Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 52
Dagskrá á Vestfjörðum um páskana 52 Páskar20.–26. apríl 2011 Margt skemmtilegt verður á dagskrá Tírólahátíðarinnar í ár og ætti hver og einn að finna eitthvað við sitt hæfi. Miðvikudagur 20. apríl. n 23.00–03.00 Ball með Mónó á Rauða torginu í Neskaupstað Fimmtudagurinn 21. apríl, skírdagur n 10.00–17.00 Dagur brettafólksins á Skíðasvæðinu í Oddskarði. Lögð verður Border Cross-braut (snowboard racing) sem ætti að kæta brettaunnendur n 20.00–23.00 Super Jump-snjó- brettamót, mótið verður haldið við fyrstu lyftuna ásamt dynjandi tónlist og fjöri. Dæmt verður út frá getu, byltum, stíl og öllu sem dómurum dettur í hug að gefa einkunn fyrir n 20.00–00.00 Pub Quiz á Rauða torginu í Neskaupstað Föstudagurinn 22. apríl, föstudagurinn langi n 10.00-17.00 Opið í Oddskarði, þrautabraut fyrir yngstu kyn- slóðina. Lögð verður skemmtileg braut við litlu lyftuna með ýmsum þrautum og stökkum n 00.00–03.00 Rauða torgið á Norð- firði verður opnað á miðnætti með léttri barstemningu n 00.00–03.00 18 ára ball með DJ Óla Geir og Haffa Haff í Valhöll Eskifirði Laugardagurinn 23. apríl n 09.30 Páskaeggjaleit fyrir alla fjölskylduna hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði, frjáls framlög n 10.00–17.00 Tírólastemning í Austfirsku Ölpunum n 13.00 Risastórsvig fyrir 16 ára og eldri í minningu Gunnars Ólafs- sonar. Keppnismenn fyrri ára og aðrir eru hvattir til að skrá sig. Skráning hefst kl.12 í skíðaskála. Við hvetjum aðra gesti til að mæta með bjöllur, flautur og jóðla í takt meðan keppendur bruna hjá n 16.00 Páskafjörs-strandblaksmót Þróttar í Neskaupstað. Skráning og dagskrá auglýst nánar síðar n 17.00–19.00 Fjölskylduball í Valhöll á Eskifirði með Ingó og Veðurguð- unum n 20.00–23.00 Meiri Tírólastemning í Austfirsku Ölpunum – ekta Tíróla- tónlist um allar brekkur í anda Ómars Skarphéðinssonar n 22.00–03.00 Létt barstemning á Rauða torginu í Neskaupstað n 23.00 Flugeldasýning að hætti Skúla Hjalta og drengjanna hans í björgunarsveitinni Gerpi n 23.00–03.00 Ingó og Veðurguðirnir halda uppi taumlausru stuði fyrir fullorðna fólkið í Valhöll á Eskifirði (18 ára aldurstakmark). Austfirsku Alparnir Sunnudagurinn 24. apríl, páskadagur n 06.00 Hátíðarganga út í Páskahelli á Norðfirði. Mæting við vitann á Bakka- bökkum. Fararstjóri Ína D. Gísladóttir. Verð kr. 500 fyrir fullorðna Páskafjör í Fjarðabyggð Austfirsku Alparnir: Miðvikudagur 20. apríl n 10.00–17.00 Skíðasvæðin á Tungudal og Seljalandsdal opin n 16.30 Setning Skíðaviku á Silfurtorgi. Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar marserar ásamt meðlimum úr Skíðafélagi Ísfirðinga frá Ísafjarðarkirkju kl. 16.00 að Silfurtorgi þar sem setningin fer fram. Skíðafélag Ísfirðinga selur heitt kakó og pönnsur n 23.00–3.00 Heimamenn hrista saman gesti hátíðar- innar í Krúsinni Fimmtudagur 21. apríl, skírdagur n 10.00–17.00 Skíðasvæðin á Tungudal og Seljalandsdal opin n 10.00–19.00 Opið hjá Sæfara. Hægt verður að leigja kajaka og litla seglbáta ásamt öryggisverði n 13.00 Skíðaskotfimi á Seljalandsdal. Boðið verður upp á æfingu og kennslu í meðferð skotvopna kl. 11.00 sama dag n 15.00 Boarder Cross-mót fyrir börn í Tungudal n 18.00–20.00 Opnun WAF–Westfjord Art Fest í húsnæði Sæfara við suðurtanga. Allir velkomnir n 19.00 Veitingastaðurinn við Pollinn á Hótel Ísafirði. Kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson og gítar- leikarinn Ómar Guðjónsson spila djasstónlist í dinner og sjóðheitan latíntakt síðar um kvöldið. Boðið verður upp á kvöldverð og/eða ostahlaðborð n 19.00–22.00 Sóltún – Listasoppa, ljósmyndasýning, pönnukökur og uppákomur Ágúst Atlason, nýkjörinn bæjarlistamaður Búrsins, sýnir í Sóltúni um páskana. Gefst Ísfirðingum og gestum rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tækifæri ti að sjá verk Ágústs n 20.00 Big Jump-snjóbrettamót á Ísafirði. Staðsetning keppninnar verður auglýst á skidavikan.is n 20.00–22.00 Af fingrum fram í Hömrum. Jón Ólafsson og Helgi Björnsson í stuði n 20.00–24.00 Tónleikar í Simbahöllinni á Þingeyri n 21.00 Á skíðum skemmti ég mér, Edinborgarhúsinu. Bráðfjörug leik– og söngskemmtun þar sem fluttar eru margar af flottustu perlum íslenskrar dægurlagasögu n 22.00–00.00 Tónleikar og uppistand í Krúsinni Föstudagur 22. apríl, föstudagurinn langi n 10.00–17.00 Skíðasvæðin á Tungudal og Seljalandsdal opin. Bolungarvík, nánari upplýsingar í síma 862-8411 n 10.00–19.00 Opið hjá Sæfara. Hægt verður að leigja kajaka og litla seglbáta ásamt öryggisverði n 10.00 Hin árlega gönguskíðaferð með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar. Gengið verður frá Látrum í Aðalvík til Hesteyrar. Einstaklega skemmtileg og frekar auðveld ganga. Leiðsögumaður og fararstjóri verður að vanda Jón Björnsson, forstöðumaður Hornstrand- astofu. Brottför frá Ísafirði klukkan 10 og komið aftur milli 17 og 18. Nánari upplýsingar má fá hjá Sjóferðum í síma 456–3879 n 10.00 Kirkjuganga. Gengið verður úr Valþjófsdal að Holtskirkju. Eftir stutta helgistund í Holtskirkju verður boðið upp á sjávarréttasúpu og nýbakað brauð í Friðarsetrinu Holti n 11.00–17.00 Furðufatadagur í Tungudal. Löng hefð er fyrir því að fjölskyldan skemmti sér saman í Tungudal á föstudaginn langa. Fólk er hvatt til að mæta upp- áklætt. Kveikt verður í grillinu um hádegi, börnin geta látið mála sig við undirleik lifandi tónlistar og sælgæti mun rigna af himnum ofan n 20.00–01.00 Aldrei fór ég suður – rokkhátíð alþýðunnar. Haldin í áttunda sinn, nú í skemmu KNH n 24.00–04.00 Ingó og Veðurguðirnir í Edinborgarhúsinu n 24.00–04.00 Hljómsveitin Nýdönsk í Krúsinni Laugardagur 23. apríl n 10.00–17.00 Skíðasvæðin á Tungudal og Seljalands- dal opin n 10.00–19.00 Opið hjá Sæfara. Hægt verður að leigja kajaka og litla seglbáta ásamt öryggisverði n 10.00–18.00 Leikjadagur fyrir