Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 68
Friðrik fæddist í Reykjavík en ólst upp bæði hér á landi og í Svíþjóð. Grunnskólaganga var í Halms- tad í Svíþjóð, Gautaborg, Hlíða- skóla og Vogaskóla. Hann stundaði framhaldsnám við Menntaskólann í Reykjavík 1966–69, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1972, sótti ýmis námskeið við Háskóla Íslands og Háskólann í Gautaborg sem og námskeið í almannatengslum og fjölmiðlun í Washington D.C. í Bandaríkjunum og í Svíþjóð. Friðrik var túlkur og þýðandi í Sví- þjóð 1978–79 og hefur sinnt ýmsum störfum í ferðaþjónustu, hér á landi og erlendis. Hann var félagsmálastjóri Sauðárkrókskaupstaðar 1979–82, blaðafulltrúi hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna 1982–89, starfaði er- lendis 1990–93, var verslunarfulltrúi sendiráðs Svíþjóðar 1993–96, þýð- andi og fulltrúi í sendiráði Finnlands 1997–98. Þá hefur hann unnið ýmis ráðgjafarstörf í útlöndum og starfaði við leiðsögn ferðamanna hér á landi og í öðrum löndum. Eftir Friðrik liggja fjölmargar blaðagreinar um margþætt málefni auk einnar barnabókar/ferðabók- ar. Hann vinnur nú að ritun spennu- sagnarbókar með pólitísku, sögulegu- og alþjóðlegu ívafi. Fjölskylda Eiginkona Friðriks er Jóhanna Jó- hannsdóttir, f. 3.8. 1962, tanntæknir. Foreldrar hennar eru Ragna Skagfjörð Bjarnadóttir húsmóðir og Jóhann Viðar Þór Aðalbjörnsson húsgagna- smiður. Dætur Friðriks og Jóhönnu eru Júlía, f. 15.3. 1994, nemi í Verslunar- skóla Íslands; Ragna, f. 29.11. 1996. Sonur Friðriks og Guðrúnar Þor- varðardóttur er Vilhjálmur Goði Frið- riksson, f. 1.11. 1972, starfar við leið- sögn og tónlist, búsettur í Reykjavík, en sambýliskona hans er Sigrún Elsa Smáradóttir og eiga þau saman dótt- urina Guðrúnu Gígju en Vilhjálmur á soninn Finnboga frá fyrri sambúð. Dóttir Friðriks og Jóhönnu Hall- dóru Sveinsdóttur er Hanna Frið- riksdóttir, f. 16.4. 1970, óperusöng- kona, búsett á Ítalíu og kennir söng og píanóleik og sinnir ritstörfum en hennar maður er Jónas Þorbjarnar- son ljóðskáld. Systkini Friðriks eru Elísabet, f. 19.4. 1955, leklistargagnrýnandi og kennari, búsett í Reykjavík en henn- ar maður er Þorvaldur Friðriksson fréttamaður; Hólmsteinn, f. 18.11. 1962, blikksmíðameistari, búsettur í Reykjavík; Helga, f. 25.11.1965, vinn- ur við kvikmyndagerð, búsett í Stokk- hólmi í Svíþjóð; Hanna, f. 25.11. 1965, innanhússarkitekt, búsett á Ítalíu, gift Paolo Re arkitekt. Foreldrar Friðriks eru Anders Ás- mundur Friðriksson Brekkan, f. 11.5. 1926, læknir, og Ólöf Helga Sigurðar- dóttir, f. 22.11. 1928, tannréttingarsér- fræðingur. 68 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 20.–26. apríl 2011 Páskablað Hrafn fæddist í Gimli á Bernhöft-storfunni í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1950, lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1958, stundaði sér- nám í undirstöðuatriðum og hagnýt- ingu geislavirkra ísótópa í Bandaríkj- unum frá 1964–65, öðlaðist almennt lækningaleyfi árið 1966 og sérfræð- ingaleyfi í líffærameinafræði á Íslandi 1966 og í Bandaríkjunum 1967. Hrafn var aðstoðarlæknir á Kleppsspítala, staðgengill héraðs- læknisins í Ísafjarðarhéraði 