Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 60
60 | Fókus 20.–26. apríl 2011 Páskablað Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Cannes: Tveir Íslendingar í Cannes Tveir Íslendingar taka þátt í al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes. Tómas Lemarquis er ann- ar þeirra en hann lék í kvikmynd- inni Chatrak sem tekin var upp á Indlandi. Myndinni er leikstýrt af Vimuktthi Jayasundara og var hún valin til sýninga í flokknum La Quinzaine des Réalisateurs á hátíðinni. Í myndinni leikur Tóm- as evrópskan hermann en hann talar íslensku. „Leikstjórinn vildi það, þar sem það er enginn her á Íslandi og því er þetta ekki bein ádeila á ákveðið land,“ segir Tómas um hlutverkið. Tómas hefur áður unnið með leikstjórum er tengjast Cannes- kvikmyndahátíðinni en stuttu eftir að hann lék í mynd Jayasundras lék hann í kvikmyndinni La mai- son de Nina, sem leikstýrt var af óskarsverðlaunahafanum Richard Dembo, sem er einn af stofnend- um hátíðarinnar. Tómas er ánægð- ur með að fá að taka þátt í hátíð- inni. „Þetta er gamall draumur fyrir mig sem er nú að rætast,“ segir hann. Hinn Íslendingurinn sem tekur þátt í Cannes-hátíðinni í ár er Rún- ar Rúnarsson en mynd hans Eld- fjall verður sýnd á hátíðinni. Mynd Rúnars keppir í tveimur mismun- andi flokkum Directors Fortnight og Camera d´Or, sem eru verðlaun fyrir bestu fyrstu mynd leikstjóra. Myndin var tekin upp hér á landi síðastliðið haust en aðalleikar- ar myndarinnar eru þau Theodór Júlíusson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Kvikmyndahátíðin fer fram 11. til 22. maí en þetta er í annað sinn sem íslensk mynd er valin í flokk- inn Directors Fortnight. Atómstöð- in í leikstjórn Þorsteins Jónssonar keppti í þeim flokki fyrir 27 árum. Hvað ertu að gera? mælir með... kvikmynd Source Code „Það er ekki á hverjum degi sem góðar sci-fi kvikmyndir rata á hvíta tjaldið og er Source Code klárlega í þeim hópi.“ – Jón Ingi Stefánsson Tölvuleikur Killzone 3 PS3 / Xbox 360 „Killzone 3 gerir nákvæmlega það sem hann þarf að gera, án þess þó að verða einhver flugeldasýning.“ – Einar Þór Sigurðsson Tölvuleikur Fight Night Champion PS3 / Xbox 360 „Fight Night Champion gefur fyrri leikjum ekkert eftir í spilun, grafík eða gæðum en framfarirnar og breytingar eru litlar og í raun ekkert rothögg.“ – Sigurður Mikael Jónsson Hemmi Gunn fjölmiðlakóngur Hvaða bók ertu að lesa? „Það sem ég er að lesa núna er bók sem kom út fyrir nokkrum árum, sjálfsævisaga Errós sem Aðalsteinn Ingólfsson skrifaði. Hún er rosalega vel fram- sett og skemmtileg. Þarna lætur Erró móðan mása, meðal annars um konurnar í lífi sínu. Svo fá þær einnig tækifæri til að segja sína skoðun á Erró þannig að úr verður mjög opin bók sem er stundum kannski bönnuð innan tólf ára.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? Hann Eyfi vinur minn var að færa mér safndiskinn sinn í tilefni fimmtíu ára afmælis síns. Ég þekki nú vel til Eyfa en ég vissi ekki að hann ætti svona marga smelli, algjörar perlur. Ég ætla að hlusta á þennan disk um páskana sem fer ágætlega saman því hann verður einn af gestum mínum í páskagleði Bylgjunnar á annan í páskum.“ Hvernig páskaegg færðu?„Ég hef nú verið svo heppinn að fá nokkur páskaegg. Ég fékk tvö karamellupáskaegg frá Nóa Síríus. Svo fékk ég einnig páskabolta, svona til að rifja upp smá fortíðarþrá. Þetta er bolti fullur af nammi og með málshætti. Ég sé því ekki fram á neinar aðhaldsaðgerðir um páskana.