Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 8
8 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað Íslenskir nemendur eru lengi í skóla n Ísland neðarlega á lista OECD-ríkja Í slenskir nemendur eru eldri þegar þeir ljúka námi á framhaldsskóla- stigi en nemendur í öðrum OECD- ríkjum. Færri íslenskir nemendur brautskrást á réttum tíma miðað við lengd náms en gengur og gerist í hin- um ríkjunum. Þetta sýnir saman- burður á tölum frá nokkrum OECD- ríkjum sem Hagstofa Íslands birti á mánudag. Að meðaltali höfðu 68 prósent ný- nema á framhaldsskólastigi í OECD- ríkjum lokið námi á réttum tíma og tveimur árum eftir að námi átti að vera lokið hækkaði hlutfall braut- skráðra í 81 prósent. Ekki er þó alls staðar gert ráð fyrir sama tíma í námi en Ísland er með einna lengsta fram- haldsskólanám OECD-ríkjanna. Al- gengt er að lengd náms í löndunum sem borin eru saman við Ísland sé þrjú ár, en í sumum löndum er það tvö ár og í enn öðrum fjögur ár eins og á Íslandi. Í öllum OECD-ríkjunum sem hafa sambærileg gögn og Ísland eru fleiri konur en karlar sem ljúka námi á framhaldsskólastigi. Munurinn er þó talsvert meiri á Íslandi en annars staðar. Á Íslandi ljúka um 52 prósent kvenna námi á réttum tíma en aðeins 36 prósent karla. Í hinum OECD-ríkj- unum ljúka 73 prósent kvenna að meðaltali námi á réttum tíma en 63 prósent karla. Í samantekt Hagstofunnar kem- ur fram að haustið 2003 hafi verið skráðir 4.328 nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjór- um árum síðar hafi 44 prósent nem- endanna verið brautskráð úr námi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd en um 30 prósent nemend- anna hætt námi eða tekið sér hlé. Þetta eru sambærilegar tölur og voru árið 2002 en þá höfðu 45 prósent nemenda verið brautskráð fjórum árum eftir að nám hófst en nýnem- um fjölgaði um 346 á milli áranna. adalsteinn@dv.is Stálheppinn á Akureyri: Fékk stærsta vinning sögunnar Miðaeigandinn sem var með allar tölur réttar í síðasta útdrætti í Vík- ingalottóinu hefur gefið sig fram við Íslenska getspá. Sá heppni er fjölskyldumaður með uppkomin börn en hann keypti sér 5 raða sjálfvalsmiða í Olís við Glerá á Ak- ureyri fyrir 350 krónur. Vinningurinn er ekki af verri endanum enda fékk maðurinn rúmlega 107 milljónir króna í sinn hlut. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að manninum hafi brugðið þegar hann sá að hann væri með vinningsmiðann og þurfti fjölskyldan víst að fara oft yfir miðann til að trúa þessu. Maðurinn ætlar að láta fjöl- skylduna njóta góðs af stóra vinn- ingnum enda segir hann miðann vera eign allrar fjölskyldunnar. Eins og fram hefur komið er þetta í 20. skipti sem fyrsti vinn- ingur í Víkingalottóinu rennur hingað til lands og stærsti vinn- ingurinn til þessa í íslensku happadrætti. M ig langaði aðeins að koma því á framfæri að það eru rosalega margir og eflaust fleiri en maður gerir sér grein fyrir sem eiga erfitt.“ Svona hófst bréf sem blaðamaður fékk sent á mánudagskvöld frá ung- um hjónum á Suðurnesjum. Hjónin eru bæði undir þrítugu og eiga þrjú börn; átta, fjögurra og þriggja ára gömul. Þau eru búsett í Reykjanesbæ þar sem atvinnuástand hefur ver- ið alvarlegt og mikil fátækt. Þau eru bæði atvinnulaus. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til þeirra hjóna var ljóst á raddblæ þeirra að staðan er grafal- varleg og veldur þeim miklu hugar- angri. Þau vita ekki hvað þau eiga til bragðs að taka og segja að mikil skömm fylgi því að vera í þeirra spor- um. Leigusali þeirra vill að þau rými íbúðina sína í dag, 4. apríl. Hafa sótt um tvö hundruð störf „Ég er búin að vera atvinnulaus síð- an í ágúst, ég fékk sumarvinnu í flug- stöðinni eins og allir á Suðurnesjum,“ segir konan sem við skulum kalla Kristrúnu. Hún hafði fengið vilyrði fyrir fastráðningu en ekkert varð af því. Eiginmaður hennar hefur einn- ig verið atvinnulaus en hann fékk þó mánaðarsamning á verkstæði í Reykjavík í nóvember. Vegna mis- skilnings varðandi þann samning hefur mál hans velkst innan veggja Vinnumálastofnunar og sér ekki enn í lausn á þeim málum. Líklega verður það ekki leyst fyrr en eftir páska. „Maður er búinn að reyna allt, það er ekki eins og við nennum ekki að vinna. Það er bara ekkert að fá og það virðist ekki vera hægt að gera neitt,“ segir Kristrún. „Ég hef per sónulega sótt um yfir hundrað störf,“ segir hún og bendir á að