Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 29
Fréttir 29Páskablað 4.–10. apríl 2012 n Þýski þingmaðurinn Andrej Hunko segir evrópsk lögregluyfirvöld stefna leynt og ljóst að auknu eftirliti með aðgerðasinnum „Alþjóðlegir aðgerðasinnar gerðir að glæpamönnum“ Þá var í skýrslunni ítrekað að lög- reglunni væri heimilt að notast við flugumenn í rannsóknum saka- mála. Með skýrslunni, sem átti að þjóna þeim einfalda tilgangi að vera svar við fyrirspurn innanríkisráð- herra, tókst þannig hvorki að svara spurningum ráðherra né almenn- ings. „Það er ekkert í henni, þetta er bara einhver froða,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingar- innar, um skýrsluna. Fór hún fram á frekari skýringar á því hvort íslensk lögregluyfirvöld hefðu vitað af veru Kennedys hér á landi. Engin skýr svör hafa borist. Ögmundur vill rýmri rannsóknarheimildir Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra sagði í kjölfar þess að skýrsl- an var birt að lagabreytingar væru nauðsynlegar í þessum málaflokki. Sagði hann að breyta þyrfti lögum á þann veg að ekki væri hægt að senda njósnara inn í hópa pólitísks andófsfólks. Með því að viðurkenna að lagabreytingar væru nauðsyn- legar var hann í raun að viðurkenna að hingað til hefði verið til stað- ar glufa sem heimilaði lögreglu að notast við flugumenn og njósnara í pólitískum hópum. Þann 22. mars síðastliðinn hélt innanríkisráðherra svo viðteknum hætti þegar hann ræddi um „rýmri rannsóknarheim- ildir lögreglu“ á Alþingi. „Staðfest hefur verið að þegar umhverfisverndarsinnar mótmæltu stíflugerð á Kárahnjúkum var er- lendur flugumaður sendur þeirra á meðal. Því hefur verið haldið fram að sá lögreglumaður hafi brotið lög og reglur í starfi sínu hér og víða um Evrópu […] Flugumaðurinn gat starfað á Kárahnjúkum vegna þess að afar óskýrar reglur giltu um rann- sóknaraðferðir lögreglu. Löggjöfin var fjarri nógu traust, en auk henn- ar voru í gildi nokkrar reglugerð- ir sem aldrei komu fyrir almanna- sjónir. Þessu hefur nú verið breytt. Fyrir rúmu ári síðan var sett ný reglugerð um sérstakar rannsókn- araðferðir og rannsóknaraðgerð- ir lögreglu. Með þeirri reglugerð er tekið fyrir hvers konar forvirkar lög- reglurannsóknir á grasrótarhópum eða pólítískum samtökum. Þannig má nefna að ekki væri heimild fyr- ir flugumann að starfa á Kárahnjúk- um í dag.“ Samkvæmt þessu er það mat innanríkisráðherra að ný lög um forvirkar rannsóknarheimild- ir komi í veg fyrir njósnir af þessu tagi. Hunko er hins vegar þeirr- ar skoðunar að á meðan pólitísk- ar hreyfingar á vinstrivæng stjórn- málanna séu kerfisbundið settar í flokk „vinstrisinnaðra öfgahópa og hryðjuverkasamtaka“ verði slíkar heimildir notaðar til að njósna um slíkar hreyfingar rétt eins og aðra „hryðjuverkahópa“. Þetta sé því ein- ungis spurning um skilgreiningar- atriði. Alþekkt aðferðafræði Þegar talið berst að því hversu ótrú- legt þetta mál hafi verið frá upphafi til enda, líkast James Bond-mynd frá áttunda áratugnum, eða því sem átti sér stað í Sovétríkjunum sálugu, segir Hunko hinn rólegasti: „Það er ekkert sér-sovéskt við þetta. Vest- ræn lögregluyfirvöld notuðust við njósnara og undirróðursmenn alla 20. öldina til þess að hreiðra um sig í pólitískum hreyfingum sem talin voru ógna ákveðnum hagsmunum. Það liggur beinast við að nefna Gla- dio-verkefnið sem skipulagt var af NATO eftir seinna stríð og miðaði að því að koma í veg fyrir útbreiðslu kommúnisma á Ítalíu.