Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 48
„Ég er lukkunnar pamfíll“ 48 Viðtal 4.–10. apríl 2012 Páskablað M á bjóða þér kaffi?“ spyr þingkonan Valgerður Bjarnadóttir um leið og hún býður blaðamanni til sætis á skrifstofu sinni í Austurstræti. Uppi á fjórðu hæð í reisulegu húsi í gömlu versl- unargötunni eru skrifstofur þing- manna Samfylkingarinnar og hér hefur Valgerður haft aðstöðu síðan hún tók sæti á þingi fyrir um þrem- ur árum. Hún var að nálgast sex- tugt þegar hún var kosin inn á þing og hefur vakið athygli fyrir vask- lega framkomu í þinginu. Undan- farnir dagar hafa verið annasam- ir hjá Valgerði. Hún var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem freistaði þess að koma í gegn- um þingið frumvarpi um að þjóð- in myndi kjósa um stjórnarskrána samhliða forsetakosningum í sum- ar. Það tókst ekki. Sumir segja Sjálf- stæðisflokkinn hafa verið á móti tillögunni frá upphafi en um það er deilt. Valgerður viðurkennir að vissulega hafi niðurstaðan ekki ver- ið sú sem hún óskaði sér. „Þetta eru ekki þær niðurstöður sem ég vildi en þær komu samt sem áður ekkert á óvart.“ Gagnrýnisraddir heyrðust um að frumvarpið hefði komið fram of seint en Valgerður gefur lítið út á það. „Ég held það hefði ekki breytt neinu þó að þetta hefði komið fyrr. Þeir hefðu talað í tíu daga hefðu þeir þurft þess. Þetta snerist ekki um það,“ segir hún en Sjálfstæðis- flokkurinn tafði afgreiðslu málsins með svokölluðu málþófi. Með stjórnmálaveikina Valgerður hefur verið viðloðandi stjórnmál frá unga aldri enda kom- in af miklu stjórnmálafólki. Dóttir Bjarna Benediktssonar sem var for- maður Sjálfstæðisflokksins og for- sætisráðherra meðal annars en fað- ir hans og afi Valgerðar, Benedikt Sveinsson var líka alþingismað- ur. Valgerður var svo gift Vilmundi Gylfasyni sem var alþingismaður og stofnandi Bandalags jafnaðar- manna þannig að hún hefur lengi hrærst í heimi stjórnmálanna. Hún varð hins vegar ekki þingmaður sjálf fyrr en árið 2009 en kjörtíma- bilið á undan hafði hún verið vara- þingmaður. Stefndi hún alltaf í stjórnmál- in? „Ég er með bakteríuna, sum- um finnast stjórnmál skipta miklu máli, ég er ein af þeim,“ segir hún brosandi. Af hverju ákvað hún að bjóða sig fram? „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum og finnst ég hafa ýmislegt fram að færa á þeim vettvangi. Ég bjó úti í Brus- sel í 15 ár og kom hingað heim 2001 og fór að vinna á Landspítalanum. Ég gekk í Samfylkinguna árið 2003 og var að vinna þar eitthvað innan flokksins en tók svo þátt í prófkjöri árið 2006 fyrir kosningarnar 2007. Síðan fékk ég sæti á Alþingi 2009 og hef verið á þingi síðan þá. Það varð mikil endurnýjun þá á þinginu en því miður endurspeglast það ekki í því sem fólkið vildi vona. Það hefur svo litlu tekist að breyta, alltof litlu. Bæði í vinnubrögðum og svo nátt- úrulega bara þessi sirkus í þing- salnum sem ég á erfitt með að taka þátt í. Kannski er það ekki nógu gott fyrst ég stefni á að vera í þessu áfram. Ég vil samt í lengstu lög vera ég sjálf og þessi þáttur þingstarf- anna hentar mér sannarlega ekki,“ segir Valgerður. Ári á undan í skóla Valgerður ólst í upp í Hlíðahverfinu í Reykjavík, í Háuhlíð, næstyngst fjögurra barna hjónanna Bjarna Benediktssonar alþingismanns og ráðherra og Sigríðar Björnsdóttur húsmóður. Skólagönguna hóf hún í Ísaksskóla. „Ég var ári á undan í skóla. Í Ísaksskóla var ég frá 6–8 ára. Þegar ég átti að fara í 9 ára bekk þá var bara 8 ára bekkur í Hlíða- skóla þannig ég fór í Austurbæjar- skóla. Það var svo sama sagan með Menntaskólann í Hamrahlíð. Af því ég var þessu ári á undan fór ég í Menntaskólann í Reykjavík. Ef ég hefði fylgt mínum árgangi hefði ég farið bæði í Hlíðaskóla og Mennta- skólann við Hamrahlíð,“ segir hún. Þekkir bara að vera dóttir stjórnmálamanns Þegar Valgerður var að alast upp var Bjarni faðir hennar þekktur stjórn- málamaður. Hún segist þó ekki hafa pælt mikið í því eða hafa orð- ið vör við að aðrir gerðu það. „Þegar maður var yngri var kannski stund- um verið að