Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 19
Fréttir 19 Heilsulindir í Reykjavík PÁSKASUND Lykill að góðri heilsu www.itr.is ı sími 411 5000 Afgreiðslutími um páska Annar í Páskum 9. apríl Páskadagur 8. apríl Laugardagur 7. apríl Föstud. langi 6. apríl Skírdagur 5. apríl ÁRBÆJARLAUG BREIÐHOLTSLAUG GRAFARVOGSLAUG KLÉBERGSLAUG LAUGARDALSLAUG SUNDHÖLLIN VESTURBÆJARLAUG kl. 11-19 kl. 10-18 kl. 9-17 kl. 10-18 kl. 11-19 kl. 10-18 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 kl. 11-15 Lokað kl. 11-15 Lokað kl. 11-15 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 10-18 Lokað kl. 8-16 Lokað kl. 10-18 kl. 11-19 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 11-19 „Förum með sorg í hjarta“ Páskablað 4.–10. apríl 2012 n Meirihluti safnaðarráðs Fríkirkjunnar gekk af fundi í byrjun mars n Flæmd úr kirkjunni sinni ist,“ segir Sólrún og það sama á við um Steindór. „Þetta er okkar kirkja en ekki Hjartar Magna í sjálfu sér. Hann á ekki þessa kirkju. Það er það sem mér finnst svo mikilvægt, að hann er þjónn þessarar kirkju. Það er söfnuðurinn sem á kirkjuna,“ heldur Sólrún áfram. „Hann er ekki tilbúinn að sættast. Það er ekkert gaman að vinna við svona þegar maður er að vinna af hug og hjarta og vill engin laun fyr- ir, ef maður fær bara vanþakklæti. Þá er alveg eins gott að fara frá,“ segir Steindór. Ósátt við bónusgreiðslurnar Hjörtur Magni fær, samkvæmt ráðn- ingarsamningi, árangurstengdar bónusgreiðslur fyrir hvern nýjan meðlim sem skráir sig í fríkirkjusöfn- uðinn. Öll eru þau sammála um að það sé tímaskekkja, enda sé um gamlan samning að ræða sem hann fékk í upphafi þegar söfnuðurinn var mjög fámennur. Steindór segir þó að Hjörtur Magni megi eiga það að hann hafi staðið sig vel í fjölga í söfn- uðinum. „Ég hef persónulega verið mjög ósátt við þetta fyrirkomulag. Ég vissi ekkert af þessu lengi vel en frá því ég frétti af þessu þá hef ég barist fyrir því að þessu yrði breytt. Við erum búin að vinna að því og fela gjaldkeranum að búa til drög að nýjum starfssamningi en það hefur dregist,“ segir Sólrún. „Ég gæti ekki verið í messu hjá honum“ Aðspurð hvort þau sæki ennþá messu hjá Hirti Magna, svarar Stein- dór því neitandi. „Ég gæti ekki verið í messu hjá honum.“ Sólrún og Ing- unn hafa báðar farið í messu síðan þær sögðu sig úr ráðinu, en þeim leið ekki vel í þeim aðstæðum. Í ferming- armessu á dögunum notaði Hjörtur Magni svo tækifærið og talaði um „slúðurkellingarnar“ sem hefðu far- ið með málið í blöðin. Var hann þar væntanlega að vísa til fyrrverandi starfsfólks og sjálfboðaliða við kirkj- una sem hafa tjáð sig við DV. „Ég er mjög ósátt við að vera hálf- flæmd frá kirkjunni,“ segir Sólrún og bendir á að Steindór hafi unnið ómetanlegt starf fyrir kirkjuna í ýmsu viðhaldi. Það sé því mjög sorglegt að málin standi þannig nú að hann geti ekki einu sinni sótt messu. „Manni detta í hug svo margar biblíulegar tilvitnanir gagnvart hon- um, eins og að sjá flísina í auga ná- ungans en ekki bjálkann í sínu. Það finnst mér lýsa þessu svo vel,“ seg- ir Sólrún sem á síðasta orðið fyr- ir hönd meirihluta safnaðarráðsins sem yfirgaf kirkjuna sína með mikl- um trega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.