Í tölvupóstum hefur hann meðal annars endað skilaboð á orðum eins og Kökukallinn, Spyrjarinn, Ígrund- arinn, Syndaselurinn og Altarinn. Einhvern tímann bara: Pétur. Léttgeggjaður í klæðaburði Stór, svartur kross hangir á vegg á skrifstofu klerksins sem er sestur við skrifborðið. Röndóttur bolur, galla- buxur og strigaskór. Rauð hjörtu skreyta svarta sokkana. „Grínsokkar“ að sögn prestsins. „Ég reyni að færa glens og grín sem víðast í starfinu. Jafnvel í klæðaburði reynir maður að vera léttgeggjaður.“ Hempan er kom- in inn í skáp. Ég tala um húmorinn í tölvupóstunum. Kökukallinn... Hann segist stundum nota svona orð þeg- ar hann skrifast á við sóknarbörn sín. „Ef fólk er hresst á móti og fíflast þá gef ég meira í. Fólk sér að ég er ekki venjulegur í þessu og er tilbúinn til að gera eitthvað nýtt, aðeins öðru- vísi, og þá hefur það fyrirvara á sér.“ Er presturinn ekki venjulegur? „Nei, alls ekki og ég ætla ekki að vera það. Ég get ekki breytt mér. Ég er bara svona. Annaðhvort tekur fólk mér eins og ég er eða ekki.“ Galdraði dúfu upp úr hatti Hann hefur farið á námskeið í út- löndum til að nema galdra. Annað var haldið fyrir kirkjunnar þjóna og lögð áhersla á að þeir gætu notað ýmsar aðferðir við tjáningu í boðun- inni. „Þetta er gert víðar,“ segir Pétur sem veit þó ekki til að aðrir sóknar- prestar hér á landi fari þessa leið. „Hitt námskeiðið var haldið fyr- ir trúða í sirkusum en aðalkallinn á Bakken í Kaupmannahöfn var aðal- fyrirlesarinn og ég lærði eitt atriði af honum.“ Pétur er einn af stofnfélögum Hins íslenska töframannagildis. Hann segir að með sjónhverfingun- um vilji hann leggja áherslu á boð- unina – hann vill hafa þetta sjónrænt til að það hafi meiri áhrif. Síðasta galdramessa var fyrir nokkrum vik- um. Þá galdraði Pétur lifandi dúfu upp úr hatti og flaug hún um kirkj- una. Hvað með viðbrögð fólks við þessum kúnstum? „Það segir sumt: Þetta er bara Pétur í Óháða söfnuð- inum.“ Hann hlær. „Það er allt í lagi. Ég hef ákveðið vörumerki og ég stend og fell með því.“ Hann vill gleðja. Jarðarfjör Húmorinn er oft áberandi í messun- um og hann segir að það sé oft hleg- ið. „Mér finnst það vera gott ef menn geta gert það. Það eru ekki neinar leið- indafréttir að Kristur sé upprisinn. Hlát- urinn er það tungu- mál sem allir í heim- inum skilja og oft það stysta bil á milli manna sem hægt er að finna – sama af hvaða kynstofni fólk er. Hlát- urinn eykur hina náttúrulegu horm- óna sem er verið að auka með lyfjum hjá sumum þeim sem finna fyrir depurð og dofa í daglega lífinu, svo sem endorfín, serótónín, dópamín og adrenalín.“ Ekki eru allir sáttir við húmor prestsins. „Sumir gagnrýna mig fyr- ir að vera fyndinn í brúðkaupum eða jafnvel jarðarförum sem ég kalla stundum jarðarfjör þegar fólk hef- ur dáið satt lífdaga. Þá er ég á mörk- unum en ég fer aldrei yfir þau. Sum- um finnst aðalsyndin vera sú að vera fyndinn.“ Húmor, sprell og grín. Pétur er alvarlegri í viðtalinu en í myndatökunni, svo ekki sé minnst á tölvupóstana. Hann þarf náttúrlega að taka á ýmsu í starfi sínu sem prest- ur. Tveir tómir stólar eru fyrir fram- an borð Péturs. Annar sýnu aftar en hinn. Manni dettur í hug að par í erf- iðleikum hafi setið þar.Hvernig er að vera stoð og stytta jafnvel hjóna sem eiga í erfiðleikum? „Ef ég hlusta þá get ég verið félagi þeirra hverju sinni. Stundum er nóg að hlusta – leyfa þeim að tjá sig og ég gef þeim ráð og Galdrar og jarðarfjör Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, fer oft óhefðbundnar leiðir í starfi sínu. Galdramessur eru haldnar tvisvar á ári og þá má líka nefna djassmessu, gönguguðsþjónustu og gúllasguðsþjónustu. Pétrísk-íslens ka orðabókin er löngu orðin þekkt en í henni er að finna nýyrði Péturs. Sum eru alveg á mörkunum. Svava Jónsdóttir ræddi við Pétur um ja rðarfjör, afdjöflun á fyrsta ári í guðfræði og æskulýðsstarfið á Grund. „Sumir gagn- rýna mig fyrir að vera fyndinn í brúðkaupum eða jafnvel jarðarförum Séra Pétur Þorsteinsson „Sumir gagnrýna mig fyrir að vera fyndinn í brúðkaupum eða jafnvel jarðarförum. Þá er ég á mörkunum en ég fer aldrei yfir þau. Sumum finnst aðalsyndin vera sú að vera fyndinn.“ Framhald á næstu síðu Sjónhverfingar Séra Pétur Þorsteins- son er einn af stofnfélögum Hins íslenska töframannagildis. M y n d ir r ó b er t r ey n iS S o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.