Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2012, Side 68
68 4.–10. apríl 2012 Páskablað „Besta sýningin á höfuðborgarsvæðinu“ „Ef þessi mynd snertir þig ekki, þá ertu frá Kapítol“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Ævintýri Múnkhásens The Hunger Games Pendúllinn velur orðin S káldið Þórdís Björns- dóttir hefur sent frá sér sérstæða ljóða- bók sem hún kallar Nötur gömlu nútíð- arinnar. Bókin inniheldur ljóðabálk sem hún orti með aðstoð pendúls og hvert ein- tak er heimaföndrað af henni sjálfri. Um útgáfu sér forlagið Útúr ýmsu, sem hún sjálf setti á laggirnar í félagi við systur sína Brynju Björnsdóttur. „Ég vissi ekkert um pend- úla fyrr en fyrir ári síðan að systir mín kynnti mig fyrir þeim,“ segir Þórdís frá. „Það var merkileg reynsla. Hún sýndi mér pendúlinn og ég spurði spurninga um ýmis- legt sem ég vissi þegar svarið við og var mjög hissa þegar pendúllinn svaraði alltaf rétt. Spurningarnar voru í þess um dúr: Er ég í svona litaðri peysu? Eða álíka. Ég varð það hugfangin að ég fór og keypti mér fínan pendúl úr glansandi bláum steini. Ég spurði hann hvort hann væri rétti pendúll- inn fyrir mig, mér fannst hann ekki samsvara minni orku og það kom mér því ekki á óvart að hann sagði einfaldlega nei. Ég gaf hann því frá mér. Síðan þá hef ég átt sex pendúla. Eng- inn þeirra var sá rétti og leitin var orðin kostnaðarsöm. Þá fann ég skel í skúffunni hjá mér og ég festi hana einfald- lega á band. Efst á bandinu er svo bein úr leðurblökukjafti,“ segir Þórdís og sveiflar pend- úlnum. Pendúllinn huggaði í sorg Þórdís fór að nota pendúlinn til þess að spyrja um ýmislegt sem lá henni á hjarta. „Ég sökk í þessu fræði á erfiðum kafla í lífi mínu. Pabbi var mjög veikur á þessum tíma. Hann var með MND -vöðvarýrnunarsjúkdóm. Hann greindist í lok árs 2009 en gangur sjúkdómsins er hraður og það var átakanlegt fyrir fjöl- skyldumeðlimi að fylgjast með því hversu hratt lífið hvarf frá honum. Á svipuðum tíma skildi ég við kærasta minn. Þetta var dimmur og drunga- legur tími og ég var búin að missa trúna á lífið. Pendúll- inn gaf mér hins vegar huggun og smátt og smátt fór eitthvað merkilegt að gerast,“ segir Þór- dís frá í einlægni. „Ég notaði pendúlinn til að spyrja spurninga um daglegt líf. Svörin voru þá já eða nei, en mér fannst þetta samt sem áður gefandi og mér fannst stuðningur í ferlinu. Áður en ég byrjaði á pend- úlafræðum hafði ég æft mig í því að sjá árur og það var merkilegt að fljótlega eftir að ég fór að nota pendúlinn fór ég að skynja liti fremst í enn- inu við notkun hans. Það voru helst þrír litir, dökkblár, gulur og rauðbleikur kaldur litur. Mér fannst hver litur tákna þrjá mismunandi aðila sem töluðu til mín í gegnum pend- úlinn. Svo kom allt í einu ann- ar litur sem var svona bleik- fjólublár, ofboðslega sterkur og skær. Sá litur fór að koma oftar og oftar. Mér fannst þessi litur svo sterkur og ráðandi að ég túlkaði þennan aðila sem ráðandi kraft.“ Á þessi aðili, eitthvert nafn? Hver er hann? „Ég veit ekki hver hann er. Veit bara að hann er handan einhvers í mannlegri tilvist. Upphaflega taldi ég mig vera að skrifast á við tvo aðila að handan í gegnum pendúl- inn. Annar kallaði sig Ilken og talaði ensku á meðan hinn kallaði sig Guð og talaði ís- lensku. En svo sögðust þeir vera einn og sami aðilinn sem héti Zúrkof. Seinna bætti hann við gælunafninu froskmús. Ég tek þessu öllu rólega, þetta eru bara einhver nöfn sem þjóna mér. Sjálf á ég mér listamanns- nafnið Emmalyn Bee og gælu- nafnið mitt er að sjálfsögðu undirfroskmús,“ segir hún og brosir. Er ekki á listaflippi Þórdís segist hafa fengið hug- boð um að hún ætti að teikna upp stafrófið og nota pendúl- inn til þess að skrifa. „Það fór samtal í gang sem leiddi til þess að hann sagði frá því að hann vildi skrifa bók og við hófumst einfaldlega handa og úr varð ljóðabálkurinn Nötur gömlu nútíðarinnar.“ Hún sýnir blaðamanni hvernig hún fer að og tekur upp blað sem á er skrifað staf- rófið. „Pendúllinn stafar út fyrir mig svör í staðinn fyrir að gefa einfalt já eða nei. Það hófst mikið samtal á milli okkar sem ekki sér enn fyrir endann á,“ segir hún og mundar pendúl- inn. Pendúllinn svífur yfir staf- rófinu sem er skipt í fjórar línur. „Fyrst segir hann mér í hvaða línu bókstafurinn er. Svo segir hann mér hvaða stafur það er, þetta er því ansi tímafrekt,“ segir hún. Það sést að pendúll- inn hefur valið bókstafinn K. Þórdís segist ljóðabálkinn hafa komið til sín í brotum og verið mjög skrautlegur og hlaðinn nýyrðum. „Ég þurfti að koma skipulagi á textann og fínpússa nokkur orð en ég bar það allt undir Zúrkof. Það er hann sem er höfundurinn en ekki ég.