1958 og samtímis læknir við Sjúkrahúsið á Ísafirði, aðstoðarlæknir við Fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað 1958, kandídat á Landspítalanum 1958–59, á Slysavarðstofu Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur 1959, starfaði á Rann- sóknarstofu Háskólans í meinafræði 1959–60 og á Landspítalanum 1960. Hann var aðstoðarlæknir í Þýskalandi 1961–62 og í Houston í Texas 1962–65, var kennari í meinafræði við Albany Medical College of Union University í Albany í New York-ríki 1965–67, sér- fræðingur í meinafræði á Rannsókn- arstofu Háskóla Íslands og lektor í meinafræði við Háskóla Íslands 1967– 69, meinafræðingur við faraldsfræði- deild alþjóðarannsóknarstofnunar um krabbamein í Lyon í Frakklandi 1969–75, yfirlæknir krabbameins- skrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands 1975 og prófessor í heilbrigðisfræði við læknadeild Háskóla Íslands frá 1976. Þá sat hann í erfðafræðinefnd Háskóla Íslands um langt árabil og var formaður hennar 2004–2010. Hrafn sat í nefnd Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar 9. endurskoð- unar dánarmeinaskrárinnar 1970– 76, var formaður Nomesco-nefndar Íslands 1975–80, sat í Læknaráði frá 1976, var fulltrúi Íslands í norrænu samstarfsnefndinni um læknisfræði- rannsóknir á norðurslóð 1977–80, sat í Manneldisráði Íslands frá 1977. Hrafn var í deildarráði læknadeildar Háskóla Íslands 1978–80, í Commit- tee 8, Nutrition and Cancer of Com- mission IV, Diseases of Special Imp- ortance, the International Union of Nutritional Sciences 1980–90, var formaður siðamáladeildar Lækna- ráðs 1980–82 og frá 1997, sat í Can- cer Family Study Group frá 1982 og í stjórn Association of Nordic Cancer Registries frá stofnun 1984, í farsótta- nefnd heilbrigðisráðuneytisins (síðar Sóttvarnarráði) frá 1986, í alþjóða- samskiptanefnd Háskóla Íslands frá 1990 og sat í stjórn Evrópufélags um krabbameinsrannsóknir 1990–94. Einnig var Hrafn formaður stjórnar European Network of Cancer Regist- ries 1992–99, formaður Hins íslenska faraldsfræðifélags frá stofnun 1986– 95 og Samtaka um krabbameinsrann- sóknir á Íslandi frá stofnun, 1995–99. Fjölskylda Hrafn kvæntist 27.12. 1951 Helgu Brynjólfsdóttir, f. 1.10. 1931, píanó- kennara. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Jóhannesson, f. 3.8. 1896, d. 8.4.1975, leikari og bankaritari í Reykjavík, og k.h., Guðný Helgadóttir, f. 11.8. 1897, d. 20.7. 1994, húsfreyja. Börn Hrafns og Helgu eru Már, f. 29.7. 1953, prófessor í barnalækning- um við Uppsalaháskóla en kona hans er Elínbjört Kristjana Hermannsdótt- ir, f. 30.1.1954, uppeldisfræðingur og eiga þau tvö börn, Nönnu og Loga; Torfi, f. 11.4. 1958, bókmenntafræð- ingur og prófessor við Háskóla Ís- lands, búsettur í Reykjavík en kona hans er Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 14.12. 1956, prófessor við Háskóla Íslands og eiga þau tvö börn, Kára og Sigríði; Þór, f. 22.6. 1959, leikari í Reykjavík og á hann tvær dætur, Örnu Sif og Freyju; Guðný Helga, f. 1.1. 1967, d. 17.6. 1986; Sif Margrét, f. 25.3. 1970, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, búsett í Reykjavík og er sonur hennar Hrafn. Foreldrar Hrafns voru Hallgrímur Axel Axelsson Tulinius, f. 14.2. 