Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Page 36
Húsleit Hjá Kosti
vegna CoCoa Puffs
36 Fréttir 4.–10. apríl 2012 Páskablað
M
eint ólöglegt Cocoa
Puffs-morgunkorn hef-
ur verið selt í versluninni
Kosti að undanförnu.
Morgunkornið hefur þó
ekki fengist í versluninni síðustu
daga þar sem það er uppselt. Mik-
ill bragðmunur er sagður vera á
morgunkorninu sem fékkst í Kosti
og því sem fæst í öðrum verslunum.
Ástæða þess að morgunkornið er
talið ólöglegt er þráavarnarefni sem
finnst í morgunkorninu sem er flutt
sérstaklega til landsins frá Banda-
ríkjunum. Aðrir pakkar af Cocoa
Puffs-morgunkorni eru framleiddir
í Evrópu og í samstarfi við umboðs-
aðila morgunkornsins hér á landi,
Nathan & Olsen.
Munu gera aðra tilraun
Heilbrigðiseftirlitið hefur gert
athugun á Kosti og hefur verið gerð
tilraun til að heimsækja verslunina
í þeim tilgangi að stöðva sölu á
morgunkorninu. Fulltrúar eftirlitsins
voru með því að bregðast við
ábendingu frá Nathan & Olsen um
að verslunin seldi þetta ólöglega
morgunkorn. Húsleit verður
framkvæmd í verslun Kosts á
næstunni, samkvæmt upplýsingum
frá Heilbrigðiseftirlitinu.
„Síðast þegar við gáðum var
þetta ekki til sölu,“ segir Guðmund-
ur Einarsson, starfsmaður Heil-
brigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og
Kópavogssvæðis, sem staðfestir að
Nathan & Olsen hafi tilkynnt um að
Kostur hefði gamla uppskrift morg-
unkornsins til sölu. „Þetta er stöðug
vinna,“ segir hann aðspurður hvort
eftirlitið myndi fylgjast áfram með
hvort Kostur hefði morgunkornið
til sölu.
Ástæðan fyrir því að ekkert
fannst síðast þegar starfsmenn
Heilbrigðiseftirlitsins fóru í húsleit
hjá Kosti var sú að morgunkorn-
ið eftirsótta var uppselt í verslun-
inni. Á mánudag sagði Jón Gerald
Sullenberger, stofnandi og eigandi
Kosts, að hann væri ennþá með
það til skoðunar hvort hann ætlaði
að flytja inn meira af þessu banda-
ríska morgunkorni sem hann kall-
aði „vont Cocoa Puffs“.
Þráavarnarefnið leyft víða
Efnið sem finnst í bandarísku útgáf-
unni af Cocoa Puffs-morgunkorn-
inu er „Butylated Hydroxytoluene“,
eða BHT. „Þetta er þráavarnarefni
og er notað í matvæli til að koma í
veg fyrir að fita eða olía þráni,“ seg-
ir Grímur Ólafsson, sérfræðingur
hjá Heilbrigðiseftirlitinu, í svari við
fyrirspurn DV. Efnið er notað í ýmis
matvæli og samkvæmt evrópsk-
um reglum má nota það í dýrafitu,
jurtafitu til steikingar, tyggigúmmí
og í fæðubótarefni. Efnið er hins
vegar ekki leyft í matvæli á borð við
morgunkorn hér á landi.
Ekki eru sömu aukaefnareglur
í Bandaríkjunum og Evrópu og út-
skýrir það af hverju Kostur getur
keypt Cocoa Puffs frá Bandaríkjun-
um sem inniheldur þetta ólöglega
þráavarnarefni. „Í Bandaríkjunum
er efnið leyft í mun fleiri tegundir
matvæla þar á meðal morgunkorn,“
segir Grímur.
Breytingar í gegnum tíðina
Breytingar hafa verið gerðar á
bæði reglum um matvæli og hvað
þau mega innihalda á síðustu
árum sem og uppskriftinni að Co-
coa Puffs. Ekki er það þó megin-
ástæðan fyrir síðustu breytingum
á morgunkorninu að sögn vöru-
merkjastjóra Cocoa Puffs hjá Nat-
han & Olsen en hann segir fyrir-
tækið vera að bregðast við vilja
og ábendingum neytenda. Meðal
breytinga sem voru gerðar á morg-
unkorninu, sem líklega hafa þau
bragðbreytingaráhrif sem margir
neytendur hafa kvartað yfir á ver-
aldarvefnum, er stórminnkað syk-
urmagn og heilkornanotkun við
gerð morgunkornsins. Minnst tví-
vegis síðan Cocoa Puffs var fyrst
sett á markað hefur sykurmagn í
morgunkorninu verið minnkað
talsvert.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Umboðsaðili morgunkorns hefur kært verslunina
Reyndi að verja félaga sinn
n Áttaði sig á að málið fór að bitna á honum sjálfum og breytti framburði
T
veir karlmenn voru
dæmdir í Héraðsdómi
Reykjaness á þriðjudag fyrir
þjófnað og fíkniefna- og
umferðarlagabrot. Annar hinna
ákærðu, sem neitaði alfarið sök í
málinu, rauf skilorð með brotunum
og var dæmdur í tveggja ára og
þriggja mánaða fangelsi. Hinn játaði
sök í málinu en þóttist þó ekki hafa
verið með fíkniefni í vörslu sinni í
sölu- og dreifingarskyni. Hlaut hann
þriggja mánaða skilorðsbundinn
dóm fyrir sinn þátt í málinu.
