Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 57

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 57
Úttekt | 57Páskablað 20.–26. apríl 2011 en list hans var umdeild og sætti sem slík mismunun. Enginn er spámaður í sínu föðurlandi Einn dáðasti listamaður Indlands og auðugasti, M. F. Husain, getur því ekki eytt ellinni í heimalandi sínu. List hans á rætur í alþýðulist og skírskotar til fornra mýta og hefur honum verið líkt við Picasso. Sýningar með verk­ um hans hafa verið settar upp, meðal annars í New York, Prag, Feneyjum og Tókýó. En árið 2006 bakaði hann sér óvild hægrisinnaðra hindúa sem hugn­ aðist ekki að hann hafði málað guð­ ynjur hindúa í fullri nekt og í kjölfar­ ið neyddist Husain til að leggja land undir fót og hefur hann síðan verið á þvælingi á milli Lundúna og Dúbaí. Þessi aldni listamaður, 94 ára, sem löngum hefur upplifað Indland sem heimkynni hins helga og bæði helgi og heiðni, er nú orðinn fastur í átökum veraldlegra og trúarlegra afla í heima­ landi sínu. Fangelsaður fyrir list sína Íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Jafar Panahi hefur unnið til þó nokk­ urra alþjóðlegra viðurkenninga fyrir myndir sínar, meðal annars fyrir kvik­ myndina Circle þar sem meðferð á írönskum konum er gagnrýnd. Írönsk stjórnvöld eru ekki þekkt fyrir að taka með silkihönskum á þeim sem gagnrýna þau og það hefur Pa­ nahi fengið að reyna. Í kjölfar um­ deildra kosninga í Íran árið 2009 var Panahi fangelsaður og sakfelldur fyr­ ir að hafa með kvikmyndum sínum skorið upp herör gegn stjórnvöldum, og að hafa gert kvikmyndir án leyfis. Jafar Panahi fékk sex ára fangelsis­ dóm og var bannað að gera kvikmynd­ ir eða veita viðtöl í Íran í tuttugu ár. Þrátt fyrir að þekktir leikstjórar á borð við Martin Scorsese, Harvey Wein­ stein og Sean Penn hafi fylkt liði með mannréttindasamtökunum Amnesty International og þrýst á að Panahi yrði veitt frelsi hafa írönsk stjórnvöld skellt skollaeyrum við þeirri ósk og Panahi situr enn á bak við lás og slá. Upp á kant við klerkastéttina Barokk­málarinn Michelangelo Mer­ isi da Caravaggio heillaði Ítali við upp­ haf sextándu aldarinnar með bylting­ arkennum verkum sínum. List hans sem styrkt var af kirkjulegum yfirvöld­ um og auðugum einstaklingum sýndi trúarleg viðfangsefni í nýju ljósi, nátt­ úrulegu og mannlegu. En íhaldssamir klerkar voru ekki sáttir og blöskraði grófleiki og óguð­ leiki verka hans og ekki var framferði Caravaggios til að bæta úr skák – hann var ólátabelgur og drykkjubolti. Fyrir vikið var hann hundeltur af óvildar­ mönnum sínum um gervalla Ítalíu og var mörg ár á flótta vegna meints morðs í Róm. Páfinn dæmdi hann réttdræpan og Caravaggio dó án þess að hljóta náðun af hálfu Páfagarðs. Mugabe og gagnrýni Engan skyldi undra að Róbert Mu­ gabe, leiðtogi Simbabve, taki hart á gagnrýni í eigin garð. Í fyrra sýndi listamaðurinn Owen Maseku málverk sem sýndu fjöldamorð franin af hinu opinbera í vesturhluta landsins á ní­ unda áratug síðustu aldar. Reyndar stóð sýningin í aðeins einn dag því Mugabe komst á snoðir um hana og henni var lokað. Í Simbabve er lögbrot að móðga forsetann eða grafa undan valdi hans og því var Ma­ seko settur í hlekki, kastað í grjótið og haldið þar í fjóra daga. Sagt er að hann hafi verið yfirheyrður í tólf tíma lotum og verk hans voru bönnuð í Simbabve, en ekki hvað? Ef Maseku verður opin­ berlega sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist. kolbeinn@dv.is Árétting – Það er ekki ætlunin með þessari umfjöllun að mikla þær of- sóknir sem listamenn hafa sætt um- fram ofsóknir í garð annarra sem hafa verið ofsóttir vegna trúar, litarhafts, kynhneigðar, pólitískra skoðana eða skoðana almennt, eða annars þess sem gerir mannkynið jafnfjölbreytt og forvitnilegt og raun ber vitni. HEiMild - tiME.coM, lbi.org/EigHtartists, wikiPEdia.org og FlEiri Miðlar Listin og ofsóknirnar „Fjölda listamanna sem þá þegar hafði getið sér gott orð á alþjóðavettvangi var bjargað af Bandaríkjamanninum Varian Fry, en talið er að hann hafi forðað yfir 1.300 listamönnum frá hræðilegum örlögum. „Ég lifi í sam- félagi þar sem tjáningarfrelsi fyrirfinnst ekki ... ég er að reyna að tengja list mína samfélaginu, að skapa möguleika. Flækingurinn seinheppni og góðhjartaði Charlie Chaplin lenti upp á kant við bandarísk stjórnvöld í ofsóknum Josephs McCarty og skósveina hans. Mynd wikiMEdia ai weiwei Kínverski listamaðurinn Weiwei hefur löngum verið þyrnir í augum kínverskra stjórnvalda. Mynd rEUtErs Hvar er Jafar Panahi? Íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Panahi er í fangelsi í Íran vegna gagnrýni á þarlend stjórnvöld. Mynd rEUtErs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.