á haustmánuðum reyndi hún að fresta gæfunnar í at- vinnuviðtali erlendis. Föst í Reykjanesbæ Kristrún bendir á að ef þau hjónin myndu búa í Reykjanesbæ og annað eða bæði sækja vinnu í Reykjavík yrði bensínkostnaður um sjötíu þúsund krónur mánaðarlega, sem myndi éta upp launin þeirra. Hins vegar hafa þau hreinlega ekki efni á að flytja nær höf- uðborginni, enda eiga þau hvorki fyr- ir útborgun á móti íbúðarláni eða fyrir tryggingu á íbúð. „Svo við erum í raun fangar aðstæðna okkar,“ segir hún. „Þið verðið bara að fara út í næstu viku“ Þessa dagana er staðan slæm enda ljóst að þau verða húsnæðislaus á næstunni. „Leigusalinn sagði við okk- ur í mars: Þið verðið bara að fara út í næstu viku. Ég spurði þá hvert við ættum að fara með þrjú börn og þeir sögðu það ekki vera á sinni ábyrgð. En við erum ekki með alvöru tekjur og erum ekki búin að fá útborgað, en þeir sögðust ekkert geta gert,“ segir hún. Þau fengu gálgafrest til mánaða- móta og segir Kristrún að komi til þess að þau þurfi að flytja geti þau leitað til foreldra hennar, en þar sé afar þröng- ur húsakostur og verði til þess að þau þurfi að setja eigur sínar í leigða geymslu. Því hafi þau ekki efni á. „Við erum í mjög ódýru húsnæði,“ segir Kristrún en vegna þess að enn er ekki búið að leysa úr máli eiginmanns hennar hafa þau um 34 þúsund krón- ur eftir að þau hafa greitt leigu. Það dugir skammt þegar fæða þarf þrjú börn og tvo fullorðna. Því hefur leigan þurft að víkja undanfarið. „Ég var að tala við mömmu áðan í símann og ég brotnaði bara saman,“ segir hún. „Það er ekkert eftir, hvað á maður að gera? Setja börnin í fóstur?“ Margir í sömu sporum En þau hjónin eru svo sannarlega ekki þau einu í erfiðleikum og seg- ir Kristrún að sér finnist að vandinn hafa verið þaggaður niður. „Það eru svo margir sem eru í þessum spor- um en þetta er þaggað niður. Það er enginn að tala um þetta. Það fylgir þessu svo mikil skömm. Ég á vin- konur í sömu sporum, en þær þora ekki að tala um þetta. Þær vilja helst ekki að neinn viti af þessu,“ segir hún. „Ég skil ekki hvernig þeir geta sagt að það sé allt gott og blessað hérna á Íslandi. Ríkisstjórnin situr bara í glerhúsunum sínum og læt- ur eins og ekkert sé,“ segir hún og segir marga vera í sömu sporum og þau hjónin. „Það eru svo rosalega margir í þessum sporum á þessum tímum að það er skömm að því. Af hverju er þetta að gerast? Af hverju eru fólki settir þeir afarkostir að eiga annaðhvort fyrir mat eða að borga leigu?“ „Maður er búinn að reyna allt, það er ekki eins og við nennum ekki að vinna. n Ung hjón með þrjú börn verða líklega heimilislaus á miðvikudag „Það fylgir Þessu svo mikil skömm“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Sóttu um 200 störf „Ég hef persónulega sótt um yfir hundrað störf,“ segir Kristrún, en þau hjónin hafa samtals sótt um 200 störf á hálfu ári. Útskrifast seint Íslenskir nemendur útskrifast úr námi seinna en gengur og gerist í öðrum OECD-ríkjum. Flutningsjöfnuður ekki óvenjulegur Skýrsla um fólksflutninga til og frá Íslandi 1961–2011 með áherslu á flutninga á samdráttarskeiðum, sem unnin var fyrir velferðarráðu- neytið, sýnir meðal annars að tíðni flutningsjafnaðar á meðal íslenskra ríkisborgara hefur frá 2009 verið svipaður og á öðrum samdráttarskeiðum. Er þar meðal annars vísað til skeiða um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og í kjölfar hruns síldarstofnsins í lok sjöunda áratugarins. Flutnings- jöfnuður er hlutfall aðfluttra Ís- lendinga að frádregnum brott- fluttum af hverjum 1.000 íbúum. Endurkomuhlutfall innan þriggja ára frá brottför í hópi Ís- lendinga sem fluttu frá landinu á árunum 2008 og 2009 er einnig svipað og undanfarna tvo áratugi. Íslendingar sem flytjast af landinu fara flestir til Noregs sem er í sam- ræmi við búferlaflutninga annarra Norðurlandaþjóða. Í Noregi hefur hlutfall íbúa sem eiga ríkisfang annars staðar á Norðurlöndunum margfaldast á síðastliðnum rúm- um áratug. Í skýrslunni kemur einnig fram að verulega hefur dregið úr því að erlendir ríkisborgarar flytji til landsins. Þrátt fyrir það hafa fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins á árunum eftir hrun en nokkurt ár fyrir árið 2005. Íslensk- um ríkisborgurum fjölgaði einnig á árunum 2010 og 2011 en fjölg- unin er umtalsvert minni en flest ár síðustu áratuga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.