Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Page 64
galli eða gjöf
H
eimildarmyndin Sólskins-
drengurinn varð sann-
kölluð vitundarvakning og
verðmæt upplýsingaveita
um einhverfu. Hún skapaði
þarfa umræðu hér á landi um með-
ferðarúrræði til handa einhverfum
börnum. Ekki var vanþörf á, því hér
eru 150 börn greind á einhverfuróf-
inu árlega.
Fleiri kvikmyndir hafa vakið at-
hygli á einhverfu. Ekki síst einhverfu
á háu stigi. Árið 1988 birtist á hvíta
tjaldinu kvikmyndin Rain Man með
tveimur lágvöxnum stórleikurum,
Dustin Hoffman og Tom Cruise, í að-
alhlutverki. Tom Cruise leikur Char-
lie Babbitt, bílasala í Los Angeles,
sem kemst að því við fráfall föður síns
að hann á eldri bróður, Raymond,
sem er einhverfur. En þrátt fyrir ein-
hverfuna býr Raymond yfir óvenju-
mikilli stærðfræðigáfu og minni,
þrátt fyrir takmarkaðan skilning á því
sem um ræðir í hvert skipti. Eftir því
sem kynni bræðranna aukast rámar
Charlie í að hafa í bernsku átt ímynd-
aðan vin sem hann nefndi Rain Man,
sem skýrir heiti myndarinnar.
Kvikmyndin er talin hafa hrakið
margs konar misskilning sem gætti
meðal fólks um einhverfu og einn-
ig vakið athygli á þeirri staðreynd
að margar stofnanir hafa farið villur
vegar í mati sínu á getu einhverfs
fólks og þeim hæfileikum sem það
getur búið yfir. Kvikmyndin Rain
Man, sem talin er vera ein af bestu
kvikmyndunum sem fjalla um ein-
hverfu, er þó ekki efniviður þessar-
ar greinar, heldur er ætlunin að kíkja
nánar á nokkra nafntogaða einstak-
linga sem talið er mögulegt að hafi
verið einhverft, verið með Asper-
ger-heilkenni eða eitthvert annað
heilkenni af rófi heilkennisins. Ekki
er ætlunin að leggja mat á réttmæti
þess álits.
Fátt er svo með öllu illt …
Michael Fitzgerald, geðlæknir og
prófessor við Trinity College í Dyfl-
inni, viðraði 2004 þá skoðun sína að
heimspekingurinn Sókrates, Charles
Darwin og listamaðurinn Andy War-
hol hefðu hugsanlega haft Asperger-
heilkennið. Þremenningarnir voru
þar með komnir í ágætis félagsskap
því snillingarnir Ísak Newton og Al-
bert Einstein höfðu fyrir verið nefnd-
ir til sögunnar í þessu tilliti.
Asperger er gjarna tengt fátæk-
legum hæfileikum til félagslegra
samskipta og því að vera gagntek-
inn af flóknum viðfangsefnum. En
fátt er svo með öllu illt að ei boði
nokkuð gott því fólk með heilkenn-
ið er gjarna gáfað vel og vel máli
farið.
Að sögn Fitzgeralds hefur fjöldi
þeirra sem greinst hafa með Asper-
ger vaxið samfara því sem læknar
hafa orðið meðvitaðri um heilkenn-
ið, en sjálfur byggir hann skoðun
sína á samanburði á hegðun sjúk-
linga sinna og þeim lýsingum sem
má finna í ævisögum margra frægra
einstaklinga.
Michael Fitzgerald telur að rit-
höfundurinn Lewis Carroll, sem
skrifaði meðal annars Lísu í Undra-
landi, ljóðskáldið W.B. Yates og
Eamon de Valera, forsætisráðherra
Írlands, hafa sýnt merki einhverfu,
en að hans mati er það ekki alslæmt:
„Asperger-heilkennið hefur kosti –
það gerir fólk meira skapandi.“
Vonlaust tilfelli
Hvað ljóð- og leikritaskáldið W.B.
