Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Qupperneq 50
50 Viðtal 4.–10. apríl 2012 Páskablað
Leiðist hasarinn
Hún segist kunna vel við að vera
þingmaður en ekki vera mikið gef-
in fyrir lætin sem oft vilja mynd-
ast á þinginu. „Mér finnst starfið
skemmtilegt og vona og trúi að ég
geti látið gott af mér leiða en mér
leiðist þessi hasar. En það er nátt-
úrulega með þetta eins og allt ann-
að sem maður gerir, sumt finnst
manni skemmtilegt og annað leið-
inlegt. Mér leiðist þessi bófahasar
en ég hef gaman af því að vinna að
málum og að finna út úr því hvernig
maður kemur þeim áfram. Kannski
segja einhverjir að ég sé einstefnu-
kerling en ég er alltaf að reyna að
finna hvernig maður fær fólk með
sér. Það er hins vegar alveg ljóst að
ef fólk er á öndverðum meiði og
ekki tilbúið að tala saman þá hef ég
ekki þann mannlega mátt að geta
komið því í gegn.“
Mikilvægt að vinna saman
Valgerður segist ekki endilega líta á
Alþingi sem vinnustað. „Ég hef allt-
af efasemdir um að tala um þetta
sem vinnustað, þetta er alla vega
allt, allt öðruvísi en þeir vinnu-
staðir sem ég hef verið á. Að hluta
til getur þú auðvitað hagað þér eins
og þú vilt, þú getur verið kosin inn
á þing og ekki gert neitt í fjögur ár.
En hvort það sé einhver sem vilji
það veit ég ekki og sá sami yrði lík-
lega ekki kosinn aftur inn á þing. Þú
ert að mörgu leyti sjálfs þín herra,
þetta er samblanda af því að vera
einyrki og svo í liði. Svo ertu nátt-
úrulega í liðinu og það skiptir miklu
máli að vera eins „loyal“ liðsmað-
ur og þú getur. En samt sem áður
koma náttúrulega upp atvik þar
sem einhver segir: Þetta vil ég ekki.
En mér finnst maður eiga að teygja
sig langt í því að reyna að ná sam-
an. Maður verður auðvitað að gera
kröfur og standa fyrir sínu. En það
skilar engu að gera of miklar kröfur
og setja niður lappir í öllum málum.
Til þess að koma málum í gegn þarf
að vinna saman. Það getur enginn
fengið allt sitt. “
Hægrikrati
Eins og áður sagði gekk hún í Sam-
fylkinguna 2003. Valgerður var virk
í Bandalagi jafnaðarmanna sem var
og hét á níunda áratugnum. „Eftir
að Vilmundur féll frá var ég virk þar
þangað til Bandalagið leystist upp
í kringum 1984–85. Ég var varafor-
maður landsnefndar sem var yfir-
nefnd flokksins.“
Hefur hún alltaf verið vinstri-
sinnuð? „Mér finnst ég reyndar
ekkert voðalega vinstrisinnuð. Ég er
náttúrulega hægrikrati. Ég var alin
upp við það að fólk ætti að mynda
sér sínar eigin skoðanir og það
var viðurkennt. Hins vegar er það
þannig á svona stjórnmálaheimil-
um að það er ekkert alltaf verið að
tala um pólitík.“
Allir eiga að hafa jafnan rétt
Þrátt fyrir að faðir Valgerðar hafi
verið formaður Sjálfstæðisflokks-
ins hefur hún yfirleitt verið tengd
vinstrivæng stjórnmálanna. „Auð-
vitað er ég af sjálfstæðisfjölskyldu
en ég hef aldrei séð að það skipti
einhverju máli. Ég var bara tví-
tug þegar foreldrar mínir féllu frá,
þannig að ég er búin að vera til í 42
ár síðan og hef myndað mér mín-
ar skoðanir. Eins og ég segi, ég er
hægrikrati, sem þýðir að ég er fyr-
ir velferðarkerfið, menntakerfið og
að allir eigi að hafa jafnan rétt. All-
ir eiga að geta notið menntunar og
heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag.
Við eigum að jafna það með skatt-
kerfinu, þeir ríku eiga að borga
meira. Ég er svo líka á þeirri skoð-
un að markaðurinn fái að vinna
eins og hann er en það þarf að vera
eftirlit með honum. Það er náttúru-
lega það sem klikkaði hér hjá okk-
ur. Menn hættu að hafa eftirlit og
héldu að markaðurinn sæi bara um
sig sjálfur og væri bestur þannig.
Það var auðvitað ekki þannig og þar
klikkaði það. Ég er lítt hrifin af mikl-
um einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
en hann er talsverður hér, eða um
15 prósent þó fólk átti sig ekki á því
– og ég tel að það þurfi að fara með
mikilli gát ef auka á við það. Það
þarf að hafa eftirlit með því öllu og
það á að vera á hreinu að það komi
ekki niður á opinberu þjónustunni
sem á að vera fyrir alla.“
Gefst ekki upp
Valgerður segist ekki vera mikið fyr-
ir háfleyg orð en hún viðurkennir að
hún sé í stjórnmálum af hugsjón.