börn á öllum aldri í íþróttahúsinu á Þingeyri á vegum Höfrungs n 10.00–17.00 Gönguferð frá Höfða í Jökulfjörðum út í Grunnavík. Siglt frá Bolungarvík með Bjarnarnesi að Höfða og gengið þaðan út í Grunnavík þaðan sem siglt er til baka. Fólk þarf að hafa með sér nesti og góðan fatnað n 13.00–17.00 Páskaheimsókn á Hesteyri. Siglt verður frá bryggju Sjóferða á Ísafirði klukkan n 13.00. Gengið verður um svæðið undir leiðsögn og síðan boðið upp á kaffi og heimabakað í Læknishúsinu. Þessi hefðbundna heimsókn í friðlandið verður þó með óhefðbundnu sniði, þar sem lesið verður upp úr bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, en sögusvið þessarar æsispennandi skáldsögu er einmitt Hesteyri n 18.00–02.00 Aldrei fór ég suður – rokkhátíð alþýðunnar. Haldin í skemmu KNH n 23.00–03.00 Bjartmar og Bergrisarnir halda uppi stuði fram á rauða nótt í Krúsinni Sunnudagur 24. apríl, páskadagur n 10.00–17.00 Skíðasvæðin á Tungudal og Seljalands- dal opin n 10.00–19.00 Opið hjá Sæfara. Hægt verður að leigja kajaka og litla seglbáta ásamt öryggisverði n 24.00–04.00 Stórdansleikur í Edinborgarhúsinu, Benni Sig og hljómsveitin Xpress leika. n 24.00–04.00 Grafík og SSSól slá botninn í skíðavi- kudjammið í Félagsheimilinu í Bolungarvík Mánudagur 25. apríl, annar í páskum n 10.00–17.00 Skíðasvæðin á Tungudal og Seljalands- dal opin n 10.00–19.00 Opið hjá Sæfara. Hægt verður að leigja kajaka og litla seglbáta ásamt öryggisverði Skíðavikan á Ísafirði á sér 77 ára sögu en hún var fyrst haldin um páska árið 1935 og hefur skíða- vikan verið snar þáttur í menningarlífi Ísfirðinga frá þeim tíma. Fjöldi listamenna hefur troðið upp í Skíðavikunni í gegnum tíðina og eiga margir sinn fasta sess í dag- skrá vikunnar. Skíðavikan nær einnig til nágrannabyggða, Dýrafjarðar, Ön- undarfjarðar, Súgandafjarðar og Bol- ungarvíkur. Nægt framboð verður af böllum á Skíðavikunni og ólíklegt að fólk kom- ist yfir að mæta á þau öll. Þetta eru þær hljómsveitir sem auglýst hafa böll. Ingó og Veðurguðirnir, Nýdönsk, Húsið á sléttunni, Bjartmar og Berg- risarnir, Benni Sig og hljómsveitin Xpress og Grafík og SSSól. Þetta er í fyrsta skipti sem Bjartmar og Bergris- arnir mæta á hátíðina og taka jafn- framt þátt í Aldrei fór ég suður. „Við verðum í banastuði, það er ekki spurning. Ég hef aldrei áður farið á þessa hátíð, við erum stoltir að vera með í ár,“ segir Bjartmar Guðlaugsson sem ætlar að halda uppi stuði fram á rauða nótt í Krúsinni á laugardags- kvöldið. „Ég hef samt spilað mikið fyr- ir Vestfirðinga og Vestfirðir voru sterkt vígi hjá mér í gamla daga.“ En ætlar Bjartmar ekkert á skíði? „Nei, algerlega útilokað mál, brans- inn sjálfur er nógu mikið sport,“ segir Bjartmar og hlær. Bjartmar og Bergrisarnir mæta í gamla vígið Fjölbreytt dagskrá á Vestfjörðum um helgina: Aldrei fór ég suður Tónlistarhátíðin er haldin í skemmu KNH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.