Mönnunum var gefið að sök að
hafa sunnudaginn 2. janúar árið
2011 farið í heimildarleysi inn í
bifreiðakjallara að Norðurbakka í
Hafnarfirði, stolið þaðan verkfærum
að verðmæti 600 þúsunda króna.
Þá fundust á heimili þeirra meðal
annars fíkniefni og peningar í
íþróttatösku í frystihólfi. Í töskunni
voru jafnframt skilríki mannsins
sem hlaut þyngri dóminn. Sá var
einnig ákærður fyrir að aka bifreið
út úr bílakjallaranum undir áhrifum
fíkniefna.
Maðurinn fór út um víðan völl
í vitnisburði sínum sem var engan
veginn í samræmi við það sem kom
fram í lögregluskýrslum. Vildi hann
meina að hann hefði í fyrstu ætlað
að vernda félaga sinn, meðákærða,
með því að taka á sig sök í málinu.
Þegar hann áttaði sig hins vegar
á því að málið væri farið að bitna
á honum sjálfum þá breytti hann
framburðinum og sagði sinn þátt í
málunum engan.
Hann kvað félaga sinn hafa átt
fíkniefnin á heimili hans þrátt fyrir
að hann gisti þar bara stöku sinnum.
Hvað þau voru að gera í frystihólfinu
í íþróttatösku með skilríkjum hans,
gat hann þó ekki skýrt.
Þá vildi hann meina að hann
hefði ekki keyrt bílinn út úr
bílakjallaranum heldur hefði hann
setið í farþegasætinu í kyrrstæðum
bílnum en reynt að komast út
bílstjóramegin þegar lögreglu bar
að garði. Hurðin farþega megin stóð
á sér, að hans sögn. Ekki var gefið
mikið fyrir þær skýringar hans.
Var hann einnig sviptur
ökuréttindum til tveggja ára.
Hættulegt? Fyrirtækið Nathan & Olsen heldur því fram að ólöglegt þráavarnarefni sé að
finna í Cocoa Puffs-morgunkorni sem verslunin Kostur hefur haft til sölu.
Húsleit Heilbrigðiseftirlitið
hefur gert eins konar húsleit
hjá Kosti vegna Cocoa Puffs.
Rauf skilorð Annar mannanna
hlaut tveggja ára og þriggja
mánaða dóm fyrir brotin.
Össur í Þjóðmenningarhúsinu:
Þróun
makrílmáls
vonbrigði
Össur Skarphéðinsson utan-
ríkisráðherra ávarpaði á þriðju-
dag fjórða fund sameiginlegrar
þingmannanefndar Alþingis
Íslendinga og Evrópuþingsins
sem haldinn var í Þjóðmenn-
ingarhúsinu. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu.
Í máli sínu lýsti Össur ánægju
sinni með gang samningavið-
ræðnanna um aðild Íslands að
ESB en fjórir kaflar voru opn-
aðir síðasta föstudag og tveimur
lokað samdægurs. Össur sagði
að vissulega hefðu vonir staðið
til þess að hefja fyrr viðræður
um hina stærri og efnismeiri
samningskafla eins og sjávarút-
veg, landbúnað og byggðamál
en fagnaði jafnframt yfirlýsingu
Stefans Fule, stækkunarstjóra
ESB, um að Evrópusambandið
stefndi ótrautt að því að hefja
viðræður um alla samningskafla
fyrir lok þess árs.
Össur sagði vonbrigði hvern-
ig mál hefðu þróast í viðræðum
um makrílveiðar en vonaðist
jafnframt eftir sátt allra samn-
ingsaðila sem allra fyrst. Varaði
utanríkisráðherra eindregið
við öllum einhliða viðskipta-
ðgerðum og sagði hugmyndir
sem lægju fyrir þar að lútandi
brjóta gegn alþjóðlegum skuld-
bindingum, þar með talið EES-
samningnum. Össur sagði Ís-
lendinga fylgjast náið með þeim
mikilvægu aðgerðum sem gripið
hefði verið til á evrusvæðinu í
kjölfar efnahagsþrenginganna í
Evrópu og gerði grein fyrir bata-
merkjum í íslensku efnahagslífi.
Søren Haslund, sendi-
herra Dana á Íslandi og fulltrúi
dönsku formennskunnar, og
Timo Summa, sendiherra ESB á
Íslandi, ávörpuðu einnig fund-
inn. Þá tók Mercedes Bresso,
forseti svæðanefndar ESB
(Committee of the Regions) þátt
í honum ásamt Halldóri Hall-
dórssyni, formanni Sambands
íslenskra sveitarfélaga, og fleiri
íslenskum og evrópskum sveit-
arstjórnarmönnum en samstarf
Íslands og Evrópusambandsins í
byggðamálum var sérstaklega til
umfjöllunar að þessu sinni. Þá
fékk nefndin kynningu á sjávar-
útvegsmálum, efnahagsmálum
og grænni orku en Steingrímur
J. Sigfússon, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, ávarpaði
fundinn.
Sameiginlega þingmanna-
nefndin var stofnuð eftir að Ís-
land sótti um aðild að Evrópu-
sambandinu og hélt sinn fyrsta
fund í október 2010.
Formenn nefndarinnar eru
Árni Þór Sigurðsson og Pat the
Cope Gallagher frá Írlandi.
Nefndina skipa níu íslensk-
ir þingmenn og níu evrópskir
en þar að auki situr sérstakur
fulltrúi utanríkismálanefndar
Evrópuþingsins, Dan Preda, sem
einnig er skýrslugjafi Evrópu-
þingsins um málefni Íslands,
fundi nefndarinnar.