Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Blaðsíða 28
28 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað Þ ó okkur hafi ekki ennþá tekist að breyta lögunum þá hefur okkur tekist að vekja athygli á málefninu, sem er mjög mikilvægt.“ Þetta segir þingmaðurinn Andrej Hunko sem hefur undanfarið bar- ist gegn njósnum evrópskra lög- regluyfirvalda um meðlimi í frjáls- um félagasamtökum [e. social movements]. Hunko, sem er þing- maður Die Linke, systurflokks VG í Þýskalandi, hefur áhyggjur af því að slíkar njósnir séu að færast í aukana. Þá sérstaklega vegna þess að pólitískar hreyfingar á vinstri- væng stjórnmálanna virðast sífellt oftar vera settar í flokk „vinstrisinn- aðra öfgahópa og hryðjuverkasam- taka“ sem „þurfi“ að fylgjast grannt með. „Ég hef áhyggjur af þróun þess- ara mála. Ég er algjörlega á móti því hvernig alþjóðlegir aðgerðas- innar eru kerfisbundið gerðir að glæpamönnum.“ Hunko sem situr í nefnd Evrópuþingsins um efna- hags- og peningamál, bendir með- al annars á að verið sé að vinna að því að samræma lög aðildar- ríkja Evrópusambandsins þannig að lögreglu njósnarar eins aðildar- ríkis geti starfað í öðru án þess að þurfa til þess sérstakt leyfi eins og verið hefur til þessa. Telur hann þetta grafa undan starfi frjálsra félagasamtaka í álfunni. „Allt er þetta að gerast mjög hratt og án þess að nokkur upplýst umræða fari fram um málið, hvorki á með- al þingmanna þjóðþinganna né heldur Evrópuþingsins, og hvað þá almennings þessara landa.“ Blaða- maður DV hitti Hunko á skrifstofu hans í þýska þinginu í upphafi marsmánaðar. Heimilt að njósna á Íslandi Blaðamanni var í fyrstu neitað um inngöngu í þýska þingið þar sem hann gleymdi vegabréfinu. Í mót- tökunni sat kona sem hristi höf- uðið ströng á svip og sagðist ekkert geta gert til þess að hjálpa. Þar sem blaðamaður stóð áttavilltur í and- dyri hússins mætti honum bros- mildur, hávaxinn og síðhærður mað- ur. Göngulag hans var lauflétt, hárið grátt en sítt, og fyrr en varði var búið að opna dyrnar og hann benti blaða- manni að ganga inn. Eftir viðkomu í gegnumlýsingartæki öryggisvarð- anna var gengið af stað og Hunko sagði aðeins frá þinghúsinu, þessari víðu álmu sem gleypti hann sjálfan og blaðamann á meðan gengið var upp stigana í átt að skrifstofu hans. Þeir lesendur DV sem fylgst hafa með umfjöllun blaðsins um mál breska njósnarans og undir- róðurmannsins [e. agent provoca- teur] Mark Kennedy kannast ef til vill þegar við Andrej Hunko. Hann hefur ítrekað haldið máli Kennedys á lofti í Evrópu og knúið á um að fá svör, bæði í þýska þinginu sem og á Evrópuþinginu. Til upprifjunar má nefna að Mark Kennedy, sem kall- aði sig Mark Stone, fór meðal ann- ars huldu höfði á meðal umhverf- isverndarsinna Saving Iceland við Kárahnjúkavirkjun. Þar sem hann fylgdist með skipulagningu þeirra, tók upp samræður, skrásetti og safn- aði upplýsingum sem hann síðan kom til breskra lögregluyfirvalda og mögulega íslenskra. Í umfjöllun DV um málið í maí í fyrra sem birt var undir fyrirsögn- inni „Heimilt að njósna um Saving Iceland“ kom fram að Kennedy hefði verið heimilt, samkvæmt ís- lenskum lögum, að njósna um Sav- ing Iceland. Sú umfjöllun var aldrei hrakin af íslenskum lögregluyfir- völdum. Hunko er þeirrar skoðunar að lögreglan hér hafi, rétt eins og í Þýskalandi, vitað af Kennedy. Skemmdarverkalögregla Í símaviðtali við DV fyrir um ári sagði Hunko meðal annars að hann teldi mál Kennedys vera tákn um þá ógn sem nú stafaði að frjálsum félagasamtökum í álfunni. Þegar blaðamaður hitti hann nú ári síðar, ítrekaði hann að hann bæri ennþá sömu áhyggjur í brjósti. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi og fleiri löndum hefðu í raun stuðlað að ólöglegum aðgerðum mótmæl- enda með því að notast við und- irróðursmenn eins og Kennedy. Þingmaðurinn biðlaði í fyrra til ís- lenskra stjórnvalda um að komast til botns í starfsemi Kennedys hér á landi. Í bréfi hans kom fram að Kennedy hefði meðal annars fram- ið skemmdarverk á mótmælum í Þýskalandi og þar með brotið lög sem og gegn þýskum lögreglusam- þykktum. Mögulegt er að hann hafi gert slíkt hið sama hér á landi en slíkt hefur aldrei fengist staðfest. Aðferðir eins og þessar eru þekktar á meðal undirróðursmanna og eru til þess gerðar að hafa áhrif á þróun mótmæla, oft til að ýta und- ir óróa á mótmælum og til að sverta málstaðinn. Umræða um slíka und- irróðursmenn verður sífellt algeng- ari hjá þeim sem taka þátt í sam- félagslegri baráttu á Vesturlöndum en afar sjaldgæft er að það takist að sanna slíkt enda um hrein og klár lögbrot að ræða — eitthvað sem lög- regla flestra ríkja vill helst ekki vera bendluð við. Hunko bendir hins vegar á að hér sé um staðfest tilfelli að ræða, og skjalfest, og með því að að skoða það sé hægt að átta sig á víðara samhengi hlutanna. „Það var í raun frábært að Kennedy-málið skyldi koma fram í dagsljósið því að núna erum við með staðfest dæmi um hvaða aðferðum sé beitt. Ég held hins vegar að það sé löng bar- átta fram undan.