Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 68
Friðrik fæddist í Reykjavík en ólst upp bæði hér á landi og í Svíþjóð. Grunnskólaganga var í Halms- tad í Svíþjóð, Gautaborg, Hlíða- skóla og Vogaskóla. Hann stundaði framhaldsnám við Menntaskólann í Reykjavík 1966–69, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1972, sótti ýmis námskeið við Háskóla Íslands og Háskólann í Gautaborg sem og námskeið í almannatengslum og fjölmiðlun í Washington D.C. í Bandaríkjunum og í Svíþjóð. Friðrik var túlkur og þýðandi í Sví- þjóð 1978–79 og hefur sinnt ýmsum störfum í ferðaþjónustu, hér á landi og erlendis. Hann var félagsmálastjóri Sauðárkrókskaupstaðar 1979–82, blaðafulltrúi hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna 1982–89, starfaði er- lendis 1990–93, var verslunarfulltrúi sendiráðs Svíþjóðar 1993–96, þýð- andi og fulltrúi í sendiráði Finnlands 1997–98. Þá hefur hann unnið ýmis ráðgjafarstörf í útlöndum og starfaði við leiðsögn ferðamanna hér á landi og í öðrum löndum. Eftir Friðrik liggja fjölmargar blaðagreinar um margþætt málefni auk einnar barnabókar/ferðabók- ar. Hann vinnur nú að ritun spennu- sagnarbókar með pólitísku, sögulegu- og alþjóðlegu ívafi. Fjölskylda Eiginkona Friðriks er Jóhanna Jó- hannsdóttir, f. 3.8. 1962, tanntæknir. Foreldrar hennar eru Ragna Skagfjörð Bjarnadóttir húsmóðir og Jóhann Viðar Þór Aðalbjörnsson húsgagna- smiður. Dætur Friðriks og Jóhönnu eru Júlía, f. 15.3. 1994, nemi í Verslunar- skóla Íslands; Ragna, f. 29.11. 1996. Sonur Friðriks og Guðrúnar Þor- varðardóttur er Vilhjálmur Goði Frið- riksson, f. 1.11. 1972, starfar við leið- sögn og tónlist, búsettur í Reykjavík, en sambýliskona hans er Sigrún Elsa Smáradóttir og eiga þau saman dótt- urina Guðrúnu Gígju en Vilhjálmur á soninn Finnboga frá fyrri sambúð. Dóttir Friðriks og Jóhönnu Hall- dóru Sveinsdóttur er Hanna Frið- riksdóttir, f. 16.4. 1970, óperusöng- kona, búsett á Ítalíu og kennir söng og píanóleik og sinnir ritstörfum en hennar maður er Jónas Þorbjarnar- son ljóðskáld. Systkini Friðriks eru Elísabet, f. 19.4. 1955, leklistargagnrýnandi og kennari, búsett í Reykjavík en henn- ar maður er Þorvaldur Friðriksson fréttamaður; Hólmsteinn, f. 18.11. 1962, blikksmíðameistari, búsettur í Reykjavík; Helga, f. 25.11.1965, vinn- ur við kvikmyndagerð, búsett í Stokk- hólmi í Svíþjóð; Hanna, f. 25.11. 1965, innanhússarkitekt, búsett á Ítalíu, gift Paolo Re arkitekt. Foreldrar Friðriks eru Anders Ás- mundur Friðriksson Brekkan, f. 11.5. 1926, læknir, og Ólöf Helga Sigurðar- dóttir, f. 22.11. 1928, tannréttingarsér- fræðingur. 68 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 20.–26. apríl 2011 Páskablað Hrafn fæddist í Gimli á Bernhöft-storfunni í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla Íslands vorið 1950, lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1958, stundaði sér- nám í undirstöðuatriðum og hagnýt- ingu geislavirkra ísótópa í Bandaríkj- unum frá 1964–65, öðlaðist almennt lækningaleyfi árið 1966 og sérfræð- ingaleyfi í líffærameinafræði á Íslandi 1966 og í Bandaríkjunum 1967. Hrafn var aðstoðarlæknir á Kleppsspítala, staðgengill héraðs- læknisins