1896, d. 6.3. 1963, stórkaupmaður í Reykja- vík, og k.h., Margrét Jóhannsdóttir Tulinius, f. 28.3. 1904, d. 20.2. 1970, húsfreyja í Reykjavík. Ætt Hallgrímur Axel var sonur Ax- els ValdimarsTulinius, sýslumanns Múlasýslna á Eskifirði, alþm. og síðar fyrsta forstjóra Sjóvár, og lögmanns í Reykjavík, en hann hafði lögmanns- stofu við Miðstræti, ásamt Sveini Björnssyni, fyrsta forseta Íslands. Þá var Axel Valdimar skátahöfðingi Ís- lands og fyrsti formaður ÍSÍ. Axel Valdimar var sonur Carls Daniels Tul- inius, kaupmanns á Eskifirði, og k.h., Guðrúnar, systur Þrúðar, langömmu Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgun- blaðsins. Guðrún var dóttir Þórarins, prófasts á Hofi í Álftafirði Erlendsson- ar, og Guðnýjar Benediktsdóttur, pr. á Skorrastöðum Þorsteinssonar. Móðir Hallgríms Axels var Guð- rún, systir Friðriks dómprófasts. Guðrún var dóttir Hallgríms bisk- ups, bróður Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta og Ólafs Björns- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins, afa Ólafs B. Thors, fyrrv. forstjóra Sjó- vár. Bróðir Hallgríms biskups var Sveinn, afi Jóns Gunnars Zoëga hrl. Hálfsystir Hallgríms biskups var Sig- ríður, móðir Haraldar Níelssonar guðfræðiprófessors, föður Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Sigríður var auk þess langamma Hallgríms tón- skálds og Sigurðar, fyrrv. stjórnarfor- manns Flugleiða Helgasona, sem og langamma Sturlu Friðrikssonar, fyrrv. formanns Erfðafræðinefndar HÍ. Hallgrímur biskup var sonur Sveins, prófasts á Staðastað Níelssonar. Margrét var systir Maríu, móð- ur Einars Odds Kristjánssonar alþm. Margrét var dóttir Jóhanns Lúthers, prófasts á Hólmum, bróður Sigríð- ar, ömmu Gunnlaugs Finnssonar, alþm. á Hvilft, og Hjálmars, forstjóra Áburðarverksmiðjunnar. Jóhann var sonur Sveinbjarnar, b. í Skáleyjum Magnússonar, b. í Hvallátrum Einars- sonar, bróður Eyjólfs eyjajarls. Móðir Jóhanns var María Jónsdóttir, systir Sesselju, móður skáldanna Herdís- ar og Ólínu Andrésdætra og Maríu Andrésdóttur í Stykkishólmi og einn- ig systir Sigríðar, móður Björns Jóns- sonar ráðherra, föður Sveins forseta. Móðir Margrétar var Guðrún, systir Sigríðar, móður Esra læknis og Maríu Pétursdóttur, fyrrv. formanns Hjúkrunarfélags Íslands. Bróðir Guð- rúnar var Ásgeir, faðir Haralds, for- stjóra Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnarins, og Önundar, fyrrv. forstjóra Olís, föður Ragnars, forstjóra. Guðrún var dóttir Torfa, kaupmanns, skipstjóra og stýrimannaskólastjóra á Ísafirði og Flateyri Halldórssonar, og Maríu Össurardóttur, b. í Súðavík Magnússonar, b. í Bæ í Súgandafirði Guðmundssonar. Hrafn Tulinius Læknir og prófessor emeritus Friðrik Ásmundsson Brekkan Leiðsögumaður 80 ára á miðvikudag 60 ára á skírdag FFannar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Selárskóla og Hlíðaskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og lauk BSc-prófum sem iðnaðartæknifræð- ingur frá Háskólanum í Reykjavík. Fannar var verkefnastjóri hjá Suð- urlist 2008–2009 en hefur síðan starf- að hjá Vodafone. Fannar æfði og keppti í handbolta með Val í öllum yngri flokkum og með meistaraflokki félagsins og síðan með meistaraflokki ÍR í fjögur ár. Hann lék síðan með danska liðinu Fredericia HK á árunum 2005–2008. Fannar varð bikarmeistari með ÍR 2005. Þá lék hann um fimmtíu ung- lingalandsleiki og fjóra A-landsleiki. Fjölskylda Eiginkona Fannars er Árný Björg Ís- berg, f. 3.4. 