Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 72

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 72
72 | Lífsstíll 20.–26. apríl 2011 Páskablað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun igríður Heim­ isdóttir nam iðnhönnun við Istituto Europeo di Design og Domus Aca­ demy í Mílanó og út­ skrifaðist með meist­ arapróf árið 2000. Hún vann hér heima um tíma og árið 2001 flutti hún til Svíþjóðar þar sem henni bauðst starf hjá IKEA þar sem hún hannaði fjöldann all­ an af hlutum og sá um samstarf fyrirtækisins við hönnunarskóla í ýmsum löndum. Hún vann hjá IKEA í átta ár eða þar til henni bauðst starf hönnunar­ stjóra hjá danska hús­ gagnaframleiðslufyrir­ tækinu Fritz Hansen; en það fyrirtæki fram­ leiðir meðal annars stólana eggið og svan­ inn sem margir þekkja. „Mér fannst tími til kominn að stofna mitt eigið fyrirtæki þegar ég var búin að vinna hjá Fritz Hansen í eitt og hálft ár en eftir að ég hætti hjá IKEA fékk ég mikið af fyrirspurnum frá hinum ýmsu fyrir­ tækjum um hvort ég gæti unnið fyrir þau. Ég er svo mikið á ferðinni að það er ekki raunhæft að ég sé ein að gera alla þessa hluti og fylgja þeim eftir. Í staðinn fyrir að ráða fólk þá held ég góðu sambandi við vissa hönnuði sem ég hef unnið með í gegnum tíðina og vinn verkefni með þeim. Það er til dæmis best að vera í samstarfi við hönnuði í Svíþjóð þegar ég vinn verkefni fyrir sænska aðila sem geta þá litið á prótótýp­ ur eða farið yfir teikn­ ingar.“ Sigríður er með vinnustofu í Reykjavík og Malmö og fer hún yfirleitt til Svíþjóðar einu sinni í mánuði og dvelur þar í um viku. Þess á milli fer hún stundum líka til ann­ arra landa svo sem til að fylgja framleiðsl­ unni á hönnun sinni eftir og til að halda fyr­ irlestra og vinna með hönnunarskólum víða um heim. LABLAND/SIGGA HEIMIS hefur með­ al annars unnið fyr­ ir IKEA, Fritz Hansen, Mio, Vitra Design Mus­ eum, ALC India, Kabe, Jensen og Indiska. Einfaldleikinn Sigríður hefur í gegn­ um tíðina einbeitt sér að hönnun hluta fyrir heimilið hvort sem það eru smáhlutir eða hús­ gögn og svo hefur hún líka hannað leikföng. Hún fær hugmynd­ ir víða að. Stundum hefur hún í huga hluti sem hún sjálf þarf á að halda og stundum fær hún hugmyndir á ferðalögum. „Mér finnst skipta miklu máli að hlutirnir séu einfaldir og tímalaus­ ir. Þeir eru oft einlitir eða með litlu mynstri. Það er mitt merki. Gæði eru mikilvæg þannig að hlutirnir endist. Það er ekki góð hönnun þótt útlits­ hönnunin sé falleg ef hluturinn er ekki kláraður almennilega. Það þarf að þróa vöruþróunarferlið til enda og umhverfismál eru mikilvæg. Einfald­ leikinn á líka við um framleiðsluna og þegar flytja á vöruna á milli landa. Mér finnst einfaldleikinn vera lykill að svo mörgu.“ Hún segir að metnaður góðs iðn­ hönnuðar sé að framleiða hluti sem eru betri en þeir sem þegar eru til staðar. Sigríður segir að því fylgi mik­ ið samstarf að hanna og framleiða hluti. „Þegar ég teikna þarf ég að fara eftir lögmálum framleiðslunnar og verðviðmiðun markaðsfræðinnar. Maður fær heilmikil tækifæri ef mað­ ur er tilbúinn til að vera samstarfs­ fús og er opinn, sveigjanlegur, for­ vitinn og hlustar á aðra. Það þarf líka að vera þrjóskur en það þýðir ekki að vera nein prímadonna. Það þýðir ekkert að gefast upp þótt einhver segi „nei“ en það þýðir að það býður eft­ ir manni „já“ einhvers staðar annars staðar. Maður þarf að trúa dálítið á sjálfan sig.