Hún er líka baráttumanneskja. „Ég
er voða seig og gefst ekki upp. Ég er
samt ekki sá asni að ég átti mig ekki
á því þegar ég mæti ofjarli mínum.
Ég er mjög til í að semja eða sættast
en þú gerir það ekki á einn veg. Mér
finnst það vera svolítið einkenn-
andi fyrir stjórnarandstöðuna núna
að þau vilja sættir og þau vilja sam-
ráð en það á allt að vera á þeirra for-
sendum.“
Mikið „ströggl“
Hvernig er stemmingin í hennar
eigin herbúðum, þingflokki Sam-
fylkingarinnar? „Hún er alveg allt
í lagi,“ segir Valgerður og hugsar
sig örlítið um en heldur svo áfram.
„Auðvitað er þetta búið að vera
erfitt, þetta er búið að vera mikið
„ströggl“. En allt gengur þetta. Þetta
er búið að ganga hægar en allt hefur
þetta hafist. Fólk verður náttúrulega
svolítið þreytt. Fólk skiptist á skoð-
unum og svona en ég held að það sé
alveg óhætt að segja að stemmingin
sé alveg allt í lagi. Það hvín stund-
um í fólki, það gerir það. Þannig er
það líka á Alþingi, hjá fólki úr öllum
flokkum. Ég er þar engin undan-
tekning. En fólki semur að mestu
leyti vel.“ Er hún skapstór? „Ég er
með skap. Er fljót upp en líka fljót
aftur niður. Í svona löguðu er mik-
ilvægt að geta unnið með fólki. Það
eru alltaf einhver atriði sem kannski
láta ekki undan en það held ég að
hljóti að vera bara eðlilegt.
Nýir þingmenn fengu ekki
tækifæri
Hún segir nýja þingmenn innan
flokksins ekki hafa fengið mörg
tækifæri til að byrja með. „Það er
engin launung á því að við, þetta
nýja fólk á þingi úr Samfylkingunni,
fengum ekkert mikið að gera fyrstu
árin. Það er ekki fyrr en núna. Það
er alltaf sagt að það þurfi fólk með
reynslu, ég meina, ég var sextug
þegar ég kom á þing, hafði starfað
yfir hagdeild Flugleiða þar sem ég
sá um að gera rekstraráætlanir fyr-
ir það sem var þá eitt stærsta fyrir-
tæki Íslands. Auk þess sem ég hafði
víðtæka reynslu eftir að hafa starf-
að úti. Þannig að það var svolítið
„frústrerandi“ þegar það var verið
að tala um að það þyrfti fólk með
reynslu. En þetta breyttist núna í
haust, og okkur, þessum nýju, hefur
verið treyst fyrir meiru.
Sjálf fékk hún sitt tækifæri þegar
henni var boðið að vera formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd-
ar. Valgerður var þá varaformaður
utanríkisnefndar en vék úr henni
til að verða formaður stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndarinnar. „Ég
valdi frekar að vera formaður þar
heldur en varaformaður í utanríkis-
nefnd. Störf mín í Brussel komu að
góðu gagni enda er ég mjög vel að
mér í Evrópumálum. Þannig að það
var mjög eðlilegt að ég væri í nefnd-
inni og ég var mjög ánægð með það
þegar ég kom fyrst á þingið og var
skipuð í þá nefnd.“ Hún er einn-
ig formaður nefndar um mótun
þjóðaröryggisstefnu. „Það er mjög
mikilvægt verkefni og mér var sýnt
mikið traust með því að vera skip-
uð formaður þeirrar nefndar sem
samþykkt var að setja á laggirnar
en í henni eru tíu þingmenn. For-
maðurinn er skipaður af utanríkis-
ráðherra og Össur bað mig að vera.
Ég var mjög ánægð með Össur þeg-
ar hann bað mig um það,“ segir hún
brosandi.
Jóhanna staðið sig vel
Hún ber formanni Samfylkingar-
innar vel söguna og þykir Jóhanna
hafa skilað góðu verki.
„Mér finnst Jóhanna hafa staðið
sig skrambi vel. Þetta er sannarlega
ekki búið að vera auðvelt hjá henni.
Andrúmsloftið í þingflokknum er
í góðu lagi. Það er ekkert auðvelt
að leiða þennan þingflokk og ég
held það geti aldrei verið auðvelt
að leiða 20 manna þingflokk. Hún
hefur staðið sig mjög vel í þessu,
en það er ljóst að andstæðingarn-
ir tönnlast á hinu öndverða. Auð-
vitað megum við ekki láta þá telja
okkur trú um það, því það er ein-
faldlega ekki rétt. Ég átta mig ekki á
þegar fólk er að tala um arma innan
flokksins eins og Þorsteinn Pálsson
talaði um í grein um daginn. Það
er eins og í náttúruverndarmálum,
þar eru náttúrulega skiptar skoðan-
ir, það er núna að koma fram þessi
rammaáætlun. Þar náðum við sátt-
um. Þar er kannski enginn alveg
sáttur en við náðum saman og það
er ekkert auðvelt að ná svona fram.
