Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 18
V
ið förum svo sannarlega
með sorg í hjarta,“ segir
Sólrún Ó. Siguroddsdóttir,
fyrrverandi meðstjórnandi í
safnaðarráði Fríkirkjunnar.
Hún er einn fjögurra einstaklinga af
sjö sem sögðu sig úr ráðinu í byrjun
mars vegna „óásættanlegrar fram
göngu“ Hjartar Magna Jóhannssonar
fríkirkjuprests.
„Við viljum ekkert persónulegt
skítkast. Við viljum aðallega segja frá
því að við gáfumst upp á þessu sam
starfi. Það er enginn sáttavilji fyrir
hendi hjá prestinum. Við erum bara
búin að gefast upp eftir öll þessi ár.
Við erum ekki rekin heldur förum við
frá og við förum ekki frá með góðu.
Það er sárt fyrir okkur að fara,“ segir
Steindór I. Ólafsson, fyrrverandi for
maður.
Blaðamaður settist niður með
þremur af þeim fjórum fulltrúum
sem sögðu sig úr ráðinu, en eftir að
málið komst í fjölmiðla sáu þau sér
ekki annað fært en að stíga fram og
segja sína hlið. DV hefur fjallað um
deilurnar síðastliðinn mánuð og
talað við fjölda fólks sem hefur svip
aða sögu að segja af samskiptum sín
um við fríkirkjuprestinn. Hann er
sagður haga sér eins og „kóngur í ríki
sínu“, treysti engum, sé valdasjúkur
og njóti þess að baða sig í athygli. Yfir
tugur einstaklinga hefur hrakist úr
störfum fyrir kirkjuna á síðustu árum
vegna framkomu hans.
Vill vera einráður
Fyrrverandi meðlimir safnaðarráðsins
staðfesta allt sem fram hefur komið í
umfjöllun DV um framkomu Hjartar
Magna í garð starfsfólks kirkjunnar.
„Það sem hefur verið að koma fram
það er satt. Það eru búnir að vera
ótrúlegir samstarfsörðugleikar. Við
erum búin að reyna að vera fólk sátta
og erum búin að reyna að rétta fram
sáttarhönd á milli aðila. Við erum allt
saman fólk sem hefur verið að vinna
í sjálfboðavinnu og höfum gefið okk
ur að þessu,“ segir Ingunn Valdís Þor
láksdóttir, fyrrverandi varaformaður.
Þau þrjú; Ingunn, Steindór og Sól
rún, höfðu ásamt Rögnu Sæmunds
dóttur, fyrrverandi ritara, öll starfað í
safnaðar ráðinu í sjö til átta ár.
„Það er ótrúlega hröð starfs
mannavelta á svona litlum vinnustað
þar sem maður hefði einmitt haldið
að virkilega væri hlúð að náungan
um og kærleikurinn ætti að ríkja. Það
kemur okkur svo mikið á óvart afstaða
hans – að hann vilji vera svona mikill
einráður,“ bætir Ingunn við.
Þau hafa heyrt marga tala um að
þeir vildu að þeir hefðu ekki kynnst
þessari hlið á Hirti Magna, enda sé
hann frábær prestur þrátt fyrir að
hann eigi erfitt með samstarf við ann
að fólk.
Vill losna við prest úr kirkjunni
Ingunn, Steindór og Sólrún eru
öll sammála um að safnaðarráðið
gegni mjög mikilvægu hlutverki inn
an kirkjunnar. Það sé í raun eins og
framkvæmdastjórn sem beri ábyrgð
á öllu viðhaldi á húsnæði, sjái til þess
að messur geti farið fram, haldi utan
um starfsmannamál kirkjunnar og
fleira.
„Okkar starf hefur líka falist í því
að halda utan um fjármuni kirkjunn
ar og það sem þarf að gera. Ársreikn
ingar og fleira er á ábyrgð safnaðar
ráðsins og við höfum verið að setja
ofan í við hann með marga hluti. Það
mislíkar svona einræðisherra algjör
lega. Hann vill ekki svona aðhald,“
útskýrir Ingunn. „En samt finnst
honum voða gott þegar aðrir vilja
vinna vinnuna,“ bætir Sólrún við.
Þau benda á að Hjörtur Magni
velji í raun allt starfsfólk kirkjunn
ar. Sjálf hafi þau öll komið inn í
safnaðar ráðið fyrir tilstilli hans. Þess
vegna finnst þeim hegðun hans í
garð starfsfólks og sjálfboðaliða enn
óforskammaðri en ella.
Kornið sem fyllti mælinn á dög
unum í samstarfi meirihluta ráðsins
við Hjört Magna var að hann vildi
losna við Bryndísi Valbjarnardóttur,
sem einnig starfar sem prestur í Frí
kirkjunni.
Lýsti yfir vantrausti á stjórnina
„Það var náttúrulega aðalatriðið
hjá okkur að ná sáttum við prest
inn og það var bara ekki til umræðu.