hía á mann og segja „dóttir Bjarna Ben“ og ég man mér fannst það kannski ekkert voða- lega skemmtilegt. Það var aldrei neitt alvarlegt samt. Ég held að okk- ar heimili hafi verið mjög venju- legt, en ég þekki náttúrulega ekkert annað en að vera dóttir stjórnmála- manns þannig ég veit ekki hvern- ig er að vera það ekki. Ég held að svona lagað hafi breyst. Ég rak ein- mitt augun í það um daginn að það var verið að fjalla eitthvað sérstak- lega um dóttur borgarstjórans. Ég tók eftir þessu og hugsaði einmitt af hverju væri verið að spá í því. Það var ekkert svona þegar ég var yngri en auðvitað veit maður ekkert hvað var pískrað bak við mann.“ Lífið heldur áfram Í Menntaskólanum í Reykjavík kynntist Valgerður fyrri eiginmanni sínum, Vilmundi Gylfasyni, sem seinna varð mjög áberandi í þjóð- málaumræðunni. Bæði sem stjórn- málamaður og fjölmiðlamaður. Samband þeirra vakti athygli á sín- um tíma enda bæði börn þekktra stjórnmálamanna. Þau eignuðust fyrsta barn sitt, soninn Benedikt, ung að árum. „Ég eignaðist son þegar ég var 16 ára. Ætli það hafi ekki vakið aðalathyglina að við vær- um svona ungir foreldrar. En hann fórst með foreldrum mínum 1970.“ Foreldrar Valgerðar, þau Bjarni og Sigríður, fórust í hræðilegum bruna þann 10. júlí 1970 á Þingvöllum ásamt Benedikt litla. Ráðherrabú- staðurinn sem þau dvöldu í brann til kaldra kola og þjóðin varð agn- dofa af sorg yfir þessum voðaat- burði. Valgerður var aðeins tvítug þegar þessi hræðilegi atburður átti sér stað. „Auðvitað var þetta al- veg hrikalegt, þú getur rétt ímynd- að þér. En lífið heldur áfram og það urðum við að gera líka. Það kom ekkert annað til greina.“ Mjög lánsöm Þetta var ekki eina áfallið sem ungu hjónin áttu eftir að verða fyrir. Árið 1973 misstu þau annan son sem yfirgaf þennan heim aðeins hálf- um sólarhring eftir fæðingu og árið 1976 dó sex mánaða dóttir þeirra vöggudauða. „Nanna Sigríður dótt- ir mín dó þegar hún var sex mánaða og það var auðvitað hrikalega erfitt,“ segir hún með þunga í röddinni. Vilmundur svipti sig svo lífi árið 1983. Það er því ljóst að Valgerður hefur gengið í gegnum meira en margur á lífstíð sinni. Þrátt fyrir að oft hafi verið erfitt hefur hún aldrei gefist upp. Hún segist ekki vilja velta sér upp úr fortíðinni og vorkunn er eitthvað sem hún kærir sig ekki um. „Það væri ósatt að segja að ég hefði ekki fengið minn skerf af áföllum. En hvað getur maður gert? Maður lítur bara á björtu hliðarn- ar á lífinu og heldur áfram. Hvað á maður að gera annað?“ segir hún einlæg. Gafst hún aldrei upp? „Nei, það þýðir ekkert. Ég fékk hjálp bæði frá fólkinu mínu og sérfræðingum,“ segir hún af einstakri yfirvegun. Valgerður er þakklát fyrir það líf sem hún á og segist vera afar hepp- in. Það séu margir sem hafi það verra en hún. Þau Vilmundur eign- uðust börnin Guðrúnu og Bald- ur Hrafn sem bæði eru uppkomin. „Við eignuðumst dóttur 1974 og svo son 1981. Þau eru yndisleg og svo á ég yndisleg barnabörn. Ég er lukk- unnar pamfíll. Á heilbrigð börn og barnabörn, klár og flott. Mað- urinn minn, Kristófer, á svo fjögur börn sem eru líka öll heilsuhraust. Þingkonan Valgerður Bjarnadóttir hefur líklega orðið fyrir fleiri áföllum í lífinu en meðalmaðurinn; misst foreldra sína, þrjú börn og eiginmann. Hún hefur hins vegar aldrei látið erfiðleikana sigra sig og sama hversu erfitt það var þá hélt hún áfram. Hún settist á þing að nálgast sextugt og hefur gaman af starfinu þar þó henni leiðist bófahasarinn sem stundum fylgi Alþingi. Hér ræðir hún við Viktoríu Hermannsdóttur um stjórnmálin, missinn, vor- kunnina vondu, stjórnlagaráð og hasarinn á Alþingi. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Ég held að það sé með mig eins og flest fólk að ég vil ekki láta vorkenna mér. Það hefur mér alltaf fundist vont. Því má vera illa við mig en ekki vorkenna mér. „Ég er voða seig og gefst ekki upp. Ég er samt ekki sá asni að ég átti mig ekki á því þegar ég mæti ofjarli mínum. M y n d e y Þ ó r Á r n a s o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.