Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 61
Fókus | 61Páskablað 20.–26. apríl 2011 Ísland og Færeyjar saman á Bókamessunni í Frankfurt: Færeyskir rithöfundar á Sögueyjunni Opnaður hefur verið gluggi til færeyskra bókmennta á vef Sögueyj- unnar Íslands. Verkefnið er unnið af Sögueyjunni Íslandi í samvinnu við færeyska rithöfunda og útgefendur með stuðningi frá færeyska mennta- málaráðuneytinu. Tíu verk færeyskra nútímahöfunda hafa verið valin til þátttöku í verkefninu og hefur kynn- ingarefni fyrir verkin verið útbúin á sambærilegan hátt og Sögueyjan hefur notað til að kynna íslenskar bókmenntir í tilefni Bókamessunn- ar í Frankfurt, en þar verður Ísland heiðursgestur. Kynningarefnið er unnið á þýsku en það birtist á vef þýsks hluta heimasíðu Sögueyjunnar. Starfsfólk Sögueyjunnar verður Færeyingum innan handar þegar kemur að því að kynna verkefnin fyrir þýskum bóka- útgefendum en stefnt verður að því að Ísland og Færeyjar verði með bása sína hlið við hlið á Bókamessunni í Frankfurt, til að undirstrika langvar- andi vináttu þjóðanna tveggja. Meðal þeirra færeysku rithöfunda sem fjallað er um á vefnum eru And- ras Mortensen, Bárður Óskarsson, Carl Johan Jensen og Gunnar Hoy- dal. Vefurinn Sögueyjan Ísland var settur upp í tilefni Bókamessunnar og er þar að finna kynningarefni um íslenska – og nú færeyska – rithöf- unda sem koma til með að leika hlut- verk í Bókamessunni í Frankfurt sem fram fer dagana 12. til 16. október. Hvað er að gerast? n Agent Fresco á Sódómu Páskadjammið hefst á miðvikudaginn á Sódómu. Þá mun eitt allra heitasta rokkband landsins, Agent Fresco, koma fram ásamt völdum hljómsveitum sem hafa vakið á sér athygli undanfarið, Vigri, Saytan og Postartica. Húsið verður opnað kl. 23.00 og kostar 1.000 krónur inn. n Hreindís heiðrar Erlu Ungstirnið Hreindís Ylva Garðarsdóttir syngur á mið- vikudagskvöldið lög eftir Erlu Þorsteinsdóttur á sérstökum minningartónleikum á Café Rosenberg. Erla var ein vinsælasta dægurlaga- söngkona þjóðarinnar undir lok fimmta áratugarins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 en þeir bera heitið Stúlkan með lævirkjarödd- ina og kostar 2.000 krónur inn. n Knox á blúshátíð Þessa dagana fer fram mikil blúshátíð í Reykjavík á Hilton Hotel Nordica. Á þriðjudagskvöldið verður krónprins blústónlistarinnar frá Mississippi, Marquise Knox, með tónleika á Hilton. Miðaverð er krónur 3.990 en miðana á hátíðina má nálgast á vefsíðunni midi.is. n Jet Black Joe á Players Ein allra besta og vinsælasta hljómsveit Íslands í gegnum tíðina stígur enn eina ferðina á svið á Players á miðvikudagskvöldið og kemur öllum í gírinn fyrir páskana. Þetta er auðvitað hin magnaða hljómsveit Jet Black Joe sem kann heldur betur að rokka. n Greifarnir á Spot Þeir sem vilja koma sér í alvöru stuð á miðvikudagskvöldið þurfa að kíkja á Spot í Kópavogi því þar gerir stuðbandið Greifarnir allt vitlaust. Það er því úr nógu að velja í Kópavoginum á miðvikudagskvöldið. n Meiri blús Síðustu tónleikar Blúshátíðar Reykjavíkur fara fram að kvöldi skírdags á Hilton Hotel Nordica. Þar mun spila Vasti Jackson & the Blue Ice Band en Vasti er einn hæfileikaríkasti og afkastamesti