Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Síða 34
34 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað A ðildarríki Evrópusambandsins eru skyldug til að flýta klukkunni um klukkutíma á tímabilinu frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta sunnudags í október. Með aðild að ESB yrði Ísland einnig að taka upp sumartíma nema ef samningar næðust um annað. Raunar eru Íslendingar þegar á undanþágu en tilskipun um innleiðingu sumartíma varð hluti af EES-samningnum árið 2001. Líklegt verður að teljast að samninganefnd Íslands fari fram á áframhaldandi undanþágu frá ákvæðum um sumartíma. Óákveðnir Íslendingar Síðast hættu Íslendingar að skipta á milli sumar- og vetrartíma árið 1968. Þá hafði þeirri reglu verið fylgt í þrjá áratugi. Venjan var að flýta klukkunni um eina stund að vori en seinka henni aftur að hausti. Íslendingar höfðu þó áður tekið ákvörðun um breytingu á klukkunni enda lög um samræmda klukku ekki nema rétt rúmlega aldar gömul. Árið 1907 voru lög um samræmdan tíma fyrst sett. Skyldu þá allar klukkur á landinu vera stilltar á tíma einni klukkustund á eftir tíma í Greenwich. Áður höfðu tímasetningar hér á landi verið nokkuð breytilegar en til að mynda var klukkan ekki nákvæmlega það sama á Akureyri og í Reykjavík. Síðan þá hafa Íslendingar margsinnis tekið ákvörðun um breyttan tíma. Eftir breytinguna 1968 eru Íslendingar nú á stöðugum sumartíma. Vildu samræmi við Evrópu Hópur þingmanna lagði árið 2001 til að hér á landi yrði tekinn upp tími í samræmi við tilskipun Evrópusam- bandsins um samræmdan sumar- tíma í aðildarríkjunum. Frumvarpið hafði þá ítrekað verið lagt fram en ekki hlotið þinglega meðferð. Var þar miðað við að sumartími hæf- ist klukkan eitt eftir miðnætti síð- asta sunnudag í marsmánuði, þegar klukkunni yrði flýtt um eina klukku- stund. Sumartíma átti sömuleiðis að ljúka klukkan eitt eftir miðnætti síðasta sunnudag í október þeg- ar klukkan yrði færð til baka. Það var Vilhjálmur Egilsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, og núver- andi framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins sem var frummælandi tillögunnar. Grætt í myrkri og grillað í birtu „Fólk hefði mun betri tækifæri til þess að njóta útiveru eftir að vinnudegi lýkur og þannig yrðu lifnaðarhættir almennings heilbrigðari. Þetta hefur tvímælalaust hvetjandi áhrif á viðskiptalíf, götulíf og allt mannlíf á Íslandi á sumrin og ferðaþjónustan nyti góðs af. Íþróttafólk hefði einnig hag af sumartíma, jafnt keppnisfólk sem áhugamenn, þar sem birtu nyti lengur fram á kvöld síðsumars og snemma hausts. Sumartíminn kæmi sér t.d. vel fyrir skipulagningu knattspyrnuleikja og golfáhugamenn gætu betur stundað íþrótt sína. Ekki síst hefði sumartími góð áhrif á mannlífið á hinum fjölmörgu stöðum á landsbyggðinni sem eru undir eða milli hárra fjalla. Þar hafa margir takmarkaða möguleika til að njóta sumarsins því að sólin hefur horfið af sjóndeildarhringnum þegar vinnudeginum lýkur,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Upptaka sumartíma með þeim hætti sem síðast var lagt til árið 2001 hefði þýtt að á sumrin verður sólin hæst á lofti um klukkan hálfþrjú á daginn á vesturhluta landsins. „Þetta þýðir að dagurinn er tekinn fyrr og vinnutíma lýkur fyrr en á vetrum,“ segir í greinargerð frumvarpsins sem ekki fékk efnislega umfjöllun á þinginu það skiptið sem áður. Aðrir vilja bjartari morgna Í lok árs árið 2010 lagði hópur þing- manna allra flokka fram þingsálykt- unartillögu um seinkun klukkunnar. Hefði tillagan gengið eftir hefði það komið til kasta ríkisstjórnarinnar að semja frumvarp um seinkunina. Rök þingmannanna voru meðal annars að tíminn hér á landi