Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 57
Úttekt | 57Páskablað 20.–26. apríl 2011 en list hans var umdeild og sætti sem slík mismunun. Enginn er spámaður í sínu föðurlandi Einn dáðasti listamaður Indlands og auðugasti, M. F. Husain, getur því ekki eytt ellinni í heimalandi sínu. List hans á rætur í alþýðulist og skírskotar til fornra mýta og hefur honum verið líkt við Picasso. Sýningar með verk­ um hans hafa verið settar upp, meðal annars í New York, Prag, Feneyjum og Tókýó. En árið 2006 bakaði hann sér óvild hægrisinnaðra hindúa sem hugn­ aðist ekki að hann hafði málað guð­ ynjur hindúa í fullri nekt og í kjölfar­ ið neyddist Husain til að leggja land undir fót og hefur hann síðan verið á þvælingi á milli Lundúna og Dúbaí. Þessi aldni listamaður, 94 ára, sem löngum hefur upplifað Indland sem heimkynni hins helga og bæði helgi og heiðni, er nú orðinn fastur í átökum veraldlegra og trúarlegra afla í heima­ landi sínu. Fangelsaður fyrir list sína Íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Jafar Panahi hefur unnið til þó nokk­ urra alþjóðlegra viðurkenninga fyrir myndir sínar, meðal annars fyrir kvik­ myndina Circle þar sem meðferð á írönskum konum er gagnrýnd. Írönsk stjórnvöld eru ekki þekkt fyrir að taka með silkihönskum á þeim sem gagnrýna þau og það hefur Pa­ nahi fengið að reyna. Í kjölfar um­ deildra kosninga í Íran árið 2009 var Panahi fangelsaður og sakfelldur fyr­ ir að hafa með kvikmyndum sínum skorið upp herör gegn stjórnvöldum, og að hafa gert kvikmyndir án leyfis. Jafar Panahi fékk sex ára fangelsis­ dóm og var bannað að gera kvikmynd­ ir eða veita viðtöl í Íran í tuttugu ár. Þrátt fyrir að þekktir leikstjórar á borð við Martin Scorsese, Harvey Wein­ stein og Sean Penn hafi fylkt liði með mannréttindasamtökunum Amnesty International og þrýst á að Panahi yrði veitt frelsi hafa írönsk stjórnvöld skellt skollaeyrum við þeirri ósk og Panahi situr enn á bak við lás og slá. Upp á kant við klerkastéttina Barokk­málarinn Michelangelo Mer­ isi da Caravaggio heillaði Ítali við upp­ haf sextándu aldarinnar með bylting­ arkennum verkum sínum. List hans sem styrkt var af kirkjulegum yfirvöld­ um og auðugum einstaklingum sýndi trúarleg viðfangsefni í nýju ljósi, nátt­ úrulegu og mannlegu. En íhaldssamir klerkar voru ekki sáttir og blöskraði grófleiki og óguð­ leiki verka hans og ekki var framferði Caravaggios til að bæta úr skák – hann var ólátabelgur og drykkjubolti. Fyrir vikið var hann hundeltur af óvildar­ mönnum sínum um gervalla Ítalíu og var mörg ár á flótta vegna meints morðs í Róm. Páfinn dæmdi hann réttdræpan og Caravaggio dó án þess að hljóta náðun af hálfu Páfagarðs. Mugabe og gagnrýni Engan skyldi undra að Róbert Mu­ gabe, leiðtogi Simbabve, taki hart á gagnrýni í eigin garð. Í fyrra sýndi listamaðurinn Owen Maseku málverk sem sýndu fjöldamorð franin af hinu opinbera í vesturhluta landsins á ní­ unda áratug síðustu aldar. Reyndar stóð sýningin í aðeins einn dag því Mugabe komst á snoðir um hana og henni var lokað. Í Simbabve er lögbrot að móðga forsetann eða grafa undan valdi hans og því var Ma­ seko settur í hlekki, kastað í grjótið og haldið þar í fjóra daga. Sagt er að hann hafi verið yfirheyrður í tólf tíma lotum og verk hans voru bönnuð í Simbabve, en ekki hvað? Ef Maseku verður opin­ berlega sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisvist. kolbeinn@dv.is Árétting – Það er ekki ætlunin með þessari umfjöllun að mikla þær of- sóknir sem listamenn hafa sætt um- fram ofsóknir í garð annarra sem hafa verið ofsóttir vegna trúar, litarhafts, kynhneigðar, pólitískra skoðana eða skoðana almennt, eða annars þess sem gerir mannkynið jafnfjölbreytt og forvitnilegt og raun ber vitni. HEiMild - tiME.coM, lbi.org/EigHtartists, wikiPEdia.org og FlEiri Miðlar Listin og ofsóknirnar „Fjölda listamanna sem þá þegar hafði getið sér gott orð á alþjóðavettvangi var bjargað af Bandaríkjamanninum Varian Fry, en talið er að hann hafi forðað yfir 1.300 listamönnum frá hræðilegum örlögum. „Ég lifi í sam- félagi þar sem tjáningarfrelsi fyrirfinnst ekki ... ég er að reyna að tengja list mína samfélaginu, að skapa möguleika. Flækingurinn seinheppni og góðhjartaði Charlie Chaplin lenti upp á kant við bandarísk stjórnvöld í ofsóknum Josephs McCarty og skósveina hans. Mynd wikiMEdia ai weiwei Kínverski listamaðurinn Weiwei hefur löngum verið þyrnir í augum kínverskra stjórnvalda. Mynd rEUtErs Hvar er Jafar Panahi? Íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Panahi er í fangelsi í Íran vegna gagnrýni á þarlend stjórnvöld. Mynd rEUtErs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.