“ Hún segir marga halda að hún sé að þykjast. Það er ekki rétt. Þórdísi er fyllsta alvara. „Ég finn að margir skilja ekki hvað ég er að fara. Það halda margir að ég sé á einhverju listaflippi. En það er ekki þann- ig. Mér er alvara. Honum er al- vara. Úr varð ljóðabálkur.“ Skortur á nánd Ljóð Þórdísar eru kraftmikil og gagnrýnin á samfélagið. Þau fjalla um nánd, ónánd og að vera næstum því manneskja og í þeim má greina beittan húmor fyrir því hvernig við eigum samskipti á tímum Face book og internetsins. Þórdís segist sjálf hafa orðið fyrir miklum áhrifum af skrif- unum. „Ljóðin hreyfðu við mér. Vöktu mig,“ segir Þórdís. „Í þeim er mikið talað um skort á nánd og það hvernig við nálg- umst fólk í gegnum tölvur og skjái. Það er svo margt sem mér finnst og hef líka haft á tilfinningunni um okkar sam- tíma sem þarna er komið í orð. Það má segja að ég sé sam- mála bókinni. Mér finnst ljóð- in leiði inn á við og fái okkur til að hugleiða í hvað við eyðum orku og tíma og til hvers. Ég hef líka verið að hugsa um hvað varðar Facebook og aðra álíka hluti að þegar maður er búinn að eiga þannig sam- skipti getur maður stundum farið í gegnum daginn hald- andi að maður sé nærður. Manni finnst maður hafa átt mikil samskipti. Maður er búinn að horfa á fréttirnar og veit hvað er að gerast í heim- inum, samt hefur maður ekki talað við neinn. Maður getur farið þannig í gegnum daginn og verið með þá tilfinningu að maður hafi átt í samskiptum. En þetta er fals. Þetta eru gervisamskipti sem duga okk- ur ekki. Ég hef verið að prófa þetta svolítið á sjálfri mér. Loka á allt í einhvern tíma og ég finn að eftir smá tíma þá finn ég allt í einu sterka þörf fyrir samskipti. Samskiptin spretta þá af þessari þörf og þau verða gefandi,“ segir hún. „Maður getur farið svo langt inn í þetta gerviástand án þess að uppgötva það. Að því leyti held ég að bókin geti orðið að gagni. Því Zúrkof sér þetta ástand okkar af miklum húmor.“ Gæfan og núið Í bókinni er oft talað um ein- hvers konar hálfdrættinga, næstum því þig og næstum því ég. Hvað er átt við? „Ég skil þetta orðalag þann- ig að við verðum ekki heil fyrr en við höfum fundið gæf- una til þess að verða við sjálf. Við erum alltaf að tala um hamingju og leitum hennar í daglegu lífi meðan það er gæfan sem við þurfum á að halda. Ég hef mikið rætt þetta við Zúrkof því ég skildi þetta ekki sjálf á þessum umbrota- tíma sem ég ræddi um fyrr í lífi mínu. Ég fann vissulega sjálf fyrir þeirri áherslu sem er lögð á að við finnum hamingjuna í núinu. En hvernig átti ég að finna hana í núinu spurði ég, því mér leið svo rosalega illa í þessu blessaða núi. Ég spurði, hvers vegna þarf ég endilega að vera í sársaukafullu núi? Hann svaraði með því að skýra núið. Núið er hlutlaust, það er sátt við fortíð og sátt við fram- tíð. Áhyggjur mínar af fram- tíðinni orsökuðu að sjálfsögðu sársaukann í núinu. Án þeirra hefði hann verið enginn.“ Notar pendúlinn við innkaup og matseld Þórdís var 16 ára þegar hún byrjaði að semja ljóð. Ég las eiginlega bara gömul ljóð og var mjög upptekin af form- inu, því að yrkja undir reglum bragfræði um rím og stuðla og höfuðstafi. Ég las ekkert nýtt sem var að koma út. Ég var þannig í mörg ár. Þetta breytt- ist þegar ég kynntist fólki sem var að yrkja og þá opnaðist eitthvað innra með mér og þá gat ég skrifað. Nú miðla ég og stýri texta. Það er annað,“ út- skýrir Þórdís. „En ég finn tengingu aftur við byrjunina því ég er aftur upptekin af formi. Uppsetn- ingin og aðferðin skiptir mig miklu máli. Reyndar höfuð- máli. Formið á bókinni er mitt Þórdís Björnsdóttir ljóðskáld hefur gefið út ljóðabókina: Nötur gömlu fortíðar. Við gerð bókarinnar notaði hún pendúl. „Ég skrifaði ekki þessa bók. Pendúllinn valdi orðin,“ segir Þórdís. Hún notar pendúlinn á hverjum degi. Meira að segja í jafn hvers dagsleg verk og að kaupa inn og elda kvöldmatinn. „Fyrirtæk- in nærast á nægjuleysi næstum- okkar. Næstum-við finnum þörfina fyrir ávinning neyslunnar. Næstum-við finnum græðgina magnast. Næstum-við neitum að þjóna núinu. Úr bókinni Nötur gömlu fortíðar Kraftmikil „Ljóðin hreyfðu við mér. Vöktu mig,“ segir Þórdís. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.