í Ísafjarðarhéraði 1958 og samtímis læknir við Sjúkrahúsið á Ísafirði, aðstoðarlæknir við Fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað 1958, kandídat á Landspítalanum 1958–59, á Slysavarðstofu Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur 1959, starfaði á Rann- sóknarstofu Háskólans í meinafræði 1959–60 og á Landspítalanum 1960. Hann var aðstoðarlæknir í Þýskalandi 1961–62 og í Houston í Texas 1962–65, var kennari í meinafræði við Albany Medical College of Union University í Albany í New York-ríki 1965–67, sér- fræðingur í meinafræði á Rannsókn- arstofu Háskóla Íslands og lektor í meinafræði við Háskóla Íslands 1967– 69, meinafræðingur við faraldsfræði- deild alþjóðarannsóknarstofnunar um krabbamein í Lyon í Frakklandi 1969–75, yfirlæknir krabbameins- skrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands 1975 og prófessor í heilbrigðisfræði við læknadeild Háskóla Íslands frá 1976. Þá sat hann í erfðafræðinefnd Háskóla Íslands um langt árabil og var formaður hennar 2004–2010. Hrafn sat í nefnd Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar 9. endurskoð- unar dánarmeinaskrárinnar 1970– 76, var formaður Nomesco-nefndar Íslands 1975–80, sat í Læknaráði frá 1976, var fulltrúi Íslands í norrænu samstarfsnefndinni um læknisfræði- rannsóknir á norðurslóð 1977–80, sat í Manneldisráði Íslands frá 1977. Hrafn var í deildarráði læknadeildar Háskóla Íslands 1978–80, í Commit- tee 8, Nutrition and Cancer of Com- mission IV, Diseases of Special Imp- ortance, the International Union of Nutritional Sciences 1980–90, var formaður siðamáladeildar Lækna- ráðs 1980–82 og frá 1997, sat í Can- cer Family Study Group frá 1982 og í stjórn Association of Nordic Cancer Registries frá stofnun 1984, í farsótta- nefnd heilbrigðisráðuneytisins (síðar Sóttvarnarráði) frá 1986, í alþjóða- samskiptanefnd Háskóla Íslands frá 1990 og sat í stjórn Evrópufélags um krabbameinsrannsóknir 1990–94. Einnig var Hrafn formaður stjórnar European Network of Cancer Regist- ries 1992–99, formaður Hins íslenska faraldsfræðifélags frá stofnun 1986– 95 og Samtaka um krabbameinsrann- sóknir á Íslandi frá stofnun, 1995–99. Fjölskylda Hrafn kvæntist 27.12. 1951 Helgu Brynjólfsdóttir, f. 1.10. 1931, píanó- kennara. Foreldrar hennar voru Brynjólfur Jóhannesson, f. 3.8. 1896, d. 8.4.1975, leikari og bankaritari í Reykjavík, og k.h., Guðný Helgadóttir, f. 11.8. 1897, d. 20.7. 1994, húsfreyja. Börn Hrafns og Helgu eru Már, f. 29.7. 1953, prófessor í barnalækning- um við Uppsalaháskóla en kona hans er Elínbjört Kristjana Hermannsdótt- ir, f. 30.1.1954, uppeldisfræðingur og eiga þau tvö börn, Nönnu og Loga; Torfi, f. 11.4. 1958, bókmenntafræð- ingur og prófessor við Háskóla Ís- lands, búsettur í Reykjavík en kona hans er Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 14.12. 1956, prófessor við Háskóla Íslands og eiga þau tvö börn, Kára og Sigríði; Þór, f. 22.6. 1959, leikari í Reykjavík og á hann tvær dætur, Örnu Sif og Freyju; Guðný Helga, f. 1.1. 1967, d. 17.6. 1986; Sif Margrét, f. 25.3. 1970, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, búsett í Reykjavík og er sonur hennar Hrafn. Foreldrar Hrafns voru Hallgrímur Axel Axelsson Tulinius, f. 14.2. 