“ „Skrumskæling lýðræðisins“ „Með því að koma undirróðurs- mönnum fyrir í frjálsum félaga- samtökum þar sem þeir hafa bein áhrif á aðgerðir hópanna eru við- komandi ríki í raun komin í það að skipuleggja aðgerðir pólitískra and- ófshópa. Þannig geta þau haft áhrif á aðgerðirnar og til að mynda svert ýmind hópanna út á við með því að fremja lögbrot, eins og í tilfelli Kennedys. Þá erum við í raun farin að horfa upp á algjöra skrumskæl- ingu lýðræðisins en það tel ég vera risastórt vandamál,“ segir Hunko sem hafði þegar miklar áhyggjur af þessari þróun áður en mál Kenne- dys komst í hámæli í upphafi síðasta árs. Það var ekki fyrr en í kjölfarið á þeim uppljóstrunum sem alþjóðleg- ir fjölmiðlar fóru að fjalla um slíkar lögreglunjósnir í víðara samhengi. Hunko segist á sínum tíma hafa reynt að vekja athygli þýskra fjöl- miðla á Kennedy-málinu en það hafi ekki verið fyrr en breska blaðið The Guardian byrjaði að fjalla um málið sem þýskir fjölmiðlar tóku við sér. „Þannig að við þurftum á bresku miðlunum að halda til þess að nálg- ast þýsku miðlana, sem er svolít- ið sérstakt,“ segir Hunko og bendir á að Kennedy-málið hafi í upphafi vakið fólk til alvarlegrar umhugs- unar um njósnir lögreglunnar í lýð- ræðissamfélögum. Nú séu hins veg- ar flestir orðnir værukærir á nýjan leik. Í kjölfar Kennedy-skandalsins kom meðal annars fram að deildin sem hann starfaði hjá innan bresku lögreglunnar hefði verið leyst upp. Þetta segir Hunko dæmi um hvernig ryki sé slegið í augun á almenningi. Í kjölfarið hafi einfaldlega verið sett upp önnur deild innan lögreglunnar sem sinni nákvæmlega sama hlut- verki. Upplýsingjagjöf ábótavant „Þrátt fyrir að mál Kennedy hafi farið hvað hæst þá er það engan veginn eina dæmið um slíkar lög- reglunjósnir,“ segir Hunko jafnframt og tekur fram að sambærileg tilfelli hafi þegar komið fram í Þýskalandi. Þá hafi Kennedy sjálfur viðurkennt að hann vissi um fleiri njósnara að störfum víðs vegar um Evrópu. Hunko segir að skýrar reglur um upplýsingagjöf á þýska þinginu hafi hjálpað honum og samflokksmönn- um hans að nálgast upplýsingar um málið. Þannig hafi meðal annars verið hægt að opinbera það að Mark Kennedy starfaði í Þýskalandi með fullri vitneskju þýskra lögregluyfir- valda. „Vandinn er hins vegar sá að það er mun erfiðara að nálgast slík- ar upplýsingar úr Evrópuþinginu,“ segir Hunko og bætir við að þar sé nú verið að undirbúa smíði nýrrar reglugerðar um samstarf evrópskra lögregluembætta á sviði sambæri- legra njósna. „Ég álít eitt af mínum hlutverkum vera að koma þessum upplýsingum fyrir sjónir almenn- ings.“ Þingmaðurinn er þeirrar skoð- unar að allt útlit sé fyrir að íslensk lögregluyfirvöld hafi – rétt eins og þau þýsku – vitað af veru Kennedys hér á landi og starfi hans við að afla upplýsinga um aðgerðasinna. Þessu hafa íslensk lögregluyfirvöld ekki hafnað en í skýrslu ríkislögreglu- stjóra sem birt var í maí í fyrra kom meðal annars fram að lögregluyfir- völdum væri „ekki kleift, út frá þeim gögnum“ sem væru til staðar, að skera úr um hvort njósnarinn hefði verið hér á landi „í samvinnu eða með vitund íslensku lögreglunnar.“ n Þýski þingmaðurinn Andrej Hunko segir evrópsk lögregluyfirvöld stefna leynt og ljóst að auknu eftirliti með aðgerðasinnum „Alþjóðlegir aðgerðasinnar gerðir að glæpamönnum“ „Þetta er kannski ekki lengur á allra vitorði en það er samt staðreynd, og skjalfest, að svona hafa lögreglu- yfirvöld á Vesturlöndum starfað alla 20. öldina. Andrej Hunko Hefur áhyggjur af auknu samstarfi lögregluyfirvalda í Evrópu í tengslum við njósnir um pólitískar hreyfingar. Hryðjuverkasamtök Andrej Hunko hefur áhyggjur af þeirri þróun að pólitískar hreyfingar á vinstrivæng stjórnmálanna verði sífellt oftar flokkaðar sem hryðjuverkasamtök. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.