“ Hvað ætlar þú að gera um páskana? „Ég verð í Danmörku þar sem ég á ættingja. Svo, ef það verður stuð á mér, fer ég til Spánar þar sem ég á inni heimboð hjá gömlum vinum. Aðeins svona til að fá sér smásól á kroppinn. Ég ætti því að ná góðum páskum.“ V ið ætluðum að setja upp litla sýningu til að byrja með. Svo fóru hlutirnir að vinda upp á sig og fljót- lega var þetta komið út í stærðarinnar uppsetningu,“ seg- ir Matthías Matthíasson söngvari og Eurovision-fari um Hárið. Þessi heimsfrægi söngleikur er nú sýndur í menningarhúsinu Hofi á Akureyri en verkið var frumsýnt síðastliðinn föstudag. Matthías tók einnig þátt í síðustu uppsetningu verksins en nú er hann kominn í aðalhlutverkið og sýningin er með nokkuð óhefð- bundnu sniði. Matthías eða Matti eins og hann er jafnan kallaður er einn af Vinum Sjonna sem flytja framlag Íslands í Eurovision í ár. Hópurinn saman- stendur af vinum Sigurjóns heitins Brinks sem tóku lag hans í Söngva- keppni Sjónvarpsins upp á sína arma og sigruðu með glæsibrag. Vinir Sjonna ætla að heiðra minn- ingu hans með flutningi sínum á laginu. Matti segir mikið álag fylgja því að vera að frumsýna og að undirbúa sig fyrir keppnina en hann kvartar ekki enda langþráður draumur að rætast. vildu vinna meira saman „Það gekk frábærlega að frum- sýna og þetta hefur verið agalega skemmtilegt ferli,“ segir Matti um Hárið sem er eins og fyrr sagði einn vinsælasti söngleikur allra tíma. „Við vorum ákveðinn hóp- ur sem kynntist í Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar,“ heldur Matti áfram en þar er á ferðinni annar sögufrægur söngleikur sem LA setti upp nýlega. „Okkur langaði til að gera eitt- hvað meira saman og hittumst á kaffihúsi og ræddum möguleikana. Við fórum yfir raddir okkar og hæfileika, hvar þeir lægju.“ Ásamt Matta leika í sýningunni Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Magni Ásgeirsson, Jana María Guðmundsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Ólöf Jara Skag- fjörð og Pétur Örn Guðmundsson. „Við vorum sammála um að þetta væri stykki sem lægi vel við og Heiðra Sjonna með flutningnum matthías matthíasson og Vinir Sjonna eru staðráðnir í því að heiðra minningu Sigurjóns Brinks með góðri frammistöðu í Eurovision. Hópurinn heldur út 1. maí og er undirbúningur í fullum gangi. Matti er þessa dagana að syngja og leika í Hárinu sem frumsýnt var í Hofi um helgina. Það hefur verið þrautin þyngri að tvinna saman frumsýningu og undirbúning fyrir stærstu stund ferilsins. matthías matthíasson Leikur Claud í Hárinu sem sýnt er í Hofi um þessar mundir. mynd ÞórHallur/Pedromyndir rúnar rúnarsson Kvikmyndin Eldfjall er fyrsta íslenska kvikmyndin til að vera tilnefnd í flokknum Directors Fortnight síðan Atómstöðin var tilnefnd fyrir 27 árum. mynd Zik Zak mælir ekki með... kvikmynd Sucker Punch „Fyrir mér er málið einfalt. Myndin er mannskemmandi. Ekki fara á hana nema að þú viljir ögra þér á einhvern undarlegan máta. Og ekki fara með unglingana ykkar á þessa mynd. Þeir bíða þess varla bætur.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir kvikmynd Limitless „Ég held að byrjunarsenan sé minnisstæðasti parturinn af ræmunni. Og svo var poppið ágætt líka.“ – Erpur Eyvindarson Með fótbolta fullan af nammi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.