Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 78

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 78
78 | Lífsstíll 20.–26. apríl 2011 Páskablað Lítill vatnavinur Hið skapandi teymi Jamin Puech býr til undurfallegar töskur. Þessi er sér- staklega skemmtileg í líki lítils fisks. Fyrir draumlyndar konur sem mara stundum undir yfirborðinu. Þessi taska og fleiri úr smiðju þessara snillinga fást í Kisunni á Laugavegi. Lítið á hönnunina á vefsíðunni: jamin-puech.com Létt og nær- andi litað dagkrem Raka– og dag- kremin frá Clinique þykja nokkuð góð. Rakakremið Moisture Surge hefur verið vinsælt meðal íslenskra kvenna. Það nærir vel án þess að vera feitt. Nú er komið litað dagkrem með sömu eiginleikum. Það nærir húðina og þekur jafnframt vel án þess að liggja of þungt á húðinni. Fullkomið til að létta á vetrardrunganum. Fallegur vorilmur Þær eru verulega fallegar umbúðirnar utan um nýja sumarilmvatnið frá Calvin Klein undir merkinu Eternity. Fallegt, gagnsætt blómamunstur, sem lýsir vel ilminum sem er léttur blómailmur með muskus-undirtónum sem hentar vel fyrir sumarið. Fagnaðarflögg Það er gaman að skreyta svolítið heima við um páskana. Þessi fagnaðarflögg eru afar einföld að gerð. Þú þarft aðeins skæri, lím, silkipappír og góðan streng til þess að útbúa þessa einföldu skreytingu. Góða skemmtun. Fimmtudagskvöldið 21. apríl kl. 20.00 sýna níu nemendur við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands lokaverkefni sín á tískusýn- ingu í Listasafni Reykjavíkur. Hönnuðirnir sem sýna verk sín eru Elsa María Blöndal, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Guðmundur Jörunds- son, Gyða Sigfinnsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Hjördís Gests- dóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigríður M. Sigur- jónsdóttir. Sýningin er afrakstur þriggja ára B.A. náms við Listahá- skólann og verða viðstaddir virtir er- lendir prófdómarar: Emily Harris frá Sonia Rykiel og Rikke Ruhwald sem unnið hefur fyrir Rykiel, Martine Sit- bon, Lacroix og fleiri til að meta verk nemenda. Viðburðurinn er hluti af út- skriftarsýningu nema við myndlist- ar-, hönnunar- og arkitektúrdeildir Listaháskóla Íslands, en laugardag- inn 23. apríl opnar sýning á verkum útskriftarnema í Hafnarhúsinu kl 14.00. Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá 10 til 17 og á fimmtudögum frá 10 til 20. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýning- arstjórar eru: Erling Klingenberg, Atli Hilmarsson og Hörður Lárusson. Elsa María Blöndal: 1. Hvernig myndir þú lýsa útskriftarverkefni þínu? „Útskriftarverkefnið mitt er spunnið upp úr dagdraumum mínum um eyðimerkur, dekadens, flauel og leður.“ 2. Hvaðan sækir þú þér innblástur? „Músík dregur mig oftast inn í annan og betri heim. Og hjá vinum mínum sem eru fullir af snilld. Veðrið veitir mér oft innblástur líka.“ 3. Hvert verður framhaldið eftir útskrift? „Almættið er með framhaldið í kollinum sínum.“ 4. Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl í nokkrum orðum? „Ekki hugsa bara gera list.“ Guðmundur Jörundsson: 1. Hvernig myndir þú lýsa útskriftarverkefni þínu? „Línan er herralína sem fangar bæði þokka og karl- mennsku.“ 2. Hvaðan sækir þú þér innblástur? „Innblástur fyrir línuna fékk ég úr nokkrum áttum. Ég rannsakaði mótorhjólaklæðnað, mongólska fatahefð og einnig notaði ég mikið af smáatriðum úr meistaraverkinu Hook. Karakterinn Rufio úr þeirri mynd hefur lengi verið í huga mér.“ 3. Hvert verður framhaldið eftir útskrift? „Ég mun starfa sem yfirhönnuður fyrir Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar ásamt því að taka á móti barni í haust.“ 4. Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl í nokkrum orðum? „ Virkilega, virkilega, virkilega, virkilega tilgerðarlegur.“ Gyða Sigfinnsdóttir: 1. Hvernig myndir þú lýsa útskriftarverkefni þínu? „Það er ákveðin svona sci-fi stemning í því, assymetría, form og framúrstefna í bland við stílhreint silki, prjón og rúskinn.“ 2. Hvaðan sækir þú þér innblástur? „Það er mjög misjafnt, fyrir þetta verkefni sótti ég mér innblástur í verk eftir Salvador Dalí, kvikmyndir á borð við Mad Max og skylmingar.