Yeats varðar segir Fitzgerald: „Yeats,
til dæmis, glímdi við lestrar- og
skriftarerfiðleika og gekk illa í skóla.
[…] Hann fékk ekki inngöngu í Tri-
nity College og var af kennurum sín-
um lýst sem „ófrjóum og framtaks-
litlum“. Foreldrum hans var tjáð að
það yrði aldrei neitt úr honum.“
Að sögn Fitzgeralds er þetta
dæmigert fyrir fólk í þessari stöðu –
það passi hvergi inn, sé undarlegt,
sérlundað og lyndi illa við annað
fólk. „Flestir sæta einelti, sem var
raunin með Yeats.“
Yeats átti svo sannarlega eftir að
afsanna mat kennaranna og sýna
fram á afskaplega frjótt ímyndunar-
afl, reyndar samfara félagslegu fá-
læti, sem ku hvort tveggja, að sögn
Fitzgeralds, vera sígild teikn um
Asperger-heilkennið.
„Hann var svakalegur safnari en
hann tók það sem hann safnaði ekki
einu sinni úr umbúðunum – heimili
hans var eins og grafhýsi,“ sagði Fitz-
gerald um listamanninn Andy War-
hol og bætti við að hann hefði einnig
glímt við erfiðleika í skóla.
En óvenjuleg hegðun Andy War-
hol, undarleg sambönd ásamt með
einkennandi list hans, benda, að
sögn Fitzgeralds, sterklega til þess
að Warhol hafi haft einhver einkenni
einhverfu.
Afstæð einhverfa
Sem fyrr segir er ekki loku fyrir það
skotið að Albert Einstein og Ísak
Newton hafi þjáðst af einhverri
tegund einhverfu. Það voru vís-
indamenn við Cambridge- og Ox-
ford-háskóla sem komust að þeirri
niðurstöðu að bæði Einstein og
Newton hefðu sýnt einkenni Asper-
ger-heilkennisins – sérvisku, skort á
samskiptahæfileikum og heltak hvað
varðar flókin viðfangsefni.
Niðurstöður rannsóknar vísinda-
mannanna benda til þess að Albert
Einstein, höfundur afstæðiskenn-
ingarinnar, og Ísak Newton, sem
fékk hugljómun við að sjá epli falla af
trjágrein og uppgötvaði þyngdarlög-
málið, hafi báðir glímt við áðurnefnd
einkenni upp að einhverju marki.
Vísindamennirnir segja að Albert
Einstein hafi frá unga aldri sýnt ein-
kenni Asperger-heilkennisins – hann
var einfari og átti til, fram undir sjö
ára aldur, að endurtaka sömu setn-
ingarnar af þráhyggju.
Síðar á ævinni stofnaði Einstein
til náinna kynna og tjáði sig um póli-
tísk málefni en sýndi að mati vís-
indamannanna áfram einkenni
Asperger-heilkennis. Að mati Sim-
ons Baron-Cohen, vísindamanns
við Cambridge-háskóla, er ástríða
og að verða ástfanginn og berjast
fyrir réttlæti fullkomlega samræm-
anlegt Asperger-heilkenninu. En „…
það sem flestir sem þjást af Asper-
ger-heilkenninu eiga erfitt með er að
spjalla – þeir geta ekki spjallað um
allt og ekkert,“ sagði Baron-Cohen í
viðtali við tímaritið New Scientist.
Sígild einkenni
Vísindamennirnir við Cambridge-
og Oxford-háskóla virðast ekki velkj-
ast í vafa um að Ísak Newton hafi
þjáðst af Asperger-heilkenni. Hann
hafi vart gefið sér tíma til að spjalla,
verið svo heltekinn af viðfangi sínu
að hann gleymdi iðulega að nærast
og samskipti hans við þá fáu vini sem
hann átti einkenndust af áhugaleysi
eða gremju.