1896, d. 6.3. 1963, stórkaupmaður í Reykja- vík, og k.h., Margrét Jóhannsdóttir Tulinius, f. 28.3. 1904, d. 20.2. 1970, húsfreyja í Reykjavík. Ætt Hallgrímur Axel var sonur Ax- els ValdimarsTulinius, sýslumanns Múlasýslna á Eskifirði, alþm. og síðar fyrsta forstjóra Sjóvár, og lögmanns í Reykjavík, en hann hafði lögmanns- stofu við Miðstræti, ásamt Sveini Björnssyni, fyrsta forseta Íslands. Þá var Axel Valdimar skátahöfðingi Ís- lands og fyrsti formaður ÍSÍ. Axel Valdimar var sonur Carls Daniels Tul- inius, kaupmanns á Eskifirði, og k.h., Guðrúnar, systur Þrúðar, langömmu Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgun- blaðsins. Guðrún var dóttir Þórarins, prófasts á Hofi í Álftafirði Erlendsson- ar, og Guðnýjar Benediktsdóttur, pr. á Skorrastöðum Þorsteinssonar. Móðir Hallgríms Axels var Guð- rún, systir Friðriks dómprófasts. Guðrún var dóttir Hallgríms bisk- ups, bróður Elísabetar, móður Sveins Björnssonar forseta og Ólafs Björns- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins, afa Ólafs B. Thors, fyrrv. forstjóra Sjó- vár. Bróðir Hallgríms biskups var Sveinn, afi Jóns Gunnars Zoëga hrl. Hálfsystir Hallgríms biskups var Sig- ríður, móðir Haraldar Níelssonar guðfræðiprófessors, föður Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Sigríður var auk þess langamma Hallgríms tón- skálds og Sigurðar, fyrrv. stjórnarfor- manns Flugleiða Helgasona, sem og langamma Sturlu Friðrikssonar, fyrrv. formanns Erfðafræðinefndar HÍ. Hallgrímur biskup var sonur Sveins, prófasts á Staðastað Níelssonar. Margrét var systir Maríu, móð- ur Einars Odds Kristjánssonar alþm. Margrét var dóttir Jóhanns Lúthers, prófasts á Hólmum, bróður Sigríð- ar, ömmu Gunnlaugs Finnssonar, alþm. á Hvilft, og Hjálmars, forstjóra Áburðarverksmiðjunnar. Jóhann var sonur Sveinbjarnar, b. í Skáleyjum Magnússonar, b. í Hvallátrum Einars- sonar, bróður Eyjólfs eyjajarls. Móðir Jóhanns var María Jónsdóttir, systir Sesselju, móður skáldanna Herdís- ar og Ólínu Andrésdætra og Maríu Andrésdóttur í Stykkishólmi og einn- ig systir Sigríðar, móður Björns Jóns- sonar ráðherra, föður Sveins forseta. Móðir Margrétar var Guðrún, systir Sigríðar, móður Esra læknis og Maríu Pétursdóttur, fyrrv. formanns Hjúkrunarfélags Íslands. Bróðir Guð- rúnar var Ásgeir, faðir Haralds, for- stjóra Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnarins, og Önundar, fyrrv. forstjóra Olís, föður Ragnars, forstjóra. Guðrún var dóttir Torfa, kaupmanns, skipstjóra og stýrimannaskólastjóra á Ísafirði og Flateyri Halldórssonar, og Maríu Össurardóttur, b. í Súðavík Magnússonar, b. í Bæ í Súgandafirði Guðmundssonar. Hrafn Tulinius Læknir og prófessor emeritus Friðrik Ásmundsson Brekkan Leiðsögumaður 80 ára á miðvikudag 60 ára á skírdag FFannar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Selárskóla og Hlíðaskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og lauk BSc-prófum sem iðnaðartæknifræð- ingur frá Háskólanum í Reykjavík. Fannar var verkefnastjóri hjá Suð- urlist 2008–2009 en hefur síðan starf- að hjá Vodafone. Fannar æfði og keppti í handbolta með Val í öllum yngri flokkum og með meistaraflokki félagsins og síðan með meistaraflokki ÍR í fjögur ár. Hann lék síðan með danska liðinu Fredericia HK á árunum 2005–2008. Fannar varð bikarmeistari með ÍR 2005. Þá lék hann um fimmtíu ung- lingalandsleiki og fjóra A-landsleiki. Fjölskylda Eiginkona Fannars er Árný Björg Ís- berg, f. 3.4. 