væri raunar rangt skráður miðað við gang sólar- innar. „Í stað þess að sól sé hæst á lofti um hádegisbil er sól á Íslandi hæst á lofti í Reykjavík að meðal- tali kl. 13.28 og á Egilsstöðum hálf- tíma fyrr. Verði klukkunni varanlega seinkað um eina klukkustund, eins og tillaga þessi gerir ráð fyrir, yrði sól hæst á lofti í Reykjavík að jafn- aði klukkan hálf eitt og á Egilsstöð- um í kringum tólf, eins og eðlilegt er,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þá segir að raunar sé enn nótt þegar Ís- lendingar fari til vinnu klukkan átta á morgnana. „Vegna þessarar tíma- skekkju á Íslandi kannast líklega flestir Íslendingar við þá nöpru til- finningu að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins,“ segir ennfremur í greinargerð frumvarpsins. Hagsmunir atvinnulífsins ráða för „Í hinu langa skammdegi á Íslandi eru flestir innandyra þá fáu tíma sem einhverrar birtu nýtur. Þeir einstaklingar sem viðkvæmastir eru fyrir skorti á ljósi geta þá þróað með sér svokallað skammdegisþunglyndi,“ skrifaði Andrés Magnússon geðlæknir í Fréttablaðið um málið á sínum tíma. Hann sagði þá að klukkan hér á landi væri ekki stillt í samræmi við líkamsklukku. „Þetta er óhollt og vitað er að t.d. vaktavinnufólk sem stöðugt er að hringla með dægursveiflur sínar, lifir skemur en aðrir,“ segir Andrés. „Þetta fyrirkomulag, að láta Íslendinga vakna einum og hálfum tíma fyrr en þeim er eiginlegt, er gert með „hagsmuni atvinnulífsins“ að leiðarljósi. Er ekki einfaldast að þeir fáu viðskiptajöfrar sem þurfa að vera í stöðugu símasambandi við skrifstofur í nágrannalöndum okkar vakni bara sjálfir fyrr á morgnana án þess að þurfa að gera það að vandamáli allrar þjóðarinnar?“ Hressari unglingar „Allir sem eiga unglinga kannast við að þeir séu oftast algjörir svefngenglar stóran hluta vetrar,“ segi Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem var frummælandi tillögunnar. Einkennin sem Guðmundur talar um kallast fasaseinkun í svefni. Líkams- klukka unglinganna er þá úr takt við klukku samfélagsins. Það lýsir sér meðal annars með þeim hætti að einstaklingur fer seint að sofa en vaknar ekki fyrr en um miðjan dag. Guðmundur segir rannsóknir hafa sýnt að það hafi verulega slæm líkamleg áhrif að búa við klukku sem sé úr takt við gang sólarinnar. Þótt rök séu fyrir því að bjartari kvöld séu eftirsóknarverð í tengslum við útiveru á kvöldin, golf og grill. „Þess vegna er til sumartími víða. Það er til að spara birtu fyrir eftirmiðdegið yfir sumarið,“ segir Guðmundur. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum sumartíma í þingsályktun hans og Róberts Marshall sem einnig var frummælandi tillögunar. Guðmundur boðar að þingsályktun um seinkun á klukkunni verði aftur lögð fram á næsta þingi. Evrópusambandið vill íslenskan sumartíma n Aðildarlönd ESB verða að taka upp sumartíma n Ísland þegar á undanþágu vegna EES Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Andrés Magnússon geðlæknir Skrifaði árið 2010 grein þar sem hann hvatti til þess að Íslendingar færðu klukkuna aftur. Guðmundur Steingrímsson alþingis- maður Mælti fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að klukkunni hér á landi yrði seinkað til samræmis við gang sólarinnar. Vilhjámur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA Sem þingmaður mælti Vilhjálmur ásamt hópi þingmanna fyrir frumvarpi um flýtingu klukkunnar til hags fyrir íslenskt atvinnulíf. Evrópuþingið Samræmt upphaf og endir sumartíma er hluti af aðildarsamningum Evrópusambandsins. „Allir sem eiga unglinga kannast við að þeir séu oftast algjörir svefngenglar stóran hluta vetrar. Guðmundur Steingrímsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.