“ Fjallað hefur verið ítarlega um Gladio-verkefnið í hinum ýmsu rit- um en þar var um að ræða leynileg- an her sem stýrt var af CIA, leyni- þjónustu Bretlands, Pentagon og NATO. Herinn starfaði á Ítalíu frá seinni heimsstyrjöld og allt til ársins 1990. Markmiðið var fyrst og fremst að berjast gegn uppgangi komm- únisma í Vestur-Evrópu með öll- um tiltækum ráðum. Í þeim tilgangi störfuðu bandarískir og breskir her- menn til dæmis náið með hægri- sinnuðum hryðjuverkamönnum, að því er fram kemur í bókinni NATO‘s Secret Armies: Operation GLADIO and Terrorism in Western Europe eftir Daniele Ganser. „Best geymda og mest eyði- leggjandi pólitíska og hernaðarlega leyndarmál síðan í seinni heims- styrjöld,“ sagði meðal annars í um- fjöllun Observer um Gladio-verk- efnið þegar upp um það komst árið 1990, en í umfjöllun The Times sagði: „Sagan er eins og tekin úr handriti að pólitískri spennusögu.“ Í kjölfarið á uppljóstrununum um Gladio-verkefnið á Ítalíu árið 1990 kom í ljós að slíkir herir höfðu ver- ið starfræktir í vel flestum lönd- um Vestur-Evrópu á tímum kalda stríðsins. „Þetta er kannski ekki lengur á allra vitorði en það er samt stað- reynd, og skjalfest, að svona hafa lögregluyfirvöld á Vesturlöndum starfað alla 20. öldina,“ segir Hunko áður en hann kveður blaðamann og heldur svo áfram að undirbúa fyrir- spurnir sem hann ætlar að leggja fyrir þingið. n Á Kárahnjúkum Mark Kennedy fylgdist með og tók upp samtöl aðgerðasinna sem voru að mótmæla Kárahnjúkavirkjun. Mynd SAving icelAnd KraftmiKlar KorKuKonur n Korka er hópur kvenna í nýsköpun og sprotafyrirtækjum Í byrjun vorum nokkrar frum- kvöðlakonur sem ákváðum að hittast einu sinni í mánuði til að spjalla saman um fyrirtækin okk- ar og fá ráð hver hjá annarri,“ seg- ir Þórunn Jónsdóttir, ein af forsvar- skonum Korku og framkvæmdastjóri FAFU, fyrirtækis sem þróar fjölnota leikefni fyrir börn byggt á opnum efnivið. Korka er hópur kvenna í nýsköp- un og sprotafyrirtækjum. Þetta er óformlegur félagsskapur sem heldur úti Facebook-síðu sem ætluð er sem vettvangur fyrir konurnar að mynda tengslanetið og deila góðum ráðum og reynslu úr frumkvöðlaheiminum. Upphaflega voru um það bil 20 konur í hópnum en nú eru þær yfir 500 og fyrirtækin eru af öllum gerðum. Fínn vettvangur Þórunn segir að svo virðist sem kon- ur eigi stundum erfiðara með að koma sér upp tengslaneti, að nýta sér það og búa til áætlun um hvern- ig skal styrkja það. „Ég veit ekki af hverju en kannski erum við almennt séð feimnari við það. Konum finnst þær oft vera til dæmis að þröngva sér upp á fólk ef þær hringja til að fá ráð- leggingar og þess háttar. Korka er því fínn vettvangur fyrir slíka hluti,“ segir Þórunn. „Hugmyndin er að þetta sé fyrir konur sem reka fyrirtæki eða ætla að stofna fyrirtæki og eru kannski ennþá tvístígandi um hvernig þær eigi að fara að,“ segir Þórunn og bendir á að síðan sé opin öllum. Allir fái aðgang sem sækja um og það séu meira að segja tveir karlmenn í hópnum. Að- spurð hvernig fyrirtæki konurnar reki segir hún að þau spanni allan skalann. „Þetta eru til dæmis þjón- ustufyrirtæki, framleiðslufyrirtæki og fyrirtæki á sviði nýsköpunar. Það er mjög mikið af flottum fyrirtækjum þarna.“ Regluleg fræðsla Korka heldur fundi þriðja fimmtudag í hverjum mánuði en fengnar hafa verið 12 konur innan hópsins sem skiptast á að skipuleggja hvern fund. Í hvert skipti er þema og nefnir Þór- unn sem dæmi notkun samfélags- miðla í markaðsnotkun og samn- ingatækni. Það sé misjafnt hvort þær haldi fyrirlestra og fræðslu sjálfar eða fái utanaðkomandi til þess. Þess má geta að í hópi þeirra tíu sem fengu Gulleggin í ár voru þrjár Korkukonur. Korkukonur Frá fundinum Konur eru konum bestar sem haldinn var í Ráðhúsinu í haust. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.