1981, innkaupastjóri. Börn Fannars og Árnýjar Bjargar eru Dagur Leó Fannarsson, f. 30.7. 2007; Kristún Lilja Fannarsdóttir, f. 25.7. 2010. Systir Fannars er Kristín Fönn Þor- björnsdóttir, f. 17.9. 1972, lyfjafræð- ingur í Kópavogi. Foreldrar Fannars eru Þorbjörn Jón Jensson, f. 7.9. 1953, forstöðu- maður og einn þekktasti handknatt- leiksmaður þjóðarinnar og fyrrv. landsliðsþjálfari, og Guðrún Ósk Kristinsdóttir, f. 18.5. 1954, bókhald- ari. Fannar Örn Birgisson Deildarstjóri hjá Vodafone 30 ára á laugardag Berglind fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð og ólst þar upp. Hún var í Grunnskólanum á Þingeyri, stundaði nám við Menntaskólann á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austur- lands, lauk stúdentsprófi við frum- greinadeild Háskólans í Reykjavík og stundar nú nám til kennararéttinda við Háskólann á Akureyri. Berglind var í fiskvinnslu á ung- lingsárunum hjá Rauðsíðu á Þingeyri, var stuðningsfulltrúi við Grunnskól- ann á Þingeyri og hefur starfað hjá ÁTVR frá 2007, fyrst á Ísafirði og síðan á Akureyri. Fjölskylda Börn Berglindar eru Þorgerður Hlín Gunnlaugsdóttir, f. 3.1. 2000; Hrannar Breki Gunnlaugsson, f. 30.9. 2002. Systkini Berg- lindar eru Eyrún Harpa Hlynsdótt- ir, f. 19.10. 1978, MA í líftækni og nemi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri; Arnþór Ingi Hlynsson, f. 20.5. 1988, starfsmaður við kalkþör- ungaverksmiðjuna á Bíldudal. Foreldrar Berglindar eru Gróa Bjarnadóttir, f. 11.5. 1958, húsfreyja í Hvítuhlíð í Bitrufirði á Ströndum, og Hlynur Aðalsteinsson, f. 15.11. 1956, bæjarstarfsmaður Vesturbyggðar á Bíldudal. Berglind Hrönn Hlynsdóttir Starfsmaður ÁTVR og háskólanemi á Akureyri 30 ára á miðvikudag Ingvar fæddist á Akureyri og ólst þar upp til þrettán ára aldurs en síðan á Dalvík. Hann var í Glerárskóla og Dalvíkurskóla, stundaði nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og lauk prófi til 30 tonna skipstjórnar- réttinda frá Stýrimannaskólanum á Dalvík. Ingvar hefur verið til sjós frá sextán ára aldri, lengst af á bátum hjá Sam- herja. Hann er nú skipstjóri á eigin bát, Straumi EA 18. Fjölskylda Eiginkona Ingvars er Hildur Magnús dóttir, f. 30.11. 1986, snyrti- fræðingur með snyrtistofuna Ílit á Dalvík. Börn Ingvars og Hildar eru Alex- andra Líf Ingvarsdóttir, f. 14.5. 2005; Guðmundur Árni Ingvarsson, f. 10.11. 2007; Karitas Ingvarsdóttir, f. 23.12. 2009. Bræður Ingvars eru Jónas Óskars- son, f. 12.6. 1987, rafvirki hjá Ljósgjaf- anum á Akureyri; Óskar Óskarsson, f. 9.3. 1991, húsasmiður á Akureyri. Foreldrar Ingvars eru Óskar Árna- son, f. 30.11. 1957, eigandi Steypu- stöðvarinnar á Dalvík, og Ásdís Jón- asdóttir, f. 17.11. 1961, bókhaldari og starfsmaður Sjóvár á Dalvík. Ingvar Þór Óskarsson Aflaskipstjóri á Dalvík 30 ára á skírdag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.