blústón- listamaður sinnar kynslóðar. Veislan hefst klukkan átta en miðinn kostar 4.490 og hægt er að kaupa einn slíkan á midi.is. n Óskar fær gesti Stórsöngvarinn Óskar Pétursson tekur á móti góðum gestum á söngskemmtun í Hofi á laugardagskvöldið. Gestir kvöldsins verða meðal annars Diddú og Raggi Bjarna. Húmorinn verður í fyrirrúmi en tónleikarnir fara fram í Hofi og kostar miðinn 3.900 krónur. n Hvanndalsbræður og Magni Það ætti enginn að fara með skeifu út af Spot í Kópavogi á föstudagskvöldið en þar verða sprelligosarnir í Hvanndalsbræðrum að spila ásamt Magna. Það verður því hlátur, gleði og góð tónlist. n Andri Björn syngur Á föstudaginn langa mun einn efnilegasti söngvari landsins, bassinn Andri Björn Róbertsson, ásamt strengjakvartett, halda tónleika í Langholts- kirkju. Meðal verka eru einsöngskantatan Ich habe genug BWV 82 eftir J. S. Bach og bassaaríur úr Jóhannesar- og Mattheusar- passíum. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 en miðaverð er krónur 3.000. n Júlladiskó á Players Þeir sem vilja halda í diskóið klikka ekki á því að kíkja á Players eftir miðnætti á föstudaginn langa. Þá verður Júlli mættur með sjálft Júlladiskó og sér til þess að allir verði í stuði eins og alltaf. 20 apr Miðvikudagur 21 apr Skírdagur 23 apr Laugardagur 22 apr Föstudagurinn langi ákváðum því að athuga með réttinn á því og fengum hann.“ Hringleikahús í Hofi Líkt og fyrr sagði ætlaði hópurinn upprunalega að setja upp litla sýn- ingu. En fljótt skipast veður í lofti og fyrr en varði var sýningin komin í Hof og búið að smíða hringleika- hús. „Helsti munurinn á þessari sýningu og hefðbundinni uppsetn- ingu á Hárinu er sviðið,“ en Matti og félagar notast ekki við sætin í saln- um í Hofi. „Það er búið að smíða hringsvið sem rúmar 270 manns í sæti.“ Með þessu tekst að skapa meiri nánd á milli áhorfenda og leikara. „Það er enginn meira en sex til sjö metra frá sviðinu. Það myndast al- veg frábær stemning þarna á svið- inu.“ Matti segir að einnig felist breyting í því að nú sé hvorki kór né hópur dansara líkt og vanalega þegar sýningin er sett upp. Matti og Pétur voru til að mynda hluti af kórnum síðast þegar sýningin var sett upp. „Núna eru þetta bara átta einstaklingar sem sjá um allan sönginn. Svo eru þrír í hljómsveit. Söngvararnir sjá svo sumir um að spila með hljómsveitinni á svið- inu.“ Frjálsar ástir Matti fer að þessu sinni með hlut- verk Clauds í sýningunni. „Claud er geimveran í hópnum. Hann er utanaðkomandi gestur sem hrífst með þessum Central Park-hipp- um,“ en verkið fjallar um hóp hippa á sjöunda áratugnum í New York. Verkið vakti gríðarlega athygli þeg- ar það var fyrst sýnt. Það var fyrsti rokksöngleikurinn sem sló í gegn og tónlist verksins náði langt út fyrir leiksviðið. Andstæðingar Víetnam- stríðsins gerðu lögin að baráttu- söngvum sínum og efnistök verks- ins á frjálsum ástum, eiturlyfjum og notkun bandaríska fánans voru einnig mjög umdeild. „Næsta sýning er á föstudag- inn langa en svo erum við að sýna meira og minna alla páskana.“ Hægt er að finna nánari upplýsingar um verkið á menningarhus.is og hægt er að kaupa miða á midi.is. „Eftir páska eru svo einu sýningarnar á dagskrá um hvítasunnuhelgina sem er í júní. Þannig að það fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða fyrir þessa törn.