Sagan segir að ef enginn mætti á
fyrirlestra hans hélt hann þá engu
að síður fyrir tómum sal. Hann fékk
taugaáfall um fimmtugt, sem mátti
rekja til þunglyndis og ofsóknaræðis.
Í grein á vefsíðu BBC er haft eft-
ir doktor Glen Elliott, geðlækni við
Kaliforníuháskóla í San Francisco, að
menn geti gert sér í hugarlund snill-
inga sem eru með öllu óhæfir félags-
lega séð en engu að síður fjarri því að
vera einhverfir. Elliott virðist vera á
öndverðum meiði við vísindamenn-
ina á Englandi, austan Atlantsála:
„Óþolinmæði gagnvart gáfnafars-
legum takmörkunum annarra, sjálfs-
dýrkun og ástríða gagnvart eigin lífs-
markmiðum geta í sameiningu gert
slíka einstaklinga erfiða og hneigða
til einangrunar.“
Í viðtali við áðurnefnt tímarit
sagði Elliott að Einstein hefði verið
talinn ágætlega spaugsamur – sem er
eiginleiki sem ekki er hægt að heim-
færa upp á einstaklinga sem þjást af
Asperger-heilkenni á alvarlegu stigi.
Skiptar skoðanir
Á það ber að líta að áhöld eru um
hvort áður reifaðar kenningar eigi
við rök að styðjast. Vísindamenn eiga
það til að vera á öndverðum meiði
hvað varðar ívið einfaldari álita-
mál en hvort löngu genginn einstak-
lingur hafi þjáðst af einhverfu eða
einhverjum öðrum sjúkdómi.
Í bókinni In a World of His Own:
A Storybook About Albert Einstein,
frá 1995, segir höfundurinn Ill-
ana Katz um Einstein að hann hafi
verið „… einfari, frábitinn félags-
skap, hætt við bræðiköstum, vinafár
og hafi lítt hugnast að vera í mann-
mergð.“ Hvort þessi lýsing er stað-
festing þess að Einstein hafi þjáðst
af einhverfu í einhverri mynd skal
ósagt látið.
Sem fyrr segir er Glen Elliott
ekki sannfærður um að Einstein
eða Newton hafi þjáðst af Asperger-
heilkenni.
Svipaða sögu er að segja af Ni-
kola Tesla. Oliver Sacks, bresk-
ur prófessor í geðlækningum og
taugasjúkdómum við Columbia-
háskóla í New York-borg, segir um
Einstein, Newton og Tesla að vís-
bendingar um að þeir hafi þjáðst
af einhverfu byggi á afar hæpnum
grunni og að frekar megi ætla að
Nikola Tesla hafi þjáðst af áráttu-
þráhyggjuröskun (e. Obsessive–
compulsive disorder) sem ku ekki
tengjast einhverfu.
Heimildir: Wikipedia, BBC,
IMDb og fleiri miðlar
Listamaður í sérflokki Andy Warhol
Hegðun hans, sambönd og einkenni listar
hans telja sumir staðfestingu á því að hann
hafi þjáðst af einhverfu í einhverri mynd.
Albert Einstein Eðlisfræðingurinn hafði
ýmis einkenni Asperger-heilkennisins að
mati vísindamanna.
William Butler Yeats Um eitt virtasta
skáld Íra sögðu kennarar að væri „ófrjór og
framtakslítill“.
Kim Peek
n Fyrirmynd
Raymonds Babbit,
sem Dustin Hoffman
lék í kvikmyndinn Rain
Man, var Kim nokkur Peek.
Að sögn föður hans gat Peek munað
hluti frá 16 til 20 mánaða aldri. Hann
las bækur, lagði þær á minnið og setti á
hvolf í bókahilluna til að sýna að hann
hefði lesið þær.