“ 3. Hvert verður framhaldið eftir útskrift? „Það er í rauninni allt opið, mig langar til að læra meira og gera eitthvað skemmtilegt í tengslum við námið.“ 4. Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl í nokkrum orðum? „Svartur“ Gígja Ísis Guðjónsdóttir: 1. Hvernig myndir þú lýsa útskriftarverkefni þínu? „Ég er að gera skó og nærföt, litríka sumarlínu, formaða og flæðandi í senn.“ 2. Hvert verður framhaldið eftir útskrift? „Ég var fá úthlutuðum styrk úr Nýsköpunarsjóði náms- manna og fæ að halda áfram að þróa verkefnin mín.“ 3. Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl í nokkrum orðum? „Arkitektúr, vísindaskáldskapur, himinháir hælar.“ Sigríður M. Sigurjónsdóttir: 1. Hvernig myndir þú lýsa útskriftarverkefni þínu? „Ég er mest að vinna með textíl, lita öll efni sjálf og vinn aðeins lengra með þau. Sauma í þau og nýti mér alls kyns tækni í það. Ég er í samstarfi við Loðskinn á Sauðárkróki sem litar og vinnur skinn fyrir mig.“ 2. Hvaðan sækir þú þér innblástur? „Ég sæki innblástur minn í málverk eftir Alberto Abate sem er ítalskur listmálari og hefur verið einn af leiðandi listamönnum í svokölluðum anakrónisma stíl, Það þýðir í raun tímaskekkjustíll. Það er smá Alfreðs Flóka fílingur í þessu, svo það má segja að ég sé að sækja í hann líka. Einnig er ég með næntís dramatík og og náttúruleg form. Þetta er allt frekar mikið grunch. Ég er að taka viðkvæm efni og svolítið að rústa þeim.“ 3. Hvert verður framhaldið eftir útskrift? „Ég stefni á að halda áfram námi.“ 4. Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl í nokkrum orðum? „Ég get ekki svarað þessu.“ Hjördís Gestsdóttir: 1. Hvernig myndir þú lýsa útskriftarverkefni þínu? „Ég myndi lýsa því sem stílhreinu og undir áhrifum frá japanskri menningu.“ 2. Hvaðan sækir þú þér innblástur? „Það er svo rosalega misjafnt, núna frá Japan og svo frá alls konar efnisnotkun og flæði.“ 3. Hvert verður framhaldið eftir útskrift? „Það er vonandi starfsnám erlendis.“ 4. Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl í nokkrum orðum? „Stílhreinn, dökkur, efni og áferð.“ Halldóra Lísa Bjargardóttir: 1. Hvernig myndir þú lýsa útskriftarverkefni þínu? „Línan mín er innblásin af þjóðbúningum kvenna frá Sýrlandi, prjóni og laserskurði. Ég prjóna úr netagarni sem er litað og svo nota ég laserskorinn spón sem er festur á flíkurnar“ 2. Hvaðan sækir þú þér innblástur? „Alls staðar að, ég sanka að mér myndum úr blöðum, bókum og umhverfinu og frá framandi menningar- heimum. 3. Hvert verður framhaldið eftir útskrift? „Ég stefni á mastersnám í náinni framtíð“ 4. Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl í nokkrum orðum? „Bóhó með klassísku tvisti.“ Jenný Halla Lárusdóttir: 1. Hvernig myndir þú lýsa útskriftarverkefni þínu? „Þetta er prjónalína í grunninn, samtvinnast við föt úr venjulegum efnum.“ 2. Hvaðan sækir þú þér innblástur? „Aðallega frá suðuramerískum karnivalmyndum og úr gömlum prjónabókum og uppskriftum.“ 3. Hvert verður framhaldið eftir útskrift? „Það er alveg óráðið, mig langar í framhaldsnám í prjónahönnun.“ 4. Hvernig myndir þú lýsa eigin stíl í nokkrum orðum? „Fyrst og fremst litríkur.“ Signý Þórhallsdóttir: 1. Hvernig myndir þú lýsa útskriftarverkefni þínu? „Ég myndi lýsa því sem geómetrískum formum í bland við silki og siffon. Ég nota mikið tréperlur og handofin bómullarbönd.“ 2. Hvaðan sækir þú þér innblástur? „Ég sæki innblástur í gömul kúbísk málverk með geó- metrískum formum og til dýra.“ 3. Hvert verður framhaldið eftir útskrift? „Ég býst við því að ég sæki um starfsnám erlendis og sæki mér reynslu.“ Útskriftarnemendurnir segja hér frá helstu áherslum sínum Efnilegir fatahönnuðir Elsa María Blöndal Útskriftarverkefni Elsu er spunnið upp úr dagdraumum um eyðimerkur, dekadens, flauel og leður. Mynd róBErt rEyniSSon Guðmundur Jörundsson Guð- mundur mun starfa sem yfirhönn- uður fyrir Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar eftir útskrift. Mynd Hörður SvEinSSon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.