Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 20
20 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað Fyrirtæki athafna- manns gjaldþrota n Eigandinn oft komist í fréttir fyrir tengsl við stór fíkniefnamál Þ rjú fyrirtæki, Athafna- menn ehf, Sola Capital ehf og Þrakía ehf, sem öll eru í eigu Sigurðar Hilmars Óla- sonar athafnamanns, hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 14. mars síðastliðinn. Sigurður Hilmar hefur lengi starfað við fasteigna- og veitinga- rekstur og þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur. Grunaður en aldrei ákærður Sigurður Hilmar hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á 30 kíló- um af hassi til landsins árið 2001 en hassið var falið inni í húsgögnum sem voru flutt í vörugámi frá Dan- mörku. Hann neitaði ávallt að hafa verið nokkuð viðriðinn málið en var dæmdur á grundvelli framburðar annarra sakborninga, vitna og upp- taka af símtölum. Sigurður Hilmar hefur verið bendlaður við ýmis stór mál sem tengjast fíkniefnasmygli en hann var skráður eigandi á gúmmíbát sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum um borð í skútuna Sirtaki við Papey um miðjan apríl 2009. Sigurður var mikið í fréttum sama ár eftir að hann var handtek- inn í húsi R. Sigmundssonar þar sem hann sat í stjórn vegna rannsókn- ar ríkissaksóknara á félaginu Hollís ásamt tveimur mönnum frá Hol- landi og Ísrael. Rannsóknin teygði anga sína til þrettán landa. Þurfti Sigurður að sitja í 20 daga í gæslu- varðhaldi vegna málsins en hann var grunaður um að eiga þátt í stóru smygli á kókaíni frá Ekvador og að hafa stundað peningaþvætti í gegn- um félagið Hollís. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Lögheimili í óíbúðarhæfu húsi Mál á hendur Sigurði var fellt niður 2010 og sagðist hann á þeim tíma ætla að leita réttar síns í samtali við Fréttablaðið. Hann hefði þurft að sitja í einangrun í þrjár vikur og auk þess legið undir grun í heilt ár. Hann var einnig grunaður um að tengjast smygli á 6,2 kílóum á amfetamíni til landsins en var ekki ákærður vegna málsins. Sigurður Hilmar er með skráð lögheimili í óíbúðarhæfu húsi á Raufarhöfn, en í því hefur enginn búið svo árum skiptir. Sjö eignar- haldsfélög sem eru tengd Sigurði Hilmari eru einnig skráð á lögheim- ili hans án þess að koma neitt að rekstri á Raufarhöfn, þar af eru tvö þeirra sem nú hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta, Sola Capital ehf. og Þrakía ehf. „Sigurður Hilmar hefur lengi starfað við fasteigna- og veit- ingarekstur og þá sér- staklega í miðbæ Reykja- víkur. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Athafnamaður Þrjú fyrirtæki í eigu Sigurðar Hilmars Ólasonar hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Skuldbinding Mánaðarverð Engin binding 3.091 kr. 3 mánuðir 2.944 kr. 6 mánuðir 2.688 kr. 12 mánuðir 2.473 kr. DV sent heim þrisvar í viku, á mánudögum, miðviku dögum og föstudögum. Netáskrift fylgir frítt með! Komdu í áskrift Það er ódýrara en þig grunar!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.