Hann var um klukkustund að lesa hverja
bók og mundi nánast allt sem hann
las; sögulegan fróðleik, fróðleik um
bókmenntir, landafræði, íþróttir, tónlist,
tölur og dagsetningar. Samkvæmt grein
í dagblaðinu Times gat hann þulið upp
efni 12.000 bóka eftir minni.
n En Kim Peek var í vandræðum með
hversdagslega hluti og gat meðal
annars ekki hneppt skyrtunni.
Þess má til gamans geta að Kim Peek
var á sínum tíma talinn vera einhverfur,
en síðan breyttist sú greining. Niður-
staða rannsóknar frá 2008 var að Peek
hefði sennilega þjáðst af svonefndu FG-
heilkenni – sjaldgæfum genasjúkdómi
sem tengist X-litningnum.
n Kim Peek lést 58 ára að aldri, 19.
desember 2009.
n Einhverft fólk getur búið yfir ótrúlegu minni og hæfileikum
Sögufrægt fólk
Sögufrægt fólk og þekkt sem sumir telja
hafa þjáðst af einhverfu í einhverri mynd
n Darryl Hannah – bandarísk leik-
kona, hefur að eigin mati hugsanlega
Asperger-heilkenni
n H.C. Andersen – danskur rithöf-
undur
n Béla Bartók – ungverskt tónskáld
n Lewis Carroll – enskur rithöfundur
n Karl XII (tólfti) – Svíakonungur; tveir
sænskir vísindamenn, C. Gillberg og B.
Lagerkvist, eru sammála um að Karl
XII hafi sýnt öll einkenni Asperger-heil-
kennisins
n Jeffrey Dahmer – bandarískur
raðmorðingi
n Charles Darwin – enskur náttúru-
fræðingur
n Gary Numan – breskur tónlistar-
maður, er hugsanlega með Asperger-
heilkennið, en hefur ekki verið greindur
Emily Dickinson Er
nefnd til sögunnar
vegna vangavelta
um möguleg tengsl
einhverfu og einstakra
hæfileika.
n Emily Dickinson – bandarískt
ljóðskáld
n Albert Einstein – þýskur eðlis-
fræðingur, var látinn áður en Asperger-
heilkennið var þekkt
n Glenn Gould – kanadískur píanisti,
rútína var honum svo hugleikin að hann
notaði sama sæti þar til það var með
öllu úr sér gengið. Hann hafði slíkan
ímugust á félagslegum samskiptum að
þegar leið á ævi hans byggðust nánast
öll hans samskipti á notkun síma og
sendibréfa
n Adolf Hitler – kanslari Þýskalands
nasismans, afar skiptar skoðanir eru
á því hvort hann hafi uppfyllt skilyrði
sjúkdómsins
n Wolfgang Amadeus Mozart –
tónskáld, Michael Fitzgerald og fleiri
telja fátt renna stoðum undir þá kenn-
ingu að Mozart hafi þjáðst af einhverfu í
einhverri mynd
Sýndi vinum sínum
mikið fálæti
Ísak Newton fékk hug-
ljómun þegar hann sá
epli falla af trjágrein.
n Ísak Newton – enskur
eðlis- og stærðfræðingur.
Af mörgum talinn „einn merkasti og
áhrifamesti vísindamaður sögunnar“
n Nikola Tesla – serbneskur verk-
fræðingur og uppfinningamaður. Var
líkt og til dæmis Albert Einstein og Ísak
Newton horfinn á vit feðra sinna áður en
Asperger-heilkennið var þekkt.
Nikola Tesla Var með
töluna 3 á heilanum,
Tesla gat séð fyrir sér
í huganum afar flókið
vélvirki, talaði átta
tungumál, kvæntist aldrei,
var með töluna 3 á heilanum og hafði
ógeð á skartgripum og of feitu fólki
Vert er að taka fram að einungis er um
vangaveltur hinna ýmsu vísindamanna
að ræða.
64 Fróðleikur 4.–10. apríl 2012 Páskablað