Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 20
20 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Fyrirtæki athafna-
manns gjaldþrota
n Eigandinn oft komist í fréttir fyrir tengsl við stór fíkniefnamál
Þ
rjú fyrirtæki, Athafna-
menn ehf, Sola Capital ehf
og Þrakía ehf, sem öll eru í
eigu Sigurðar Hilmars Óla-
sonar athafnamanns, hafa
verið tekin til gjaldþrotaskipta með
úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
sem kveðinn var upp þann 14. mars
síðastliðinn.
Sigurður Hilmar hefur lengi
starfað við fasteigna- og veitinga-
rekstur og þá sérstaklega í miðborg
Reykjavíkur.
Grunaður en aldrei ákærður
Sigurður Hilmar hlaut þriggja ára
dóm fyrir aðild að smygli á 30 kíló-
um af hassi til landsins árið 2001 en
hassið var falið inni í húsgögnum
sem voru flutt í vörugámi frá Dan-
mörku. Hann neitaði ávallt að hafa
verið nokkuð viðriðinn málið en var
dæmdur á grundvelli framburðar
annarra sakborninga, vitna og upp-
taka af símtölum.
Sigurður Hilmar hefur verið
bendlaður við ýmis stór mál sem
tengjast fíkniefnasmygli en hann var
skráður eigandi á gúmmíbát sem
notaður var til þess að sækja 109
kíló af fíkniefnum um borð í skútuna
Sirtaki við Papey um miðjan apríl
2009.
Sigurður var mikið í fréttum
sama ár eftir að hann var handtek-
inn í húsi R. Sigmundssonar þar sem
hann sat í stjórn vegna rannsókn-
ar ríkissaksóknara á félaginu Hollís
ásamt tveimur mönnum frá Hol-
landi og Ísrael. Rannsóknin teygði
anga sína til þrettán landa. Þurfti
Sigurður að sitja í 20 daga í gæslu-
varðhaldi vegna málsins en hann
var grunaður um að eiga þátt í stóru
smygli á kókaíni frá Ekvador og að
hafa stundað peningaþvætti í gegn-
um félagið Hollís. Í því máli voru sex
menn handteknir, fimm Íslendingar
og Hollendingur.
Lögheimili í óíbúðarhæfu húsi
Mál á hendur Sigurði var fellt niður
2010 og sagðist hann á þeim tíma
ætla að leita réttar síns í samtali við
Fréttablaðið. Hann hefði þurft að
sitja í einangrun í þrjár vikur og auk
þess legið undir grun í heilt ár. Hann
var einnig grunaður um að tengjast
smygli á 6,2 kílóum á amfetamíni til
landsins en var ekki ákærður vegna
málsins.
Sigurður Hilmar er með skráð
lögheimili í óíbúðarhæfu húsi á
Raufarhöfn, en í því hefur enginn
búið svo árum skiptir. Sjö eignar-
haldsfélög sem eru tengd Sigurði
Hilmari eru einnig skráð á lögheim-
ili hans án þess að koma neitt að
rekstri á Raufarhöfn, þar af eru tvö
þeirra sem nú hafa verið tekin til
gjaldþrotaskipta, Sola Capital ehf.
og Þrakía ehf.
„Sigurður Hilmar
hefur lengi starfað
við fasteigna- og veit-
ingarekstur og þá sér-
staklega í miðbæ Reykja-
víkur.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Athafnamaður Þrjú fyrirtæki í eigu Sigurðar Hilmars Ólasonar hafa verið tekin til
gjaldþrotaskipta.
Skuldbinding Mánaðarverð
Engin binding 3.091 kr.
3 mánuðir 2.944 kr.
6 mánuðir 2.688 kr.
12 mánuðir 2.473 kr.
DV sent heim þrisvar í viku, á mánudögum, miðviku dögum
og föstudögum. Netáskrift fylgir frítt með!
Komdu í
áskrift
Það er ódýrara en þig grunar!