Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 17
Fréttir 17Páskablað 4.–10. apríl 2012 Jón Steinar skilar séráliti: Segir skilyrði laga ekki uppfyllt Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta­ réttardómari skilaði sératkvæði í kynferðisbrotamáli þar sem faðir var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 11 ára dóttur sinni þann 28. mars síðast­ liðinn. Sératkvæði Jóns Steinars var birt á vef Hæstaréttar á mánudag þrátt fyrir dómur hefði fallið í mál­ inu nokkrum dögum fyrr. Sératkvæði Jóns Steinars, snýst um gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum en að mati Jóns Steinars voru skilyrði laga fyrir gæsluvarð­ haldi ekki uppfyllt og taldi hann að fella ætti hann úr gildi. „Hvorki væri til staðar sterkur grunur um sök varnaraðila né væri gæsluvarðhald yfir honum nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Þrisvar sinnum var maðurinn úrskurðaður til að sæta gæsluvarð­ haldi og áframhaldandi gæsluvarð­ haldi og skilaði Jón Steinar sér atkvæði í öllum gæsluvarðhalds­ úrskurðunum. Í síðasta sératkvæði Jóns Stein­ ars rökstyður hann afstöðu sína og segir að þrátt fyrir að maður­ inn hafi þegar verið fundinn sekur fyrir kynferðisbrot sé dómnum skylt að leggja sjálfstætt mat á hvort að skilyrði fyrir framlengingu gæslu­ varðhalds hafi verið uppfyllt. Ekki sé heimilt að vísa til þess eins að mað­ urinn hafi verið fundinn sekur. Hann tekur meðal annars fram að sakfelling mannsins í héraðs­ dómi sé byggð á framburði stúlk­ unnar við yfirheyrslu í Barnahúsi. Þar hafi stúlkan lýst kynferðisleg­ um athöfnum sem dómurinn taldi „fráleitt“ að hún gæti lýst án þess að vera lýsa upplifun sinni. Jón Steinar segir allan rökstuðning vanta fyrir þeirri fullyrðinu og að engin leið sé fyrir dóminn að vita hvaðan stúlkan hafi fengið slíka vitneskju. Aðkoma Jóns Steinars Gunn­ laugssonar hæstaréttardómara að úrskurðum réttarins í kynferðis­ brotamálum hefur vakið nokkra athygli frá því hann varð hæstarétt­ ardómari fyrir átta árum. Ástæðan er sú Jón Steinar virðist oftast vera á annarri skoðun en meðdómarar sínir. Jón Steinar hefur oft og tíðum skilað sératkvæði í þessum málum þar sem hann fer fram á refsilækk­ un yfir meintum brotamönnum eða jafnvel sýknu. Meirihlutinn ók of hratt Lögreglan myndaði brot 32 öku­ manna á Álfaskeiði í Hafnarfirði á þriðjudag en þá fylgdist hún með ökutækjum sem ekið var í norðurátt, nærri Mávahrauni. Á einni klukkustund fyrir hádegi fóru 65 ökutæki þessa leið og var það því um helmingur öku­ mannanna sem ók of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 kílómetr­ ar á klukkustund en á Álfaskeiði er hámarkshraði 30 kílómetr­ ar. Fjórir ökumannanna óku á 50 kílómetra hraða eða hraðar en sá sem hraðast ók mældist á 56 kílómetra hraða. Við fyrri hraðamælingar lögreglunnar á þessum stað hefur brotahlut­ fallið verið 45–59 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. H éraðsdómur Reykjaness hafn­ aði á mánudag beiðni verjanda eins sakborningsins í Straums­ víkurmálinu svokallaða um að lykilvitni sem statt er í Hollandi verði kallað til landsins í skýrslutöku. Í febrúar óskaði verjandi eins mann­ anna eftir afriti af skýrslu sem hol­ lenska lögreglan tók af vitninu, sem er íslenskur ríkisborgari sem býr í Hol­ landi og er talinn tengjast málinu. Straumsvíkurmálið var umfangs­ mesta fíkniefnamál sem kom upp hér á landi í fyrra. Sex eru ákærðir í mál­ inu fyrir ýmis brot, sem tengjast með einum eða öðrum hætti. Tveir þeirra eru ákærðir fyrir að hafa smyglað inn miklu magni af vímuefnum og sterum til landsins með gámi innan um krydd og aðrar vörur í október. Annar þeirra er grunaður um að hafa skipulagt smyglið. Verjandi hans krafðist þess í lok mars að vitnið í Hollandi kæmi fyrir dóm á Íslandi þar sem það væri lykil­ vitni. Sækjandi sagði aftur á móti að vitnið neitaði að koma til landsins og að það væri lögfræðilega ómögulegt að krefjast framsals. Héraðsdómur féllst á þetta og vísaði frá kröfu verjanda. Maðurinn mun því gefa skýrslu í gegn­ um síma þann 30. apríl. Mennirnir eru grunaðir um að hafa flutt inn tæp 10 kíló af amfetamíni, rúmlega átta þúsund töflur af MDMA, 200 grömm af kókaíni og 8.800 stykki af steralyfinu metenolon, auk ýmissa annarra steralyfja. Einn hinna ákærðu situr þegar í fangelsi fyrir annað fíkniefnamál. Að­ almeðferð í málinu hófst þann 28. febrúar. Mun bera vitni í gegnum símann n Réttarhöld í Straumsvíkurmálinu halda áfram Sex eru ákærðir í málinu Mennirnir eru grunaðir um að hafa flutt inn gríðar- legt magn af sterum og vímuefnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.