“ Nýjungar á döfinni Það má segja að starf Sigríðar hjá IKEA og síðar Fritz Hansen hafi haft þau áhrif að hún hefur einbeitt sér að hönnun sem tengist heimilinu. Hún segist alveg geta hugsað sér að hanna íþróttahluti, hluti fyrir fatlaða og rafmagnstæki. LABLAND/SIGGA HEIMIS er að fara að hanna hjólhýsi ætlað barnafjölskyldum. „Við hjónin leigðum einu sinni hjólhýsi og urð­ um alveg „hooked“. Ég er spennt fyr­ ir að gera eitthvað nýtt. Ég er búin að teikna svo marga kertastjaka sem er skemmtilegt en það er gaman að tak­ ast á við nýja hluti.“ Hugmyndin er að hanna fleira sem tengist útivist svo sem útivistarbúnað og hluti tengda íþróttum. Þegar viðtalið var tekið hafði Sig­ ríður komið frá Svíþjóð daginn áður. Stuttu síðar fór hún til Istanbul í Tyrklandi en Vitra­hönnunarsafnið bauð henni að taka þar þátt í hring­ borðsumræðum. Eiginmaðurinn, sem er sænsk­ ur verkfræðingur, vinnur með Sig­ ríði auk þess að starfa hjá nýsköp­ unarfyrirtæki hér á landi. Börnin eru þrjú, auk þess sem hann á tvo syni sem búa í Svíþjóð, og segir Sigríður að þau geri ráð fyrir að fá sér au­pair. Vinnudagurinn er oft langur, oft er unnið fram eftir kvöldi og um helgar. Hjónin kynntust í Svíþjóð en eig­ inmaðurinn vann hjá IKEA. Hönnun er þeirra aðaláhugamál. „Við gefum hvort öðru gjafir sem tengjast hönn­ un svo sem ýmis verkfæri. Ég hef til dæmis gefið honum rennibekk og við leitum stundum að hönnunar­ bókum sem okkar langar í. Það er ótrúleg heppni að lenda á maka sem er líka svona áhugasamur um hönn­ un þannig að við erum saman í þessu á fullu.“ Svava Jónsdóttir og hjólhýsi Kertastjakar Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður er flutt heim eftir að hafa um árabil unnið hjá IKEA og síðar hjá Fritz Hansen. Hún einbeitir sér að fyrirtæki sínu LA- BLAND/SIGGA HEIMIS og hannar fyrir ýmis alþjóðleg fyrirtæki auk þess að halda fyrirlestra í erlendum hönnunarskólum. S Systurnar Rebekka og Katrín Alda ánægðar: Rjúfland í verslanir í maí Systurnar Rebekka og Katrín Alda Rafnsdætur hanna saman undir heitinu KALDA og reka einnig versl­ unina Einveru á Laugavegi. Verslunin Liberties í London hef­ ur gert samn­ ing við hönn­ unarmerkið KALDA um sölu á nýrri línu þeirra. Liberty­ verslunin var stofnuð árið 1875 og þykir einstaklega spennandi heim að sækja. Hún var enda valin besta verslunin í London árið 2010 af Time Out Magazine. Það hefur verið nóg að gera hjá þeim systrum en þær tóku þátt í CPH Vision sem hald­ in var í tengslum við tískuvikuna í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar. Í kjölfarið fengu þær samninginn við Liberty. Samningurinn er að sögn Katrínar Öldu fremur stór í sniðum og þær hafa ekki undan að framleiða föt úr nýju línunni sem kallast Rjúfl­ and. „Við höfum haft nóg að gera síðustu mánuði, bæði við sýninga­ hald og kynningu og nú erum við á kafi í framleiðslu á flíkunum.“ Ný lína þeirra systra hefur hlotið mikla at­ hygli og þeim gekk afar vel á Reykja­ vik Fashion Festival, þær völdu að ganga fremur langt og sýningin var bæði myrk og hæg sem hentaði flík­ unum vel. „Við vissum ekki hvort það myndi ganga upp en getum verið ánægðar með viðtökurnar,“ segir Katrín Alda. Rjúfland mun einnig fást í verslun þeirra systra, Einveru, á Laugavegi. MyNdiR: SAgA SiguRðARdóttiR StíliSti: ElliE gRAcE cuMMiNg FöRðuN: lucy BRidgE FyRiRSætA: RoRy MANNiNg/PRoFilE ModElS Hönnun eftir Siggu Starfaði um árabil hjá IKEA og Fritz Hansen. Sigríður Heimisdóttir „Mér finnst skipta miklu máli að hlutirnir séu einfaldir og tímalausir. Þeir eru oft einlitir eða með litlu mynstri. Það er mitt merki.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.