Mér finnst hún Jóhanna hafa gert
þetta mjög vel.“
Stjórnarandstaðan ræður ekki
Hún segir fólk líta fram hjá því hve
mikill árangur hefur náðst. „Eins
og í sambandi við efnahagshrunið,
þá finnst mér ótrúlegt að fólk skuli
gleyma því að það munaði engu að
Ísland allt yrði gjaldþrota. Við velt-
um okkur mikið upp úr því hvað
Grikkir séu vitlausir en við vorum
á sama stað en það hefur tekist að
reisa það við. Vissulega hefur þurft
að hækka skatta en hvernig átti að
gera þetta öðruvísi? Skattarnir eru
þannig að það eru þyngri byrðar
á þeim sem eru ríkir, og minni á
þeim sem hafa minna. Það er eng-
inn vinstriarmur sem stendur fyr-
ir því, þetta er einfaldlega stefna
jafnaðarmanna. Síðan segja and-
stæðingarnir að það sé vinstriarm-
urinn sem er óvinveittur Samtök-
um atvinnulífsins, en það er ekkert
þannig. En Samtök atvinnulífsins
stjórna ekkert þessu landi en það
er það sem þeim finnst þeir eiga að
gera. Þeir hafa verið í öflugri stjórn-
arandstöðu og skilja það ekki að
þeir stjórna þessu ekki því að þeir
hafa gert það hingað til. Þeir, líkt
og krakkarnir í Sjálfstæðisflokkn-
um á þingi, verða að átta sig á því
að þeir ráða ekki lengur, þeir eru í
stjórnarandstöðu. Hún ræður ekki
en hún getur haft áhrif, komið sínu
að ef hún er fús til þess að ljá máls
á einhverju sem hinir eru að gera.
En hún nær ekki sátt í því að allir
hætti í því sem þeir eru að gera og
gangi þeim á hönd. Það virkar ekki,
svoleiðis er ekki lífið, því miður fyr-
ir þá.“
Þetta hefst
Oft er talað um ákveðna stjórnar-
kreppu en Valgerður segist ekki
hafa áhyggjur af því. „Það er vissu-
lega þannig að við erum ekki með
mjög öruggan meirihluta vegna
þess að það eru þrír þarna í VG
sem eru alltaf svolítið spurning-
armerki. Hins vegar er fólk inni á
þingi, til dæmis Hreyfingin, hún
styður okkur í ákveðnum málum,
Guðmundur Steingrímsson hef-
ur líka stutt okkur. Síðan kannski í
einhverju öðru eru einhverjir aðrir
sem styðja það. Það er alþekkt í ná-
grannalöndunum að minnihluta-
stjórnir stjórna með stuðningi mis-
munandi þingmanna. Það er alveg
sama hvað Bjarni Benediktsson,
núverandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins, stendur og æpir í þingsal
og segir að það sé ekki meirihluti.
Hann segir að hann vilji kosning-
ar. Það er ein leið fyrir hann að
finna út að ríkisstjórnin hafi ekki
traust eins og hann segir og það er
að bera fram vantrauststillögu en
hann gerir það ekki. Af hverju gerir
hann það ekki?“ spyr hún og heldur
áfram: „Auðvitað hentar það þeim
að búa það til og segja að þetta sé
svona. Ég verð ekki vör við það. En
eins og ég segi, þetta er ekkert auð-
velt. Margt hefur tekið lengri tíma,
en þetta hefst.“
Gagnrýnislaust viðhorf til
valdsins
Valgerður er bjartsýn á að Samfylk-
ingin haldi sinni stöðu eftir næstu
kosningar. „Já, auðvitað getum við
gert það. Ég á óskaplega bágt með
að sjá það að kjósendur vilji fá Sjálf-
stæðisflokkinn aftur yfir sig. Ekki
það að það er margt mjög gott í
stefnu Sjálfstæðisflokksins og gæti
vel verið hægt að vinna með hon-
um á ýmsa vegu. En viðhorf þeirra
til valdsins og til sjálfra sín og um-
hverfisins er þannig að mín skoð-
un er sú að þeir þurfi að vera í að
minnsta kosti fjögur ár í viðbót í
stjórnarandstöðu. Bara vegna þess
að það er hættulegt og vont fyr-
ir þjóðina að þeir komist aftur að.
Viðhorf þeirra til valdsins er „krí-
tík“-laust. Þeir telja það vera sitt og
engra annarra. n
„Þeir, líkt og krakk-
arnir í Sjálfstæðis-
flokknum á þingi, verða
að átta sig á því að þeir
ráða ekki lengur, þeir eru í
stjórnarandstöðu.
Leiðist hasarinn
Valgerður kann vel við sig á þingi
en leiðist hasarinn sem einkennir
oft störfin í þinginu.
MyNd eyÞór árNASoN