Hjörtur Magni lýsti því yfir að hann
bæri ekki traust til Bryndísar og að
hann vildi að hún færi. Okkur var
jafnframt tilkynnt að hann gæti ekki
unnið með okkur sem vorum inni í
stjórninni,“ segir Steindór. Þau fjög
ur sem í kjölfarið sögðu sig úr safn
aðarráðinu vildu ekki segja Bryndísi
upp störfum, en það er ráðsins að sjá
um starfsmannaráðningar. Bryndís
starfar því enn sem prestur við kirkj
una enda er safnaðarráðið ekki full
mannað. Það er í raun óstarfhæft og
ófært um að taka stærri ákvarðanir
þangað til eftir að aðalfundur hef
ur farið fram. Hjörtur Magni hefur
sjálfur einn og sér ekki heimild til að
láta hana fara.
Hrakti annan prest úr starfi
Bryndís er ekki fyrsti presturinn sem
Hjörtur Magni hefur viljað burt úr
kirkjunni, en Ása Björk Ólafsdóttir,
sem nú gegnir starfi sóknarprests
á Írlandi, hraktist úr starfi sínu við
Fríkirkjuna árið 2008. Hún lýsti því í
viðtali í DV í mars að hún hefði verið
niðurbrotin eftir samskipti sín við
Hjört Magna. Hún sagðist hafa orð
ið fyrir slæmu einelti af hans hálfu
og hann hefði sýnt henni mikið van
traust sem hefði ágerst með tíman
um.
Sem dæmi um það hvernig henni
leið á vinnustaðnum undir lokin
sagðist hún hafa fundið fyrir kvíða
þegar hún sá að bíll Hjartar Magna
var í bílskýlinu þegar hún kom til
vinnu á morgnana. „Ég var hrædd
við að vera ein á skrifstofunni með
honum. Það komu alltaf einhver um
mæli og ofboðslega óviðeigandi at
hugasemdir. Ef hann var ekki kom
inn þá leið mér betur,“ sagði Ása í
viðtalinu.
Tóku málstað Hjartar í fyrstu
Fyrrverandi meðlimir safnaðar
ráðins eru sammála um það þegar
þau horfa til baka að það hafi í raun
verið fyrst í kjölfar brotthvarfs Ásu
sem þau fóru að átta sig á að ekki
væri allt með felldu í samskiptum
Hjartar Magna við starfsfólk kirkj
unnar. Þau stóðu þó með honum í
fyrstu. „Við trúðum því ekki að það
væri eins og það var. Við stóðum
með honum því ef hann sagði að
það væri ekki hægt að vinna með
þessari konu þá hafði hann rétt fyr
ir sér,“ segir Steindór. „Eftir á var
maður náttúrulega miður sín að
hafa virkilega tekið þessa afstöðu
með honum vegna þess að þegar
frá leið þá sá maður hvað hún var að
meina. Þá skynjaði maður nákvæm
lega allt það sem hún sagði. Maður
bara skammaðist sín fyrir að hafa
ekki hlustað og trúað því að hann
gæti verið svona því hann er svo
mikill leikari,“ segir Ingunn. Ljóst
er að þau sjá öll eftir að hafa tek
ið málstað Hjartar Magna á sínum
tíma, en Ása tók einmitt fram í við
talinu að fólk hefði ekki trúað henni
og það hefði verið enn þungbærara
fyrir hana. Á þessu hefur þó orðið
viðsnúningur og hún hefur gott bak
land í dag.
Þriðji ættliður í kirkjunni
Þau segjast hafa rætt málin ræki
lega sín á milli fyrir um um ári og
spurt sig af hverju þau stæðu ennþá
í þessu harki eftir allan þennan tíma
og sívaxandi samstarfsörðugleika við
Hjört Magna. Þau telja svarið við því
líklega að innst inni hafi þau trúað
því að hægt væri að leysa málin og
ná sáttum. „Við höfum alltaf verið
að hugsa að þetta kæmi ekki niður
á okkar söfnuði. Við erum þriðji ætt
liður í kirkjunni, foreldrar, ömmur og
afar,“ segir Steindór.
„Ég er búin að vera í Fríkirkjunni
frá því áður en Hjörtur Magni fædd
„Förum með sorg í hjarta“
18 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað
n Meirihluti safnaðarráðs Fríkirkjunnar gekk af fundi í byrjun mars n Flæmd úr kirkjunni sinni
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Þetta er okkar
kirkja en ekki
Hjartar Magna í sjálfu sér.
Hann á ekki þessa kirkju.
Það er það sem mér
finnst svo mikilvægt, að
hann er þjónn þessarar
kirkju.
Fjallað um málefni Fríkirkjunnar Umfjallanir 12., 14. og 16. mars.
Fara með trega Sólrún, Steindór og Ingunn
sögðu sig úr safnaðarráði Fríkirkjunnar í byrjun
mars, ásamt Rögnu Sæmundsdóttur. Þau reyndu
lengi að ná sáttum við Hjört Magna, án árangurs.