“ Brjálaður undirbúningur Það hefur aukið heldur betur á álag- ið við uppsetningu sýningarinnar fyrir Matta að hann er að undirbúa sig í leiðinni fyrir stærstu stund fer- ilsins. Að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision þann 10. maí. „Það er búið að vera brjálaður undirbún- ingur. Það er verið að leggja loka- hönd á búningana og maður er bú- inn að fljúga á milli í búningamátun og á æfingar. Þetta er svona tíu sinn- um meiri vinna en ég hélt.“ Vinir Sjonna eru ásamt Matta þeir Hreimur Örn Heimisson, Pálmi Sigurhjartarson, Benedikt Bryn- leifsson, Gunnar Ólason og Vignir Snær Vigfússon. Sexmenningarnir voru allir vinir tónlistarmanns- ins Sigurjóns Brinks sem lést langt fyrir aldur fram fyrr á þessu ári. Hópurinn ákvað að taka lag hans í Söngvakeppni Sjónvarpsins upp á sína arma og sigruðu þeir keppn- ina. Þar hafði hópurinn betur gegn ekki minni spámönnum en Rock- star-stjörnunni Magna Ásgeirssyni sem syngur með Matta í Hárinu og Eurovision-prinsessunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur sem lenti eftir- minnilega í öðru sæti árið 2009. „Það leggst ótrúlega vel í mig. Þetta er frábær hópur og ég býst við hinni bestu skemmtun. Hreimur er búinn að græja það að við fáum að fara einn golfhring þarna,“ en keppnin er haldin í Düsseldorf í Þýskalandi.“ Hópurinn heldur út þann 1. maí en Ísland keppir á fyrra undanúr- slitakvöldinu þann 10. maí. „Ef við komumst áfram þá keppum við svo á lokakvöldinu 14. maí. Súrsætt Eurovision Matti hefur þó nokkrum sinnum tekið þátt í Söngvakeppni Sjón- varpsins og hann segir aðspurður að það hafi óneitanlega verið súr- sætt að komast loks alla leið við þessar aðstæður. „Auðvitað er það það. Þetta eru auðvitað mjög sér- stakar aðstæður sem vonandi koma aldrei aftur upp.“ Matti segir þá ætla að heiðra minningu vinar síns með því að leggja sig alla fram í keppn- inni. „Hópurinn er staðráðinn í að gera sitt allra besta í keppninni og heiðra þannig minningu Sjonna með góðri frammistöðu.“ Eins og venjulega er mikið spáð og spekúlerað í úrslit Eurovision. Vinum Sjonna og laginu Coming Home hefur verið spáð nokkurri velgengni og jafnvel sigri. „Það er nú svo mikið af spádómum í tengslum við þessa keppni og misgáfulegum líka. Þannig að við erum nú rólegir yfir því. En á þessum stærri miðlum eins og eurovisiontv.com er okkur hampað og það gefur okkur byr undir báða vængi. Við höfum fulla trú á þessu lagi og þetta er að mínu mati eitt af fáum lögum í keppninni sem hefur eitthvað að segja. Eurovision-aðdáendur eru veik- ir fyrir froðu og flippi þannig að við höfum verið gagnrýndir líka fyrir að hafa ekki formúluna á hreinu. En það er bara mjög gott. Ég held að formúlan sé á undanhaldi. Sem betur fer.“ asgeir@dv.is Heiðra Sjonna með flutningnum Hárið í hring Búið er að smíða sérstakt svið í Hofi undir sýninguna. Mynd ÞÓrHAllur/PEdroMyndir Færeyskir rithöfundar Opnaður hefur verið gluggi til færeyskra bókmennta á vef Sögueyjunnar Íslands sem er liður í þátttöku Íslands í Bókamessunni í Frankfurt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.