1981, innkaupastjóri. Börn Fannars og Árnýjar Bjargar eru Dagur Leó Fannarsson, f. 30.7. 2007; Kristún Lilja Fannarsdóttir, f. 25.7. 2010. Systir Fannars er Kristín Fönn Þor- björnsdóttir, f. 17.9. 1972, lyfjafræð- ingur í Kópavogi. Foreldrar Fannars eru Þorbjörn Jón Jensson, f. 7.9. 1953, forstöðu- maður og einn þekktasti handknatt- leiksmaður þjóðarinnar og fyrrv. landsliðsþjálfari, og Guðrún Ósk Kristinsdóttir, f. 18.5. 1954, bókhald- ari. Fannar Örn Birgisson Deildarstjóri hjá Vodafone 30 ára á laugardag Berglind fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð og ólst þar upp. Hún var í Grunnskólanum á Þingeyri, stundaði nám við Menntaskólann á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austur- lands, lauk stúdentsprófi við frum- greinadeild Háskólans í Reykjavík og stundar nú nám til kennararéttinda við Háskólann á Akureyri. Berglind var í fiskvinnslu á ung- lingsárunum hjá Rauðsíðu á Þingeyri, var stuðningsfulltrúi við Grunnskól- ann á Þingeyri og hefur starfað hjá ÁTVR frá 2007, fyrst á Ísafirði og síðan á Akureyri. Fjölskylda Börn Berglindar eru Þorgerður Hlín Gunnlaugsdóttir, f. 3.1. 2000; Hrannar Breki Gunnlaugsson, f. 30.9. 2002. Systkini Berg- lindar eru Eyrún Harpa Hlynsdótt- ir, f. 19.10. 1978, MA í líftækni og nemi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri; Arnþór Ingi Hlynsson, f. 20.5. 1988, starfsmaður við kalkþör- ungaverksmiðjuna á Bíldudal. Foreldrar Berglindar eru Gróa Bjarnadóttir, f. 11.5. 1958, húsfreyja í Hvítuhlíð í Bitrufirði á Ströndum, og Hlynur Aðalsteinsson, f. 15.11. 1956, bæjarstarfsmaður Vesturbyggðar á Bíldudal. Berglind Hrönn Hlynsdóttir Starfsmaður ÁTVR og háskólanemi á Akureyri 30 ára á miðvikudag Ingvar fæddist á Akureyri og ólst þar upp til þrettán ára aldurs en síðan á Dalvík. Hann var í Glerárskóla og Dalvíkurskóla, stundaði nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og lauk prófi til 30 tonna skipstjórnar- réttinda frá Stýrimannaskólanum á Dalvík. Ingvar hefur verið til sjós frá sextán ára aldri, lengst af á bátum hjá Sam- herja. Hann er nú skipstjóri á eigin bát, Straumi EA 18. Fjölskylda Eiginkona Ingvars er Hildur Magnús dóttir, f. 30.11. 1986, snyrti- fræðingur með snyrtistofuna Ílit á Dalvík. Börn Ingvars og Hildar eru Alex- andra Líf Ingvarsdóttir, f. 14.5. 2005; Guðmundur Árni Ingvarsson, f. 10.11. 2007; Karitas Ingvarsdóttir, f. 23.12. 2009. Bræður Ingvars eru Jónas Óskars- son, f. 12.6. 1987, rafvirki hjá Ljósgjaf- anum á Akureyri; Óskar Óskarsson, f. 9.3. 1991, húsasmiður á Akureyri. Foreldrar Ingvars eru Óskar Árna- son, f. 30.11. 1957, eigandi Steypu- stöðvarinnar á Dalvík, og Ásdís Jón- asdóttir, f. 17.11. 1961, bókhaldari og starfsmaður Sjóvár á Dalvík. Ingvar Þór Óskarsson Aflaskipstjóri á Dalvík 30 ára á skírdag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.