Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Page 64
L ítið er vitað um Amy Archer- Gilligan fyrri hluta ævi henn- ar, en hún var óbilgjörn og sérvitur og rak endurhæfing- arheimili í Windsor í Connecticut í Bandaríkjunum í upphafi 20. aldar- innar. Nánast það eina sem er vitað um hana fyrir aldamótin er að hún fæddist 1873 og giftist í fyrsta skipti 1896, James Archer, og fæddist þeim dóttir, Mary E. árið 1900. Árið 1901 fengu hjónakornin starfa í Newington þegar þau fluttu inn á heimili aldraðs ekkils, Johns Seymours, og sáu um hann. Þau bjuggu á heimili hans þar til hann lést árið 1904 og eftir það bjuggu þau þar áfram sem leigjendur. Erf- ingjarnir settu á laggirnar heimili fyrir aldraða og Archer-hjónin sáu um rekstur þess og greiddu leigu af tekjunum. Heimilið kölluðu þau Umönnunarheimili systur Amy fyrir aldraða. Árið 1907 seldu erfingjar Seymours húsið og brugðu Amy og ektamaður hennar á það ráð að flytja til Windsor þar sem þau festu kaup á húsi og opnuðu Archer-heimilið fyrir aldraða. Saman ráku þau heim- ilið til 1910 þegar James lést vegna óskilgreindra nýrnameina. Til allrar hamingju hafði Amy líftryggt James skömmu fyrir dauða hans og gat því rekið heimilið áfram. Þriggja mánaða hjónaband Um 1913 krækti Amy sér í eiginmann númer tvö, Michael Gilligan, vel efn- uðan ekkil sem hafði hvort tveggja í senn áhuga á Amy og því að fjárfesta í Archer-heimilinu. Af einhverjum orsökum varð hjónabandið frekar stutt því eftir aðeins þriggja mánaða „hjónabandssælu“ var Michael allur. Dánarorsökin var sögð „bráð gall- veiki“ sem á mannamáli eru alvar- legar meltingartruflanir. Enn og aftur var Amy ein á báti, en fjárhagslega örugg því á meðan stutt hjónaband hennar og Michaels varði hafði hann gert erfðaskrá þar sem hann ánafnaði henni öllum sín- um eignum. Einn og sér hefði dauði Gillig- ans ekki vakið upp spurningar, en á árunum 1907 til 1917 höfðu orð- ið 60 dauðsföll á Archer-heimilinu. Vaxandi tortryggni varð vart meðal ættingja viðskiptavina Amy vegna dauðsfallanna. En svo virtist sem Archer-heim- ilið hefði breyst í eins konar dauða- gildru, sérstaklega hvað varðaði menn sem greiddu með ákveðnum hætti fyrir dvöl þar. Í boði var tvenns konar greiðslutilhögun; annars veg- ar eingreiðsla upp á 1.000 dollara og hins vegar vikuleiga. Hin raungóða ekkja ábyrgðist að þeir sem greiddu eingreiðsluna þyrftu ekki að hafa áhyggjur það sem eftir lifði – sem í ótrúlega mörgum tilfellum var æði skammur tími. Ískyggilegur fjöldi dauðsfalla Tólf höfðu farið yfir móðuna miklu á árunum 1907 til 1910, en sú tala varð ískyggilega há á milli 1911 og 1916; 48 dauðsföll. Á meðal þeirra sem skildu við á því tímabili var maður að nafni Franklin R. Andrews. Franklin hafði verið við hestaheilsu og að morgni 29. maí 1914 hafði hann dundað sér við garðyrkjustörf við Archer-heimil- ið. Þegar leið á daginn hrakaði heilsu hans ört og um kvöldið var hann all- ur og var banamein hans opinber- lega skráð sem magasár. Persónulegar eigur Franklins féllu systur hans Nellie í skaut, þar á með- al pappírar og skjöl. Nellie varð þess áskynja þegar hún fór yfir pappírana að þar var að finna vísbendingar um að Amy hefði nokkrum sinnum feng- ið fé hjá Franklin. Seinna átti eftir að koma í ljós mynstur í dauðsföllunum; vistmenn áttu það til að deyja skömmu eftir að hafa látið Amy fá álitlegar fjárhæðir. Morðverksmiðjan Eftir því sem líkunum fjölgaði á Archer -heimilinu jukust grunsemdir Nellie og að lokum viðraði hún þær við saksóknarann á svæðinu. Hann tók erindi hennar fálega og hafði hún ekki erindi sem erfiði. En Nellie var ekki á þeim buxun- um að leggja árar í bát og lagði leið sína á dagblaðið Hartford Courant. Þann 9. maí 1916, básúnaði Hart- ford Courant: „Archer-heimilið fyrir aldraða er morðverksmiðja að mati lögreglu“. Um var að ræða fyrstu grein blaðsins um Archer-heimilið en þrátt fyrir fullyrðingar dagblaðs- ins áttu eftir að líða nokkrir mánuðir áður en lögreglan hóf fyrir alvöru rannsókn á því sem átt hafði sér stað innan veggja heimilisins. Rannsókn á starfsemi Amy tók tæpt ár og voru niðurstöðurnar væg- ast sagt áhugaverðar. Upp úr krafsinu komu lík Gilligans, Franklins R. And- rews og þriggja annarra. Eitrað hafði verið fyrir þeim öllum, annaðhvort með arseniki eða strikníni. Verslunarmenn í grenndinni gátu borið vitni um að Amy hefði verið allstórtæk í innkaupum á arseniki – til að “drepa rottur” að hennar eigin sögn. Ákærð fyrir eitt morð Nánari athugun á erfðaskrá Gilligans varð til þess að staðfesta að um var að ræða fölsun af hálfu Amy. Amy Archer-Gilligan var hand- tekin og ákærð fyrir morð, upp- haflega fimm morð, en lögfræðingi hennar tókst að ná kærunni niður í eitt morð – á Franklin R. Andrews. Þann 18. júní,1917, var hún fund- in sek af kviðdómi og dæmd til lífláts, en Amy áfrýjaði dómnum og náði fram nýjum réttarhöldum árið 1919. Bar Amy fyrir sig geðveiki og bar dóttir hennar, Mary Archer, vitni um að móðir sín væri háð morfíni. Amy var engu að síður fundin sek um annarrar gráðu morð , en í þetta skipti dæmd til lífstíðarfangelsis. Í fangelsinu var Amy fyrirmynd- arfangi að sögn þeirra sem til þekktu, hún var úrskurðuð geðveik og flutt um set á stofnun fyrir andlega van- heila glæpamenn. Hún lést árið 1962. Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri. 64 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 20.–26. apríl 2011 Páskablað n Amy Archer-Gilligan var ströng og sérvitur kona sem rak dvalarheimili fyrir aldr- aða upp úr 1900 n Allt að 20 féllu fyrir hendi hennar og sumir telja fórnarlömbin hafa verið mun fleiri n Lögreglan leit á dvalarheimili Amy sem „morðverksmiðju“ Dauðaheimili alDraðra „Einn og sér hefði dauði Gilligans ekki vakið upp spurningar, en á árunum 1907 til 1917 höfðu orðið 60 dauðsföll á Archer-heimilinu. Systir Amy Archer-Gilligan Því fór fjarri að manngæska réði för þegar hún veitti öldruðum ekklum umönnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.